Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Það er eins og að vera í draumaheimi og fara afturábak í tímavél út í geiminn að hlusta á nýjustu plötu Pauls McCart- neys, Kisses on the Bottom. Paul fer aftur í tímann og spil- ar gömul lög sem hann hlustaði á sem ungur drengur í föðurhúsum, en faðir Pauls, James, var áhugahljómlistarmaður sem spilaði oft á pí- anó heima hjá sér með vini sínum og vinnu- félaga Freddie Rimmer. Paul lá á gólfinu og hlustaði, músíkin síaðist inn og varð síðar stór áhrifavaldur í lögum Bítlanna. Það var ógleymanleg stund fyrir fimm ára dreng að hlusta í fyrsta sinn á Bítlana árið 1963. Ég hafði beðið úti í glugga eftir að eldri bróðir minn kæmi heim með nýja segulbandstækið sitt, hann hafði lofað mér því að spila fyrir mig lög sem enginn hefði heyrt áður. „Þetta er alvöru,“ sagði hann, „eitthvað sem hljómar öðruvísi en það sem er spilað í útvarpinu.“ Á þeim tíma var bara ein rás í útvarpinu og mest spilaðar sinfóníur, nokkuð sem ungur drengur hafði ekki þolinmæði fyrir á þeim tíma. Ég man eins og það væri í gær hvar ég var þegar fyrstu tónarnir frá segulbandinu byrjuðu og með hvaða bíl ég var að leika mér. Ég man meira að segja hvernig hann var á litinn. Það gerðist eitthvað óútskýranlegt í huga drengs á svipstundu. Það var ólýsanleg gleði og útgeislun í lögunum. Það gerðist eitthvað sem hefur aldrei farið, eitthvað sem getur breytt skugga í birtu. Lögin sem hljómuðu voru full af fjöri, þau hljómuðu öðruvísi en allt sem hafði verið spilað áður. Allir vita hver saga Bítlanna varð, þeir breyttu heiminum til betri vegar ásamt Rolling Stones og fleiri góðum hljómsveitum. Að hlusta á nýjasta disk McCartneys, sem á eru eingöngu gömul lög frá þeim tíma þegar hann var að alast upp, er stórkostlegt. Maður getur hreinlega séð hann fyrir sér liggjandi á gólfinu heima hjá sér að hlusta á föður sinn og Freddie spila í stofunni og reynt að ímynda sér hvað gerðist í huga hans. Kisses on the Bottom er rólegur og spila- mennska og útsetningar laganna eru tær snilld. Diskurinn lætur manni líða vel og maður ein- hvern veginn svífur á skýjum. Paul syngur eins og hann gerir best. Lögin á diskinum vinna vel saman og uppröðun þeirra og útsetningar eru frábærar. Dagurinn einhvern veginn flýtur áfram við hlustun, tilfinningin er góð – lögin renna einhvern veginn saman í eitt heildarverk þótt þau séu ólík. Það er svolítið eins og að vera í teiknimynd og í öðrum heimi að hlusta á Paul syngja Paper Moon og My Valentine – tilfinning sem minnir á gamla daga, daga sem komu óvart aftur við hlustun. Það er þunnur þráður á milli snillings og þess venjulega, það er þetta litla eitthvað (little something) sem skilur á milli. Paul McCartney er einn af þessum snillingum með sína ótrúlegu hæfileika. Fáir hafa glatt heiminn jafnmikið og Paul með snilld sinni – þegar Paul McCartney spilar og syngur þá dansa stjörnurnar á himn- um. Þótt nýi diskurinn sé frábær bíð ég spenntur eftir nýjum McCartney-diski með nýjum lögum eftir hann sjálfan. Ég væri meira að segja til í að hlusta á hann á gamla segulbandinu þar sem fyrstu tónar Bítlanna hljómuðu og upplifa sömu tilfinningu; hún verður fimm stjörnu virði. Afturábak í tímavél út í geiminn Paul McCartney – Kisses on the Bottom bbbbm Snillingur Fáir hafa glatt heiminn jafnmikið og Paul McCartney með snilld sinni – þegar hann spilar og syngur þá dansa stjörnurnar á himnum. Erlendar plötur Ragnar Axelsson Dagskrá Listahá- tíðar í Reykjavík í vor er óðum að taka á sig mynd og nú hefur verið staðfest að franski tónlistar- maðurinn Yann Tiersen er á leið til landsins með hljómsveit og spilar í Hörpu 31. maí. Margir íslenskir tónlistarunn- endur halda mikið upp á Yann Tier- sen, en hann sló í gegn á alþjóð- legum vettvangi með tónlist sinni við frönsku kvikmyndina Amelíe. Hann hefur gert margar plötur síð- an sem hlotið hafa frábærar við- tökur, sem og kvikmyndatónlistina við Good Bye Lenin!. Nýjasta plata Tiersens nefnist Skyline og er hljóðblönduð af hinum þaulreynda Ken Thomas sem hefur meðal ann- ars unnið með Sigur Rós. Tiersen er talinn einn helsti brautryðjandi og frumlegasti tón- listarmaður sinnar kynslóðar og hefur sérstakt dálæti á samstarfi við ólíka tónlistarmenn. Yann Tiersen á Listahátíð í Reykjavík Yann Tiersen Kylie Minogue hefur neyðst til að snúa sér til lögreglunnar vegna hótana sem henni hafa borist frá ókunnugum manni á Twitter. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonan þarf að eiga við elti- hrelli. Árið 2010 birti ástralskt dag- blað mynd af manni sem hélt til í grennd við hús foreldra hennar í Melbourne og var hann iðulega með trúlofunarhring í gjafaöskju og blómvönd í hendinni, að því er fram kom í Daily Mail. Minogue hót- að á Twitter Reuters Minogue Fær hótanir á Twitter. MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS ONE FOR THE MONEY kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 ONE FOR THE MONEY kl. 8 - 10:20 2D VIP MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 CONTRABAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 16 CONTRABAND kl. 5:40 2D VIP 50/50 kl. 10:20 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:40 2D 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L / ÁLFABAKKA ONE FOR THE MONEY kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 WAR HORSE kl. 9 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 8 - 10:10 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI ONE FOR THE MONEY kl. 8 - 10:20 2D 12 WAR HORSE kl. 5 - 8 - 10:50 2D 12 J. EDGAR kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:45 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L THE HELP kl.5 2D L NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG ONE FOR THE MONEY kl. 8 2D 12 CHRONICLE kl. 10:20 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:10 2D 12 50/50 kl. 8 2D 12 SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK ONE FOR THE MONEY kl. 8 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 10:10 2D 12 WAR HORSE kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:30 2D 12 ÍSLENSKUR TEXTI HHHHH - ARIZONA REPUBLIC SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL LOS ANGELES TIMES HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI CHICAGO SUN-TIMES HHHH NÝJASTA MEISTARAVERK STEVEN SPIELBERGMÖGNUÐ SPENNUMYND K.S. - NEW YORK POST HHHH R.C. - TIME HHHH TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYNDIN6 YFIR 20.000 MANNS! KATHERINE HEIGL Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA STÓRSKEMMTILEG MYND MEÐ KATHERINE HEIGL Í AÐALHLUTVERKI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK M.M. - Biofilman.is HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM UM STEPHANIE PLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.