Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Spánn Fasteignamarkaður í kreppu. ● Fasteignasala dróst saman um 17,7% á Spáni á síðasta ári og virðist því bati á fasteignamarkaði, sem sjáanlegur var árið 2010, á Spáni vera horfinn. Alls seldist 361.831 íbúð á Spáni í fyrra sem er innan við helmingur söl- unnar árið 2007 en það ár seldust 775.300 íbúðir, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Spánar. Árið 2010 jókst salan um 6,8% frá 2009. 17,7% samdráttur í fasteignasölu á Spáni FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Goðsögnin um grísku hetjuna Sísýfos, sem guðirnir dæmdu til að velta steini án afláts upp á fjallstind sem féll síðan ávallt niður aftur vegna eigin þunga, kemur óneitanlega upp í hugann þeg- ar skuldastaða gríska ríkisins er skoð- uð í kjölfar þess að evruríkin og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggjast veita enn eina neyðaraðstoðina til Grikklands. Gríska ríkið hefur nú þegar þurft að grípa til mestu aðhaldsaðgerða í rík- isfjármálum sem nokkurt Evrópuríki hefur ráðist í frá lokum seinni heims- styrjaldar. Þeim aðhaldsaðgerðum er þó hvergi nærri lokið. Ráðamenn á evrusvæðinu krefjast þess að grískir þingmenn samþykki meira en þriggja milljarða evra niðurskurð í ríkisút- gjöldum á þessu ári. Að öðrum kosti fær Grikkland ekki afgreitt 130 millj- arða evra neyðarlán sem á að forða ríkinu frá greiðsluþroti – að minnsta kosti um sinn. Sú áætlun um aðhald í ríkisrekstri sem grísku stjórnarflokk- arnir komu sér saman um fyrr í vik- unni til að fá nýtt neyðarlán var ekki samþykkt af fjármálaráðherrum evru- ríkjanna í gær og þess krafist að Grikkir myndu skera niður enn frekar – um 325 milljónir evra til viðbótar – í ríkisútgjöldum. Meira af því sama Á þessum tímapunkti er sagan af skuldavandræðum Grikklands orðin flestum kunn. Síðustu tvö ár hafa Grikkir ítrekað þurft að leita til aðild- arríkja evrusvæðisins og AGS í því augnamiði að fá aðgang að lánsfjár- magni. Þau neyðarlán hafa verið veitt gegn skilyrðum um að Grikkir myndu skera niður í ríkisrekstri til að grynnka á næstum 10% fjárlagahalla ríkisins. Nýjustu áform evruríkjanna – til viðbótar við samkomulag um að fjármálastofanir og fjárfestingasjóðir afskrifi grísk skuldabréf fyrir 100 milljarða evra – sýna að það á ekki að snúa við af settum kúrsi. Það er hins vegar ástæða til að ótt- ast að meira af því sama muni ekki duga. Þrátt fyrir öll neyðarlánin og loforð Grikkja um efnahagsumbætur og aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum – sem í mörgum tilfellum hafa ekki gengið eftir – þá hefur staðan í Grikk- landi aðeins versnað á umliðnum ár- um. Landsframleiðsla Grikklands mun dragast saman fimmta árið í röð á þessu ári og skuldir ríkisins hafa að sama skapi aukist gríðarlega á aðeins þremur árum – úr 113% sem hlutfall af landsframleiðslu í 165% árið 2011. Flest bendir til þess að nýtt sam- komulag um neyðarlán til Grikkja yrði aðeins skammgóður vermir. Til skemmri tíma er sennilegt að því yrði fagnað ef tækist að forða Grikkjum frá yfirvofandi greiðsluþroti – með ófyr- irséðum afleiðingum fyrir bæði Grikki og evrusvæðið í heild. Til lengri tíma er hins vegar ljóst að staða Grikklands mun enn sem fyrr vera mjög slæm en samkvæmt efnahagsáætlun evruríkj- anna er gert er ráð fyrir því að skuldir gríska ríkisins sem hlutfall af lands- framleiðslu verði um 120% árið 2020. Gríska ríkið rambaði á barmi greiðslu- falls vorið 2010 þegar skuldahlutfallið nam 120%. Það má því ekki mikið út af bregða eigi dæmið að ganga upp. Hræðileg refsing Með þetta í huga hafa sumir hag- fræðingar haldið því fram að í raun sé aðeins einn valkostur í boði fyrir Grikki. Að því gefnu að lánardrottnar Grikkja – ekki síst Evrópski seðla- bankinn og mörg Evrópuríki – séu ekki reiðubúnir til að ráðast í um- fangsmiklar afskriftir á skuldum gríska ríkisins, þá þurfa ráðamenn í Aþenu að íhuga úrsögn Grikklands úr evrópska myntbandalaginu og taka í kjölfarið upp sinn eigin gjaldmiðil. Slík aðlögun væri vitaskuld harkaleg en hún gæti verið ákjósanlegri leið til að leysa grunnvandann sem er ósjálfbær skuldastaða og dökkar vaxtahorfur Grikklands. Guðirnir sem dæmdu Sísýfos til að velta steini án afláts upp fjallshlíð vissu sem var að engin refsing er hræðilegri en síendurtekið og von- laust verk. Að öllu óbreyttu er hætt við því að örlög Grikklands næstu árin verði af ekki ólíkum toga. Síendurtekið og vonlítið verk AP Grikkland Þörf á mun meiri skuldaafskriftum eigi að afstýra greiðsluþroti.  Enn bið á því að Grikkland fái 130 milljarða evra neyðarlán  Ráðamenn á evrusvæðinu heimta frek- ari niðurskurð í ríkisrekstri  Nýtt neyðarlán breytir litlu fyrir ósjálfbæra skuldastöðu Grikklands Grísk úlfakreppa Ríkisskuldir - í milljörðum evra Skuldir - sem prósentuhlutfall af landsframleiðslu Landsframleiðsla - í milljörðum evra Heimild: Spiegel og framkvæmdastjórn ESB 263 355 233 218 113% 163% 2008 2011 Verðstöðugleiki er ekki fyrir hendi í íslenska hagkerfinu sökum þess að verðbólgan er innbyggð í kerfið. Fyrir þessu eru færð rök í frétta- bréfi verðbréfafyrirtækisins Júpiter. Á það er bent að það eigi ekki að koma verulega á óvart að verð- tryggðar eignir þeirra banka sem veitt hafa húsnæðislán í stórum stíl hér á landi séu talsvert umfram verðtryggðar skuldbindingar bank- anna. Þegar litið er til efnahags- reikninga stóru viðskiptabankanna – Arion banka, Landsbanka og Ís- landsbanka – þá kemur í ljós að sam- anlagður verðtryggingarjöfnuður þeirra var jákvæður um meira en 144 milljarða króna við lok þriðja fjórðungs 2011. Það nemur tæplega þriðjungi samanlagðs eigin fjár bankanna þriggja, en engar reglur gilda um verðtryggingarjöfnuð banka – öfugt við gjaldeyrisjöfnuð- inn. Fram kemur í greiningu Júpiters að íslenska bankakerfið hafi því hagsmuni af því að verðbólgan verði meiri fremur en minni hvað þetta at- riði varðar. Sé miðað við jákvæðan verðtryggingarjöfnuð upp á 150 milljarða króna, þá skapar 5% verð- bólga 7,5 milljarða króna hagnað. Þrátt fyrir að verðtryggingarjöfnuð- ur bankanna, sem hlutfall af eigin fé, hafi dregist saman frá árslokum 2008, þá hefur jöfnuðurinn hins veg- ar vaxið um tæplega 14% – úr 126,8 milljörðum í 144 milljarða. hordur@mbl.is Verðbólgan er innbyggð í kerfið Morgunblaðið/RAX Verðbólga Fasteignaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs.  Bankarnir hagnast á meiri verðbólgu ● Verðbólgan mæld á tólf mánaða tímabili var 2,1% í Þýskalandi, stærsta hagkerfi evrusvæðisins, í síðasta mánuði. Er þetta sama verð- bólga og mældist þar í landi í desem- bermánuði síðastliðnum. Hins vegar er þetta heldur meiri verðbólga en spáð hafði verið en verðbólgumarkmið Seðlabanka Evr- ópu eru 2%. Er verðbólgan einkum rakin til hækkunar á orkukostnaði. Verðbólgan mælist 2,1%                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+-. +.,-./ +,,-0+ ,+-122 ,+-+34 +5-2+3 +22-43 +-431/ +5.-+ +3+-44 +,,-+. +.2-/+ +,,-21 ,+-1.1 ,+-,,1 +5-21 +22-.2 +-41, +5.-33 +3, ,,+-.333 +,,-/5 +.2-55 +,,-12 ,+-53+ ,+-,5. +5-/,/ +2/-2 +-4133 +.0-,, +3,-/4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Alþjóðlega fyrirtækið Verne Global, sem opnaði í vikunni eitt fullkomn- asta gagnaver heims í Reykjanesbæ, hefur valið Opin kerfi sem sam- starfs- og þjónustuaðila til stuðnings við starfsemi sína hér á landi. Fram kemur í tilkynningu að sam- hliða þessum samningi muni Opin kerfi flytja hýsingarstarfsemi sína og innri kerfi í gagnaver Verne Glo- bal. Haft er eftir Tate Cantrell, framkvæmdastjóra tæknisviðs fyrir- tækisins, að „með samþættingu á starfsemi fyrirtækjanna er lagður grunnur að öflugu samstarfi sem mun styðja við okkur og viðskipta- vini“. Gunnar Guðjónsson, forstjóri Op- inna kerfa, segir að með opnun gagnaversins sé verið að mæta mik- illi eftirspurn. „Fjöldi erlendra fyr- irtækja horfir til þess að nýta sér þetta einstaka hátæknigagnaver fyr- ir starfsemi sína.“ Verne Global fer í samstarf við Opin kerfi Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 17. febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu, og fatnaði vorið 2012 auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar. LifunTíska og fö rðun Tíska & förðun SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.