Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 41
DAGBÓK 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 4 3 7 5 4 9 1 9 7 8 3 2 1 9 4 8 3 1 8 1 7 9 2 5 5 7 3 4 2 1 5 6 8 4 1 4 7 2 6 8 2 7 4 3 6 2 3 1 7 5 6 7 3 9 5 3 1 8 1 1 5 7 4 9 3 1 5 4 7 4 9 2 9 2 7 2 5 9 1 8 8 2 6 3 9 4 1 5 8 7 1 7 4 6 8 5 3 2 9 8 9 5 2 3 7 1 6 4 9 4 7 5 2 8 6 3 1 6 5 2 1 7 3 9 4 8 3 8 1 4 9 6 7 5 2 7 3 9 8 6 2 4 1 5 5 2 6 7 1 4 8 9 3 4 1 8 3 5 9 2 7 6 5 2 8 3 7 6 9 1 4 3 4 6 1 5 9 7 8 2 1 7 9 2 4 8 3 5 6 7 6 2 9 3 5 1 4 8 8 3 4 6 2 1 5 7 9 9 1 5 7 8 4 2 6 3 4 9 7 8 1 2 6 3 5 6 5 1 4 9 3 8 2 7 2 8 3 5 6 7 4 9 1 6 1 3 8 7 2 4 9 5 2 9 7 5 6 4 1 8 3 4 8 5 1 3 9 2 6 7 3 5 1 7 2 6 9 4 8 7 2 6 4 9 8 3 5 1 8 4 9 3 5 1 7 2 6 9 3 2 6 1 5 8 7 4 5 7 4 2 8 3 6 1 9 1 6 8 9 4 7 5 3 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 11. febrúar, 42. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Hópur danskra fjölmiðla ætlarsér að draga úr umfjöllun um hneykslismál úr einkalífi stjórn- málamanna. Umræddir fjölmiðlar vilja draga úr götublaðamennsku og telja að hún yfirgnæfi hina opinberu umræðu. „Í lok árs 2010 lögðu skattamál Helle Thorning-Schmidt undir sig allar blaðaforsíður lands- ins,“ sagði í grein um málið í Berl- ingske fyrr í vikunni. „Þar áður fékk „sumarleyfisráðherrann“ Lene Espersen að kenna á mulningsvél fjölmiðla. Þá var léleg enska Villys Søvndals utanríkisráðherra tekin fyrir, reykherbergi Mette Gjerskov matvælaráðherra og nú síðast Frank Jensen borgarstjóri fyrir að gerast aðeins of ástúðlegur við kven- kyns starfsfólk í jólamorgunmat.“ x x x Mikkel Hertz, fréttastjóri TV 2News, telur að stöðin hafi átt þátt í að ýta undir hneykslisvæðingu fjölmiðla og lapið upp fréttir götu- blaðanna án nægilegrar gagnrýni. „Við höfum átt þátt í að blása hneykslin upp vegna þess að rit- stjórnarferlið hjá okkur var ekki nógu yfirvegað,“ segir hann. „Það hafa verið tilfelli þar sem hlutir hafa sloppið í gegn, sem ættu ekki að sleppa í gegn, og það þýðir að áhorf- endur okkar átta sig ekki á því á hvaða forsendum við veljum fréttir.“ x x x Mark Ørsten, sem stundar fjöl-miðlarannsóknir við háskól- ann í Hróarskeldu, hefur kafað ofan í hneykslisvæðingu danskra fjöl- miðla. Hann telur að það sé til góðs að fjölmiðlarnir skuli ætla að fara yf- ir það með hvaða hætti þeir taki á hinum svokölluðu hneykslismálum. Reynslan undanfarin ár sýni að oft sé minna á bak við þessi mál en virð- ist í fyrstu. „Við sjáum að mál sem blásin eru upp úr öllu valdi reynast ósköp lítilfjörleg,“ segir hann og bætir við að ekkert samræmi sé á milli fjölmiðlaumfangsins og raun- veruleikans. Telur hann að fjöl- miðlar séu hættir að leita staðfest- ingar á fréttum og það verði til þess að mistök eins fjölmiðils verði að mistökum allra. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hæfa, 4 ólund, 7 fóðrunar, 8 nirfilshátt, 9 for- skeyti, 11 eljusöm, 13 hafði upp á, 14 skerpir, 15 þorp- ara, 17 land, 20 gufu, 22 lá- deyðu, 23 þakskegg, 24 ákæra, 25 toga. Lóðrétt | 1 lok, 3 naut, 3 kvenfugl, 4 geð, 5 fundvísa, 6 gyðja, 10 blés kalt, 12 gagn, 13 leyfi, 15 óhrein- skilin, 16 duga, 18 skera, 19 rífast, 20 hlífa, 21 hönd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 eldstæðið, 8 arður, 9 della, 10 sói, 11 gorta, 13 rengi, 15 hnaus, 18 hirða, 21 tól, 22 rýrna, 23 álfum, 24 skaprauna. Lóðrétt: 2 löður, 3 súrsa, 4 ældir, 5 iglan, 6 haug, 7 dali, 12 tíu, 14 efi, 15 héri, 16 afrek, 17 staup, 18 hláka, 19 rifan, 20 aumt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Zia sigrar heiminn. Norður ♠G1043 ♥G32 ♦DG7542 ♣-- Vestur Austur ♠D85 ♠976 ♥964 ♥75 ♦83 ♦ÁK1096 ♣K10852 ♣G63 Suður ♠ÁK2 ♥ÁKD108 ♦-- ♣ÁD974 Suður spilar 6♥. Zia Mamood varð fyrst kunnur í bridsheiminum þegar hann leiddi lið Pakistans í silfursæti á HM 1981. Ekki gekk eins vel á HM 1983, en Zia vann þó til verðlauna fyrir spilamennsku sína í slemmunni að ofan. Hann opnaði á alkröfu og makker hans afmeldaði með 2♦. Austur notaði tækifærið og doblaði til að benda á útspil, en síðan lá leiðin eftir ýmsum krákustígum upp í 6♥. Vestur sýndi sögnum mikinn áhuga og spurði ítrekað áður en hann spilaði út ♦8. Zia lagði þá merkingu í áhuga vesturs að hann ætti lykilspilin í svörtu litunum (♠D og ♣K) og spilaði samkvæmt því: Hann trompaði lauf þrisvar í borði og notaði ♠Á og tíg- ulstungu sem samgang. Eftir af- trompun spilaði Zia svo ♠K og spaða og neyddi vestur til að gefa síðustu slagina á ♣ÁD. 11. febrúar 1973 Sjöstjarnan fórst milli Fær- eyja og Íslands og með henni tíu manns, fimm Íslendingar og fimm Færeyingar. 11. febrúar 1973 Kvikmyndin Brekkukotsann- áll, eftir skáldsögu Halldórs Laxness, var frumsýnd í Sjón- varpinu. Myndin var gerð í samvinnu sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum og í Þýska- landi. 11. febrúar 2000 Um eitt hundrað bílar sátu fastir á Reykjanesbraut vegna ófærðar. Björgunarsveitir voru langt fram á nótt að hjálpa fólki sem var í bílunum. 11. febrúar 2002 Lög um áhugamannahnefa- leika voru samþykkt á Alþingi með 34 atkvæðum gegn 22. Hnefaleikar höfðu verið bann- aðir hér á landi síðan 1956. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Annir einkenndu gærdaginn hjá Rán Þórarins- dóttur. Ekki endilega vegna starfa hennar hjá Náttúrustofu Austurlands og alls ekki vegna 35 ára afmælisins í dag. Þorrablót Fellamanna var haldið í gær og eins og annars staðar er þorrablót- ið ein af helstu skemmtunum ársins. Þar sem Rán var í þorrablótsnefndinni að þessu sinni var í nógu að snúast. „Ætli ég verði ekki í skúringum fram eftir nóttu að blótinu loknu og svo sjáum við til hvort ég geri eitthvað í tilefni dagsins. Annars er ég ekki mikið fyrir að halda upp á afmælin mín,“ segir Rán. Reyndar flutti hún í september síðast- liðnum úr Fellum og yfir Fljót til Egilsstaða, hún segist þó ekki hafa hátt um það og allra síst á þorrablótinu. Rán er líffræðingur frá Háskóla Íslands og lauk síðan meistaranámi í dýravistfræði. Lokaritgerðin fjallað um atferli ungahópa hjá nokkr- um andategundum. Hjá Náttúrustofunni starfa átta manns, þrír á Egilsstöðum en fimm í Neskaupstað, þar sem höfuðstöðvarnar eru. „Ég kom hingað austur til að vinna við hreindýrarannsóknir og það er enn verulegur hluti af starfi mínu, en sem betur fer eru verkefnin fjöl- breytt eins og dýravistfræðin er.“ aij@mbl.is Rán Þórarinsdóttir líffræðingur 35 ára Skúringar fram eftir nóttu Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 11. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.27 0,1 8.33 4,2 14.50 0,1 20.58 4,0 9.38 17.47 Ísafjörður 4.34 -0,0 10.29 2,2 16.59 -0,0 22.55 2,0 9.55 17.40 Siglufjörður 0.58 1,2 6.45 0,0 13.09 1,3 19.17-0,0 9.38 17.22 Djúpivogur 5.48 2,1 11.59 0,1 18.04 2,1 9.11 17.13 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér finnast samstarfsmenn þínir halda aftur af þér og þig langar til þess að slíta þig lausan. En kapp er best með forsjá; þér liggur ekkert á. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hikar ekki við að taka málstað ann- arra og færð tækifæri til þess að láta í þér heyra í dag. En gættu að því að allt sé á hreinu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Viðurkenndu galla og vittu svo til hvað gerist. Njóttu tilbreytingarinnar og komdu svo endurnærður til starfa á ný. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Gættu þín á tilhneigingunni til þess að vera stuttur í spuna við maka, félaga eða smáfólkið í dag. Sýndu fyllstu kurteisi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það ætti að vera ofarlega á dagskrá þinni í dag að rétta einhverjum hjálparhönd. Bíddu til morguns með að koma hugmyndum þínum á framfæri. Taktu málin í þínar hendur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gerðu nú eitthvað fyrir sjálfan þig og heilsu þína svo þú getir sinnt starfinu ótrauð- ur á nýjan leik. Dragðu úr dramatíkinni og haltu þig við staðreyndir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú er þín stund komin, því eftir því er beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á bak við þig. Láttu hvatvísina leiða þig eins langt og hún kemst. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Notaðu daginn til að dekra við sjálfan þig því þú verður að endurnýja orkuna. Reyndu að gera starf þitt ánægju- legra og auðveldara. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er eitthvað sem ekki gengur upp í áætluninni. Gættu þess þó að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Nú væri upplagt að kalla fólk sam- an og eiga með því skemmtilega stund. Láttu það ekki reita þig til reiði, heldur sýndu þol- inmæði á meðan öldurnar líða hjá. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Umbunaðu sjálfri þér með góðum félagsskap og léttri afþreyingu. Leitaðu þér upplýsinga um hlutina og dragðu þínar eigin ályktanir af þeim. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú munt líklega eiga alvarlegar sam- ræður við móður þína eða konu í áhrifastöðu í dag. Varastu fljótfærni. Stjörnuspá Rósa Skarp- héðinsdóttir, Prestastíg 6 (áð- ur Breiðabliki 7 Neskaupstað), er sjötug í dag, 11. febrúar. Eigin- maður hennar er Jón Sigurðsson og eiga þau 6 börn, 15 barnabörn og 2 barnabarnabörn. Rósa fagnar afmælinu með fjölskyldu sinni og vinum. 70 ára 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Rf3 Bg7 5. Be2 c5 6. O-O cxd4 7. Rxd4 O-O 8. Be3 a6 9. h3 b5 10. e5 dxe5 11. Bf3 exd4 12. Bxd4 b4 13. Re2 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Arnar Ingólfsson (1709) hafði svart gegn Jóhönnu Björgu Jó- hannsdóttur (1874). 13… e5! 14. Bxe5 Dxd1 15. Haxd1 He8 16. Bxf6 Bxf6 17. Bxa8 Hxe2 svartur hefur nú tvo létta menn fyrir hrók. 18. Hd6 Be6 19. a3 bxa3 20. bxa3 Hxc2 21. Hb6 Rd7 22. Hd6 a5 23. He1 Re5 24. a4 Kg7 25. Hed1 Be7 26. H6d2 Hxd2 27. Hxd2 Bb4 28. He2 Kf6 29. f4 Rd3 30. f5 gxf5 31. Bc6 Rc5 32. Kh2 Bb3 33. He3 Bxa4 34. Bxa4 Rxa4 35. Kg3 f4+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.