Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ánægjulegter að nýtt,myndar- legt skip skuli vera að bætast í flota Íslendinga. Norska skipið Torbas, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað var að festa kaup á og fær nafnið Börkur NK 122, er glæsilegt fjölveiði- skip, sem verður með allra stærstu skipum flotans. Skip- ið tekur við af miklu aflaskipi, sem ber sama nafn og númer og nýja skipið fær, og er það skip íslenska flotans sem hef- ur allra skipa mestan afla fært að landi, eða 1,5 milljónir tonna. Íslenski flotinn hefur elst og lítið verið um endurnýjun á liðnum árum. Þörfin á að yngja skipin upp er því orðin mikil, en óvissan í starfsum- hverfi sjávarútvegsins hefur staðið í veginum. Á þetta bendir Eggert B. Guðmunds- son, forstjóri HB Granda, sem segir í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Ráðamenn segja núna að ekki verði gerð- ar neinar breytingar sem koll- varpi kerfinu og taki rekstrar- grundvöll undan fyrirtækjunum. Umræðan um kerfisbreytingar af hálfu stjórnvalda hefur hins vegar ekki stutt þessar staðhæf- ingar. Meðan menn vita ekki hvað er framundan og sitja undir hverri atlögunni af ann- arri af hálfu stjórnvalda, án þess að nokkuð raunhæft komi út úr því, þá halda menn eðlilega frekar að sér höndum.“ Af þessum sök- um kom nokkuð á óvart að Síldarvinnslan skyldi leggja út í þá miklu fjárfestingu sem kaup á stóru fjölveiðiskipi eru, en í samtali við Morgunblaðið skýrði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, hvers vegna fyrirtækið treystir sér í kaupin: „Ég held að við séum að kaupa gott skip sem er góð söluvara á alþjóð- legum markaði. Ef þessar hugmyndir stjórnvalda um skerðingu á okkar starfsum- hverfi ganga eftir þá tel ég að við getum selt þetta skip aft- ur.“ Endurnýjun skipastóls Síldarvinnslunnar á sér stað í skugga þeirrar óvissu sem ríkisstjórnin hefur búið grein- inni og ein forsendan fyrir endurnýjuninni er að hægt sé að selja skipið aftur úr landi gangi áform ríkisstjórnar- innar eftir. Í íslenskum sjávarútvegi er víða mikill metnaður til að efla starfsemi fyrirtækjanna, með- al annars með bættum tækja- kosti. Að fyrirtækjunum skuli búnar þær aðstæður að geta ekki fjárfest eða að þurfa að meta fjárfestingar á fyrr- greindum forsendum er vita- skuld með öllu óviðunandi. Sjávarútvegurinn býr við óþolandi aðstæður til fjárfestinga} Glæsilegt skip Í gær var á þess-um stað bent á hve dökkt útlit er í fjárfestingum at- vinnuveganna samkvæmt endur- skoðaðri hagspá Alþýðusambands Íslands. Þar er spáð algerri stöðnun þess- ara fjárfestinga eftir tvö ár. Nú er komin út ný þjóð- hagsspá Seðlabankans og þar tekur ekki betra við. Í spá ASÍ er gert ráð fyrir að fjár- festing atvinnuveganna verði nokkur á næsta ári áður en stöðnunin taki við árið 2014, en í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vöxtur í fjárfest- ingum atvinnuveganna sigli nánast í strand þegar á næsta ári og verði svo kominn niður fyrir 4% árið 2014. Til að byggja upp atvinnu- lífið og þar með að lyfta lífs- kjörum hér á landi til fram- tíðar þyrfti fjárfesting atvinnuveganna að vera mjög kröftug á næstu árum. Verði hún hins vegar á þá lund sem ASÍ og Seðlabankinn spá er ljóst að hægt mun ganga að bæta kjörin. Spá Seðlabank- ans nú er dekkri þessu leyti en spá bankans í nóv- ember og skýringin á hæga- ganginum er í meginatriðum hin sama í umfjöllun Seðla- bankans og ASÍ, þ.e. skortur á stórum framkvæmdum og áframhaldandi og endur- teknar tafir á því sviði. Sú fyrirstaða við fram- kvæmdir og þær tafir sem verið hafa hjá ríkisstjórninni allt frá því hún tók við fyrir þremur árum sjást nú mjög greinilega í þeirri stöðnun sem spáð er í fjárfestingu at- vinnuveganna á næstu árum. Og það sem verst er: Ekk- ert bendir til að stjórnvöld átti sig á vandanum eða hafi nokkurn vilja til að taka á honum. Þvert á móti eru þau enn að þvælast fyrir á milli þess sem þau reyna að fela vandann með því að tala stöð- ugt um að allt sé á uppleið. Seðlabankinn, líkt og ASÍ, spáir stöðn- un í fjárfestingum atvinnulífsins} Alvarlegt útlit Þ jóðin kallar eftir nýju fólki með trúverðugleika og stefnufestu,“ sagði Lilja Mósesdóttir þegar hún tilkynnti stofnun nýs stjórn- málaafls. Í nafni flokks síns lofar Lilja öllu fögru og hljómar nákvæmlega eins og hver annar hentistefnu-stjórnmálamaður í kosningabaráttu. Guðmundur Steingrímsson hefur einnig stofnað nýtt stjórnmálaafl, sem þessa dagana er í leit að stefnumálum. Nú er bæði sjálfsagt og eðlilegt að spyrja hvernig þessir leiðtogar nýrra stjórnmálaafla hafi fram að þessu sýnt fram á trúverðug- leika sinn og stefnufestu. Ja, því er vand- svarað vegna þess að einna helst finnst manni að þeir hafi verið iðnir við að ganga úr stjórn- málaflokkum og búa til nýja flokka í kringum eigið ágæti. Það er tómarúm í íslenskum stjórnmálum og það hyggjast ýmsir nýta sér, en því miður finnst manni að sú nýting sé aðallega hugsuð til heimabrúks. Hugmyndin um að vera flokksformaður virðist nú æði lokkandi í huga stjórnmálamanna sem náðu ekki frama í þeim flokki sem þeir völdu sér í upphafi. Þá er bara að stofna nýjan flokk með nýju fólki og vona það besta. Umhverfið er að ýmsu leyti hagstætt því fjórflokkurinn nýtur ekki trausts. Það gerir reyndar ekki heldur stjórnmálaaflið sem nú kallast Hreyfingin og ætlaði sér stóra hluti í ís- lenskri pólitík, en hefur einungis staðið fyrir lýðskrumi sem mun vísast fella það í næstu kosningum. Forvígismenn nýrra stjórnmálaafla treysta á nýjungagirni kjósenda. Og af hverju ættu kjósendur ekki að vilja eitthvað nýtt? Það vildu þeir við síðustu borgarstjórnarkosn- ingar og því ætti að vera hægt að fá þá til að endurtaka leikinn við næstu þingkosningar Besti flokkurinn var vel heppnað grín- framboð sett til höfuðs hefðbundnum stjórn- málaöflum. Þjóðinni hugnaðist það vel því hún var ekki bara búin að missa alla trú á stjórn- málaöflum, hún var öskureið út í þau og vildi veita þeim ráðningu. Það gerði hún með því að kjósa Besta flokkinn. Hinir nýju flokkar sem hyggjast bjóða fram í næstu alþingiskosningum geta hins vegar ekki leyft sér sprell og alvöruleysi. Guð- mundur Steingrímsson og Lilja Mósesdóttir eru atvinnustjórnmálamenn og verða að sýna fram á að flokkar þeirra séu raunverulegur valkostur. Það er eng- an veginn trúverðugt þegar verið er að búa til stefnu- skrána jafnóðum, eins og manni finnst að flokkur Guð- mundar Steingrímssonar sé að gera. Það er heldur ekki ábyrgt að öllum skuli lofað öllu fögru, eins og Lilja Mós- esdóttir gerir. Þessi stjórnmálaöfl virðast ekki hafa neitt sérstakt fram yfir gróna flokka annað en nýjabrumið. Frasarnir sem forystymennirnir nota eru allir góðkunnir og munu fljótlega hljóma eins og gamlar tuggur. Ný stjórnmálaöfl geta því auðveldlega orðið lúin á skömmum tíma. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Nýir flokkar - til hvers? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Frá því byrjað var á Hellis-heiðarvirkjun hefur Orku-veita Reykjavíkur leitaðað aðferð til að dæla brennisteinsvetni sem kemur upp með jarðgufunni aftur niður í jörðina og raunar voru Orkuveitumenn byrj- aðir að velta þessu vandamáli fyrir sér fyrr. Fyrsta alvöru tilraunin við að dæla brennisteinsvetni niður í jarðlög var síðan gerð 5. desember í fyrra. Dælingin gekk vel í nokkra daga en henni varð að hætta vegna vandamála sem upp komu og tengd- ust vetrarríkinu sem verið hefur á svæðinu, skv. upplýsingum frá OR. Tilraunir munu halda áfram en þangað til lausnin finnst mega íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í Hvera- gerði gera ráð fyrir að finna lykt af brennisteinsvetninu frá Hellisheið- arvirkjun – þ.e. hveralykt – af og til, líkt og raunin hefur verið frá því virkjunin var tekin í notkun fyrir tæplega sex árum. Samhliða tilraun til að dæla niður brennissteinsvetni er Orkuveitan að prófa aðferð við að dæla koltvísýringi ofan í jörðina. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að til- raunirnar nái bara til brots af jarð- gufunni sem stígur upp af Hellisheið- arvirkjun. Gufan er leidd inn í tilraunastöð þar sem jarðhitaloftteg- undirnar og vatnsgufan eru skildar að. Þaðan er reynt að dæla gasteg- undunum niður í jarðlögin. Dælingin er enn á tilraunastigi en Eiríkur seg- ir að um 350 milljónum hafi verið var- ið í tilraunir við niðurdælingu brenni- steinsvetnis og um 800 milljónum í að dæla niður koltvísýringi. Töluverðir erlendir og íslenskir vísindastyrkir hafi fengist til síðarnefnda verkefn- isins. Ein af forsendum þess að leyfi fá- ist til að reisa Hverahlíðarvirkjun er að OR nái tökum á útblæstri brenni- steinsvetnis. Eiríkur segir að í um- hverfismati virkjunarinnar sé gert ráð fyrir hlutfallslegri hreinsun. Nú sé fremur horft til viðmiða í reglu- gerð og þá horft til allra virkjananna. „Það væri til lítils að hreinsa frá einni ef hinar væru sífellt að fara yfir mörk reglugerðarinnar,“ segir hann. Róið sé að því öllum árum að þróa þessa aðferð. Takist það ekki séu aðrar að- ferðir til, t.d. að fella brennisteininn út áður en gufunni er hleypt út í and- rúmsloftið. Fylgikvilli slíkra aðferða er að til verður brennisteinn sem síð- an þarf að farga. „Þær aðferðir eru fyrirsjáanlega dýrari og verri,“ segir hann. Aukinn styrkur mældist Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að brennisteinsvetni mældist vart á höfuðborgarsvæðinu fyrr en eftir að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Hin stóra jarðvarmavirkj- unin í grennd við höfuðborgarsvæðið, Nesjavallavirkjun, er í skjóli við Hengilinn og brennisteinsvetnið það- an – með tilheyrandi hveralykt – leggur þess í stað að mestu í aðrar áttir, m.a. yfir Þingvallavatn og til Hveragerðis. Það er einkum í köldu veðri, samhliða hægum austanáttum, sem hveralyktar verður vart í höfuð- borginni. Þannig aðstæður voru m.a. um liðna helgi, eins og margir hafa sjálfsagt orðið varir við. Á höfuðborgarsvæðinu eru nokkr- ir mælar sem mæla styrk brenni- steinsvetnis. Á sunnudaginn var sýndi mælir á Grensásvegi aukinn styrk brennisteinsvetnis í andrúms- loftinu, allt að 80 míkrógrömm í rúm- metra. Styrkur innan sólarhrings var þó fyrir neðan þau sólarhringsviðmið sem eru í gildi í byggð hér á landi sem eru 50 míkrógrömm á rúm- metra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin miðar við 150 míkrógrömm á sólar- hring. Dældu hveralyktinni niður í nokkra daga Morgunblaðið/RAX Gas Frá Hellisheiðarvirkjun streymdu 42.000 tonn af CO² árið 2010 (heild- arlosun Íslendinga var 4,2 millj. tonn 2007) og um 9.400 tonn af H2S. Að meðaltali er styrkur brenni- steinsvetnis á höfuðborgar- svæðinu og í Hveragerði lítill, um 3 míkrógrömm á rúmmetra, óralangt fyrir neðan heilsu- verndarmörk. Á hinn bóginn koma toppar, t.d. mældist styrkur brennisteinsvetnis 124 míkrógrömm (augnabliksmæl- ing) á Grensásvegi í Reykjavík 4. janúar sl. Þá sýndu mælar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands aukinn styrk brennisteinsvetnis í Hveragerði í janúar, þó ekki yf- ir mörkum, en talið er hugsan- legt að um bilun hafi verið að ræða. Styrkurinn sveiflast FYLGST MEÐ HVERALYKT Gufa Lykt finnst áttunda hvern dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.