Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Næg bílastæði Nýjar vörur komnar í hús NÝ SENDING Laugavegi 63 • S: 551 4422 Útsöluvörur á 40-60% afslætti Skoði ð sýnish orn á www. laxda l.is (Barc elona ) Útsölu lýkur á laugardag Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA , Smáralind, sími 554 3960 Kringlunni, sími 533 4533 Tax-free- bomba Fríhafnarverð Verið velkomi n Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi fimmtudag til sunnudags 2.900 Vorum að taka upp mussur á 5.900 og 6.900 kr. Gallapils á 5.900 kr. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Allar buxur á útsölunni á 2.900 kr. INNRÉTTINGATILBOÐ         VARANLEGVERÐLÆKKUN OG20%VIÐBÓTARAFSLÁTTUR 15% ELDHÚS-BAÐ-ÞVOTTAHÚS-FATASKÁPAR friform.is Ný stjórnmálasamtök, sem bera vinnuheitið Breiðfylkingin, verða stofnuð næstkomandi sunnudag. Einstaklingar úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni, Frjálslynda flokknum og Stjórnlagaráði hafa að undanförnu unnið að samþykktum og kjarnastefnuskrá, og er gert ráð fyrir að boðið verði fram á landsvísu. Margrét Tryggvadóttir, þingmað- ur Hreyfingarinnar, er ein þeirra sem standa að Breiðfylkingunni. „Það sem hefur verið ákveðið er að stofna svona félagsskap og hann verður stofnaður af einstaklingum úr þessum áttum. Á stofnfundinum verða samþykktirnar fullmótaðar, en það liggja fyrir drög, og kjarna- stefna sem unnið hefur verið að,“ segir hún. Auk ofangreindra hafa einnig mætt á fundi fulltrúar frá Sam- tökum fullveldissinna og Lýðfrels- isflokknum. Ekki er þó víst með þátttöku þeirra. Framhaldsstofn- fundur verður haldinn eftir stofn- fundinn, að sögn Margrétar, og þá komi frekar í ljós hverjir standa muni að Breiðfylkingunni. „Þar geta þau félagasamtök sem vilja sótt um aðild. Uppbyggingin verður því eig- inlega nákvæmlega eins og hjá Sam- fylkingunni.“ Opnir fundir málefnahópa Óvíst er hver verður formaður hinna nýju stjórnmálasamtaka eða hvort það verður yfirhöfuð formaður. Margrét segir að gert sé ráð fyrir því í samþykktunum, að skipulagið verði eins og hjá Hreyfingunni hvað for- manninn áhrærir. Þá verði kosið í framkvæmdaráð sem haldi starfi flokksins gangandi, en pólitísk stefnumótun fari fram í málefna- hópum sem eigi að vera eins opnir og hægt verði. Rennur inn í Breiðfylkinguna Hvað varðar nafn og listabókstaf segir Margrét að nafnið hafi ekki verið ákveðið en vinnuheitið sé Breiðfylkingin. Þá séu þeir flokkar sem hugsanlega taki þátt með lista- bókstafi og ef samstaða náist þurfi ekki að sækja um nýjan. Spurð hvað verði um Hreyfinguna segir Margrét, að hún muni renna í Breiðfylkinguna en engu að síður halda áfram. andri@mbl.is Styttist í stofnun Breiðfylkingar  Myndun nýrra stjórnmálasamtaka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 300 grömm af amfetamíni við húsleit í íbúð í Hafnarfirði sl. föstu- dag og lagði jafnframt hald á veru- lega fjármuni, eða um eina og hálfa milljón króna. Amfetamínið var ætl- að til sölu og þá voru peningarnir til komnir vegna fíkniefnasölu. Tveir karlar á fertugsaldri voru handtekn- ir í þágu rannsóknarinnar. Í fyrradag stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisrækt- un í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Við húsleit á áð- urnefndum stað fundust tæplega 80 kannabis- plöntur, flestar á lokastigi ræktun- ar, og um 1,4 kg af marijúana. Upphaf máls- ins má rekja til tilkynningar um vatnsleka í húsi. Sá sem tilkynnti lekann hafði sjálfur knúið árangurs- laust dyra þar sem ræktunina var að finna en viðkomandi var þess fullviss að einhver væri innandyra. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún strax kannabiskeim í anddyri húss- ins og sömuleiðis mátti heyra um- gang úr umræddu rými en þaðan lagði líka mikla kannabislykt. Farið var inn í þennan hluta hússins en þar var fyrir karl á fertugsaldri og var hann með klippur í hendinni og var að klippa niður plöntur til þurrkun- ar. Lögregla fann fíkniefni og verulegt magn fjármuna Á baksíðu blaðsins í gær var rangt farið með föðurnafn eins viðmæl- andans. Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hruna- mannahreppi, var sögð Helgadótt- ir. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt föðurnafn LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.