Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sérfræðingar í málefnum Sýrlands telja líklegt að hersveitir einræðis- stjórnarinnar í Sýrlandi herði enn árásir sínar til að brjóta uppreisnar- menn á bak aftur. Tilraunir vest- rænna ríkja til að þvinga einræðis- stjórnina til að stöðva blóðsút- hellingarnar hafa ekki borið árangur og því miður virðast engar líkur vera á því að deilan verði leyst með frið- samlegum hætti eftir að Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að ráðið for- dæmdi manndrápin. Fréttaskýrendur telja að þetta verði til þess að uppreisnarmennirn- ir herði skæruhernað sinn með stuðningi erlendra ríkja, einkum landa í Arababandalaginu þar sem súnnítar eru í meirihluta. „Þetta er fullreynt,“ segir Shadi Hamid, yfirmaður rannsókna við Brookings-miðstöðina í Doha, um til- raunirnar til að knýja fram friðsam- lega lausn á deilunni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Og menn eru núna farnir að ræða hernaðarlega kosti í fullri alvöru. Meira er rætt um griðasvæði, hlutlaust svæði, vernd- aðar flutningaleiðir til að tryggja neyðaraðstoð, eins og sýrlenska stjórnarandstaðan hefur óskað eft- ir,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Hamid. „Ég tel að margir Sýrlend- ingar segi núna: við reyndum frið- samleg mótmæli en það dugði ekki og núna þurfum við að verja okkur fyrir kúgun einræðisstjórnarinnar.“ Íslamistar gætu komist til valda Hilal Khashan, prófessor í stjórn- málafræði við Bandaríska háskólann í Beirút, telur þó að vestræn ríki geti beitt ýmsum aðferðum til að veikja stjórnina í Sýrlandi. Þau geti til að mynda séð sýrlenska uppreisnar- hernum fyrir vopnum og hert efna- hagslegu refsiaðgerðirnar gegn ein- ræðisstjórninni. Ákveði vestrænu ríkin að vopna sýrlensku uppreisnarmennina gæti það leitt til enn meiri blóðsúthellinga og langvinns borgarastríðs. Stjórnin í Sýrlandi hefur þegar sakað grann- ríki í Arabandalaginu, einkum Sádi- Arabíu og Katar, um að hafa séð uppreisnarmönnunum fyrir vopnum og peningum. Varað hefur verið því að ef ein- ræðisstjórnin fellur geti blóðug átök blossað upp milli súnníta (sem eru í miklum meirihluta í Sýrlandi), ala- víta, sjíta, drúsa og kristinna manna. Borgarastríð í Sýrlandi getur einnig dregið dilk á eftir sér í öðrum lönd- um og kynt undir togstreitu milli trúarhópa í Mið-Austurlöndum. Komist súnnítar til valda í Sýr- landi er hugsanlegt að íslamistar verði mjög áhrifamiklir, líkt og virð- ist vera að gerast í Egyptalandi og fleiri arabaríkjum. Íranskar sérsveitir sagðar aðstoða Sýrlenska stjórnin nýt- ur stuðnings stjórnvalda í Íran og Írak þar sem sjítar eru í meirihluta. Hreyfingar sjíta í Líbanon, þeirra á meðal Hiz- bollah, hafa einnig stutt stjórn Sýrlands. Talið er að það yrði mikið áfall fyrir Hizbollah og Írana og myndi veikja samstarf þeirra ef sýrlenska stjórnin félli. Breska dagblaðið The Telegraph segir að talið sé að sýrlenska ein- ræðisstjórnin og hersveitir hennar njóti aðstoðar íranskra sérsveita sem nefnast Quds. Verksvið Quds- sveitanna er að verja hagsmuni Ír- ans á erlendri grundu. Þær heyra ekki undir forseta landsins, Mahmo- ud Ahmadinejad, heldur beint undir æðsta leiðtoga írönsku klerka- stjórnarinnar, Ali Khameini erki- klerk. Vestrænir og arabískir sérfræð- ingar og stjórnarerindrekar telja að hátt í þúsund eða jafnvel þúsundir liðsmanna Quds-sveitanna séu núna í Sýrlandi. Þeir eru sagðir vera með að minnsta kosti eina bækistöð ná- lægt borginni Zabadani, við landa- mærin að Líbanon. The Telegraph hefur eftir sýr- lenskum heimildarmönnum að yfir- maður Quds, Qassem Suleimani, sé í Sýrlandi til að vera einræðisstjórn- inni til ráðgjafar um hvernig kveða eigi mótmælin og uppreisnina niður. Þetta sé að minnsta kosti önnur heimsókn hans til landsins. Heimildarmennirnir segja að meginhlutverk Quds-sveitanna í Sýrlandi sé að þjálfa liðsmenn ör- yggissveita, aðstoða þær og leyni- skyttur úr röðum vopnaðra stuðn- ingsmanna einræðisstjórnarinnar. Íranarnir veita tæknilega aðstoð, m.a. við að afla upplýsinga og fylgj- ast með notkun stjórnarandstæð- inga á netinu og farsímum. Arabískir fjölmiðlar halda því einnig fram að leyniskyttur úr röð- um Hizbollah-manna í Líbanon séu nú í Sýrlandi til að aðstoða hersveit- irnar í baráttunni við uppreisnar- mennina. Rússneski herinn er með flotastöð í Sýrlandi og Rússar hafa áratugum saman séð stjórn landsins fyrir vopnum. The Telegraph sagði að William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, hefði rætt í síma við rúss- neska starfsbróður sinn, Sergej Lavrov, og látið í ljósi miklar áhyggj- ur af því að Rússar héldu áfram að selja sýrlensku stjórninni vopn. Lavrov hefði einfaldlega svarað að það væri „ekkert ólöglegt“ við vopnasöluna. Stefnir í enn blóðugri átök AP Sorg Syrgjendur bera uppreisnarmann til grafar í borginni Idlib í Sýrlandi. Tíu ára piltur og nokkrir uppreisnar- menn, sem biðu bana í árásum hersveita einræðisstjórnarinnar, voru bornir til grafar í borginni í gær.  Talið er að hersveitir stjórnarinnar í Sýrlandi herði enn árásir sínar og að uppreisnarmenn svari með því að auka skæruhernað sinn  Borgarastríð gæti haft slæmar afleiðingar í grannríkjunum Vænta viðurkenningar » Sýrlenska þjóðarráðið, sam- tök sýrlensku stjórnarandstöð- unnar, kvaðst í gær búast við því að nokkur Persaflóaríki myndu viðurkenna það form- lega sem eina lögmæta fulltrúa sýrlensku þjóðarinnar. » Bráðabirgðastjórnin í Líbíu er sú eina sem hefur viður- kennt Sýrlenska þjóðarráðið. » Í þjóðarráðinu eru mjög ólík- ar hreyfingar, meðal annars ísl- amistar úr Bræðralagi músl- íma og þjóðernissinnar. Að minnsta kosti 28 manns biðu bana og 235 særðust í tveimur sprengjutilræðum sem virtust beinast gegn sýrlenskum öryggis- sveitum í sýrlensku borginni Aleppo í gær. Þetta eru fyrstu sprengjutilræðin í Aleppo, næst- stærstu borg landsins, frá því að uppreisnin gegn ein- ræðisstjórn Bashars al- Assads forseta hófst fyrir tæpu ári. Sýrlenska ríkis- sjónvarpið sagði að vopnaðir hryðju- verkamenn hefðu verið að verki. Tals- maður Frjálsa sýr- lenska hersins sagði hins vegar að ein- ræðisstjórnin hefði sjálf staðið fyrir tilræðunum í því skyni að beina athyglinni frá árásum hersveita hennar á íbúðahverfi í Homs, þriðju stærstu borg landsins. Skriðdrekar réðust í gær inn í eitt hverfa Homs, nálægt hverfinu Baba Amr sem lýst hefur verið sem miðdepli uppreisnarinnar í borginni. Sýrlenskir stjórnarandstæð- ingar efndu í gær til mótmæla gegn stuðningi Rússlands við ein- ræðisstjórnina með kjörorðunum „Rússar eru að drepa börnin okk- ar“. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergej Rjabkov, sagði hins vegar að sýrlenska stjórnar- andstaðan bæri „fulla ábyrgð“ á ofbeldinu í landinu. Hann sakaði einnig stjórnvöld á Vesturlöndum um að ýta uppreisnarmönnum til vopnaðrar baráttu gegn sýrlensku stjórninni. Sagðir ýta undir ofbeldi MANNSKÆÐ SPRENGJUTILRÆÐI Í NÆSTSTÆRSTU BORGINNI Hector Timerman, utanríkis- ráðherra Argentínu, afhenti í gær embættismönnum Sameinuðu þjóð- anna formleg mótmæli vegna meintrar hervæðingar Breta við Falklandseyjar. Argentínumenn saka Breta um að hafa brotið gegn um 40 ályktunum öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um Falklands- eyjadeiluna. Þar sem Bretar eru með neitunarvald í öryggisráðinu geta þeir komið í veg fyrir að það samþykki nýja ályktun um málið. Cristina Fernández de Kirchner, forseti Argentínu, hefur mótmælt þeirri ákvörðun Breta að senda her- skipið HMS Dauntless til Falklands- eyja og segir það lið í hervæðingu þeirra í Suður-Atlantshafi. Argentínumenn hafa einnig mót- mælt því að Vilhjálmur Bretaprins var nýlega sendur á svæðið sem þyrluflugmaður í breska flug- hernum. Hervæðingu mótmælt 200 km ARGENTÍNA Falk lands- eyjar Atlantshaf Stanley Yfirráða- svæði Bretlands 152,4 m 21,2 m Heimildir: Reuters, armed forces.co.ok DEILT UM HERSKIP HMS DAUNTLESS Argentínumenn hafa sakað Breta um að„hervæða“ Suður-Atlantshaf, m.a. með því að senda þangað nýjasta tundurspilli sinn. Vaxandi spenna hefur verið í samskiptum þjóðanna að undanförnu, tæpum 30 árum eftir að Falklandseyjastríðið hófst. Særými Hámarkshraði Siglingarþol 7.350 tonn 29 hnútar 7.000 sjómílur á 18 hnútum Í áhöfn Er með mjög öflugan loftvarnabúnað 187 Tundurspillir af gerðinni Daring Skipið var hannað með það fyrir augum að erfitt yrði að greina það á ratsjá Kolaportið er opið alla laugardaga og sunnudaga frá 11-17 Kolaportid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.