Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Í dag verður Heimsdagur barna haldinn hátíðlegur í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi og frí- stundamiðstöðinni Miðbergi. Á Heimsdeginum verður börnum og fjölskyldum þeirra boðið að taka þátt í fjölbreyttum listsmiðjum og njóta margs konar skemmtunar. Að þessu sinni er þema Heimsdagsins Magnað myrkur. Hrollvekjuhús töframannsins Jóns Víðis Jakobs- sonar er ein smiðjan og aðeins ætlað þeim allra hugrökkustu. Skuggalegar kynjaverur Í myrkrinu leynast skuggalegar kynjaverur sem flestir varast að mæta á köldum vetrarnóttum. Þau ykkar sem þora, komið og bankið upp á í hrollvekjuhúsinu og látið ærsladrauga og aðrar myrkraverur hræða úr ykkur líftóruna. Svo segir um hrollvekjuhúsið sem Jón Víðis hefur komið upp á Gerðubergi. „Jú, ég ætla að reyna að hræða börnin eins og ég get en samt ekkert of mikið. Það verður hægt að hætta og láta hugga sig ef þetta er of skelfilegt. Þetta er örugglega skelfi- legt fyrir þau yngstu enda er þessi smiðja miðuð við sjö ára krakka og eldri en foreldrar geta komið með líka. Þetta er gangur sem þau labba og skríða undir líka og þarna er alls konar hryllingur og ófögnuður. Sjálfur verð ég í beinagrindarbún- ingi og hræði krakkana,“ segir Jón Víðis. Hann hefur áður sett upp slíkt hús á frístundaheimilum og hafa þau verið vinsæl en hryllingshúsið í Gerðubergi er enn stærra og veg- legra núna. Aðgangur er ókeypis í dag og allir eru velkomnir en nánari upplýsingar um fleiri smiðjur má nálgast á heimasíðu Gerðubergs þar sem hún er birt á sjö tungumálum auk ís- lensku. Heimsdagur barna í Gerðubergi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hryllingur Jón Víðis hræðir börn í hryllingshúsi í Gerðubergi um helgina. Hrollvekjandi verur Morgunblaðið/Árni Sæberg Norn Þessi er ekki mjög frýnileg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skreytt Hrollvekjuhúsið er hluti af smiðjum á Heimsdegi barna. Það er ekki annað hægt en að hrífast af þessari vefsíðu þar sem hægt er að skoða ýmis undur veraldar. Allt frá örlitlum yfir í risastór. Hægt er að smella á hverja teikningu fyrir sig til að lesa um eftirfarandi. Það er t.d. hægt að lesa sér til um risaeðlur, pláneturnar og dodofuglinn. Vefsíðan er mjög flott hönnuð þannig að hægt er að nota músina til að færast sífellt nær og fjær hlutum á jörðinni. Þannig getur maður þotið lengst út í geim á skjánum fyrir framan sig. Síðan aftur alla leið til baka og lengst inn til ör- smárra frumna og blóðkorna lík- amans. Þetta er ekta skemmtileg vef- síða fyrir forvitna grúskara sem vilja ná sér í fræðslu á meðan þeir drepa tímann á netinu. Það er eiginlega erf- itt að hætta að skoða og þess vegna ágætt að gefa sér dágóðan tíma til að fletta áfram og áfram … Vefsíðan www.images.4channel.org Ógnarstór Gaman er að fræðast um risaeðlur og fleiri undur veraldar. Forvitnilegt grúsk um heiminn Morgunblaðið/Golli Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á vegum Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem þaulkunnug er málefnum Aust- urlanda nær, eru hingað komnir þrír íranskir teppasölumenn. Þeir hafa í farangrinum miklar gersemar, pers- nesk teppi. Þessi menningarlega við- skiptasendinefnd kemur frá Esfahan í Íran, sem er helsta miðstöð versl- unar með persnesk teppi. En í dag hefst sýning þar sem Íslendingum býðst að skoða og kaupa persnesk teppi. Með í för er íranski leiðsögumað- urinn Pezman Azizi, sem hefur lóðs- að hundruð Íslendinga um Íran, í ferðum Jóhönnu. Allir eru gestirnir frá Persíu flugmæltir á ensku, við- ræðugóðir og skemmtilegir, og búa yfir einstakri þekkingu á heillandi veröld teppalistarinnar. Meðfylgj- andi eru myndir sem teknar voru í verslun þeirra félaga í fyrravor þeg- ar Íslendingahópur Jóhönnu kom í heimsókn til Esfahan. Sýningin verður haldin að Hverf- isgötu 33 og verður opnuð klukkan 13 í dag. Það er um að gera að líta við og skoða falleg teppi en handunnin teppi endast í fjölda ára og eru því sannarlega framtíðareign. Endilega… Ljósmynd/Hrafn Jökulsson Skoðun Íslenskir ferðalangar í heimsókn hjá teppasölumönnum í Esfahan. Ferðalangar Jóhanna glöð í bragði. …skoðið gersemar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.