Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Kærleiksvika verður haldin í þriðja sinn í Mosfellsbæ 12.-19. febrúar. Þátttaka hefur ætíð verið góð. „Markmið vikunnar er að hver ein- asti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða ein- hverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu,“ segir í tilkynningu. Skipulögð hefur verið fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla vikuna. Meðal annars er stefnt að því að setja Íslandsmet í fjölda skýjalukta. Þá verður kærleiks- hátíð í Kjarna á mánudaginn. Dagskrá vikunnar er kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is/ kaerleiksvika og á Facebook-síðu Kærleiksvikunnar. Morgunblaðið/Heiddi Gleði Knúsað á kærleiksviku í Mosó. Kærleiksvika Rauði kross Íslands hefur sent neyðarstyrk sem nemur tveimur milljónum króna til aðstoðar fórn- arlömbum kuldabylgjunnar í Hvíta- Rússlandi en frost í landinu hefur farið niður fyrir þrjátíu gráður á síðustu vikum. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi frosthörkum nú um helgina og mikilli kuldatíð út febrúarmánuð. Þá var heill gámur af hlýjum fatnaði sem sjálf- boðaliðar á Íslandi hafa safnað og prjónað sendur af stað til Hvíta- Rússlands í vikunni og munu þau föt nýtast um 12.500 manns. Sams- konar fatagámur var einnig sendur til landsins á haustmánuðum og kemur sá fatnaður fjölda fólks að góðum notum í frosthörkunum. Rauði krossinn sendi út fatagám Framkvæmdastjórn ESB er um þessar mundir að mæla breiðbands- hraða í 30 Evrópulöndum, þ.e. að- ildarríkjunum 27 auk Króatíu, Nor- egs og Íslands. Sambandið og samstarfsaðilar leita nú að sjálf- boðaliðum á Íslandi til að taka þátt í mælingunni. Til að taka þátt í könn- uninni þarf að fara á vefsíðuna http://www.samknows.eu/is/ipad og skrá sig þar. Eftir að valið hefur verið úr hópi sjálfboðaliða fá 100 þeirra send mælitæki. Einn úr hópnum fær síðan iPad2 í verðlaun. ESB mælir hraða STUTT Birkir Fanndal Mývatnssveit Fuglasafn Sigurgeirs við Mývatn er rekið af miklum metnaði og á það við um sýninguna svo og um- gjörð alla. Hinn 31. janúar var þess minnst myndarlega að Sigurgeir Stefáns- son, stofnandi safnsins, hefði orðið 50 ára þann dag, en hann fórst við þriðja mann við vinnu á Mývatni í október 1999. Á afmælisdaginn var fjölskylda hans með opið hús og rausnarlegar veitingar á safn- inu, þangað kom fjöldi fólks í til- efni dagsins, einkum sveitungar Sigurgeirs og vinir. Laugardaginn 4. febrúar var síðan aftur boðið þar til samkomu með fjölbreyttri fræðsludagskrá. Flutt voru allmörg erindi, m.a. um fugla og fuglaskoðun, hljómsveit skemmti með tónlist og rausn- arlegar veitingar voru í boði safnsins. Fjölmenni kom til sam- komunnar, sem tókst vel í alla staði. Fuglasafn Sigurgeirs er opið alla daga frá vori til hausts og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Aðsókn er þokkalega góð en mætti verið meiri. Á síðasta ári komu um 11 þúsund gestir á safnið. Þar get- ur að líta eintök allra íslenskra fugla auk margra erlendra. Í tjörn inni í safninu syndir bleikja og þar er einnig kúluskítur, en hann hef- ur hægt um sig. Fuglasjónaukar eru þar til staðar og má í þeim á sumardegi sjá flórgoða og fleiri fugla á hreiðrum sínum skammt frá safninu. Efst á óskalista safnstjórans, Péturs Bjarna Gíslasonar, er að vegurinn að safninu verði endur- byggður og lagður bundnu slitlagi, þannig að greiðfært sé stórum rútum. Vetur við Fuglasafn Sigurgeirs Morgunblaðið/Birkir Fanndal Vetrarfegurð Umgjörð fuglasafnsins er ægifögur þegar Mývatnssveit skartar sínu fegursta , Bláfjall í baksýn. Nú stendur yfir söfnunarátak ABC barna- hjálpar í samstarfi við grunnskóla lands- ins. Söfnunin stendur yfir til 8. mars nk og munu skólabörn úr 4.-6. bekk ganga í hús með söfnunarbauka frá ABC. Þessi söfn- un, sem nú er haldin í 12. sinn, er mikil- væg fjáröflun fyrir ABC barnahjálp en fyrir afrakstur þeirra hafa verið byggðir fjölmargir skólar og heimili fyrir fátæk börn í þróunarlöndum. Í fyrra tóku 2.696 börn úr 87 skólum þátt í söfnuninni og söfnuðust samtals 7.485.844 kr. Söfnunarfénu var ráðstafað til efirfarandi verkefna: Til að ljúka bygg- ingu nýs skóla fyrir El Shaddai-heimilið í Chennai á Indlandi, til að kaupa skólaborð og bekki fyrir ABC-skólana í Pakistan og til að kaupa lóð og hefja byggingu heimavistarskóla fyrir götubörn í Nairobi í Kenía. Í ár verður söfnunarfénu m.a varið til að halda áfram byggingu ABC-skólans í Nairobi. Einnig verður byggður lítill skóli fyrir fátæk Masai-börn sem búa á slétt- unni við fjallið Kilimanjaro í Kenía. Skólabörn safna fyrir ABC Söfnun Isaac, götudrengur í Nairobi sem nýtur stuðnings. 100.000 kr. í Debenhams Meikóver-dag með Kalla Fjölda annarra vinninga Sendu 5 toppa af Merrild eða Senseo-pökkum fyrir 17. mars til: Merrild Pósthólf 78 130 Rvk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil eftirspurn var eftir minka- skinnum á loðskinnauppboði Kopen- hagen Fur sem lauk í gær. Verðið hækkaði og hefur aldrei verið hærra. Áætlað er að meðalverð íslenskra skinna sem þar voru boðin til sölu hafi farið yfir 10 þúsund krónur. Pláss er fyrir 600 kaupendur í uppboðssalnum í Kaupmannahöfn. Einar E. Einarsson, loðdýraræktar- ráðunautur Bændasamtaka Íslands, var á staðnum og segir að salurinn hafi verið fullur við upphaf uppboðs- ins á þriðjudag. Alls komu um 700 kaupendur við sögu á uppboðinu, þar af um 400 frá Austur-Asíu. Til sam- anburðar má geta þess að á febr- úaruppboði í fyrra voru innan við 500 kaupendur og aðeins 130 frá Asíu. Hálf milljón á sekúndu Salan var eftir því. Selt var fyrir um hálfa milljón íslenskra króna á hverri sekúndu fyrsta daginn. Verð- ið hækkaði. Ekki hafa verið birtar sölutölur en Einar áætlar að minka- skinnin hafi hækkað um 15% að með- altali, frá síðasta uppboði. Aukin eftirspurn er rakin til harðra vetra í Rússlandi og Kína. Salan loð- skinna í Kína hefur aukist hratt. Þannig gekk mjög á birgðir þar í jan- úar þegar Kínverjar fögnuðu nýju ári. Meðalverð á minkaskinnum var um 8.200 krónur á síðasta sölutíma- bili og hafði aldrei verið hærra. Ein- ar segir ljóst að verðið á uppboðinu nú verði enn hærra og telur sig geta fullyrt að meðalverðið sé komið yfir 10 þúsund krónur. „Þeir sem eru starfandi í grein- inni eru í skýjunum,“ segir Einar um viðbrögð bænda. Hann bætir því við að einhverjir séu að stækka við sig og tveir nýir að bætast í hóp- inn. Hann kveðst bjartsýnn um fram- haldið. „Verðið verður ekki lengi í þessum hæðum en ég hef fulla trú á að við fáum viðunandi verð á kom- andi árum,“ segir Einar. Fá 10 þúsund kr. fyrir skinnið  Mikil eftirspurn á loðskinnauppboði í Kaupamannahöfn  Loðskinnskápur renna út í kuldunum í Rússlandi og Kína  Verðið í hæstu hæðum Boðið Líflegt er á uppboðum í danska uppboðshúsinu, Kopenhagen Fur. Loðskinnauppboð » Íslenskir minkabændur selja skinn sín á loðskinnauppboði í danska uppboðshúsinu í Kaup- mannahöfn. » Fimm uppboð eru haldin á hverju ári og er febrúaruppboðið fyrsta stóra uppboðið í vetur. » Áætlað er að 30 þúsund ís- lensk skinn hafi verið boðin þar til sölu en ársframleiðslan er um 160 þúsund skinn.Ljósmynd/Kopenhagen Fur Rangt farið með Í umfjöllun um sjóðfélagafund Sam- einaða lífeyrissjóðsins í blaðinu í gær stóð: „Gunnar Þór Skúlason, stjórnarmaður og fundarstjóri, benti þá á að einu mennirnir sem hefðu setið í stjórninni fyrir árið 2008 væru Kristján Örn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri og Þorbjörn Guð- mundsson varaformaður.“ Þar átti hins vegar að standa. „Georg Páll Skúlason, stjórnar- maður og fundarstjóri, benti þá á að einu mennirnir sem setið hefðu í stjórninni árið 2008 væru Þorbjörn Guðmundsson, sem verið hefur í stjórn frá 1999, og Georg Páll Skúla- son sem kom í stjórn sjóðsins árið 2006. Þá hefði Kristján Örn Sigurðs- son tekið við starfi framkvæmda- stjóra árið 2005.“ Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.