Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hella Uppbygging í hrossarækt og tamningum hefur verið gríðarlega mikil á Suðurlandi síðustu árin og ekki síst hér í vestanverðri Rang- árvallasýslu. Fjölmargir hestabú- garðar hafa verið teknir í notkun og byggðir upp með tilheyrandi aðstöðu með hesthúsum, hringvöllum og mis- stórum reiðhöllum. Það hefur ekki orðið til að tefja þessa uppbyggingu að nokkrir erlendir auðmenn hafa keypt jarðir og byggt upp mynd- arlega aðstöðu sem íslenskir tamn- ingamenn stjórna síðan.    Að Króki í Ásahreppi við aust- urbakka Þjórsár, rétt ofan brúar á hringveginum, er um þessar mundir verið að taka í notkun nýendurbætta aðstöðu fyrir hrossarækt og tamn- ingar. Þar var eldri reiðhöll breytt í 43 hesta hesthús og byggð ný reið- höll, 1350 fm að stærð og síðan tengi- bygging á milli sem hýsir ýmiss kon- ar starfsmannaaðstöðu og geymslur.    Reynir Örn Pálmason, tamn- ingamaður, sér um þessa uppbygg- ingu fyrir sænskan auðmann og þingmann, Göran Montan að nafni. Að sögn Reynis mun hann einnig sjá um reksturinn á Króki fyrir Göran, en hann starfaði hjá honum um 8 ára skeið í Svíþjóð, á búi fjölskyldunnar sem heitir Margaretehof og er þekkt af mörgum íslenskum hestamönn- um. Tvær dætur Görans reka búið í Svíþjóð, en þær stunduðu báðar nám á Hólum í Hjaltadal. Þess má geta að stóðhesturinn Rökkvi sem fjöl- skyldan á er frá Hárlaugsstöðum í Ásahreppi.    Suðurlandsvegur 1-3 ehf. er fé- lag sem hefur með höndum eign- arhald og rekstur á nýrri tengibygg- ingu í miðbæ Hellu, sem tengir saman tvær eldri byggingar. Þar hefur nú verið auglýst nafna- samkeppni um heiti á þessum þrem- ur byggingum saman, sem mynda einskonar kjarnastarfsemi í byggð- inni. Þar er m.a. heilsugæslustöð, tannlæknastofa, apótek, mat- vöruverslun, bakarí, skrifstofur Rangárþings ytra, tryggingafélags, lífeyrissjóðs og verkalýðsfélags o.fl.    Enn er nokkuð húsrými í nafn- lausa kjarnanum ónotað, en nú á vordögum er reiknað með að aðilum fjölgi sem munu hreiðra um sig þar. Þá kemur einnig lyfta í nýju tengi- bygginguna, en frá henni mun verða gengið inn í eldri byggingarnar. Ný fyrirtæki í byggingunni sem ekki voru fyrir eru umboð fyrir Sjóvá og bakaríið Kökuval. En fleira er á döf- inni.    Sjúkraþjálfararnir Marie og Diego, sem hafa rekið sjúkraþjálfun á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi í fjölda ára, ætla að færa sig um set og hefja starfsemi í kjallara nýju tengibyggingarinnar. Að sögn Diegos eru þau búin að kaupa tæki og búnað og munu hefja starfsemi í apríl eða maí nk. Sjúkraþjálfun á Lundi mun þó ekki leggjast af, ann- ar aðili tekur við henni.    Félagsþjónusta Rangárþings og Vestur-Skaftafellssýslu verður með sínar skrifstofur í byggingunni, en þær flytjast þangað frá Hvols- velli. Deildarstjóri hjá ÁTVR segir að viðræður um að opna að nýju vín- búð á Hellu standi yfir og ákvörðun verði tekin fyrir sumarið. Ýmsar fleiri hugmyndir munu vera í skoð- un, sem ekki þykir tímabært að skýra frá.    Hreppsnefnd Rangárþings ytra hefur ákveðið að auglýsa og kynna skipulag fyrir nýja lóð á Hellu, þar sem yrði t.d. bensínstöð, ferða- mannaverslanir og önnur slík þjón- usta. Fyrirhugað er að þessi lóð verði sunnan hringvegarins, rétt vestan við veg að Gaddstaðaflötum. Talið er æskilegt að þarna verði byggð upp þjónustuaðstaða fyrir landsmót hestamanna sem haldið verður á Gaddstaðaflötum árið 2014.    Breskir skólahópar eru algeng sjón á Suðurlandi, bæði vor og haust. Um þessar mundir eru nokkrir hóp- ar á ferð og má segja að þetta lengi ferðamannatímann. Hóparnir dvelja víðs vegar í ódýru gistirými í þrjá til sex daga og fara í dagsferðir á helstu ferðamannastaði.    Þorrablótin standa yfir þessa dagana, í kvöld er „Besta þorrablótið 2012“ haldið í íþróttahúsinu á Hellu, en þar hafa gestir yfirleitt verið á bilinu 5-600. Um næstu helgi, síð- ustu helgina í þorra, veður blót Holtamanna á Laugalandi, en fyrstu helgina í þorra var blót Landmanna haldið á Brúarlundi í Landsveit. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Áhugasöm Breskur skólahópur var áhugasamur um að skoða íslenska hesta að Leirubakka eftir að hafa kynnt sér Heklusýninguna þar. Hrossabúgreinar í sókn á Suðurlandi Skúli Hansen skulih@mbl.is Fulltrúar safnaráðs komu í gær í veg fyrir að gull- og silfurskartgripir sem taldir eru hafa menningar- sögulegt gildi yrðu fluttir án leyfis úr landi. Á meðal gripanna er ís- lenskt búningaskart, svokallað víra- virki, úr silfri. Skartgripina hafði breska skartgripafyrirtækið P&H Jewellers keypt í þeim tilgangi að setja þá í bræðslu. „Við tókum í raun og veru það sem að okkur snýr og fórum gegnum það sem skartgripasalinn sýndi okk- ur. Við verðum síðan að treysta því að hann hafi sýnt okkur allt, en við völdum úr það sem að okkar mati hefur menningarsögulegt gildi,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður og formaður safn- aráðs, og bendir jafnframt á að fólk geti lesið sér til um hvaða lög og reglur gilda um útflutning á menn- ingarverðmætum inn á vefsíðu safn- aráðs, safnarad.is. Aðspurð hvernig safnaráð hafi komið í veg fyrir að skartgripirnir yrðu fluttir úr landi segir Margrét að samkomulag hafi náðst á milli ráðsins og P&H Jewellers, eftir að fulltrúa fyrirtækisins var tjáð að honum væri ekki heimilt að fara með gripina úr landi án sérstaks leyfis. Að sögn Margrétar gaf fulltrúi P&H Jewellers safnaráði ekki upp nöfn þeirra einstaklinga sem hann keypti skartgripina af. „Ef til þess kæmi að niðurstaða safnaráðs yrði að heimila ekki útflutning á þessum skart- gripum, sem mjög líklega verður niðurstaðan, þá væri rétt að geta verið í sambandi við upphaflega eig- endur gripanna,“ segir Margrét. Óvíst hvert framhaldið verður Safnaráð mun, að sögn Mar- grétar, taka ákvörðun í málinu á næsta fundi ráðsins. „Ef það verður niðurstaða safnaráðs að heimila út- flutning á þessum gripum fær skart- gripasalinn gripina senda til sín, en það þarf að fjalla faglega um það í safnaráði eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Margrét spurð um framhald málsins og bætir við: „Mitt faglega mat er að það verði ekki heimilað að flytja búningaskartið, þ.e. víravirkið, úr landi til bræðslu.“ Hún tekur fram að ekki sé búið að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið ef skart- gripasalanum verður synjað um út- flutningsheimild á gripunum, en bendir á að margt komi til greina. „Það getur verið að gripirnir fari aft- ur til sinna eigenda nú eða að safnið annaðhvort kaupi gripina eða jafnvel taka þá eignarnámi. En málið er ekki ennþá komið á það stig.“ Að sögn Margrétar hefur ekki verið ákveðið hvert gripirnir fara ef synjað verður um heimild til útflutn- ings. „Þetta snýst ekki um að Þjóð- minjasafnið vilji fá gripina til sín, heldur snýst þetta um það að þarna er um menningarverðmæti að ræða sem þarf að fjalla um faglega áður en heimild er gefin fyrir útflutningi.“ Hefur ekki lent í þessu áður Mark Nangle, fulltrúi P&H, sagði í viðtali við sjónvarp mbl.is í gær, að þetta væri fyrsta skiptið sem hann hefði verið stöðvaður með skartgripi á leið úr landi sökum þess að þeir búi yfir menningarsögulegum verðmæt- um. Aðspurð út í ummæli Nangle seg- ir Margrét að öll menningarríki búi yfir reglum um útflutning á menn- ingarverðmætum. Hindruðu skartgripaútflutning  Safnaráð metur nú skartgripina og tekur brátt ákvörðun um útflutning á þeim  Óvíst um næstu skref í málinu  Fulltrúi breska skartgripafyrirtækisins segist aldrei hafa lent í öðru eins Morgunblaðið/Golli Menningarverðmæti Fulltrúar safnaráðs skoðuðu í gær gull- og silfurskartgripi sem flytja á til útlanda í þeim tilgangi að setja þá í bræðslu. Skartgripir Þessir gripir eru á meðal þeirra sem ráðið hyggst skoða nánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.