Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 og hnitmiðað, jafnt í mæltu máli sem rituðu. Dæmi um það má finna í greinum hans, sem birst hafa annað kastið á síðum Morg- unblaðsins fram undir þetta, með stíl og stafsetningu frá MR-árum hans, og bókstafurinn z þar með enn í fullu gildi. Það var auðfundið, að Bjarni leit ekki á vátryggingastarfsemi eins og hverja og aðra atvinnu- grein. Í huga hans var hún annað og meira. Vátryggingafélög og líf- eyrissjóðir mynduðu hið fé- lagslega öryggisnet fyrir borgar- ana ásamt almannatryggingakerfinu. Sú sið- ferðilega krafa hvíldi á stjórnend- um þessara félaga og sjóða að búa svo um hnúta, að tjónþolar og líf- eyrisþegar gætu jafnan gengið að rétti sínum vísum, þegar á þyrfti að halda. Að mati Bjarna hlyti því starfræksla vátryggingafélaga og lífeyrissjóða að mótast af yfirveg- uðum og varfærnum áætlunum til lengri tíma, þannig að skýlaust yrði unnt að standa undir rétt- mætum framtíðarskuldbinding- um. Í þessum efnum ættu ekki við ógrundaðar lausnir og óvissar væntingar um skyndigróða. En líf Bjarna var ekki bara vinnan, áhugaefnin voru mörg og fjölbreytileg. Hann var lesinn og fróður, og skemmtilegur í um- gengni. Þess fengum við að njóta, sem fengum að starfa með honum. Að ferðast og fræðast um lönd og lýði var áhugamál Bjarna, sem hann sinnti eins og tími gafst með konu sinni, Kristínu. Voru þau hjón afar víðförul. Gaukaði Bjarni iðulega að okkur, hinum síður sigldu, góðum ráðum og gagnleg- um ábendingum, er við hugðum á utanferðir. Kristín og dætur þeirra hjóna, og síðar fjölskyldur þeirra, áttu allan hug Bjarna. Engum duldist þó, að sérstakt sæti á þessum myndarlega lista Bjarna átti Kristín, sem jafnan var honum sú festa, sem hann í lífi og leik gat reitt sig á. Við Laufey vottum Kristínu og öðrum ástvinum Bjarna dýpstu samúð. Blessuð sé minning Bjarna Þórðarsonar. Sigmar Ármannsson. Bekkjarfélagana úr Bóknáms- deild Flensborgar 1949-52 setur hljóða við fráfall okkar trausta skólabróður og vinar, Bjarna Þórðarsonar. Það var vorið 2010 sem Bjarni hóaði okkur saman, eftir tæpra 60 ára skólalok. Mætt- um við 21 ásamt nokkrum mökum og þar var sannarlega gleðin ríkjandi og vináttan treyst. Við ákváðum síðan að hlúa að þessum tengslum og treysta vináttubönd- in enn frekar. Höfum við síðan hist mánaðarlega yfir vetrarmán- uðina, þau sem átt hafa heiman- gengt. Þar hefur gleðin ríkt og gaman hefur verið að rifja upp gömlu góðu árin okkar í skólan- um, deila fréttum um hagi okkar, störf og hugðarefni. Þetta hafa verið sannkallaðar gleðistundir, Bjarni var þar leiðandi með sinni hógværð og ró. Það verða aðrir til að tíunda öll hans góðu störf, sem hann hefur unnið þjóð sinni af trú- mennsku og vandvirkni. Við kom- um til með að sakna hans sárt úr okkar hópi. Við sendum Kristínu eiginkonu hans, dætrum, tengdasonum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Kæri Bjarni: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Fyrir hönd bekkjarsystkin- anna, Margrét Guðmundsdóttir (Gréta). Bjarni vinur minn er fallin frá. Dauðinn hefur kallað hann til sín eins og alla sem fæðast til þess- arar jarðvistar. Æðrulaus og af krafti og mikilli baráttu tókst hann á við þann sjúkdóm, sem svo marga leggur að velli, unga sem aldna. Enginn má sköpum renna og hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí. Þessu gerði Bjarni sér grein fyrir og fjölyrti ekki um sjúkdóm sinn og lét eng- an bilbug á sér finna allan þann tíma sem baráttan stóð. Kynni okkar Bjarna hófust á hvalskurðarplaninu í Hvalfirði fyrir hartnær 55 árum og hafa aldrei rofnað síðan. Í nokkur sum- ur vorum við vakt- og herbergis- félagar og þá var stofnað til vin- áttubanda sem haldist hafa til þessa dags. Það var gaman að vinna í Hvalstöðinni og ungir menn nutu þess að spreyta sig á verkefnum, sem kröfðust skjótrar úrlausnar. Á þessum stað var Bjarni í essinu sínu. Hann var samviskusamur, harðduglegur, verklaginn, veitti mönnum tilsögn og vann hratt. Þessir eiginleikar veit ég að hafa fylgt honum í gegn- um lífið. Það er ótalmargs að minnast frá „hvalárunum“. Þar komu margir einstaklingar við sögu og flestir á einhvern hátt minnis- stæðir. Ófáar stundir áttum við fé- lagar á plankanum í spilskúrnum, á bekknum í hverfisteinsskúrnum eða mjölinu, sem gott var að kom- ast í ef veður voru válynd og dags- birtu tekið að bregða. Á herbergi okkar, „Kreml“, var oft gest- kvæmt og margt skrafað og skeggrætt. Þegar ró féll á tók Bjarni iðuglega upp blað og blýant og festi á blaðið ýmsar töl- ur upp úr stærðfræðidoðröntum, sem í mínum augum voru torskilj- anlegar. Að loknu verkfræðinámi við HÍ hélt Bjarni til Kaupmannahafnar og lauk prófi í tryggingastærð- fræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla. Eftir að heim kom tók hann að sér, vegna þekkingar sinnar og færni, ýmis verkefni á sviði trygg- inga. Hann var félagslyndur mað- ur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Þess höfum við meðal annars notið gamlir hvalmenn sem hist höfum undanfarin ár yfir kaffibolla. Enda þótt starfsvettvangur okkar Bjarna væri ólíkur var sam- band okkar ætíð sterkt og varan- legt. Kom þar ekki síst til að báðir höfðum við ánægju að því að rifja upp atvik frá Hvalveiðistöðinni þar sem við dvöldum lengi og átt- um ánægjulegar stundir saman. Gott var að leita ráða hjá Bjarna í ýmsum málum. Hann lét sér ekk- ert óviðkomandi og var óragur við að benda á það sem betur mætti fara á ýmsum sviðum. Bjarni var rökfastur, glettinn í viðmóti, létt- ur í lund og stríðinn. Þessa eig- inleika þekktum við sem honum kynntumst. Þeir fóru honum vel. Nú þegar komið er að leiðarlokum streyma fram í hugann ótal minn- ingar um skemmtilegan félaga, sem setti svip á umhverfi sitt. Snemma á lífsleiðinni varð hún Kristín lífsförunautur Bjarna og saman hafa þau fetað sig í gegnum lífið og stutt hvort annað. Ég kveð vin minn með söknuði og sendi Kristínu, dætrum, tengdasonum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurður Bjarnason. Í dag kveð ég góðan samverka- mann og kæran vin, Bjarna Þórð- arson, hinstu kveðju. Kynni okkar hófust er Bjarni réðst til starfa hjá Sambandi ís- lenskra tryggingafélaga fyrir 45 árum en urðu enn nánari þegar hann hóf störf hjá Íslenskri end- urtryggingu árið 1974 sem hann síðan stýrði frá 1979 þar til starf- semi félagsins var hætt. Í dag þekkja fáir til Íslenskrar endur- tryggingar og til þess mikilvæga hlutverks sem það félag gegndi í þróun íslenskrar vátrygginga- starfsemi allt frá stríðslokum til síðari hluta síðustu aldar og var það fyrst og fremst vegna starfa Bjarna og forvera hans Kr. Guð- mundar Guðmundssonar sem framkvæmdastjórar félagsins. Bjarni var, sem menntaður trygg- ingastærðfræðingur, með yfir- burðakunnáttu á flestum sviðum trygginga og ávann sér því fljótt traust og virðingu íslenskra tryggingamanna með þekkingu sinni, fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum í hvívetna. En ekki var síður mikilvægt það mikla álit og traust sem erlendir endur- tryggjendur báru til Bjarna. Létu þeir oft í ljós ánægju sína yfir hve vönduð og nákvæm öll upplýs- ingagjöf Bjarna til undirbúnings við samningagerð um endur- tryggingakjör fyrir íslenska tryggingamarkaðinn væri og vildu gjarnan að aðrir viðskipta- vinir sínir tækju hans vinnubrögð sér til fyrirmyndar. Enginn vafi er á því að þetta leiddi til þess að ís- lensku vátryggingafélögin nutu bestu mögulegra kjara á endur- tryggingum sínum til góðs fyrir íslenska tryggingataka. En í dag kveð ég ekki bara góð- an samverkamann heldur einnig kæran vin. Vegna starfa okkar fórum við saman í ótal ferðir til út- landa og voru konur okkar oft með í för. Margs er nú að minnast frá þessum ferðum og nutum við Hilda ríkulega af þekkingu Krist- ínar og Bjarna frá hinum ýmsu stöðum. Leiðsögn þeirra var bæði fræðandi og skemmtileg hvort sem verið var að skoða kastala, kirkjur eða söfn en ánægjulegast var þó að njóta samveru þeirra og ekki spillti það fyrir að geta sest niður á kaffihús að lokinni skoð- unarferð til að gæða sér á ljúf- fengri súkkulaðitertu með rjóma. Bjarni var einkar vandaður og yfirvegaður maður, alvörugefinn á stundum en þó alltaf stutt í bros- ið og hláturinn ef tilefni var til. Hjá honum stóð allt eins og stafur á bók. Ávallt var hann reiðubúinn að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu og var ég einn þeirra sem þess nutu. Stend ég í ævar- andi þakkarskuld við hann fyrir alla þá aðstoð og stuðning sem hann veitti mér í störfum mínum. En nú er komið að leiðarlokum. Ég er þakklátur fyrir að hafa ver- ið samferðamaður Bjarna Þórðar- sonar. Hann var fyrst og síðast góður drengur sem gott er að minnast. Við Hilda sendum Kristínu og fjölskyldu hugheilar samúðar- kveðjur. Gunnar Felixson. Með Bjarna Þórðarsyni er genginn góður vinur og virtur samstarfsmaður í áratugi. Saga Bjarna er tengd starfi íslensku vá- tryggingafélaganna órjúfandi böndum. Að loknu námi í trygg- ingastærðfræði varð hann fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga og gegndi því starfi þar til hann var ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri Íslenskrar endurtryggingar árið 1974 og síðan framkvæmda- stjóri þess félags frá 1979. Í báð- um þessum störfum voru tengsl hans við vátryggingafélögin mikil. Það varðaði miklu að fá svo vel menntaðan mann til að móta starf hinna ungu samtaka þegar þörf varð á að sérstakur starfsmaður sinnti málefnum þeirra og starfið hjá Íslenskri endurtryggingu var að stærstum hluta unnið í þeirra þágu. Íslensk endurtrygging var í upphafi stofnuð til þess að annast stríðstryggingar íslenska flotans en þróaðist síðan í hreint endur- tryggingafélag sem endurtryggði sjálft áhættu frá félögunum og sá jafnframt um að dreifa slíkri áhættu til annarra íslenskra fé- laga sem áhuga höfðu á að taka þátt í tryggingunum. Á þennan hátt varðveittist mikil þekking á eðli ýmiss konar áhættu hér inn- anlands auk þess sem dýrmætur gjaldeyrir sparaðist sem ella hefði runnið til erlendra endurtryggj- enda. Þessi háttur var á hafður þar til slíkt samstarf var ekki talið samrýmast nýrri löggjöf. Augljóst er að miklu máli skipti að þeir menn sem völdust til þess að stýra svona samvinnu hefðu til að bera þá þekkingu sem til þurfti og nytu í hvívetna trausts allra þeirra sem að málunum komu. Það var gæfa Íslenskrar endurtryggingar að eiga slíka menn sem voru í fyrstu K. Guðmundur Guðmundsson og síðan Bjarni Þórðarson. Bjarni gegndi á vissan hátt sér- stöku hlutverki meðal vátrygg- ingamanna. Hann var ekki þátt- takandi í samkeppni þeirra en átti traust þeirra allra og sem slíkur gat hann sameinað þá til góðra verka. Hann sat í fjölmörg ár í stjórn Sambands íslenskra trygg- ingafélaga og var formaður stjórnar um tíma. Hann lagði sig fram um að varðveita þau kynni sem mynduðust meðal vátrygg- ingamanna og beitti sér fyrir því að eldri starfsmenn félaganna sem lokið höfðu störfum hittust reglulega til þess að ræða liðna daga og það sem efst var á baugi. Hann var mikill vinur vina sinna og við erum mörg sem nú minn- umst ótal ánægjustunda með Bjarna og Kristínu innan lands og utan. Þau voru frábærir ferða- félagar enda miklir ferðamenn og við félagarnir sögðum oft að vand- fundin væru þau lönd sem Bjarni og Kristín hefðu ekki heimsótt. Hugur okkar Jóhönnu er nú hjá Kristínu og við sendum henni, dætrunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Íslenskir vátryggingamenn kveðja Bjarna Þórðarson með söknuði og virðingu og þakka góð kynni. Ólafur B. Thors. Í dag er til moldar borinn Bjarni Þórðarson, trygginga- stærðfræðingur, 75 ára að aldri. Hann lét sig málefni lífeyrissjóð- anna miklu varða og hafði yfir- gripsmikla þekkingu á starfsemi þeirra. Á árunum 1969 til 1984, eða í full 15 ár, var Bjarni sam- fleytt formaður Landssambands lífeyrissjóða. Þau samtök ásamt Sambandi almennra lífeyrissjóða voru forverar Landssamtaka líf- eyrissjóða, LL, sem stofnuð voru í árslok 1998. Þrátt fyrir að sinna starfi fram- kvæmdastjóra fyrir Íslenska end- urtryggingu hf. um árabil gegndi Bjarni samhliða því starfi ýmsum veigamiklum ráðgjafastörfum fyrir lífeyrissjóðina, einkum varð- andi tryggingafræðilegt uppgjör og útreikninga. Bjarni kom einnig að samningu heildarlöggjafar um starfsemi lífeyrissjóðanna, sem samþykkt var á Alþingi 1997, einkum þeim mikilvægu atriðum sem vörðuðu tryggingafræðilegt uppgjörsmál sjóðanna. Þrátt fyrir að Bjarni væri fyrir nokkrum árum kominn á hinn hefðbundna ellilífeyrisaldur sinnti hann enn af krafti ýmsum viða- miklum ráðgjafastörfum. Má í því sambandi nefna að Bjarni vann í desember á síðasta ári að athugun fyrir LL varðandi ávöxtunarvið- mið lífeyrissjóðanna, þar sem hann m.a. lagði til að LL ætti að beita sér fyrir sérstakri skoðun á þeim ýmsu flóknu vandamálum, sem fylgja breytingum á vaxtavið- miði sjóðanna. Við viljum fyrir hönd Lands- samtaka lífeyrissjóða þakka Bjarna fyrir hans mikilvægu störf fyrir lífeyrissjóðina í landinu. Bjarni vann að málefnum þeirra hátt á fimmta áratug af einskær- um dugnaði og samviskusemi og var einnig drjúgur liðsmaður sjóð- anna í öllum þeim málum, sem honum fannst á halla gagnvart sjóðunum í fjölmiðlaumræðunni. Við samferðamennirnir vissum að Bjarni gekk ekki heill til skógar vegna alvarlegs sjúkdóms, en hann hlífði sér í engu. En það hvaflaði að engum okkar að svo skammt skildi á milli feigs og ófeigs í veikindum hans. Við færum eiginkonu hans Kristínu Guðmundsdóttur, dætr- um þeirra og fjölskyldum okkar einlægustu samúðarkveðjur. Arnar Sigurmundsson, Hrafn Magnússon, Þórey S. Þórðardóttir. Við kveðjum í dag með söknuði vin okkar og félaga, Bjarna Þórð- arson. Traustari mann er erfitt að finna og skarð er fyrir skildi í Rót- arýhreyfingunni við brotthvarf hans. Bjarni gekk til liðs við Rótarý- klúbb Hafnarfjarðar í apríl 1979. Hann var alla tíð virkur í starfinu, gegndi trúnaðarstörfum í klúbbi sínum og var heiðraður sem Paul Harris-félagi. Á starfsárinu 2003- 2004 veitti hann hreyfingunni for- ystu sem umdæmisstjóri og skil- aði því starfi með mikilli prýði. Hann var fulltrúi okkar á lög- gjafasamkomu alþjóðahreyfing- arinnar árið 2007 og frá árinu 2004 var Bjarni formaður fjár- hagsráðs umdæmisins. Grund- vallaratriði er fyrir samtök sem okkar að ráðdeild og festa ein- kenni fjármálin. Bjarni og með- stjórnendur hans í fjárhagsráði hafa tryggt að svo sé og þökkum við fórnfúst starf hans. Kjörorð Rótarýhreyfingarinnar er: „Þjón- usta ofar eigin hag“. Bjarni Þórð- arson bar kjörorðinu vitni með góðu fordæmi í verkum sínum. Þeir sem þeirrar ánægju urðu aðnjótandi að kynnast Bjarna komust fljótt að raun um mann- kosti hans. Hann hafði hlýja nær- veru og gat lyft geði guma með hæglátri glaðværð. Bjarni var af- ar traustur og heiðarlegur maður sem gerði sitt til að bæta sam- félagið. Hann lét í sér heyra með skýrum rökum ef honum fannst gengið á svig við sannleikann og skynsemina. Við vottum Kristínu Guð- mundsdóttur, fjölskyldunni og öll- um aðstandendum innilegustu samúð. Blessuð sé minning rót- arývinar okkar, Bjarna Þórðar- sonar. Fyrir hönd Rótarýs á Íslandi, Tryggvi Pálsson, umdæmisstjóri. Kveðja frá Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga Bjarni Þórðarson, einn af stofn- félögum Félags íslenskra trygg- ingastærðfræðinga, er látinn. Bjarni lauk prófi í trygginga- stærðfræði frá Kaupmannahafn- arháskóla árið 1964. Hann var mikils metinn í sínu fagi og öfl- ugur liðsmaður í starfi félagsins. Hann sat lengi í stjórn þess og þar af þrjú tímabil sem formaður. Fé- lagið naut ekki síður krafta hans sem ötuls áhugamanns um fagið en hann var duglegur við að fylgj- ast með nýjungum og þróun og miðlaði áfram til okkar hinna. Hann var tengiliður í mörg ár fyr- ir félagið á alþjóðavettvangi og var þar ekki síður mikils metinn. Bjarni skipulagði fundi erlendra samstarfsaðila hér á landi og nám- skeið á sviði tryggingastærðfræði. Bjarna verður sárt saknað sem vinar og kollega og mun fagleg umræða og fundir okkar verða fá- tækari við brotthvarf hans. Við vottum Kristínu eiginkonu hans og fjölskyldu innilega samúð. Steinunn Guðjónsdóttir formaður. Við þau leiðarlok sem öllum eru búin rifjum við upp og minnumst þeirra kynna sem tengja okkur þeim sem genginn er. Bjarna Þórðarsonar heyrði ég fyrst getið líklega 1974 er ég heyrði föður minn, Kr. Guðmund Guðmunds- son, glaðan í bragði segja að hann hefði fundið sér eftirmann í starfi sem forstjóri Íslenzkrar endur- tryggingar. Væri sá Bjarni Þórð- arson, ungur tryggingastærð- fræðingur sem getið hefði sér gott orð. Föður mínum var annt um fé- lagið sem hann hafði veitt forstöðu frá stofnun 1947 og vildi tryggja veg þess og framhald. Mat hann það svo að með ráðningu Bjarna væri félaginu fenginn traustur leiðtogi til framtíðar. Gekk það eftir, og starfaði Bjarni sem aðstoðarforstjóri þar til faðir minn lét af störfum sakir aldurs 1978, og tók Bjarni þá við starfi forstjóra Íslenzkrar endur- tryggingar og gegndi því sem að- alstarfi til loka árs 2008. Var hann farsæll í sínu starfi og skilaði fé- lagið jafnan góðri afkomu. Síst var við Bjarna Þórðarson að sakast þótt endalok Íslenzkrar endur- tryggingar yrðu á annan veg en vonast hafði verið eftir við stofnun félagsins. Þar réð breyttur tíðar- andi þar sem kennisetningar um óbrigðul heillavænleg áhrif sam- keppni fengu meira vægi en sú ætlan sem lá að baki stofnun Ís- lenzkrar endurtryggingar um sameiginlega hagsmuni Íslend- inga við mat og skiptingu áhættu og samskipti við erlenda endur- tryggjendur. Leiðir okkar Bjarna lágu svo fljótlega saman með áþreifanlegri hætti þegar ég varð sumarstarfs- maður hjá Íslenzkri endurtrygg- ingu og svo enn þegar hann réð mig til starfa hjá félaginu er ég kom frá námi í tryggingastærð- fræði. Bjarni naut virðingar þeirra sem störfuðu að vátrygg- ingum, og var jafnan hlustað eftir því sem hann lagði til mála og tók hann að sér ýmis trúnaðarstörf tengd starfinu. Var lærdómsríkt að vinna við hans hlið við þau fjöl- breyttu úrlausnarefni sem vá- tryggingum tengjast. Bjarni var maður einkar starfs- samur og ósérhlífinn, oftast mætt- ur til vinnu fyrstur allra og veit ég að margar voru þær helgar sem fjölskylda hans þurfti að sjá af honum þegar annir kölluðu. Einn- ig vann Bjarni mikið að málefnum lífeyrissjóða, ekki síst hin síðari ár. Ekki dró hann úr vinnu þótt árin færðust yfir, og flestum hefði þótt hlýða að setjast í helgan stein. Tók hann af ósérhlífni að sér fjölmörg verkefni fyrir lífeyris- sjóði og samtök þeirra. Bjarni var vel ritfær og ber því vitni fjöldi blaðagreina um mál sem stóðu honum nærri, oftast málefni líf- eyrissjóða en einnig önnur mál svo sem hvaðeina sem snerti hans heimabæ, Hafnarfjörð, en þar átti hann djúpar rætur. Var hann jafn- an betri en enginn þeim málstað sem hann vildi vinna framgang. Síðustu árin gekk Bjarni ekki heill til skógar, en ekki lét hann það koma fram í sínu fasi eða við- móti. Létt tilsvör og kímnigáfa voru söm og áður og duldist því líklega flestum hversu alvarleg veikindi hans voru. Síðast heyrði ég frá nafna, en svo vorum við vanir að nefna hvor annan, í upp- hafi þessa árs, sendi hann mér þá ásamt nýjárskveðju hugleiðingu varðandi mat á eignum lífeyris- sjóða sem hann þá vann að. Mán- uði síðar var hann allur. Nafna minn kveð ég með virð- ingu og þakklæti fyrir samstarf og hlýhug liðinna ára. Eiginkonu hans Kristínu og dætrunum Þór- dísi, Hildi og Valgerði og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð mína. Bjarni Guðmundsson. Bjarni Þórðarson trygginga- stærðfræðingur starfaði lengi við vátryggingar ýmiskonar, lífeyris- málefni og lífeyrissjóða. Hann hafði mikinn áhuga á og bjó yfir víðtækri þekkingu og reynslu á þessu sviði. Bjarni var áhrifamað- ur og sérfræðingur um þessi mál, lét til sín taka þau er snertu starfssvið hans og tók þátt í op- inberri umræðu m.a. með greina- skrifum í blöðum. Málflutningur hans var ætíð vandaður og vel rökstuddur og stuðlaði að auknum skilningi lesenda á mikilvægum málefnum vátrygginga og lífeyr- issjóða. Á þessum vettvangi áttum við samleið og samstarf í mörg ár. Það var gott að eiga samstarf við Bjarna. Hann var traustur, hreinn og beinn og ljúfur í sam- skiptum og samstarfi og hann miðlaði samstarfsmönnum af visku sinni og þekkingarbrunni. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa kynnst Kristínu og Bjarna og fyrir margar góðar samveru- stundir í gegn um árin. Það er mannbætandi og forréttindi að fá að kynnast jafn góðu og traustu fólki og þeim. Við Haffý sendum Kristínu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar í sorginni. Axel Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.