Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Létu drenginn hlaupa um ... 2. Baðst afsökunar á drykkjulátum 3. Kreppan er nefnilega búin 4. Enn verið að auglýsa vændi? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Breska hljómsveitin 10cc heldur tónleika í Háskólabíói 21. apríl og mun flytja öll sín þekktustu lög en sveitin hefur selt yfir 30 milljónir platna á ferli sínum. Miðasala hefst 22. febrúar á midi.is. 10cc treður upp í Háskólabíói í apríl  Enginn annar en stórstjarnan Denzel Washing- ton hefur sam- þykkt að leika aðalhlutverkið í næstu kvikmynd sem Baltasar Kor- mákur leikstýrir. Myndin sú heitir 2 Guns og leikstýrir Baltasar henni fyrir Marc Platt Productions. Þetta er 80 milljóna dollara verkefni, jafnvirði tæplega tíu milljarða króna. Baltasar leikstýrir Denzel Washington  Sigurður Sigurjónsson flytur ein- leikinn Afann eftir Bjarna Hauk Þórs- son kl. 19:30 í Höllinni í Vestmannaeyjum á laugardaginn en leik- ritið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári við góðar undirtektir. Miðasala er hafin í versluninni Axel Ó. Einleikurinn Afinn til Vestmannaeyja Á föstudag Vestan- og suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Él V- til en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á laugardag Suðvestanátt og stöku él, víða frost 0 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðlæga átt, 10-18 m/s, síðdegis með slyddu eða rigningu, en hægari norðaustanátt NV-til með dá- lítilli snjókomu eða slyddu. Hiti 0 til 6 stig. VEÐUR „Það voru eingöngu karlmenn og unglingar í áhorfendastúkunni og voru mest að syngja alls konar söngva sem komu liðunum lítið við. Það virtist skipta meira máli að sýna sig og sjá aðra en að styðja liðin sem voru að leika inni á vellinum. En vissulega var góð stemning í höll- inni,“ segir Jónas Elíasson hand- boltadómari sem er nýkominn frá Sádi-Arabíu. »1 Skipti meira máli að sýna sig og sjá aðra Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að ganga form- lega frá samningum við þýska stórliðið Kiel og fer þangað frá AG í Kaupmannahöfn í sum- ar. Þar með hefur endanlega verið upplýst verst geymda leyndarmál í evrópskum hand- bolta á þessum vetri en fyrstu fréttir af líklegum vistaskiptum Guðjóns fóru í loftið strax í nóv- ember. Hann verður aðeins annar Íslendingurinn til að leika með þessu stórveldi í þýska handbolt- anum. »4 Verst geymda leyndarmálið upplýst Það verða ÍBV og Valur sem mætast í bikarúrslitaleik kvenna í handknattleik í Laugardalshöll- inni síðar í þessum mánuði. Eyjakonur unnu mjög öruggan sigur á FH í Vestmannaeyjum, 24:13, og Valur var ekki í teljandi vandræðum með Stjörnuna á Hlíðarenda og sigraði 35:28. »2-3 ÍBV og Valur mætast í bikarúrslitunum Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Um 700 krakkar úr 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum flykktust í Stapa í Reykjanesbæ í gær þar sem um áttatíu manns kynntu þeim starfsgreinar sínar. Þar kenndi ýmissa grasa og gátu grunnskóla- nemarnir kynnt sér allt frá tann- lækningum til leikmyndahönnunar. Hlutfall 10. bekkinga sem halda áfram námi að grunnskóla loknum hefur verið nokkru lægra á Suður- nesjum en á landsvísu. Kynningin í gær var liður í átaksverkefni Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum og menntamálaráðuneytisins til að efla menntun og starfsfræðslu á svæðinu til þess að hækka það hlut- fall. Ákveðnir í að halda áfram Þeir Hafþór Harðarson og Safír Steinn Valþórsson úr Akurskóla voru ánægðir með kynninguna. Þeir höfðu báðir mestan áhuga á að kynn- ast sjómennsku og arkitektúr og voru orðnir margs vísari um hvernig þeir komast í þau störf. „Núna veit maður miklu meira um þetta og þetta er allt komið á hreint,“ segir Safír Steinn. Þeir félagarnir eru ekki í neinum vafa þegar þeir eru spurðir hvort þeir ætli að halda áfram í skóla. „Jájá, það er alveg löngu ákveðið,“ segja þeir hiklaust. Tómas Beck, flugmaður hjá Ice- landair, var einn þeirra sem kynntu starf sitt í Stapa í gær. Hann segist vonast til þess að hafa náð að beina einhverjum út á flugbrautina með kynningu sinni og finnst framtakið, kynning af þessu tagi, frábært. „Krakkarnir eru rosalega áhuga- samir. Sumir spyrja beint hver laun- in séu en aðrir spyrja hvernig þetta byrji og hvernig þetta gerist. Þau eru ófeimin og órög við að spyrja,“ segir hann. Læra um leiðir að störfum  Kynna störf sín krökkum á Suðurnesjum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kynning Krakkarnir höfðu mikinn áhuga á því sem starfsmenn Tollgæslunnar höfðu að segja. Þá freistuðu ekki síð- ur ýmis vopn á borð við byssu og hnífa sem Tollurinn hafði gert upptæk og krakkarnir fengu að skoða. „Við vorum að skoða tannlækninn því að grunnlaunin eru 700-800 þúsund en það er samt langt nám,“ segir Ellen Hilda Sigurðardóttir í 9. bekk Akurskóla. Hún og Ingunn Kara, skólasystir hennar úr 10. bekk sama skóla, hafa samt mestan áhuga á að skoða starf flug- freyja og hárgreiðslufólks. Þær eru sammála um að starfskynning eins og sú sem var haldin í Stapa í gær fræði þær um það hvernig þær eigi að komast í draumastarfið í framtíðinni. „Ég ætla að fara á tungumálabraut í FS eða MS fyrst og svo í flugfreyjuskólann,“ segir Ellen Hilda. „Svo langar mig líka að verða arkitekt, það er ýkt vel borgað líka. Ég ætla að verða rík þegar ég verð stór!“ skýtur Ingunn Kara inn í. „Ég ætla að verða rík þegar ég verð stór!“ STÖRF FLUGFREYJA OG TANNLÆKNA HEILLA KRAKKANA Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ellen Hilda og Ingunn Kara á kynningunni í gær. ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.