Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Fjölmenningarsamfélagið festir sig í sessi Tvítyngdir á Suðurnesjum REYKJANESBÆR VOGAR GARÐUR SANDGERÐI HAFNIR GRINDAVÍK ÁLFTANES Heiðarskóli Nemendur alls: 431 15 (3,48%)2 Akurskóli Nemendur alls: 392 33 (8,42%)2 Myllubakkaskóli Nemendur alls: 303 45 (14,85%)2 Holtaskóli Nemendur alls: 417 32 (7,67%)2 Háaleitisskóli Nemendur alls: 99 7 (7,07%)2 Njarðvíkurskóli Nemendur alls: 380 28 (7,37%)2 Stóru-Vogaskóli Nemendur alls: 190 20 (10,5%)2 Gerðaskóli Nemendur alls: 221 12 (5,4%)2 Grunnsk. í Sandgerði Nemendur alls: 239 24 (10%)2 Grunnsk. Grindavíkur Nemendur alls: 448 30 (6,5%)2 Nemendur í áfanganum Íslenska sem annað tungumál.2 Í Reykjanesbæ: 160 af 2.022 nemendum (7,91%) Sveitarfélögin á Reykjanesi: 246 af 3.129 nemendum (7,9%) Albanska 1 Arabíska 1 Danska 1 Enska 20 Filippseysk mál 15 Franska 2 Grænlenska 1 Indverska 1 Íslenska/annað tungumál* 13 Ítalska 1 Kínverska 1 Lettneska 1 Litháska 7 Nígersk mál 1 Portúgalska 3 Pólska 72 Rússneska2 Serbneska/ Serbó-króat. 3 Slóvenska 2 Spænska 6 Taílenska 3 Ungverska 1 Víetnamska 2 Móðurmál nemenda í áfanganum Íslenska sem annað tungumál í Reykjanesbæ Hvaða hugtak á að nota? Þegar rætt er um nemendur sem þurfa aðstoð í íslensku vegna bakgrunns síns er ýmist rætt um: • Nýbúa • Tvítyngda nemendur • Nemendur með annað móðurmál en íslensku • Nemendur af erlendum uppruna • Nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir • Útlendinga • Innflytjendur Heimild: Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum. Október 2010. Höfundar Hulda Karen Daníelsdóttir, Ari Klængur Jónsson, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það eru ekki mörg ár síðan að til undantekninga heyrði ef nemendur í íslenskum grunnskólum höfðu annað móðurmál en íslensku. Nú er þessu víða öfugt farið. Suðurnes eru ágætt dæmi. Þar eru tíu grunnskólar og er hlutfall nemenda sem hafa annað tungumál en íslensku og fá þess vegna styrk til aukakennslu í íslensku sem annað tungumál frá tæplega 4% og upp í tæplega 15%. Er sundurlið- un milli skóla sýnd hér fyrir ofan. Á þriðja hundrað nemendur Tæplega 250 nemendur á Suður- nesjum fá styrk úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Tala nemenda sem eru af erlendu bergi brotnir er líklega talsvert hærri og má nefna að í Garði eru þeir 46 en aðeins 12 fá styrk úr sjóðnum. Opinber gögn sýna öra fjölgun erlendra ríkisborgara. Samkvæmt nýjum tölum á vef Hagstofu Íslands bjuggu 1.890 er- lendir ríkisborgarar á Suðurnesjum í árslok 2011. Nær talan yfir Reykja- nesbæ, Garð, Sandgerði, Grindavík og Voga. Þeir voru 1.950 í lok fyrsta ársfjórðungs og breytist tala þeirra því lítið innan sveitarfélaganna á árinu. Kann það að vekja athygli í ljósi þess að atvinnuhorfur hafa verið dræmar í landshlutanum. Til að setja þessa tölu í samhengi voru íbúar sveitarfélaganna áætlaðir 21.250 í lok síðasta árs og var hlutfall erlendra ríkisborgara þá tæplega 9%. Til sam- anburðar er hlutfall erlendra ríkis- borgara innan sveitarfélaganna 8,6% í Reykjanesbæ, 7,4% í Grindavík, 13,2% í Sandgerði, 10,8% í Garði og 7% í Vogum. Pólska er langalgengasta móður- mál þeirra nemenda sem hér eru gerðir að umtalsefni og má nefna að 72 af 160 nemendum af erlendum uppruna í grunnskólum Reykjanes- bæjar tala pólsku. Unnur G. Kristjánsdóttir er kenn- ari í íslensku sem annað mál við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Sumir í hópi bestu nemenda Hún segir sveitarfélagið styðja ágætlega við bakið á nemendum sem þurfa kennslu í ís- lensku sem annað tungumál. „Mín skoðun er sú að við fáum ágætan stuðning við kennsluna í skól- unum. Ég hef ver- ið með frá 25 og upp í 30 nemend- ur á síðustu árum og hefur þeim ekki fækkað að neinu ráði eftir hrun- ið. Þvert á móti hefur þeim t.d. fjölg- að í Sandgerði eftir hrunið. Fjöl- skyldur þeirra eru komnar til að vera. Auðvitað er alltaf hreyfing á fólki en það koma alltaf einhverjir nýir í stað- inn.“ – Hvernig sækist námið hjá þeim? „Það er auðvitað mjög misjafnt, líkt og hjá þeim sem eiga íslensku að móðurmáli. Ef við tökum stærðfræði sem dæmi er oft erfiðara að ná ár- angri þegar ýmis hugtök skortir í málinu. En mörgum erlendum nem- endum gengur mjög vel. Sumir þeirra eru raunar í hópi okkar bestu nemenda. Ég man eftir tveim krökk- um sem voru best í íslensku og stærð- fræði í sínum bekk þótt íslenskan væri ekki þeirra móðurmál. Það er lítið um meðalnemendur í þessum hópi. Annaðhvort gengur þeim mjög vel eða þurfa aðstoð. Að baki þeim eru jafnvel hámenntaðir foreldrar sem nýta sér að við bjóðum upp á góða kennslu. Ég man eftir móður sem sagðist hafa flutt til Íslands gagngert til að dóttir hennar fengi tækifæri sem hún fengi aldrei í heimalandinu. Sú stúlka brilleraði í skólanum.“ Agaðri en Íslendingar Unnur segir nemendur af pólskum uppruna upp til hópa hlýðna og með- færilega í kennslunni. „Auðvitað er svo stór hópur ólíkur innbyrðis. Langflestir þessara krakka eru Pólverjar og leynir sér ekki að í Póllandi er góð menntahefð. Pólsk börn fara að reglum, eru agaðri en íslensk börn og mæta vel í skólann. Það er lítið um alvarleg agavandamál í kringum þessa krakka. Ég hef að- eins góða reynslu af foreldrum og framkomu þessara nemanda,“ segir Unnur sem kveðst ekki hafa orðið vör við árekstra nemenda af ólíkum menningarheimum. „Það er misjafn sauður í mörgu fé. Upp hafa komið tilvik þar sem nem- endur hreyta ónotum í samnemendur sem eiga annað móðurmál en ís- lensku. Þá gerist það gjarnan að aðrir nemendur standa með þeim nemend- um af erlendum uppruna sem sótt er að. Börnin sem eiga erlenda foreldra eru langflest sterk gagnvart þessu. Heimilin herða þau upp. Börnin vita að það megi búast við svona löguðu. Þá er gjarnan stutt í fullyrðingar um að útlendingar fremji alla glæpi. Vill þá gleymast að það eru alltaf ein- hverjir til vandræða í báðum hópum. Reynsla mín er sú að árekstrar fólks af ólíku þjóðerni eru ekki tíðari en milli fólks almennt,“ segir Unnur. Hundruð nýbúa á skólabekk  Um 250 börn sem eiga annað móðurmál en íslensku eru við nám í tíu grunnskólum á Suðurnesjum  Erlendum ríkisborgurum fækkaði lítið eftir hrunið og er hlutfallið því að óbreyttu komið til að vera Morgunblaðið/hag Suðurnes Börn að leik í Keflavík. Dröfn Rafnsdóttir, kennsluráðgjafi hjá Reykjanesbæ, segir fjölgun ný- búa nýtilkomna. „Við fengum flóttamannahóp um aldamótin síðustu. Áður höfðu nokkrir nemendur verið að tínast inn frá Víetnam og Póllandi. Áður en flóttamennirnir komu voru þetta því einn og einn nemandi. Nú erum við komin með fjölmennan hóp sem er kominn til að vera og verður von- andi hluti af samfélaginu. Svo vill til að ég sit í stýrihóp fjöl- menningarmála í bænum. Síðan 2001 höfum við reynt að virkja innflytj- endur. Hér er til dæmis starfandi menningarfélag Pólverja. Okkur hefur hins vegar ekki tekist að ná eins vel til innflytj- enda og við hefðum kosið. Allt tek- ur þetta tíma.“ Byrjaði um aldamótin UNDANTEKNINGIN ORÐIN AÐ REGLU Dröfn Rafnsdóttir Unnur G. Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.