Morgunblaðið - 11.02.2012, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.02.2012, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 ✝ Pálmi AntonRunólfsson fæddist á Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði 24. júlí 1920. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Sauðár- króks 29. janúar 2012. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir, f. 16.4. 1892, d. 24.6. 1986 og Runólfur Jónsson, f. 25.3. 1881, d. 23.3. 1937. Systk- ini Pálma eru Sigurjón, f. 15.8. 1915, d. 27.5. 2000, Guðbjörg Jó- hannessína, f. 27.7. 1916, Anton Valgarð, f. 9.7. 1917, d. 1.4. 1993, Björn Þórður, f. 20.3. 1919, d. 2.5. 2007, Jóhannes, f. 6.11. 1923, Sigríður Sólveig, f. 23.11. 1925, d. 1.3. 2005, Stein- unn, f. 9.11. 1926, Una, f. 7.9. 1928, Kristfríður, f. 23.8. 1929, Friðfríður Dodda, f. 8.12. 1931, Hólmfríður Svandís, f. 11.12. 1932, d. 5.8. 1987. Uppeldis- systkini Pálma eru Björgvin Eyjólfsson, f. 16.8. 1935, d. 12.2. 1961 og Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 4.10. 1936. Hinn 1. desember 1957 kvæntist Pálmi eftirlifandi eig- eiga fjögur börn og tvö barna- börn. Pálmi ólst upp í stórum syst- kinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu þegar fað- ir þeirra missti heilsuna. Pálmi var einn vetur í Reykjaskóla í Hrútafirði og á hernámsárunum vann hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Pálmi festi síðan kaup á jarðýtu í samvinnu við Björn bróður sinn og saman unnu þeir að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði ásamt vegavinnu víða um Norðurland. Árið 1955 byggði Pálmi upp, ásamt eiginkonu sinni Önnu, ný- býlið Hjarðarhaga í Skagafirði. Þar var hann bóndi til ársins 1991 er þau hjónin brugðu búi og fluttu á Sauðárkrók. Pálmi var virkur í félagsmálum, var m.a. í hreppsnefnd Akrahrepps, sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og stjórn Karlakórsins Heimis. Pálmi hafði mikla ánægju af hestamennsku, tónlist og kveð- skap. Hann var vel hagmæltur, var nær sjálfmenntaður á orgel og spilaði við Hofsstaðakirkju í nokkur ár. Hann söng í Karla- kórnum Feyki og síðan í Karla- kórnum Heimi og átti í þeim fé- lagsskap margar gleðistundir. Útför Pálma verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 11. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. inkonu, Önnu Steinunni Eiríks- dóttur, f. 18.3. 1934. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Jónsson, f. 28.5 1897, d. 31.8. 1959 og Fróðný Ás- grímsdóttir, f. 28.2. 1897, d. 22.7. 1986. Börn Pálma og Önnu eru: 1) Fróðný, sambýlis- maður hennar var Baldur Guð- mundsson, þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn, þau slitu sam- vistum. Fróðný giftist Herði Stefánssyni, þau eiga tvær dæt- ur, þau skildu. Núverandi eigin- maður Fróðnýjar er Kristján Pétur Sigurðsson. 2) Sigurjón Björn kvæntist Hjördísi Gísla- dóttur, þau eiga tvo syni, þau skildu. Sigurjón er í sambúð með Kolbrúnu Reinholdsdóttur. 3) María Guðbjörg, gift Herði Óskarssyni, þau eiga þrjú börn. 4) Heiður, í sambúð með Roy Midtbø, þau eiga tvær dætur. 5) Sigríður, gift Kristjáni Ísak Kristjánssyni, þau eiga þrjú börn. Fósturdóttir Pálma og Önnu er Ester Gunnarsdóttir, gift Indriða Guðmundssyni, þau Pálmi faðir okkar lést 29. jan- úar síðastliðinn. Andlát hans kom ekki á óvart og líklega hef- ur hann verið sáttur við að kveðja þetta jarðlíf því hann var, eins og níu ára langafabarn hans komst að orði, búinn að eiga svo langt og gott líf. Á kveðjustund koma ýmsar minningar upp í hugann. Pabbi við orgelið og við systkinin standandi við hlið hans að syngja með. Nú blikar við sól- arlag, Í birkilaut og Kolbrún mín einasta, voru lög sem gjarn- an voru sungin. Messur í Hofs- staðakirkju, en í okkar barn- æsku var séra Björn Björnsson, prófastur á Hólum, prestur í Hofsstaðasókn. Séra Björn messaði einu sinni í mánuði og á háannatímum í sveitinni var oft fátt um kirkjugesti. Þar sem faðir okkar var organisti kirkj- unnar varð hann að mæta og tók oftast eitthvert okkar með sér en oft vorum við einu kirkju- gestirnir. Séra Björn fór með ritningarlestur og bæn, pabbi spilaði á orgelið og frú Emma (kona séra Björns) söng, oftast var það sálmurinn Ó þá náð að eiga Jesú. Þessar messur voru alltaf stuttar en lifa lengur í minningunni en flestar aðrar kirkjulegar athafnir sem við höf- um sótt. Eftir messu var svo farið í kaffi heim í Hjarðarhaga. Þegar pabbi kom heim t.d. af fundum eða úr kórferðalögum heilsaði hann móður okkar ávallt með orðunum sæl elskan mín enda var móðir okkar eina „elsk- an“ hans. Það orð notaði hann ekki um neinn annan og þeirra samfylgd varaði í um 60 ár. Pabbi fylgdist vel með í póli- tík og starfaði í sveitarstjórn Akrahrepps um árabil. Hann lagði mikla áherslu á að við mættum á kjörstað og nýttum kosningarétt okkar, skipti sér ekki af því hvað við kysum en kom því þó vel til skila að alltaf væri Framsókn best. Pabbi var mikill Skagfirðing- ur og fannst sín sveit fegurst. Á 85 ára afmælinu sínu var hann staddur á 4. hæð í Strandgötu 37 á Akureyri, veður var gott og sólarlag eins og það er fallegast á Akureyri. Eftir að hafa horft á sólarlagið í góða stund sagði hann: „Þetta er nú fallegt en það er fallegra í Hjarðarhaga.“ Pabbi var glaðsinna rólynd- ismaður og skipti sjaldan skapi, tók ávallt vel á móti gestum og naut samvista við fólk, jafnt unga sem aldna. Síðustu fjögur árin dvaldi hann á Heilbrigð- isstofnuninni Sauðárkróki, lengst af á deild 3 og naut þar góðrar umönnunar. Færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar- innar alúðarþakkir fyrir. Fróðný, Sigurjón, María, Heiður og Sig- ríður. Í örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns Pálma í Hjarðarhaga. Pálmi var um margt merkur og minnis- stæður maður. Það var nokkur upplifun fyrir mig Eyjapeyjann að koma í fyrsta skipti í Hjarð- arhaga að hitta tilvonandi tengdafjölskyldu. Alla tíð fór einstaklega vel á með okkur Pálma og mikið var gaman að spjalla við hann um alla heima og geima en Pálmi var vel lesinn og kvæðamaður mikill. Eftir- minnilegar voru heimsóknir mínar með Pálma á nærliggj- andi sveitabæi þar sem málin voru rædd af mikilli innlifun og fljótt fann maður að Pálmi var í miklum metum hjá sveitungum sínum. Pálmi var mikill kvæða- maður og hagmæltur og eftir hann liggja fjölmargar vísur sem birst hafa opinberlega. Pálmi var einnig mikill söng- maður og söng í Karlakórnum Heimi í áratugi og eftirminnileg er heimsókn þeirra Heimis- manna til Eyja en til að hýsa svona stóran kór þurfi að fá gistingu í Herjólfi. En fyrst og fremst var Pálmi bóndi en í 36 ár rak hann býlið að Hjarðar- haga sem hann byggði upp í tún- fætinum á æskuheimili sínu, Dýrfinnustöðum. Síðustu tvo áratugina bjó Pálmi síðan á Sauðárkróki eftir að þau Anna hættu búskap árið 1991. Pálmi rak hefðbundin búskap í Hjarð- arhaga auk þess að stunda hrossarækt, þjóðaríþrótt Skag- firðinga. Eyjapeyjanum þótt sjálfsagt að spyrja tengdapabba um hversu marga hesta hann ætti enda vanur tölum, en þá var fátt um svör, enda komst ég fljótlega að því að hestamenn spyr maður ekki um slíkt. Síð- ustu árin voru Pálma nokkur erfið eftir að heilsu hans fór að hraka en þrátt fyrir það var lundin ávallt létt. Pálmi minn, ég þakka þér fyrir einstaklega góð kynni og hversu góður þú varst börnum okkar Maríu. Elsku Anna, þér og fjölskyld- unni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Megi guð vernda okkur og styrkja í fram- tíðinni. Megi minningin um Pálma Anton Runólfsson lifa um alla framtíð. Hörður Óskarsson. Fallinn er frá ástkær afi minn, Pálmi Anton Runólfsson frá Hjarðarhaga. Það eru marg- ar minningar sem streyma um hugann þegar ég hugsa til afa. Ein sú skærasta er þegar afi og félagar hans í Karlakórnum Heimi héldu tónleika heima í Vestmannaeyjum í júní 1995. Því kvöldi gleymi ég seint, ekki síst fyrir glæsilegan flutning á Undir bláhimni, laginu góða sem tónleikagestir höfðu beðið eftir með eftirvæntingu. Stoltið yfir að eiga afa í þessum töfrandi kór leyndi sér ekki. 75 ára af- mælið í Héðinsminni kemur einnig upp í hugann, þar var glatt á hjalla að Skagfirðinga hætti. Nú síðast fyrir rétt einu og hálfu ári þegar við fögnuðum 90 ára afmæli afa um leið og Anna Soffía var fermd í Hofs- staðakirkju. Það var góður dag- ur. Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar dýrmætu stund- irnar sem við áttum saman í Hjarðarhaga, á Hólaveginum, í hesthúsinu og nú síðast á heil- brigðisstofnuninni þar sem þú dvaldir síðustu árin eftir að heilsan tók að bresta. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Hvíl í friði, elsku afi. Þinn dóttursonur og nafni, Pálmi. Pálmi Anton Runólfsson Afi Siggi er dá- inn, hann er róinn á önnur betri og gjöfulli mið. Ég kynntist Sigga í mars 1992 þegar við Linda kynntumst. „Sæll, ég heiti Steingrímur Hall- dór Pétursson.“ „Sæll – ég heiti nú bara Siggi.“ Þetta voru fyrstu orðin sem við skiptumst á. Þetta var ekki alveg rétt hjá þér, ég var ekki búinn að þekkja þig lengi þegar ég komst að því að þú varst ekki bara Siggi heldur Afi Siggi, með stóru A. Í hartnær 20 ár þekktumst við og vorum góðir vinir. Við vorum ekki sammála um allt, en vorum sammála um að vera ósammála um suma hluti. Við fórum saman í mörg frábær ferðalög, hingað og þangað. Þið Didda voruð frá upphafi nauð- synlegur hluti af ferðalagi okkar Lindu, hvort sem var um fram- andi staði eða í gegnum lífið sjálft. Það voru mér einstök for- réttindi að fá að kynnast fólki eins og ykkur og vera ykkur sam- Sigurður Jóhannsson ✝ Sigurður Jó-hannsson skip- stjóri fæddist í Hrísey 11. febrúar 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri hinn 28. janúar 2012. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey. ferða í lífinu. Það eru ekki margir ungir menn sem komast í þá stöðu að afboða sig í partí með skólafélögun- um af því að afi kær- ustunnar vill fara með manni á pöbb- arölt. En auðvitað var það enginn venjulegur afi, held- ur afi Siggi sem vildi fara á Pollinn eða aðra góða staði. Það tók ekki marga daga að átta sig á einstöku sambandi ykk- ar Diddu og Lindu, það var sam- band sem var hlaðið ást, um- hyggju og gagnkvæmri virðingu. Á seinni stigum bættust Þórunn, Egill og Svanfríður við hópinn og gengu að sama hlýja, góða og fal- lega faðminum hans afa Sigga. Þú hafðir nú ekkert alltaf enda- lausan tíma til að bíða og varst frekar óþolinmóður maður. En fyrir krakkana virtist þú eiga endalausan tíma. Nú þegar að leiðir okkar skilur um stund er mér fyrst og fremst í huga virðing og þakklæti fyrir kynni okkar. Það er mannbætir að kynnum við mann eins og þig. Ég lofa að hugsa eins vel og ég get um Diddu fyrir þig og heim- sækja hana þegar ég á leið um. Takk fyrir mig elsku afi Siggi. Steingrímur Halldór Pétursson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÞORLEIFSDÓTTIR SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu- daginn 26. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær deild 2-B á Hrafnistu fyrir einlægan hlýhug og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Guðbergsdóttir, Steinþóra Guðbergsdóttir, Margrét Guðbergsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓSEFSDÓTTUR, Hjarðarhóli 8, Húsavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 20. janúar. Útförin fór fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 28. janúar. Ragna Kristjánsdóttir, Karl Bjarkason, Sæþór Kristjánsson, Sigríður Lovísa Kristjánsdóttir, Orri H. Gunnlaugsson, Guðrún Agnes Kristjánsdóttir, Ingveldur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, GARÐARS AÐALSTEINS SVEINSSONAR rafvirkja frá Vestmannaeyjum, Blöndubakka 3, Reykjavík. Ágústa Sveinsdóttir, Berent Theodór Sveinsson, Laufey Guðbrandsdóttir, Tryggvi Sveinsson, Þóra Eiríksdóttir og frændsystkin. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SVAVA SVAVARSDÓTTIR, lést á heimili sínu laugardaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilaheill. Viðar Gíslason, Andrés Viðarsson, Margrét Helga Skúladóttir, Thelma Svava Andrésdóttir. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, INGVAR MAGNÚSSON, Nýbýlavegi 60, sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 4. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Jenný Bjarnadóttir, Bjarni Ingvarsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Hans Jóhannsson, Ingvar Örn Ingvarsson, Hildur Fjóla Svansdóttir, Baldur Bjarnason, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Elín Hansdóttir, Úlfur Hansson, Björk Ingvarsdóttir og Ingvar Andri Ingvarsson. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, VILHELMÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sléttuvegi 7, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Ottósson, Anna Þóra Sigurþórsdóttir, Grétar Karlsson, Ólöf Ólafsdóttir og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.