Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Fákar Hestamenn voru duglegir að nýta sólarglennuna sem lét sjá sig hluta úr degi í gær. Golli Þeir sem reglulega lesa í New York Times pistla Pauls Krug- mans, nóbelshafa í hagfræði, verða þess glöggt varir að Ísland er hon- um hugleikið. Það er þó ekki endi- lega sérstakur áhugi hans á landi og þjóð sem kallar á þetta dálæti heldur tilheyrir hann þeim hópi hagfræðinga sem telja að flotgengi sé afar mikilvægur þáttur í aðlög- unarhæfni hagkerfa. Eftir að ís- lenska hagkerfið fór að rétta sig við eftir hrunið hefur hann gjarnan vísað til þess sem dæmis um þá aðlögunarhæfni sem byggist á fljótandi mynt – og stundum snúið úr krónunni písk til að berja á evrunni sem hann hefur að fornu verið andsnúinn. Þetta kom vel fram þegar hann heimsótti okkur í haust á gagn- merka ráðstefnu í Hörpunni – þar sem efnahags- stjórn núverandi ríkisstjórnar fékk fína einkunn. Flotmyntin bjargaði ekki Nú hafa að sönnu verið skiptar skoðanir milli fræðimanna um kosti og galla þess að taka upp evruna hér á landi sem og í öðrum hagkerfum. Reynslan er hins vegar ólygnust. Íslenska krón- an hefur ekki reynst okkur vel. Það hefði Krug- man vitað ef hann byggi á Íslandi og hefði þekkt betur til íslenskra aðstæðna. Rannsóknir fræði- manna sem öndvert honum eru sérfræðingar um íslenska hagkerfið hafa þar að auki sýnt kyrfi- lega fram á að krónan er uppruni sveiflna fremur en tæki sem dregur úr þeim. Við blasir að efnahagsvandinn, sem íslensk heimili og fyrirtæki glíma við í dag væri af allt öðrum toga ef ekki hefði komið til gjaldeyr- iskreppa til viðbótar við bankakreppuna sem varð hér árið 2008. Aðdragandinn að ári öm- urleikans, 2008, hefði allur orðið annar og eft- irleikurinn líka. Hitt ber að árétta að dæmi úr sögu fjármálakreppna síðustu ára og áratuga sýna hins vegar að hagkerfi geta lent í erf- iðleikum óháð gengisfyrirkomulagi. Evran er ekki töfralausn, enda varnaði hún því ekki að Grikkir lentu í þeim hremmingum sem þeir glíma við í dag. Staðreyndin er hins vegar sú að það bjargaði okkur ekki heldur að hafa flotmynt- ina. Vitaskuld er það svo að gengisfyrirkomulagið getur aldrei komið í veg fyrir sveiflur í þjóð- arbúskapnum eða bætt upp slaka hagstjórn. Það að standa innan evrunnar hefur hins vegar mikla kosti fyrir hagkerfi eins og hið ís- lenska, ekki síst þar sem mestur hluti af erlendum viðskiptum þess er við evrusvæðið. Viðnámsleysi örmyntar Krugman benti á það í Hörpunni að krónan hefði ekki verið ástæðan fyrir því mikla flóði áhættufjár- magns sem hingað streymdi í gegn- um vaxtamunarviðskipti fyrir hrun. Mörg lönd hefðu rétt eins og Ísland upplifað mikið innflæði fjármagns á þessum tíma – óháð fyrirkomulagi gjaldeyrismála. Um þetta er sannarlega hægt að vera sammála. Hitt skiptir meira máli, að flæðið veldur hins vegar ekki óstöðugleika í mynt lítils hagkerfis eins og þess íslenska ef hún er í raun sameiginleg mynt mun stærra hagkerfis. Það getur aftur á móti feykt fljótandi örmynt – eins og krónunni – í allar áttir. Það þekkja Íslend- ingar öðrum betur. Þannig bjó styrking krón- unnar árin fyrir hrun til falska kaupmáttar- aukningu og eignaáhrif sem síðan gengu til baka með þrumandi hvelli í hruninu með mun nei- kvæðari áhrifum á kaupmátt og eignastöðu ís- lenskra heimila og fyrirtækja en raunin var í öðr- um kreppulöndum. Nægir að nefna Írland og Eystrasaltslöndin. Vitaskuld er nauðsynlegt að skoða öll sjónarmið þegar kemur að framtíð- arskipulagi gjaldeyrismála hér á landi. Það er hins vegar staðreynd að flotgengiskerfið sem var tekið upp hér á landi árið 2001 endaði reynslu- tíma sinn illa árið 2008. Við getum ekki annað en dregið lærdóm af þeirri reynslu. Með agaðri hagstjórn og hugvit- samlegri nýtingu einstakra auðlinda eigum við að geta búið Íslendingum framtíðarinnar bestu lífskjör sem þekkjast – en til þess þurfum við annan og traustari gjaldmiðil en íslensku krón- una. Eftir Össur Skarphéðinsson »Reynslan er hins vegar ólygnust. Íslenska krónan hefur ekki reynst okkur vel. Það hefði Krugman vitað ef hann byggi á Íslandi og hefði þekkt betur til íslenskra aðstæðna. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Evran og krónan – og Krugman Ísland hefur við- urkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland er fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem viðurkennir Pal- estínu með formlegum hætti. En hvaða þýð- ingu hefur þessi við- urkenning fyrir okkur Íslendinga og hvað þýð- ingu hefur hún í deilum Ísraels og Palestínu? Friðarsamkomulag og sjálfstæði Palestína sem nú sækist eftir sjálf- stæði er klofin. Hamas stjórnar á Gaza og Fatah á Vesturbakkanum. Hamas og Fatah deila innbyrðis. Ha- mas vill eyða Ísrael. Fatah vill sjálf- stæða Palestínu en Hamas styður sjálfstæða Palestínu einungis ef hún viðurkennir ekki Ísrael. Evrópusam- bandið viðurkennir ekki Hamas. Ísr- aelsríki var stofnað af Sameinuðu þjóðunum eftir helför nasista þar sem 6 milljónir Gyðinga voru drepnar í út- rýmingarbúðum, þar af 1,5 milljónir barna. Forsætisráðherra Ísraels flutti athyglisverða ræðu á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í sept- ember sl. Ræðan var ákall um frið við Palestínu og ósk um friðarviðræður. Forsætisráðherrann gat þess að Ísr- ael myndi verða fyrsta ríkið til að samþykkja sjálfstæði Palestínu þegar friðarsamkomulag væri í höfn. Helstu sérfræðingar í deilum Ísraels og Pal- estínu eru sammála um að frið- arsamkomulag milli deiluaðila og eining meðal Palestínumanna sjálfra sé grundvöllur friðar. Í framhaldi fylgi síðan sjálfstæði Palest- ínu. Vonandi mun sú stund renna upp sem fyrst. Vilji fólksins í Palestínu Nýlega var gerð skoðanakönnun á meðal rúmlega 1000 Palest- ínumanna búsettra á Vesturbakk- anum, í Austur-Jerúsalem og á Gaza. Margvíslegar spurningar voru lagðar fyrir hópinn. Könnunin var unnin af Palestinian Center for Public Op- inion. Spurt var m.a. að því hvert for- gangsverkefni stjórnvalda í Palestínu ættu að vera: 83% sögðu að skapa ætti atvinnu og ný störf. 4% sögðu að fá Sameinuðu þjóðirnar til að við- urkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Um afstöðuna til friðarviðræðna sögðu 63% að hefja bæri friðarviðræður við Ísrael. Vinátta Íslands og Ísraels Ísland tryggði Ísrael sæti hjá Sam- einuðu þjóðunum árið 1949. Ísland réð úrslitum um það, á vettvangi SÞ, að gyðingar sem lifðu helförina af eignuðust sitt eigin sjálfstæða ríki. Allar götur síðan hefur Ísrael borið mikla virðingu fyrir Íslandi. Stjórn- málaforingjar í Ísrael sóttu okkur heim gagngert til að þakka fyrir. Fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að ávarpa þingið í Ísrael var Ásgeir Ás- geirsson forseti. Í Jerúsalem er gata sem ber heitið Íslandsstræti, til að minnast vináttu ríkjanna og stuðn- ings Íslands við Ísrael. Við Íslend- ingar megum vera stoltir af þessu, þó svo að friður á svæðinu hafi ekki náð þeirri fótfestu sem stefnt var að. Ísr- ael er ein fremsta þjóð heims í há- tækniiðnaði, lyfjaiðnaði, landbúnaði, líftækni og matvælatækni. Ísland þarf á nýsköpun og erlendri fjárfest- ingu að halda. Tækifærin sem felast í auknu samstarfi okkar við Ísrael eru fjölmörg. Heimsókn í þingið í Ísrael Í desember sl. heimsótti ég þingið í Ísrael, sem hefur aðsetur í Jerúsalem og nefnist Knesset. Átti ég m.a. fund með landbúnaðarráðherra, aðstoðar- innanríkisráðherra ásamt ráðgjafa utanríkisráðherra í Palestínumálinu. Samskipti landanna bar á góma í ljósi stuðnings Íslands við sjálfstæði Pal- estínu. Ályktun Alþingis er þeim von- brigði. Nefndu þeir sérstaklega að það hefðu verið mikil vonbrigði að ut- anríkisráðherra Íslands skyldi ekki hafa heimsótt Ísrael þegar hann sótti Palestínu heim á síðasta ári. Ráð- herra hefði átt að kynna sér báðar hliðar málsins frá fyrstu hendi og upplýsa síðan Alþingi um það hvers vegna Ísrael vildi friðarsamkomulag við Palestínu áður en til sjálfstæðis kæmi. Það væru eðlileg vinnubrögð í alþjóðasamskiptum og ekki síst í samskiptum vinaþjóða. Það hefði ver- ið augljóst að utanríkisráðherra Ís- lands hefði á ferð sinni vísvitandi forðast að hafa samskipti við Ísrael. Vandséð væri hvernig Ísland gæti komið að friðarferlinu með það að leiðarljósi. Í viðræðum mínum við ráðherra og þingmenn kom berlega í ljós að ekki er andstaða við sjálfstæði Palestínu. Þeir eru hins vegar á móti einhliða ákvörðun um sjálfstæði. Í þeirra huga er friðarsamkomulag undirstaða þess að þeir geti stutt sjálfstæði Palestínu. Norðurlönd og ESB Svíðþjóð og Finnland eru ekki reiðubúin að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Tíminn er ekki réttur að þeirra mati. Aðalatriðið sé að koma af stað friðarviðræðum. Semja um frið áður en til sjálfstæðis kemur. Evr- ópusambandið ráðlagði Palestínu að fara ekki þessa leið. Kanada og Nor- egur eru sama sinnis en þau síðast- nefndu hafa mikla þekkingu á deilum Ísraels og Palestínu. Að forðast að magna árekstra Ísland er lítið land í samfélagi þjóð- anna. Utanríkisráðherra var spurður að því á RUV hvort ríki heims hefðu gert einhverja athugasemd við við- urkenningu Íslands á Palestínu. Hann svaraði því til að hann hefði fundið mikla gremju og reiði frá Ísr- ael og þeir hefðu ítrekað mótmælt málflutningi Íslands á alþjóðavett- vangi. Einnig hefði hann fundið fyrir töluverðri óánægju Bandaríkjanna. Ráðherra vildi hins vegar ekki gera of mikið úr mikilvægi ákvörðunar Ís- lands gagnvart Palestínu. Hér er rétt að staldra við og velta fyrir sér hags- munum Íslands í málinu. Ég tel það rétt mat hjá ráðherra að ekki sé ástæða til að gera of mikið úr ályktun Alþingis fyrir Palestínu. Hins vegar kemur skýrt fram að Ísland hefur með ákvörðun sinni skapað sér óvild meðal vinaþjóða. Var utanrík- ismálanefnd Alþingis meðvituð um að ákvörðunin hefði ekki neina úr- slitaþýðingu fyrir Palestínu en skap- aði um leið Íslandi óvild meðal vin- veittra ríkja? Vissulega erum við fullvalda þjóð sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Stuðningur Íslands við sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrir 20 árum hafði mikla og jákvæða þýð- ingu fyrir viðkomandi ríki. Málefni Ísraels og Palestínu eru hins vegar allt annars eðlis. Þau eru viðkvæm og flókin. Margt bendir til þess eins og áður segir að sjálfstæð Palestína, án friðarsamkomulags við Ísrael, geti stofnað friðarferlinu í Mið-Aust- urlöndum í hættu. Jón Baldvin Hannibalsson þáver- andi utanríkisráðherra sagði eitt sinn á Alþingi, í umræðum um utanrík- ismál, að það væri viturleg stefna að forðast í hvívetna að magna árekstra. Óskandi væri að Íslendingar, her- laus og friðelskandi þjóð, gætu komið að friðarferlinu milli Ísraela og Pal- estínumanna. Til þess að svo megi verða þarf að hlusta á báða deiluaðila, bera virðingu fyrir þeim báðum og forðast að magna árekstra. Eftir Birgi Þórarinsson » Óskandi væri að Ís- lendingar, herlaus og friðelskandi þjóð, gætu komið að friðar- ferlinu milli Ísraela og Palestínumanna. Birgir Þórarinsson Höfundur er MA í alþjóða- samskiptum og utanríkisþjónustu og varaþingmaður Framsóknarflokks. Alþingi, sjálfstæð Palestína og Ísrael

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.