Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  35. tölublað  100. árgangur  ÚRSLITIN RÁÐAST Í KVÖLD PÓLITÍK ER LÝÐRÆÐI STEFNUMÓT VIÐ LISTAMENN Í IÐNÓ SUNNUDAGSMOGGINN MENNINGARTENGD FERÐAÞJÓNUSTA 10SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS 48 Í gærkvöldi var mikið um að vera í borginni þegar Vetrar- hátíð stóð sem hæst. Meðal ótal viðburða á Safnanótt var draugasögustund í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Gestir fengu vasaljós og nutu myrkursins inni á safninu og yngstu krakkarnir hlustuðu agndofa á hrollvekjandi sögu um draugahús í skógi sem lesin var upp á barnadeild safnsins. Dásamlega skelfilegar draugasögur heilla börnin Morgunblaðið/Eggert Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Væntanlegur hagnaður af gjaldeyris- útboðum Seðlabanka Íslands sem líf- eyrissjóðirnir munu taka þátt í verður notaður til að fjármagna hlut lífeyr- issjóðanna í sérstökum vaxtabótum. Gangi þetta eftir mun sérstakur skattur á hreina eign lífeyrissjóðanna falla niður og það sem innheimt hefur verið verða endurgreitt. Lífeyrissjóðirnir hafa fallist á það með samkomulagi við fjármálaráð- herra að bjóða fram allt að 200 millj- ónir evra í gjaldeyrisútboðum Seðla- bankans á komandi mánuðum og fá greitt fyrir í ríkisbréfum. Útboðin eru liður í viðleitni Seðlabankans að koma jafnvægi á gjaldeyrismarkaðinn og afnema höft. Gjaldeyrinum verður svo skipt út fyrir aflandskrónur í nýju útboði. Gjaldeyrismuninum verður skilað til ríkissjóð þar sem hann kem- ur í staðinn fyrir 2,8 milljarða kr. eignarskatt sem leggja átti á lífeyr- issjóðina 2011 og 2012. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, tekur fram að þátttaka í gjaldeyrisútboðun- um þurfi að vera á viðskiptagrund- velli, að lífeyrissjóðirnir sjái sér hag í því að taka þátt. Með því að selja evr- ur eru sjóðirnir að minnka hlutfall er- lendra eigna í eignasafni sínu. Hversu mikið það verður ræðst af stærð út- boðanna og hlut annarra. „Aðkoma lífeyrissjóðanna byggist einnig á því að útboðin eru liður í því að afnema gjaldeyrishöft og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess,“ segir Arnar. Lífeyrissjóðirnir bjóða í krónur  Íslensku lífeyrissjóðirnir selja evrur til að losna undan skatti  Bjóða fram 200 milljónir evra í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Arnar Sigurmundsson Oddný G. Harðardóttir Góður meirihluti Pólverja sem tóku þátt í viðtalskönnun sumarið 2010, eða sex af hverjum tíu, kvaðst aldrei mundu hafa flutt til Íslands ef sæm- andi starf hefði boðist heima fyrir. Könnunin var gerð af MIRRU, rannsóknarsetri í Reykjavík. Leiðir könnunin einnig í ljós að tí- undi hver þátttakandi hafði lokið meistaranámi í háskóla og samtals um fimmtungur námi í háskóla. Þátttakendur voru spurðir út í upplifun sína af íslenskum vinnuveit- endum og sögðust 56% telja að öðru- vísi væri komið fram við sig en heimamenn. »20-21 Vildu vera í Póllandi  Viðhorfin könnuð „Ef ég hefði fengið sæmandi vinnu í Póllandi hefði ég aldrei komið hingað“ Sammála 57% Hvorki né 5% Ósammála 35% Veit ekki 3% 57% 5% 35% 3% 15. febrúar verður fyrsta gjaldeyr- isútboðið með þátttöku sjóðanna. 2,8 milljarða kr. sérstakur eignarskattur var lagður á lífeyrissjóðina. 200 milljónir evra eru hlutur sjóðanna í gjaldeyrisútboði Seðlabankans. ‹ FLÓKIN SAMSKIPTI › » Fram kom í dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag að ólögmæt lán hefðu verið tekin úr styrktarsjóðum Baugs til að fjármagna daglegan rekstrar- kostnað. Stefán H. Hilmarsson, fv. fjármálastjóri Baugs, hafnar þessu, en segir að það geti vel verið „að þetta hafi verið örfáar milljónir í tvo til þrjá daga, eitthvað algjörlega til- fallandi, en þá var það bara í ávöxt- unarskyni fyrir viðkomandi sjóð sem var að ávaxta sitt lausafé“. Jón Ás- geir neitar í yfirlýsingu að peningar hafi verið teknir til að fjármagna daglegan kostnað hjá Baugi líkt og komi fram í dómnum. Baugur hafi lánað sjóðnum fyrir vefsíðugerð og fengið það endurgreitt. »12 Morgunblaðið/Árni Sæberg Baugur Stefán Hilmarsson. Fengu lán úr sjóðum  Hafnar því að lán- in hafi verið ólögmæt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.