Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Drög að málefnasamningi og sam- starfsyfirlýsingu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Lista Kópavogsbúa um stjórnun bæjarins liggja fyrir. Odd- vitar flokkanna sátu á fundi fram eftir kvöldi í gær. Drögin verða kynnt á fundum full- trúaráða flokkanna næstu daga. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna, sagði við mbl.is í gær að hann mundi kynna sam- starfsyfirlýsinguna í fulltrúaráði flokksins í dag. Hann sagðist ekki greina frá efni samninganna fyrr en hann hefði náð að kynna þá flokks- fólki. Kópavogur hefur verið án meiri- hluta frá því fyrir miðjan janúar að meirihlutasamstarf Samfylkingar- innar, VG, Lista Kópavogsbúa og Næst besta flokksins sprakk vegna ágreinings um vinnubrögð við upp- sögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjar- stjóra. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um verkaskiptingu í þeim viðræðum sem nú standa um nýtt meirihlutasamstarf. Drög að málefna- samningi kynnt  Fundað um meirihluta í Kópavogi Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Þar standa yfir við- ræður um myndun meirihluta. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, átti í vikunni fund með samkeppnis- yfirvöldum þar sem staðan á elds- neytismarkaðnum var rædd. Hefur félagið áhyggjur af þróuninni og telur teikn á lofti um að skortur sé á sam- keppni milli olíufélaganna. Vill FÍB að kannað verði hvort félögin hafi með sér eitthvert samráð. Eins og kemur hér fram til hliðar hjá Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Sam- keppniseftirlitsins, er líklegt að farið verði í einhvers konar rannsókn og kallað eftir upplýsingum olíufélag- anna. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir fundinn með sam- keppnisyfirvöldum hafa verið góðan og gagnlegan. Eitt af því sem veldur áhyggjum er lítill verðmunur á milli félaga, hvort sem litið er til sjálfs- afgreiðslustöðva eða þjónustustöðva. Erlendis sé yfirleitt mikill munur á verðinu eftir þjónustustigi en hér á landi borgi það sig ekki fyrir öku- menn að eltast við 20-30 aura verð- mun á lítranum. „Þetta er ekki sá ávinningur sem fólk sækist eftir og hætt við að búið sé að setja markaðinn í eitthvert far sem menn hafa fest sig í,“ segir Runólfur og telur að síðan Orkan ákvað sama verð um allt land hafi aðrir fylgt í kjölfarið og enginn þorað að fara langt hver frá öðrum. „Það má heldur ekki líta framhjá því að öll stóru félögin urðu tæknilega gjaldþrota í kjölfar hrunsins og hafa fengið töluverða meðgjöf. Hlutverk samkeppnisyfirvalda er að hafa virkt eftirlit með þessum neytendamark- aði, sem hefur veruleg og vaxandi áhrif á útgjöld heimilanna, ekki síst eftir þessar síðustu hækkanir,“ segir Runólfur. Rétt mat varðandi verðið Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir það rétt mat hjá FÍB að verðmunur hafi minnkað milli olíu- félaganna og á milli þjónustustöðva annars vegar og sjálfsafgreiðslu- stöðva hins vegar. „Fram til ársins 2010 hafði verið um nokkurra ára skeið talsvert mikill munur á verði innan vörumerkja og jafnvel á milli stöðva. Það hafði skap- ast sú hefð að hvert félag var með nokkrar stöðvar ódýrari en aðrar. Síðan kom gagnrýni, bæði frá at- vinnubílstjórum og almenningi, um að þetta væri kjánalegt. Við gátum al- veg tekið undir það og breyttum okk- ar stefnu. Orkan reið á vaðið þar sem við hétum því að vera alltaf með sama verð innan hvers svæðis, sem þróað- ist út í sama verð um allt land. Þetta gerði verðið einsleitara og gagn- særra,“ segir Einar Örn og bendir á að eldsneyti sé almennt einsleit vara. Erfitt sé að verðleggja sig langt fyrir ofan eða neðan aðra. FÍB hafi bent á að þetta væri óæskileg þróun en ekki sé augljóst hvað sé hæft í því. Mis- munandi verðlagning innan sama fé- lagsins geti verið ógagnsærri og erf- iðari fyrir neytandann. Hann segir þá gagnrýni FÍB, að olíufélögin hafi verið að auka sína álagningu vegna minnkandi sölu, ósanngjarna. Álagningin hljóti að hafa hækkað síðan olían var mun lægri í verði á heimsmarkaði. „Í flestum atvinnugreinum segja menn að álagning sé svipuð í prósent- um en þegar eldsneytisverð á heims- markaði hefur hækkað um 200% á fáum árum er útilokað að halda sömu krónutöluálagningunni. Ólíkt flestum hefur pró- sentuálagningin snar- lækkað hjá okkur,“ segir hann og bætir við að Skelj- ungur muni fúslega veita samkeppnis- yfirvöldum allar þær upplýsingar sem óskað verður eftir. Félagið hafi ekkert að fela. Telja skorta á samkeppnina  FÍB átti fund með Samkeppniseftirlitinu um samkeppni olíufélaganna  Félagið telur skorta á samkeppnina og vill láta rannsaka hvort um samráð sé að ræða  Kallað verður eftir upplýsingum Morgunblaðið/Ómar Hækkanir Eldsneytisverð hefur náð nýjum hæðum og bensínlítrinn kominn yfir 250 krónur. Spurning hvenær 300 króna múrnum verður náð. Enn heldur eldsneytisverðið áfram að hækka. Shellstöðvarnar rufu 250 króna múrinn í bensíninu í fyrra- kvöld, eftir fimm krónu hækkun á lítranum. Önnur félög fylgdu í humátt á eftir í gær, fyrst Olís fyrir hádegið, og síðan hin um miðjan daginn. Hækkun þeirra var þó minni, eða um þrjár krónur lítrinn. Sama gilti um díselolíuna; Shell hækkaði hana um fimm krónur fyrst en lækkaði verðið um tvær þegar önnur félög hækkuðu dísel- olíuna um þrjár krónur líkt og bensínið. Síðdegis í gær var bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu ódýrastur hjá Orkunni, 248,30 krónur, en dýr- astur hjá Shell, 250,90 kr. Díseolían var ódýrust 255,80 kr. hjá Orkunni og dýrust 256,80 kr. hjá Shell. Samkvæmt upplýsingum frá olíu- félögunum er það hækkun á heims- markaðsverði síðustu daga sem fyrst og fremst skýrir þessa hækk- un nú. Frá mánaðamótum, þegar verðið var síðast hækkað hér á landi, hefur heimsmarkaðsverðið hækkað um 2,5%, eða um 25 dollara tonnið. Gengi dollars gagnvart krónu hefur hins vegar verið að lækka síðustu daga. Aukin eft- irspurn vegna kuldakastsins í Evr- ópu hefur ýtt olíuverðinu upp og viðskiptabannið á Írana hefur ennþá áhrif til hækkunar. Frá áramótum hefur bensínlítr- inn hækkað um rúm 10% en frá síð- ustu mælingu Hagstofunnar á neysluvísitölunni um miðjan janúar sl. hefur lítrinn hækkað um rúm 4%. Miðað við að eldsneyti vegur 6% í neysluvísitölunni hafa þessar eldsneytishækkanir undanfarinn mánuð einar og sér haft 0,24% áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Þessar hækkanir olíufélaganna í gær og fyrradag munu ná inn í febrúarmælingu Hagstofunnar, þannig að búast má við aukinni verðbólgu og þar með hækkun á skuldum heimilanna. bjb@mbl.is Eldsneytisverð hækkað um 10% frá áramótum Verðþróun á bensíni frá áramótum 30. des. 2011 8. feb. 2012 Heimild: gsmbensin.is 255 250 245 240 235 230 227,90 kr. 250,90 kr.  Vísitöluáhrifin 0,24% frá síðustu mælingu Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að dómari setji skilyrði um að manni sem úrskurðaður er í farbann verði gert að hafa ökklaband svo fylgjast megi nákvæmlega með ferðum hans. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að lagabreytingu þyrfti til en í gær fékkst það svar frá innanríkisráðu- neytinu að þess þyrfti ekki. Bent var á að samkvæmt lögum um meðferð sakamála gæti dómari, væri þess krafist, sett það skilyrði að sakborningur „hafi á sér búnað svo að unnt sé að fylgjast með ferðum hans“. Þetta á einnig við ef sakborn- ingur er vistaður á viðeigandi stofn- un eða á að halda sig á ákveðnum stað eða innan ákveðins svæðis Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkis- saksóknari, sagði í skriflegu svari til Morgunblaðsins í gær að tæknilega væri ekki flókið að koma þessum búnaði í gagnið. Fjarskiptamiðstöð lögreglu gæti væntanlega sinnt eft- irlit með þeim sem tækin bæru. Vandinn væri sá að auðvelt væri að klippa búnaðinn af og ekki víst að lögreglu tækist að bregðast nógu hratt við, t.d. ef viðkomandi væri á leið upp í skip eða flugvél. Viðvör- unarmerki myndi á hinn bóginn gera mönnum kleift að setja sig í stell- ingar, t.d. lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli. Þá minnti hún á að búnaðurinn kostaði sitt. Hún kvaðst ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort taka ætti búnaðinn í notkun, fyrst þyrfti hún að kynna sér gagnsemi hans betur. Ökklabönd má nota til að tryggja að farbann sé virt  Dómari má setja skilyrði í úrskurð, að kröfu ákæruvaldsins Heima og að heiman » Hugsanlega verður fljótlega byrjað að setja ökklabönd á fanga sem eru að ljúka af- plánun. Þau má nota til að tryggja að fanginn sé á til- teknum stað á réttum tíma en þau sýna ekki ferðir fanganna. » Einnig er hægt að fá ökkla- bönd með gps-staðsetningar- búnaði og hægt er að fylgjast með þeim sem bandið ber á rauntíma. Ef viðkomandi fer nálægt höfnum eða flugvöllum er hægt að láta það senda við- vörunarboð til yfirvalda. „Við öfluðum sjónarmiða FÍB sem geta nýst okkur við ákvarðanatöku um rannsóknir þegar og ef til þess kemur. Engar ákvarðanir liggja fyrir en við munum áreiðanlega kalla eftir upplýsingum og sjónarmiðum frá olíufé- lögunum á næstunni,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um fundinn með talsmönnum FÍB. „Þetta er einn af þessum mörkuðum sem skipta mjög miklu máli í samkeppninni hér á landi, og kemur við mjög marga. Það er mikilvægt að virk samkeppni sé á þessum markaði. Við höfum og munum fylgjast vel með því hvernig þessi markaður þróast, og ekkert ólíklegt að við tökum upp einhverja rannsókn á næstunni, án þess að það liggi fyrir núna,“ segir Páll Gunnar ennfremur. Fylgjumst vel með markaðnum FORSTJÓRI SAMKEPPNISEFTIRLITSINS Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.