Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 18
Heimildir: Reuters, fréttir bandarískra fjölmiðla 8.457 55,2% Fjöldi atkvæða Atkvæði í % 138.957 63.826 30.641 25,3% 12,2% Mitt Romney Ron Paul Rick Santorum MISSOURI* * Kjörmenn verða valdir á flokksfundi 17. mars 40,2% 26.580 Fjöldi atkvæða Atkvæði í % 23.097 7.792 34,9% 12,8% 11,8% Mitt Romney Newt Gingrich Ron Paul Rick Santorum COLORADO ÚRSLITIN Í FORKOSNINGUM REPÚBLIKANA MINNESOTA 44,8% 21.420 Fjöldi atkvæða Atkvæði í % (skv. tölum frá 95% kjörstaða) 13.023 8.090 5.128 27,2% 16,9% 10,7% Mitt Romney, 64 ára, fyrrv. ríkisstjóri, MA Newt Gingrich, 68 ára fyrrv. forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Ron Paul, 76 ára, fulltrúadeildar- þingmaður, TX Rick Santorum, 53 ára, fyrrv. þingmaður, PA KOSNINGAR Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Íhaldsmaðurinn Rick Santorum styrkti stöðu sína í forkosningum repúblikana með því að sigra óvænt í þremur sambandsríkjum í fyrradag. Úrslitin eru álitin mikið áfall fyrir Mitt Romney og kyntu undir efa- semdum um að hann gæti tryggt sér nægan stuðning meðal íhaldssamra stuðningsmanna repúblikana. „Sigurvagn Romneys lenti ofan í skurði,“ sagði David Gergen, fréttaskýrandi bandaríska frétta- sjónvarpsins CNN. Santorum sigraði í forvali repú- blikana í Minnesota og Colorado og í forkosningum í Missouri. Skoð- anakannanir höfðu bent til þess að Santorum væri í sókn í Minnesota og Missouri vegna mikils stuðnings meðal íhaldssamra og kirkjurækinna repúblikana. Engin könnun benti þó til þess að hann myndi sigra í Colo- rado. Ósigurinn í Colorado er mikið áfall fyrir Romney vegna þess að hann sigraði þar í forkosningunum fyrir fjórum árum þegar hann fékk um 60% atkvæðanna. Hann fékk að- eins tæpra 35% fylgi í sambands- ríkinu á þriðjudag og Santorum 40%. Santorum sagði í sjónvarps- viðtölum í gærmorgun að sigrarnir hefðu ekki komið sér á óvart þar sem hann hefði fundið mikinn meðbyr að undanförnu og meira fé hefði safnast í kosningasjóð hans en nokkru sinni fyrr. Hann kvaðst telja að Romney gæti ekki sigrað Barack Obama for- seta í kosningunum í nóvember og lýsti sjálfum sér sem þeim frambjóð- anda sem væri líklegastur til að geta komið í veg fyrir að Obama yrði end- urkjörinn. Sigur fyrir íhaldsmenn „Fjölskyldan, trú og frelsi“ eru kjörorð Ricks Santorums í kosninga- baráttunni og þau skilaboð hafa fengið góðan hljómgrunn hjá íhalds- sömum kristnum kjósendum repú- blikana. „Úrslitin í kvöld eru sigur fyrir raddirnar í flokki okkar, íhalds- menn og Teboðs-fólkið, sem voru úti á vínekrunni á hverjum degi að byggja upp íhaldshreyfinguna í land- inu,“ sagði Santorum þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína eftir sigrana í fyrradag. „Mér er ekki aðeins annt um 99% eða 95%. Mér er annt um þá auðugustu og þá fátækustu. Mér er annt um 100% Bandaríkjamanna,“ sagði Santorum og skírskotaði til ný- legra ummæla Mitts Romneys sem lét þau orð falla að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af fátækum Bandaríkjamönnum, nær væri að hugsa um millistéttina. Romney er sjálfur vellauðugur kaupsýslumaður og það hefur verið akkilesarhæll hans sem frambjóðandi á tímum at- vinnuleysis og kreppu. Í kosningabaráttunni hefur Santorum oft talað um rætur fjöl- skyldu sinnar í stáliðnaðinum í Pennsylvaníu og baráttu afa síns í kolanámum eftir að hann flutti þang- að búferlum frá Ítalíu. Santorum er 53 ára, kaþólskur, faðir sjö barna og hefur verið kvænt- ur eiginkonu sinni, Karen, í 21 ár. Hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníu árið 1990 og átti sæti í öldungadeild- inni frá 1995 til 2007. Andstæðingar hans hafa lýst honum sem trúarofstækismanni og meðal annars skírskotað til viðtals þar sem hann jafnaði kynmökum samkynhneigðra við sifjaspell og barnaníð. Einörð andstaða hans við fóstureyðingar og hjónabönd para af sama kyni hefur hins vegar mælst vel fyrir meðal kirkjurækinna kjós- enda repúblikana. Næst verður kosið í Arizona og Michigan eftir þrjár vikur og búist er við að baráttan þar verði mikil- vægari en oftast áður í forkosn- ingum repúblikana. „Stóri þriðju- dagurinn“ verður síðan 6. mars þegar kosið verður í tíu sambands- ríkjum og um það bil fimmtungur allra kjörmanna repúblikana verður kosinn. Sigrar Santorums á þriðjudag voru mikið áfall fyrir Newt Gingrich, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hann hafði von- ast til þess að verða helsta vonar- stjarna íhaldsaflanna í baráttunni við Romney. Gingrich var ekki í framboði í Missouri og tók lítinn þátt í kosn- ingabaráttunni í Colorado og Minne- sota. Þegar kosið var í fyrradag var Gingrich í Ohio, einu ríkjanna þar sem kosið verður þriðjudaginn 6. mars. „Sigurvagn Romneys ofan í skurði“  Íhaldsmaðurinn Santorum sigraði óvænt í þremur sambandsríkjum í forkosningum repúblikana  Úrslitin mikið áfall fyrir Mitt Romney og Newt Gingrich  Óvenjuspennandi barátta framundan AP Sigurvegarinn Rick Santorum ávarpar stuðningsmenn sína í Missouri eftir forkosningarnar í fyrradag. Eiginkona hans, Karen, stendur við hlið hans. Óvenjumikilvægar » Kosið verður í Arizona og Michigan 28. febrúar og í Washington-ríki 3. mars. Talið er að forkosningarnar þar verði óvenjumikilvægar að þessu sinni vegna þess hversu jöfn baráttan er milli frambjóðend- anna. » Stóri þriðjudagurinn verð- ur 6. mars þegar kosið verður í Alaska, Georgíu, Idaho, Massa- chusetts, Norður-Dakota, Ohio, Oklahoma, Tennessee, Vermont og Virginíu. 18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Tíbetskir útlagar í Nýju-Delhí á Indlandi kveikja á lömpum til minningar um þá sem hafa beðið bana í baráttunni gegn kúgun kínverskra yfir- valda í Tíbet. Hundruð Tíbeta tóku þátt í mót- mælum í Nýju-Delhí í gær gegn mannréttinda- brotum í Tíbet. Að minnsta kosti tuttugu Tíbetar hafa kveikt í sér á síðustu mánuðum, flestir þeirra í Sichuan-héraði í Kína, til að mótmæla mannréttindabrotum gegn Tíbetum. Reuters Minnst tuttugu hafa kveikt í sér Tíbetar mótmæla mannréttindabrotum Íbúar í þorpinu Nutaarmiut á vesturströnd Grænlands eru harmi slegnir eftir að tvítugur maður skaut þrjá menn til bana og særði tvo lífs- hættulega. Maðurinn er nú í haldi lögregl- unnar. Í grænlenska blaðinu Sermitsiaq segir að fólk eigi bágt með að trúa að annað eins geti gerst í þorpinu, en íbúar þess eru aðeins um 50. „Íbúarnir eru í miklu áfalli og hér ríkir mikil sorg. Hér vita auð- vitað allir hvað hefur gerst,“ hefur blaðið eftir einum íbúanna. Engin lögreglustöð er í Nutaar- miut. Strax og ljóst var hvað hafði gerst voru lögreglumenn og læknir fluttir með þyrlu til þorpsins. Lög- reglan afvopnaði síðan hinn grunaða og handtók hann í gær- morgun. Skotárásin var gerð í fyrrinótt, að sögn fjölmiðla á Grænlandi. Grænlend- ingar harmi slegnir Þrír myrtir og tveir særðust í skotárás Kirkja í Nutaarmiut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.