Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Áhugi forsætisráðherra á at-vinnumálum er óumdeilan- legur. Ráðherrann hefur í ræðum sínum á síðast liðnum þremur árum skapað tugþúsundir starfa sem öll hafa verið fyllt ímynduðum starfs- mönnum.    Fyrir utan aðvísu þau sem fyllt hafa verið ímyndarstarfs- mönnum forsætis- ráðherra, sem hafa hendur fullar við að reyna að fá almenn- ing til að ímynda sér að ímynduðu starfsmennirnir finn- ist víðar en í ræðum ráðherrans.    En eitthvað virðist farið að þvæl-ast fyrir ímyndarmönnunum að skapa fleiri ímynduð störf, því að nú hefur forsætisráðherra hafn- að boði um að tala á Viðskiptaþingi sem haldið verður undir yfirskrift- inni „Hvers virði er íslenskt at- vinnulíf?“    Forsætisráðherra kýs að svaraþeirri spurningu með fjarveru sinni.    En það eru ekki aðeins gestirViðskiptaþings sem forsætis- ráðherra kýs að ræða ekki við. Hið sama á við um fjölda annarra sem reyna að ná fundi ráðherrans til að ræða erfiðleika í atvinnumálum.    Þannig hafa sveitarstjórnarmenná Norðurlandi vestra fengið að bíða mánuðum saman eftir svari ráðherrans um hvort hún vildi ræða við þá um vandann í atvinnu- málum.    Ráðherrann er hins vegar búinnað sannfæra sig um að vand- inn sé tóm ímyndun og vill ekki sóa dýrmætum tíma sínum í svona vit- leysu. Jóhanna Sigurðardóttir Ímyndaður vandi? STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.2., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 7 súld Ósló -6 skýjað Kaupmannahöfn -3 heiðskírt Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -17 heiðskírt Lúxemborg -5 léttskýjað Brussel -2 heiðskírt Dublin 7 súld Glasgow 5 alskýjað London 1 léttskýjað París 0 heiðskírt Amsterdam -2 heiðskírt Hamborg -2 léttskýjað Berlín -6 léttskýjað Vín -7 léttskýjað Moskva -13 snjókoma Algarve 13 heiðskírt Madríd 10 heiðskírt Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 8 skýjað Róm 2 slydda Aþena 7 skýjað Winnipeg -27 heiðskírt Montreal 1 skýjað New York 3 heiðskírt Chicago 1 alskýjað Orlando 21 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:38 17:47 ÍSAFJÖRÐUR 9:55 17:40 SIGLUFJÖRÐUR 9:38 17:22 DJÚPIVOGUR 9:11 17:13 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í vikunni gerðist það að ýsa seldist fyrir hærra verð en þorskur á fisk- mörkuðum. Á miðvikudag voru seld 17,7 tonn af óslægðri ýsu og var með- alverðið 349 krónur á kíló. Af þorski voru seld 37,7 tonn og fengu kaup- endur hann á 340 kr hvert kíló að meðaltali. Í gær var ýsan seld á um 280 krónur en þorskurinn á rúmlega 300 krónur. Það er sjaldgæft að meira fáist fyr- ir ýsuna heldur en þorskinn, en helsta skýringin á þessu er sú hversu bágbornar aflaheimildir margra eru í ýsunni. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda, segir ekki eftir neinu að bíða með að auka ýsukvótann. „Ráð- herrann á að taka á sig rögg og út- hluta meiri ýsu svo menn geti nýtt þorskinn á sem hagkvæmastan hátt,“ segir Örn. „Fjölmargir bátar eru nú þegar búnir með ýsukvótann og ómögulegt að fá ýsu leigða. Reyndar binda menn vonir við skiptimarkaðinn sem er í gangi hjá Fiskistofu, en það bjargar ekki öllu. Þorskur og ýsa eru um allt, en það er mjög erfitt að veiða þorskinn eingöngu. Vísindamenn og þeir sem stjórna þessu virðast hins vegar eiga erfitt með að skilja að bát- arnir geta ekki farið út og veitt bara þorsk. Ýsukvótinn er ekki háður afla- reglu og aukning kvóta kæmi ekki niður á stofninum.“ Ævintýralegt hjá sumum Páll Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Íslands, segir al- gert hallæri vera hjá mörgum í ýsu- kvótanum. Aflabrögð hafi verið mjög góð undanfarnar vikur og ævintýra- leg hjá sumum. Alls staðar sé fisk að fá, bæði þorsk og ýsu. Tíðarfar hafi reyndar verið erfitt, en menn hafi sætt lagi og skotist út og fengið góð- an afla hvort sem er í net, dragnót eða á línu. Í gær hafði Páll fregnir af skipstjóra sem lagði fjórar trossur í fyrradag og þegar hann dró fyrstu trossuna í gærmorgun voru níu tonn í henni. Ekki var annað að gera en að renna í land með aflann. Páll segir að verð hafi verið ágætt á mörkuðum undanfarið, helst hafi þó verð á stærsta þorskinum gefið eftir. Hann hefur einkum verið verk- aður fyrir saltfiskmarkaði í Portúgal. Ýsan var dýrari en þorskurinn  Hallæri í ýsukvóta  Margir búnir Morgunblaðið/Alfons Katrín SH Bræðurnir Snorri og Guðlaugur Rafnssynir við löndun á 7,5 tonnum sem fengust í 30 net. Rafn Guðlaugsson, faðir þeirra, var í lestinni. Skipulagsstofnun telur að eldi á allt að 200 tonnum af bleikju á ári í Galtalæk í Rangárþingi ytra sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Það er fyrir- tækið Íslensk matorka ehf. sem stendur að eldinu. Um er að ræða stækkun á fisk- eldisstöðinni í Galtalæk. Eldi þar hefur verið starfrækt á grund- velli starfsleyfis fiskeldisstöðvar- innar í Fellsmúla frá 2000 er heimilaði 60 tonna ársframleiðslu af urriða- og laxaseiðum en þar að auki hefur verið þar eldi á bleikju, að því er segir í niður- stöðu Skipulagsstofnunar. Íslensk matorka telur að með fyrirhug- uðum endurbótum, sem m.a. gera ráð fyrir bættri nýtingu á vatni og hreinsun á frárennsli, verði hægt að framleiða mun meira af bleikju en nú er og án þess að úr- gangslosun út í Galtalæk aukist eða meira vatn þurfi til starfsem- innar. aij@mbl.is Eldi á 200 tonnum af bleikju í Galta- læk ekki háð mati á umhverfisáhrifum Framboð í trúnaðarstöður FRV Samkvæmt 34. gr. laga Félags Rafeindavirkja skal fara fram kosning til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 22.02.2012 Reykjavík 1. febrúar 2012 Stjórn Félags Rafeindavirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.