Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Það er kannski ágætt að þaðsé ekki mikið fjallað umþær kvikmyndir sem ekkikoma frá Hollywood. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði haft mikinn áhuga á að sjá mynd sem fjallar um samskipti Sigmunds Freuds, Carls Jungs og Sabinu Spielrein, þriggja af fremstu hugs- uðum sálfræðinnar. Hins vegar var neytandinn ég alveg til í að skjótast og horfa á nýju myndina með Viggo, Keiru og Michael. Ég spáði ekki mikið meira í það, enda finnst mér mun þægilegra að vera með opinn huga og án myndaðrar skoð- unar þegar ég sest á bíóbekkinn. Einhvern tíma var mér sagt að í upphafi skyldi endinn skoða en mér finnst það svo sem óþarft í þessu tilfelli. Hins vegar ætla ég að byrja á að taka til einstaka atriði sem öngruðu mig. Ég get til dæmis ekki skilið hvers vegna Austurríkismað- urinn Freud (Mortenssen) og Sviss- lendingurinn Jung (Fassbinder), leiknir af leikurum af dönskum og þýskum uppruna, þurfa að tala með enskum yfirstéttarhreim á meðan hin rússneska Spielrein, leikin af hinni ensku Knightley, talar með einhvers konar óskilgreindum aust- urevrópskum hreim sem virkar ekkert rússneskur. Æðisköst Spiel- rein eru líka nokkuð sem var til að fæla mann frá en þau entust ekki lengi framan af mynd. Myndin er frekar hæg en það gaf manni hins vegar gott næði til að ná söguþræðinum því handritið er einkar vel skrifað og ég held það geri þessum persónum, sem voru jú uppi í raun og veru, nokkuð góð skil og sýni manni hvernig hug- myndir freudismans urðu til. Leik- ararnir eiga hól skilið og persónu- lega finnst mér þau standa sig mun betur en margir af þeim sem hafa verið lofaðir hvað mest fyrir frammistöðu sína síðustu misserin. Í stuttu máli nokkuð góð ræma, vandað handrit og ágætis leikur, þó svo að einstaka atriði hafi verið til að angra mig. Bíó Paradís A Dangerous Method bbbmn Leikstjóri: David Cronenberg Leikarar: Michael Fassbender, Keira Knightley og Viggo Mortensen HJALTI ST. KRISTJÁNSSON KVIKMYNDIR Reffilegir Viggo Mortensen og Michael Fassbender eru flottir í hlutverkum sínum þó svo að hreimurinn sé eitthvað sem gæti angrað mann. Aðferðafræði sem ætla má að hjálpi þeim sem þurfa Tónlistarmaðurinn Hamlette HOK gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu á vegum 12 tóna. Platan, sem nefnist Víkartindur, er þó ekki frumraun tónlistarmannsins en að hans sögn hefur hann stundað heimabrugg í mörg ár, þ.e. gefið út sína eigin tón- list. „Þessi plata er í raun mín fyrsta sem ég gef út með útgefanda og í mínum huga komu aldrei neinir aðr- ir til greina en 12 tónar,“ segir Hammlette HOK, spurður um út- gáfuna. „Það er nú reyndar þannig að ég vann hjá 12 tónum og ég er þeim þakklátur fyrir að hafa gefið út plötuna með mér því það gerir eng- inn svona plötur í dag. Það er mikil áhætta fyrir þá að gefa út plötu sem þessa og líklega græða þeir ekkert á henni og ekki ég heldur.“ „Það heppnaðist allt sem ég vildi á plötunni og ég þurfti ekki að gera neinar málamiðlanir. Ég vil ekki ganga svo langt að segja að platan sé fullkomin en hún er nálægt því að vera fullkomin eins og hún kom af teikniborðinu og það er það sem ger- ir þessa plötu lítið kraftaverk.“ Tónlistin er að sögn Hammlette hans viðleitni til að halda áfram með það sem Miles Davis var að gera á árunum 1970 til 1975. „Það er rokk- hljómur á plötunni en með hugarfari djassleikarans. Viðbótin við Miles er síðan tölvan því þrátt fyrir allt not- aði Miles Davis ekki tölvu í sinni tón- list.“ Víkartindur á að endurspegla á frjálsan og fljótandi hátt hörmung- arnar og örlög skipsins Víkartinds þar sem það velktist um hjálparvana í fjörunni. „Ég hafði strandið í huga þegar ég setti tónlistina saman en hún gæti allt eins staðið fyrir per- sónulegt strand sem við mörg göng- um í gegnum.“ vilhjalmur@mbl.is Lítið kraftaverk frá 12 tónum og HOK Morgunblaðið/Golli 12 tónar Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson gefa út Víkartind. Myndin Svartur á leik eftir Óskar Þór Axelsson fær nokkuð veglega umfjöllun á kvikmyndasíðunni twitchfilm.com. Þar segir að mynd- in sé afar skemmtileg, frásögnin hröð og leikurinn góður. Jóhannesi Hauki Jóhannessyni er hrósað og hann sagður líta út eins og illskan uppmáluð. Hvað vonsku varðar hafi persónan hans Tóti þó ekki roð við Brúnó sem sé leikinn af Damon Younger og sé leikur Younger í raun einn og sér virði hverrar krónu sem eytt er í bíómiðann. Höfundur umfjöllunarinnar segir myndina ekki líta út fyrir að vera frumraun leikstjórans. Hún sé gerð af miklu sjálfstrausti, afskaplega vel klippt og Óskar Þór megi vera mjög stoltur af henni. Svartur á leik lofuð á twitchfilm.com Svartur á leik Jóhannes Haukur Jó- hannesson leikur hinn ógurlega Tóta. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% SAFEHOUSE KL.5.30 -8 - 10.30 16 STARWARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 3 (TILB)6 -9 10 THEDESCENDANTS KL. 3 (TILB)5.30 -8 - 10.30 L LISTAMAÐURINN KL.4(TILB)6 -8 - 10 L DESCENDANTS KL.3 (TILB) L MAN UTD VS LIVERPOOL 3D KL. 12.45 LAU L SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SAFE HOUSE LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 1 (TILB)- 3.20 L STARWARSEPISODE 1 3D ÓTEXT. KL.1*(TILBSUN)3*LAU-8-10.45 10 STAR WARS 3D LÚXUS KL. 2 10 CHRONICLE KL. 1*(TILB.SUN) 3.30 LAU - 3*SUN6- 8 - 10 12 THE GREY KL. 10.30 16 CONTRABAND KL. 5.30 - 8 16 THE DESCENDANTS KL. 3*SUN - 5.30 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 (TILB) - 3.20 L TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 2 (TILBOÐ) - 3.50 L SAFE HOUSE KL. 8 - 10.10 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 2 (TILBOÐ) - 4 L STAR WARS EP 1 3D ÓTEXT. KL. 5.40 10 THE GREY KL. 10 16 CONTRABAND KL. 6 16 CHRONICLE KL. 8 12 FRÉTTABLAÐIÐ SÉÐ OG HEYRT/ KVIKMYNDIR.IS ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar SAFE HOUSE Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 SKRÍMSLI Í PARÍS Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:20 CHRONICLE Sýnd kl. 8 CONTRABAND Sýnd kl. 5:50 - 10 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGVÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÍSLENSKT TAL H.S.K. -MBL HHHH Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH M.M. - Biofilman.is HHHH TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! YFIR 25.000 MANNS! T.V., Kvikmyndir.is/ Séð og heyrt HHH FBL HHHH Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.