Morgunblaðið - 11.02.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.02.2012, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 ✝ Ingibjörg Sal-óme Björns- dóttir, fv. starfs- kona á Kristnesi, fæddist 16. októ- ber 1917 á Stóru- Seylu í Skagafirði. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki 2. febrúar 2012, dótt- ir Björns L. Jóns- sonar, bónda og hreppstjóra á Stóru-Seylu, f. 1879, d. 1943, og Margrétar Björnsdóttur húsfreyju, f. 1881, d. 1970. Hálfbróðir var Jón Björnsson, tónskáld og kórstjóri frá Hafsteinsstöðum, f. 1903, d. 1987, sonur Björns og Steinvarar Sigurjónsdóttur, f. 1881, d. 1911. Alsystkini voru Lovísa Björnsdóttir, matselja á Sauðárkróki, f. 1916, d. 1998, héldu búskapnum áfram næstu 10 árin. Þá veiktist Mundi aftur og fór öðru sinni á Kristnes. Æja fylgdi honum alla tíð og hjúkraði til dauðadags í apríl árið 1972. Hún hélt áfram störfum sem starfsstúlka á Kristneshæli þar til hún fór á eftirlaun. Um vorið 1988 flutti hún til Sauðárkróks og hélt heimili á Suðurgötunni með bróðurdóttur sinni, Birnu Hall- dórsdóttur, þar til hún fór á Dvalarheimili aldraðra á Sauð- árkróki árið 2008. Æja gekk í unglingaskóla á Sauðárkróki og þó að hugur hennar stefndi til frekara náms höguðu aðstæður þannig til að hún bjó áfram á Stóru-Seylu og aðstoðaði foreldra sína við heimilis- og bústörfin. Æja hafði mikið dálæti á köttum og hugsaði um þá af einstakri alúð á meðan heilsa leyfði. Hún hafði brennandi áhuga á þjóð- málunum og fylgdi ávallt Sjálfstæðisflokknum að málum. Útför Ingibjargar fer fram frá Glaumbæjarkirkju í dag, 11. febrúar, kl. 11. og Halldór Björns- son, kennari og bóndi á Stóru- Seylu, f. 1921, d. 2008. Hinn 17. júní ár- ið 1947 giftist Ingi- björg, ætíð kölluð Æja, Guðmundi Halldóri Stefáns- syni, f. 1915, d. 1972, sonur Stef- áns Árnasonar og Teitnýjar Jóhannesdóttur. Þeim Munda varð ekki barna auðið. Árið 1947 hófu þau Æja búskap á hluta af jörðinni á Stóru-Seylu á móti Halldóri. Árið 1948 veiktist Mundi af berklum og fylgdi Æja honum og hjúkraði á Kristneshæli í Eyjafirði. Eftir tvö ár á hælinu, þegar Mundi hafði náð bata, sneru þau aftur að Seylu og Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Föðursystir mín, Ingibjörg Björnsdóttir, er látin á 95. aldurs- ári. Langar mig að minnast henn- ar í nokkrum orðum. Hún bjó ásamt eiginmanni sínum, Guð- mundi Stefánssyni, í tvíbýli á móti foreldrum mínum á Stóru-Seylu þegar við systkinin ólumst þar upp. Voru þau okkur sem bestu foreldrar, áttu engin börn sjálf. Guðmundur missti heilsuna á góð- um aldri og þurfti að fara á Krist- neshæli í Eyjafirði, sem þá var stofnun fyrir berklasjúklinga. Fylgdi Æja eiginmanni sínum og dvölin nyrðra varð löng. Guð- mundur lést árið 1972, en Æja dvaldi áfram á Kristnesi, stundaði þar fulla vinnu allan þann tíma sem hún var þar til 70 ára aldurs. Það er þeim mun merkilegra að hugsa til þess hve mikið hún vann, að hún var mikið fötluð á fæti frá fæðingu. Það var mikill happadag- ur fyrir mig þegar Æja fluttist til mín, árið 1988, þá hætt að stunda vinnu og vildi vera nær skyldfólk- inu og Skagafirðinum. Það vildi þannig til að það var laus íbúð í húsinu sem ég átti þá og bjó í. Smiðir og laghentir menn úr fjöl- skyldu Æju tóku að sér að lagfæra íbúðina fyrir hana og þarna bjó hún í 20 ár og fann sig fljótt heima á Króknum, því þar var flest hennar skyldfólk búsett. Mér var hún einstaklega góð öll þessi ár og aðstoðaði mig á alla lund. Hugsaði um allar kisurnar á heimilinu eins og hún ætti í þeim hvert bein. Hún var mikill dýravinur. Það var mik- ið áfall fyrir Æju þegar hún missti það mikið sjón, að hún gat ekki lesið lengur, það eru um það bil 6-7 ár síðan. Alla tíð hlustaði hún mikið á útvarp og stytti það henni stundir fram undir það síðasta, þótt heyrnin væri nú farin að láta sig. Ættingjar hennar voru afar duglegir að heimsækja hana, al- veg til loka, og gaf það henni mjög mikið. Við vorum öll eins og henn- ar eigin börn. Árið 2008 varð breyting á högum Æju, en hún þurfti að flytjast á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki vegna aukins hrumleika og ellin sótti á. Hún sætti sig vel við þá miklu breytingu, fékk miklar heimsókn- ir frá fjölskyldu og vinum. En Æja átti marga vini, unga og eldri. Hún var nútímaleg í hugsun, raunsæ og fljót að aðlaga sig breyttum að- stæðum. Ég vil þakka alla elsku og umhyggju í minn garð, og alla hjálp sem hún veitti mér í gegnum árin. Bið Guð að vernda hana á ókunnum stígum. Síðustu orð Æju voru: „Ég bið að heilsa Emma.“ Emmi biður að heilsa. Birna. Elsku Æja mín. Loksins er þínu veikindastríði lokið. Þú ert búin að berjast lengi og virtist alltaf ósigrandi. Lífslöngunin var sterk og þrekið sem þú hafðir var mikið. Mínar bernskuminningar tengjast þér margar hverjar og honum Munda þínum, og hvernig þið hugsuðuð um ömmu á meðan ykkar naut við á Seylu. Svo kom reiðarslagið þegar Mundi veiktist og þurfti að fara á Kristnes. Það var erfitt fyrir ykkur bæði að skilja við Seylu, þannig var sárt fyrir Munda að fara frá hestunum, sérstaklega Skjóna sínum, og fyr- ir þig að fara frá öllum kisunum. Við sögðum stundum á góðri stundu að þú gæfir kisunum meiri mjólk en innleggið í mjólkursam- lagið var. En svona varstu, alltaf að gefa, og nutum við þess í ríkum mæli, systkinabörnin frá Seylu. Þú gekkst í öll störf um ævina og lést mikla fötlun á fæti aldrei aftra þér. Okkar vegferð var löng og sam- ofin. Aldrei féll þar skuggi á því alltaf barstu hag minn fyrir brjósti og studdir við bakið á mér. Þannig varstu við svo marga, eins og föður minn sem ávallt hafði sitt athvarf hjá þér á meðan þú varst við búskap á Seylu. Þú varst mér sem önnur móðir og öllum börn- um mínum og barnabörnum sem góð amma og frænka. Þú tókst mannsefni mínu, honum Bubba, fagnandi þegar ég sagðist ætla að trúlofast honum. Enda urðuð þið miklir vinir og þú barst mikið traust til hans. Söknuður þinn var einlægur þegar hann lést fyrir 20 árum og þá kom vel í ljós hvað fórnarlund þín var mikil við að létta mér byrðarnar. Það voru viðbrigði fyrir þig að fara frá Kristnesi, þegar þú hættir að vinna, en Birna tók þér opnum örmum á Suðurgötunni og sam- býli ykkar var farsælt. Kisurnar höfðu líka mikið að segja við að stytta þér stundirnar. Það var alltaf nóg að gera hjá þér alveg fram á kvöld, þar til þær voru komnar heim. Þær þurftu að fá mat á réttum tíma alveg eins og mannfólkið. Elsku Æja mín, hjartans þakk- ir fyrir mig og börnin mín. Hauk- ur biður fyrir kveðju, þú tókst honum einnig vel og treystir og baðst hann alltaf að hugsa vel um mig. Innilegar þakkir færi ég starfsfólki á deild 5 á Dvalarheim- ilinu. Það var aðdáunarvert hvað það hugsaði vel um þig í erfiðum veikindum undir lokin. Ég veit að fólkið okkar, sem er farið yfir, tekur vel á móti þér. Guð geymi þig, Æja mín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Margrét Guðvinsdóttir. Hún Æja frænka er horfin af sjónarsviðinu, 94 ára að aldri. Margs er að minnast í gegnum tíðina, þar sem ég ólst upp sam- hliða henni til margra ára. Alla tíð var mikið og gott samband á milli okkar þó að hún færi norður á Kristnes. Hún var þar í nær 30 ár. Ég vann á Kristneshæli einn vet- ur og voru það forréttindi fyrir mig að hafa hana og Munda þar. Ég gat alltaf leitað til þeirra. Æja reyndist mér og systkinum mín- um og seinna fjölskyldu minni ætíð sem besta móðir. Fyrir það verð ég alla tíð þakklát. Æja þurfti oft að berjast gegnum þetta líf, fötluð eins og hún var og við mikil veikindi Munda. En hún gafst ekki upp. Eftir að Æja flutti aftur til Skagafjarðar jukust samskipti okkar og vorum við fjölskyldan oft daglegir gestir á Suðurgötunni hjá henni og Birnu. Þegar heilsu hennar hrakaði árið 2008 fluttist hún á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Gat ég séð hana nær daglega þar sem ég vinn á stofn- uninni. Það var mér mikils virði að geta setið hjá Æju og stutt hana í veikindum hennar þegar hún þurfti mest á okkur að halda. Sýnt henni þannig smá þakklætisvott fyrir allt sem hún var búin að gera fyrir okkur. Æja fékk hægt andlát aðfaranótt 2. febrúar. Södd líf- daga. Ég trúi því að vel hafi verið tekið á móti henni af fólki hennar sem á undan er gengið og nú ganga hún og Mundi frísk og sæl um ljóssins friðarströnd. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þín frænka, Anna Halldórsdóttir. Komið er nú að kveðjustundu. Æja andaðist 2. febrúar. Ég kynntist Æju fyrir rúmum 40 ár- um. Hún dvaldi þá á Kristneshæli ásamt Munda, manni sínum, sem lést 1972. Eftir lát Munda dvaldi Æja áfram á Kristnesi. Hún kom oft í heimsókn í Skagafjörð í frí- um. Þegar starfsævinni lauk flutti hún aftur í Skagafjörðinn. Æja hafði óbilandi kjark og lífs- löngun allt fram að síðustu stundu. Hún var fötluð alla ævi og varð að berjast við heilsuleysi Munda í marga áratugi. Þrátt fyr- ir mótlæti í lífinu heyrði ég aldrei uppgjafartón hjá henni. Hún tók öllu með æðruleysi og var sann- kölluð hetja hversdagsins. Hún var mjög greiðug og hafði gaman af að gleðja aðra. Ég þakka henni fyrir góð kynni. Nú er komið að leiðarlok- um. Blessuð sé minning hennar. Far vel til fegri heima. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Konráð Gíslason. Elsku Æja frænka. Nú er kom- ið að kveðjustund. Margar góðar minningar um kæra ömmusystur leita á hugann. Þú varst okkur systkinunum á Hólaveginum og börnum okkar sem önnur amma og langamma og ég þykist viss um að aðrir í Seylu-fjölskyldunni hafi sömu sögu að segja. Ykkur Munda varð ekki barna auðið en barngóð voruð þið bæði. Gjafmildi þín var mikil og fyrir hverja jólahátíð á bernskuárunum ríkti ákveðin spenna í loftinu yfir því hvað margir pakkar skyldu vera frá þér undir trénu. Þeir gátu orð- ið fleiri en einn og fleiri en tveir. En hlýr og góður hugur þinn fylgdi máli og seint verður þér fullþakkað örlæti og umhyggja í okkar garð alla tíð. Ein mín fyrsta minning um þig er frá heimsókn með foreldrum mínum á Kristneshæli í Eyjafirði. Þar starfaðir þú um áraraðir eftir að hafa þurft að flytja á Kristnes til að hjúkra honum Munda þínum. Þetta var að sumri til, og sólin skein glatt. Ég hafði ekki komið áður á þennan kyrrláta, fallega en fram- andi stað. Fyrir ungan og ósigldan dreng var þetta eins og að vera kominn til útlanda. Aldrei hafði ég séð jafnstór tré og fagur fuglasöng- urinn ómaði þegar út úr bílnum var komið. Þegar nær dró þessari hvítu og miklu byggingu skutust sólar- geislar inn á milli trjánna, sem virt- ust risavaxin í mínum augum. Þú tókst á móti okkur glöð í bragði. Sýndir okkur húsakynnin á hælinu, bauðst upp á kaffiveitingar og gafst mér góðgæti. Heimsóknir á Kristnes urðu fleiri en mun oftar hittumst við eftir að þú fluttir nokkru síðar á Krók- inn og hélst lengi vel heimili með Birnu frænku á Suðurgötunni. Þangað var gaman að koma og seinna þótti börnunum mínum ekki síður skemmtilegt að heilsa upp á þig og kettina ykkar Birnu. Stjórn- málin voru líka rædd í þaula en þú fylgdist alltaf vel með. Þið Birna keyptuð flest ef ekki öll dagblöðin og fenguð fréttirnar beint í æð. Síðustu árin voru þér erfið og eftir miklar þrautir hefurðu loksins fengið að kveðja. Þegar ég heim- sótti þig á dvalarheimilið um ára- mótin mátti svo vel sjá að lífsneist- inn var slokknaður. Á þessari síðustu samverustund okkar sagð- irðu ekki mikið en vissir vel hver var kominn í heimsókn. Þú talaðir um að þú værir orðin þreytt og vild- ir fara. Af hógværð og lítillæti af- sakaðir þú að geta ekki boðið upp á veitingar en öðruvísi en þannig man ég varla eftir þér. Gilti einu hversu vel og myndarlega þú lagðir á borð fyrir gestina, ætíð baðstu þá að fyrirgefa vel útilátið bakkelsi og gómsæta konfektmola. Þegar á hólminn var komið varstu ekki alveg tilbúin að kveðja átakalaust. Lýsir það vel baráttu- þrekinu því marga hildina háðir þú um langa ævi. Ung fékkstu lömun- arveikina en lést ekki fötlun á fæti hamla þér síðar í lífinu. Þú vannst langan vinnudag allt þar til þú fórst á eftirlaun og vildir alltaf vera að. Þú varst í mínum huga sönn hetja. Nú hafið þið Mundi náð saman að nýju og eruð vonandi á viði vöxn- um og friðsælum stað eins og Krist- nesi, þar sem sólin skín og allar þrautir eru að baki. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Æja mín. Björn Jóhann. Það er á margan hátt skrýtin til- hugsun að hún Æja sé fallin frá, hún sem var búin að ganga í gegn- um hver veikindin á fætur öðrum og alltaf sigrast á þeim. Það var því ekki í fyrsta skiptið sem þær fréttir bárust okkur að hún væri orðin veik. Við héldum því að þetta skipt- ið yrði ekkert öðruvísi, hún myndi sigrast á þessum veikindum, en svo fór ekki í þetta skiptið. Okkar fyrstu minningar um hana Æju eru frá því að við munum eftir okkur. Við fórum með foreldr- um okkar sem krakkar að heim- sækja hana á Kristnesspítala við Akureyri þar sem hún starfaði. Alltaf gátum við gengið að því sem vísu að hún myndi stjana við okkur með góðum veitingum, gotteríi og gjöfum. Frá Æju fór enginn svang- ur, það var ekki í boði. Eftir að Æja flutti svo í Skaga- fjörðinn á Suðurgötuna urðu heim- sóknir okkar tíðari og alltaf voru sömu kræsingar í boði og ómiss- andi var flatbrauðið með hangikjöt- inu og allar kökurnar sem hún tíndi út úr ísskápnum. Alltaf var gaman að tala við hana um landsmálin og pólitíkina, hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ófeimin við að láta þær í ljós. Það var alltaf gestkvæmt á Suðurgötunni, margir sóttu í hennar félagsskap og alltaf var hún glöð með að fá fólk í heim- sókn. Æja var mikill kattavinur og eru þeir ófáir kettirnir sem hún ann- aðist og er til efs að nokkrir kettir hafi fengið aðra eins umönnun og hún veitti þeim. Stjanið og matur- inn sem þeir fengu hjá henni var ekki af lakara taginu og hefði hver köttur verið meira en sáttur. Æja hefur alla tíð verið stór þáttur í lífi okkar og á margan hátt verið okkur eins og amma. Það er mikil eftirsjá að þessari góðu konu sem hefur reynst okk- ur svo vel og spilað stórt hlutverk í lífi okkar frá blautu barnsbeini. Við trúum því hins vegar og treystum að hún sé búin að fá hvíldina sem hún verðskuldar og sé núna umvafin hlýju frá sínum nánustu. Við viljum þakka henni allar góðu stundirnar og þann mikla hlýhug sem hún sýndi okk- ur alltaf. Blessuð sé minning hennar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Gísli Óskar, Ása Dóra, Davíð Örn og Elvar Atli. Ég man fyrst eftir Æju frænku á Kristnesi þar sem hún bjó og starfaði. Þangað fór ég oft með foreldrum mínum. Það fylgdi því alltaf mikil eftirvænting að heim- sækja Æju. Alltaf voru móttök- urnar höfðinglegar og ég minnist þess sérstaklega hve spennandi var að fá að fara í litlu búðina sem rekin var inni á Kristneshæli. Í seinni tíð var mjög gaman að sjá hvernig hún fékk glampa í augun þegar við töluðum um Kristnes. Henni þótti afskaplega vænt um staðinn eins og eðlilegt er eftir að hafa búið þar í svo langan tíma. Þegar hún komst á eftirlauna- aldur flutti hún á Sauðárkrók til Birnu bróðurdóttur sinnar. Þær áttu það sameiginlegt að þykja af- ar vænt um ketti og þekki ég ekki til annarra katta sem búið hafa við þvílíka umhyggju. Alla tíð sýndi Æja mikinn áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og öllu sem lífið hefur fært mér, hvort sem verið hefur með- eða mótbyr. Við náðum vel saman og gátum setið heilu tímana og spjallað sam- an um heima og geima. Æja fylgd- ist alltaf vel með öllu sem gerðist í þjóðfélaginu. Hún var áskrifandi að Morgunblaðinu og las það vel og vandlega og hafði sterkar skoð- anir. Það var henni því ákaflega erfitt er sjónin fór að daprast með aldrinum og hún hætti að geta les- ið. Æja var einstaklega dugleg kona sem þurfti mikið fyrir lífinu að hafa bæði vegna fötlunar sinn- ar og heilsuleysis Munda heitins. Ég vil þakka kærri frænku minni fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum og allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Minning hennar lifir í hjört- um okkar. Linda Hrönn Einarsdóttir. Elsku Æja frænka, guð geymi þig. Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (Snjólaug Guðmundsdóttir) Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þín. (HJ) Við söknum þín. Konráð Karel og Ásta Lilja Gíslabörn. Ingibjörg Salóme Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Æja. Þegar ég hugsa til þín dettur mér í hug kisur og konfekt. Mér fannst alltaf gaman að koma til þín og Birnu og hitta kisurnar ykkar. Man ég vel eftir stóra bílskúrn- um hjá Birnu og stiganum sem kisurnar höfðu til að komast út og inn. Þú áttir alltaf konfekt eða nammi í ísskápnum þínum á Suður- götunni og elliheimilinu. Í stofunni þinni voru meira en 10 myndir af kisum og í hvert skipti sem við mamma og pabbi komum til þín taldi ég myndirnar. Vonandi líður þér vel núna. Þín frænka. Tinna Birna. Mig langar til að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég á margar ánægjulegar minningar um þig, man ég það til dæmis vel er við veiddum og vorum í Haga á Snæ- Magnús Valdimarsson ✝ Magnús Valdi-marsson fædd- ist í Reykjavík 28. júní 1955. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. janúar 2012. Útför Magnúsar fór fram frá Há- teigskirkju 10. febrúar 2012. fellsnesi. Líka er við smíðuðum kassabíl- inn eftir teikningu frá Þórði Markúsi nafna mínum. Þú varst ávallt svo ráðagóður og þú þekktir svo vel inn á margt. Ég er þakk- látur fyrir þann tíma sem ég átti þig að. Ég lærði svo margt af þér og ég er stoltur að hafa blóð þitt í æð- um mér, minningu þína í huga mér og föðurást þína í hjarta mér. Þinn sonur, Jóhannes Markús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.