Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 ✝ Stefán Bjarna-son var fædd- ur þann 17. júní ár- ið 1937 við Eiríksgötu í Reykjavík. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut þann 22. jan- úar sl. Foreldrar hans voru Jóna Guð- munda Jónsdóttir f. 1914, d. 2004 og Bjarni Sig- urður Einarsson f. 1914, d. 1938. Stefán ólst upp hjá fósturfor- eldrum, Guðbjörgu Kristjáns- dóttur f. 1901, d. 1978 og Mar- teini Ólafssyni f. 1896, d. 1979. Systkini Stefáns, sammæðra, eru: Ásta f. 1943, Örn f. 1944, d. 1952, Jón f. 1945, Valgerður f. 1946, d. 1991 og Gylfi f. 1952, d. 2002. Stefán átti einn bróður samfeðra, Einar f. 1938, d. 1993. Uppeldissystkini hans eru: Grét- ar f. 1928, d. 1998 og Katrín f. 1930. Stefán var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er Hildur Gísla- dóttir f. 1938 og eignuðust þau 3 börn; Ómar f. 1960. Hann á eina dóttur með Helgu Völundar- dóttur sem heitir Sólbjört Vera. Sara f. 1973. Dætur hennar og Guðmundar Magna Ágústsonar eru Dýrleif Gigja og Úlfhildur Melkorka. Rakel f. 1975. Seinni kona Stefáns heitir Eygló Gunn- arsdóttir f. 1952 og eiga þau einn son, Stefán Þór f. 1979. Eftir skyldunám í Laugarnesskóla lá leið Stefáns í Iðn- skóla Reykjavíkur og þaðan í flug- virkjanám hjá Flugfélagi Ís- lands. Stefán fullnumaði sig svo í greininni í Northrop Institute of Technology í Los Angeles í Bandaríkjunum. Að loknu námi hóf hann störf í flugvirkjun og starfaði lengst af sem flug- vélstjóri. Fyrst hjá Flugfélagi Íslands, seinna hjá Pan Am og Air Viking. Hann var síðan einn af stofnendum Arnarflugs og var yfirflugvélstjóri hjá félaginu á meðan það starfaði, eftir það vann hann hjá Cargolux í Lúx- emborg. Síðustu ár starfs- ævinnar starfaði Stefán fyrst og fremst sem flughermiskennari og prófdómari erlendis. Útför Stefáns fór fram 10. febrúar 2012 frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Minn kæri bróðir. Um leið og ég læt fylgja ljóð eftir snillinginn Grétar Fells, þá þakka ég þér fyrir æskuárin öll í okkar kæra Laugarnesi þar sem við lékum okkur frjáls. Fjölskyldan öll kveður þig með reisn og biður Guð að vaka yfir öllu þínu fólki. Farðu heill vinur minn og Guð geymi þig. Blaka ég ljóðvængjum. Blaka ég ljóðvængjum. Bládjúp himins eru mig allt um kring, og í ljósöldum lofthafsins mikla baða ég sál mína og syng. Blaka ég ljóðvængjum. Berst ég glaður upp yfir storð og stund. Hverfur og gleymist í himinljóma húm yfir harmanna grund. Moldin er sterk og margt, sem bindur. Vizkunni er varnað máls. Blaka ég ljóðvængjum. Bresta hlekkir jarðar – og ég er frjáls. (Grétar Fells) Þín systir, Katrín Marteinsdóttir. Leiðir okkar Stefáns lágu fyrst saman þegar við fórum á vegum Guðna í Sunnu til Denver til náms á Boeing 707. Það fór ekki á milli mála allt frá fyrstu kynnum að Stefán var enginn venjulegur maður. Hann hafði alltaf á takteinum hnyttileg svör og frumleg, húm- orinn oft beittur og stundum hæðinn og ekki skemmdi fyrir að hann gat hnoðað saman vísu. Hann hafði mjög gott vald á ís- lenskri og enskri tungu og af- burðaþekkingu á flugtækni sem nýttist honum vel við kennslu. Við unnum fyrst saman hjá Air Viking, sem var flugfélag í eigu Guðna í Sunnu, þess góða manns, síðan hjá Arnarflugi og síðast var hann svo með okkur í Flugfélag- inu Atlanta. Þar sem stjórnklefi flugvélar er ekki stór og við flugum oftast saman á löngum leiðum kynnt- umst við afar vel. Auðvitað vorum við ekki alltaf sammála, en aldrei kom þó til handalögmála. Þar sem við vorum oft fjarri heimahögum eyddum við tíman- um gjarnan saman á áfangastöð- um og kynnti hann sér þá gjarn- an sögu lands og þjóða. Báðir höfðum við einlægan áhuga á sögu og góðum mat, sér- staklega steikum, og reyndum að safna sem flestum góðum matar- minningum í sarpinn. Á ferðum mínum um heiminn var enginn maður sem flaug oftar með mér, og þegar Stefán var ekki að fljúga með mér flaug hann gjarnan með tveimur barna minna, þeim Gunnari og Ragn- heiði, og tók þá að sér flugupp- eldið á þeim sem og öðrum börn- um mínum sem dáðu hann öll. Stefán flaug með mér síðustu ferð mína til Íslands frá Havana og er ég mjög þakklátur fyrir það, þótt ekki endurgjaldi ég honum nú greiðann. Þessi einstaki maður og vinur heldur einn í sína síðustu ferð og engin leið að vita hvaða ókönnuðu lönd bíða hans. Arngrímur Jóhannsson og börn. Stefán Bjarnason Kveðja til elsku Dísu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Sigurjóni frænda mínum og af- komendum vottum við fjölskyld- an innilega samúð. Guðrún Gunnarsdóttir. Við fráfall Dísu rifjast upp margar ánægjulegar minningar um samverustundir á Húsavík. Ég man þar fyrst eftir henni í Garðarshólma og síðar á Ketils- brautinni. Dísa hans Sigurjóns, eins og við kölluðum hana alltaf, bar glögg merki uppruna síns á Hornströndum. Þar var lífsbar- áttan svo hörð að fólk kippti sér ekki upp við smámuni. Dísa með sína léttu lund virtist geta leitt hjá sér það sem miður fór, skelli- hlegið og svo var það bara frá, öf- ugt við Sigurjón frænda með sína viðkvæmni og langminni. Þau voru því afskaplega ólík í lund en náin og mjög samhent. Þar sem ég dvaldi árlega í sumardvöl á Húsavík leið varla svo dagur að ég kæmi ekki á Ket- ilsbrautina. Alltaf tók Dísa vel á móti mér og ég gat gengið inn og út að vild. Með sex börn munaði Dísu ekkert um að bæta við ein- um diski í kringum hið fjölmenna matarborð. Ég dvaldi einn vetur við nám í framhaldsskóla á Húsa- vík og kom þá daglega í morg- unkaffi og alltaf var Dísa jafn- elskuleg og tilbúin að spjalla við mig unglinginn. Þegar börnin mín voru komin til sögunnar nut- um við gestrisni Dísu og Sigur- jóns. Börnin mínu fengu sömu góðu móttökurnar. Áhugi var á því sem þau voru að fást við og ekki talað við þau á neinu barna- máli. Dísa var pólitísk og átti sæti eitt kjörtímabil í bæjarstjórn Húsavíkur. Hún var krati af gamla skólanum. Er ég kom í mínar árlegu heimsóknir á full- orðinsárum var oft rætt um stöðu þjóðmála og var Dísa aldrei hlut- laus í þeim efnum. Uppeldi barnanna hvíldi mikið á henni þar sem frændi minn var upptekinn við að koma nemend- um gagnfræðaskólans til manns. Síðan tóku við störf á saumastofu en hún hafði séð um að sauma og prjóna fötin á börnin sín meðfram því mikla annríki sem var á stóru heimili. Hún hafði ekki notið langrar skólagöngu en eðlis- greind Dísu, mikill bóklestur og þáttaka í þjóðmálum hafði gert hana gagnmenntaða. Ég minnist þessarar mætu konu, sem sýndi mér svo mikla al- úð, hvatningu og umhyggju. Við fráfall hennar er mér efst í huga virðing og þakklæti. Ég sendi Sigurjóni föðurbróður mínum og fjölskyldunni allri mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Berglind Ásgeirsdóttir. Herdís Salbjörg Guðmundsdóttir ✝ Herdís SabjörgGuðmunds- dóttir fæddist á Búðum í Hlöðuvík í Sléttuhreppi, Norður-Ísafjarðar- sýslu, 3. september 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 31. janúar 2012. Útför Herdísar var gerð frá Húsavíkurkirkju 10. febrúar 2012. Meira: mbl.is/minningar Þú lést ekki mik- ið fyrir þér fara. Hafðir samt ákveðnar skoðanir. Jafnaðarsinni og kvenréttindakona fram í fingurgóma. Ótrúlega falleg manneskja. Þú hafðir líka ein- hverja náðargáfu sem flestum öðrum er hulin. Þú bara sást og vissir. Hreinskilin, víðsýn og dugnaðarforkur. Þið voruð samrýnd hjón, Sigurjón og þú. Alltaf yndislegt að koma á Ketils- brautina. Innihaldsríkt spjall. Dýrindis matur og notalegheit. Þórður Ingi bókstaflega dýrkaði ykkur og heimsóknir hans til ykkar gáfu honum meira en orð fá lýst. Takk fyrir allt. Samúðar- kveðjur. Hólmfríður. Það var í október 1966 sem við hjónin fluttum til Húsavíkur. Við bjuggum á Ketilsbraut 20 og átt- um þar heima næstu 30 árin. Beint á móti okkur, á Ketilsbraut 19, bjuggu Herdís Guðmunds- dóttir og Sigurjón Jóhannesson skólastjóri ásamt börnunum sín- um fimm og það sjötta bættist við í desember það ár. Við kynnt- umst fljótlega Herdísi og Sigur- jóni og börnum þeirra og strax varð okkur ljóst hvílík gæfa það er að eignast góða granna. Her- dís var þá heimavinnandi hús- móðir, enda ærið starf að sjá um átta manna heimili, þar sem tæp- lega 15 ár voru á milli elsta og yngsta barnsins. Herdís var mjög laghent, saumaði mikið á fjöl- skylduna og gaf sér tíma til að hjálpa nágrönnunum einnig með saumaskap, a.m.k. hvað okkur snerti. Herdís hafði mikið yndi af blómarækt, enda stór garður kringum húsið. Hún eyddi frí- stundum fyrst og fremst með fjölskyldunni, hafði mjög gaman af bridds og spilaði það reglulega með vinkonum sínum. Herdís hafði mikinn áhuga á samfélags- málum og sat í bæjarstjórn Húsavíkur í eitt kjörtímabil fyrir Alþýðuflokkinn. Svo vildi til að Sigríður dóttir Herdísar og Sig- urjóns varð „besta“ barnapían okkar og dvaldi á sínum tíma hjá okkur í Skotlandi í tæpt ár. Meðal annars þess vegna urðu tengslin nánari. Börnin okkar voru tíðir gestir hjá Herdísi og Sigurjóni og voru ávallt velkomin, svo velkom- in að Soffía dóttir okkar skreið upp í á milli þeirra eitt sinn þegar hún gisti þar. Við fórum einnig í „fjölskylduferðir“, útileguferðir að sumarlagi ásamt öðrum góð- um grönnum, Óla og Hellu. Þær ferðir eru ógleymanlegar í okkar fjölskyldu enda margt brallað, einkum í barnahópnum. Herdís gekk aldrei fyllilega heil til skógar hvað heilsufarið snerti, var með meðfæddan hjartagalla og þurfti að berjast við liðagigt. Fékk reyndar að hluta til bót á hjartakvillanum á fullorðinsárum. Aldrei heyrðist Herdís kvarta um heilsu sína og má með sanni segja að hún hafi ekki verið uppnæm fyrir smá- munum. Mun þó flestum svo farið að líta ekki á þá sjúkdóma sem Herdís glímdi við sem neina smá- muni. Þetta kom ekki síst í ljós á síðustu ævidögum Herdísar þeg- ar ólæknandi sjúkdómur blasti við. Hún ræddi opinskátt um sjúkdóminn og sýndi fullkomið æðruleysi gagnvart honum, gekk óttalaus til þeirrar glímu eins og til allra annarra verkefna sem líf- ið hafði fært henni. Hélt fullri reisn til hinstu stundar. Í Orðskviðum Salómons segir á einum stað: „Lát fals og lygaorð vera fjarri mér, gef mér hvorki fá- tækt né auðæfi, en veit mér minn deildan verð.“ Okkur finnst þessi orðskviður hæfa lífshlaupi Her- dísar einkar vel. Hún var hrein- skilin og hispurslaus kona, sem hafði ekki minnsta áhuga á auð- legð, en þó fulla einurð til að krefjast réttláts verðs sér og sín- um til handa. Hún var hugrökk og heilsteypt, ein af þessum hjálpar- hellum sem aldrei bregðast, við- mótið alltaf hlýtt og glaðlegt. Með þessum fátæklegu minn- ingabrotum kveðjum við Herdísi Guðmundsdóttur. Guð blessi minningu hennar. Við vottum Sigurjóni, börnum þeirra og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Gísli G. Auðunsson og Katrín Eymundsdóttir. Fyrst og síðast er mér þakk- læti í huga þegar ég hugsa um Dísu. Hún reyndist mér alltaf af- ar vel og því vil ég minnast henn- ar með nokkrum orðum. Fyrstu minningarnar um hana eru frá því þegar móðurbræður mínir komu í heimsókn í Fjöll á sumrin, ásamt ömmu og afa og fjölskyldum sínum. Þá var alltaf mikil hátíð og gaman þegar fjöl- skyldurnar komu saman. Ég fór í Gagnfræðaskóla Húsavíkur 13 ára gömul og það æxlaðist þannig að ég fékk að vera hjá Dísu og Sigurjóni alla fjóra veturna sem ég var í skól- anum. Það var alls ekki sjálfgefið að þau gerðu foreldrum mínum og mér þennan greiða, en ég varð aldrei vör við að þetta væri eitt- hvert stórmál eða að mér væri ofaukið. Það var meira en að segja það að vera með mörg „börn“ á heimilinu, en Dísa var skipulögð og mikill dugnaðar- forkur. Hún bakaði, þreif og þvoði þvotta ákveðna daga svo allt gekk þetta upp eins og ekkert væri. Hún var líka mikil hannyrða- kona. Prjónaði og saumaði og ég gleymi ekki hekluðu húfunum sem allar stelpur voru með einn veturinn. Hún gerði húfur handa dætrum sínum og auðvitað fékk ég eina líka. Sumarið eftir að ég kláraði skólann vann ég á Hótel Húsavík og var með húsnæði hjá ömmu og afa. Ætla mætti að Dísa væri laus við mig þá, en svo var ekki. Ég var á leiðinni í Hús- mæðraskólann á Varmalandi og þurfti að verða mér úti um föt, eldhússloppa, svuntur, kappa og fleira. Ég fékk að sauma margt af þessu á saumavélina hennar Dísu. Og svo fór að Dísa bæði hjálpaði mér og saumaði sjálf sumt af því sem ég þurfti að hafa með mér á meðan ég var í vinnunni. Hún sleppti ekki af mér hendinni því hún vissi að hún gat orðið mér að liði. Ég er afar þakklát fyrir hug- ulsemina og alla hjálpina. Það skal þakkað hér og gleymist ekki. Kæri Sigurjón, Jóhanna, Jó- hannes, Sigríður, Guðrún, Gummi, Halli og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar frá mér og mínu fólki og sérstakar kveðjur eru frá Sigríði Katrínu, Margréti Önnu og fjöl- skyldum þeirra í Danmörku. Blessuð sé minning Dísu. Sigurbjörg Friðný. Ég kynntist henni í Sambandi Alþýðuflokkskvenna. Sambandið var mjög virkt og hafði unnið að metnaðarfullum stefnuskrám um jafnréttis- og fjölskyldumál, m.a. um barnið í samfélagi jafnaðar- manna og hina afskiptu konu. Fjöldi kvenna alls staðar að af landinu var kominn til Húsavíkur á ráðstefnu til að leggja lokahönd á sameiginlegt verkefni. Herdís kom þá til mín brosandi og sagð- ist vera svo glöð að kynnast mér loksins, við værum frænkur úr Sléttuhreppi. Og það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Reynd- ar hafði mágur hennar sem starf- aði með mér í Kópavogi ítrekað spurt mig um hugsanleg tengsl mín og Herdísar því það væri truflandi hversu lík ég væri mág- konu hans í útliti og töktum. Ráð- stefnan á Húsavík var giftudrjúg og mikill sóknarhugur í konunum. Þær vildu sækja fram. Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart þegar ég frétti seinna að Herdís væri komin í framboð til bæjarstjórnar á Húsavík. Hún var með sterka samfélagssýn og þá félagslegu hugsun sem er svo mikilvæg ef ná á árangri í pólitík. Með kjöri sínu var Herdís að bæt- ast í hóp kvenna með rætur í Sléttuhreppi sem höfðu ákveðið að leggja fram krafta sína í bar- áttu fyrir betra samfélagi. Sátum við á þessum árum í sveitarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Kópavogi, Mosfellsbæ, Ísafirði, Húsavík og Njarðvíkum, konur með rætur í þessu magnþrungna byggðarlagi norður við Hornstrandir sem fór í eyði um miðja öldina. Og það á tímum þegar konur voru fáar í sveitarstjórnum. Okkur Herdísi varð vel til vina í gegnum þetta starf okkar. Við hjónin fundum líka að við vorum aufúsugestir á heimili hennar og Sigurjóns á Húsavík ef okkur bar þar að garði. Fyrir skömmu hringdi ég til hennar til að leita í hennar þekkingarbrunn. Hún hafði legið lengi á sjúkrahúsinu en tók mér afar vel og við áttum þarna gott samtal. Og auðvitað leysti hún úr því sem mér lá á hjarta. Viku seinna var hún öll. Herdís Guðmundsdóttir var ein af konunum sem verulega lögðu af mörkum í kvennabaráttu okkar jafnaðarmanna og varð merkisberi í sinni heimabyggð. Ég minnist hennar með virðingu og þökk og er stolt af að vera fjar- skyld frænka. Blessuð sé minning merkrar konu. Sigurjóni og fjölskyldu þeirra allri flytjum við Sverrir innilegar samúðarkveðjur. Rannveig Guðmundsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu, móður, tengdamóður, dóttur, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, SJAFNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Lillu, frá Ófeigsfirði, Traðarstíg 4, Bolungarvík. Ragnar I. Jakobsson, Reynir Ragnarsson, Auður H. Ragnarsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Ann Rigmor Nora, Steinunn Ragnarsdóttir, Sigurður Þ. Stefánsson, Ragnheiður I. Ragnarsdóttir, Jónas L. Sigursteinsson, Elín Elísabet Ragnarsdóttir, Ásgrímur S. Þorsteinsson, Elín Elísabet Guðmundsdóttir frá Ófeigsfirði, barnabörn, barnabarnabörn og systkini og fjölskyldur hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.