Morgunblaðið - 11.02.2012, Page 4

Morgunblaðið - 11.02.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þegar ég var kynnt fyrir henni og henni var sagt að ég væri frá Íslandi þá sagði hún: „Ísland, móðir Alþingis!“ segir Sóley Ómarsdóttir um Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna í Búrma. Sóley starfar sem hagfræðingur fyrir rannsóknar- miðstöðina CARI sem er á vegum CIMB-bankans í Malasíu og hitti Suu Kyi þegar hún fór með nefnd fjárfesta til Búrma á mánudag. „Hún er ótrúlega auðmjúk í samskiptum og gaf öllum tíma sinn til að láta taka myndir af sér með henni og slíkt. Hún er mjög viðkunnanleg og ró yfir henni. Það var greinilegt að hún var búin að hugsa vel í gegn allt sem hún sagði,“ segir Sóley. Miklar breytingar hafa orðið í Búrma á undan- förnum árum en landið hefur um áratugi verið und- ir herforingjastjórn. Suu Kyi sat í tuttugu ár í fang- elsi eða stofufangelsi en henni var sleppt í fyrra. Þá hefur öðrum pólitískum föngum einnig verið sleppt úr haldi og ný ríkisstjórn mynduð árið 2010. Suu Kyi er nú í framboði í aukakosningum til þings landsins sem fara fram 1. apríl. Sóley segir að nánast öruggt sé að Suu Kyi komist inn á þing í kosningunum og vonast til þess að hún sé framtíðarleiðtogi landsins. Rannsóknar- miðstöðin sem Sóley vinnur fyrir hefur það mark- mið að rannsaka og stuðla að samvinnu í Suð- austur-Asíu. Búrma er nú að opnast fyrir erlendum fjárfestum þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld og Evrópusambandið beiti það enn refsiaðgerðum. Sóley segir að Suu Kyi hafi mikil völd í Búrma, sérstaklega í utanríkismálum þar sem Bandaríkin og ESB horfi til hennar um hvenær sé rétt að af- létta höftunum á landið. Ef hún hafi trú á þeim breytingum sem hafi verið gerðar í Búrma hafi Vesturlönd það líka. „Hún var spurð hvort hún héldi að breyting- arnar sem hefðu verið gerðar væru varanlegar. Hún hefur trú á breytingunum en sagði að ekkert í þessum heimi væri varanlegt. Hún ráðlagði fjár- festum að fara sér ekki of geyst því að lagaum- hverfið væri ekki tilbúið. Þeir ættu því ekki að koma of snemma inn,“ segir Sóley um hvernig Suu Kyi litist á breytingarnar. Að sögn Sóleyjar bíða Bandaríkin og ESB nú eftir úrslitum aukakosninganna í apríl og ákveði þá hvort þau aflétti refsiaðgerðum gegn landinu. Þeg- ar það gerist geti Búrma ef til vill farið af stað af al- vöru. Hefur trú á breytingum í Búrma en segir að ekkert sé varanlegt Íslendingur hittir frelsishetju í Búrma  Íslenskur hagfræðingur hittir lýðræðissinnann Aung San Suu Kyi í Búrma  Erlendir fjárfestar fari hægt af stað þrátt fyrir breytingar í frelsisátt í landinu Fundur Sóley hitti Aung San Suu Kyi eftir blaðamannafund á mánudaginn. Með á myndinni eru samstarfsmenn Sóleyjar hjá CARI-rannsóknarmiðstöðinni. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þegar Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra, kemur aftur til landsins síðdegis í dag hafa þrír ráðherrar gegnt starfi forsætisráð- herra á einum sólarhring. Jóhanna hélt utan til Stokkhólms á mánudag til að taka þátt í leið- togafundi forsætisráðherra níu ríkja norðanverðrar Evrópu, Northern Future Forum. Hún er væntanleg aftur til landsins síðdeg- is í dag. Í fjarveru hennar gegndi Stein- grímur J. Sigfússon, ráðherra efna- hags, viðskipta, landbúnaðar og sjávarútvegs, starfi forsætisráð- herra. Hann fór hins vegar sjálfur til Bretlands síðdegis á miðvikudag þar sem hann hefur heimsótt ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki og hitti meðal annars breska sjávar- útvegsráðherrann Richard Benyon í gær. Því tók Össur Skarphéð- insson, utanríkisráðherra, við skyldum for- sætisráðherra þegar Stein- grímur fór af landinu og þar til í gærkvöldi þeg- ar hann kom aft- ur heim frá Bret- landi. Þá tók Steingrímur aft- ur að sér að leysa forsætis- ráðherra af og gegnir hann þeim störfum þar til síðdegis í dag þegar Jóhanna kem- ur heim frá Stokkhólmi. Því munu þrjár manneskjur hafa gegnt störfum forsætisráðherra á einum sólarhring frá því síðdegis í gær þar til síðdegis í dag. Þrír forsætisráðherrar á einum sólarhring  Össur forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu og Steingríms Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon Össur Skarphéðinsson Varðskipið Þór kom til Bergen í Noregi á miðvikudagskvöld til við- gerðar. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar hefst nú vinna við skipið og er búist við því að við- gerðin taki fjórar til fimm vikur. Áhöfnin er á heimleið en einhverjir meðlimir hennar munu þó dveljast í Noregi til skiptis til þess að fylgjast með gangi mála. Þegar titringsmælingar á vélum skipsins voru gerðar í byrjun desem- ber varð vart við óeðlilega mikinn titring í annarri af tveimur aðal- vélum Þórs. Tilraunir starfsmanna Rolls Royce, sem framleiðir vélar skipsins, til þess að koma í veg fyrir vandamálið báru ekki árangur og því var sú ákvörðun tekin að sigla skip- inu til Noregs. Siglingin gekk vel þrátt fyrir brælu alla leiðina út að sögn Gæslunnar. Á meðan Þór er fjarri góðu gamni í Noregi munu varðskipin Ægir og Týr sinna eftirliti við landið til skipt- is. kjartan@mbl.is Þór er kominn til Noregs  Viðgerð tekur fjórar til fimm vikur Morgunblaðið/Ómar Viðgerð Leitað er að orsök titrings í annarri vél varðskipsins Þórs. Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að greiða 14 ára pilti fyrir kyn- ferðismök. Maðurinn játaði sök. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðs- dómi Vesturlands í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft kynferðismök við piltinn án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur hans, en einnig fyrir að greiða fyrir vændi barns með reiðufé, en maðurinn greiddi pilt- inum 30 þúsund krónur. Meðal gagna málsins var læknis- vottorð geðlæknis, en niðurstaða hans var að maðurinn væri vel gef- inn og vel gerður samkynhneigður maður sem um árabil hefði lifað í fel- um með kynhneigð sína. Hann hefði freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum og hefði þetta orðið til þess að hann hefði verið afhjúpaður með miklum afleiðingum fyrir hann og fjölskyldu hans og hefði hann misst starf sitt. Maðurinn hefði tekið mjög vel á þessum málum síðan, hann hefði far- ið í áfengismeðferð og verið edrú eft- ir það. Hann hefði einnig stundað vel SLAA-fundi, svo og AA-fundi og mætt í viðtöl hjá lækninum. Að mati læknisins leikur enginn grunur á að um einhvers konar pedofiliu sé að ræða hjá manninum eða einhverjar langanir til afbrigðilegs kynlífs með öðru hvoru kyninu. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að skilorðsbinda mætti refs- inguna, meðal annars vegna þeirra afleiðinga sem málið hefði haft fyrir manninn. Greiddi barni fyrir kynmök  Karlmaður dæmd- ur í árs fangelsi Borgarlögmaður hefur beint þeim tilmælum til fjármálaskrifstofu borgarinnar að hún fresti gjald- daga fasteignaskatts á hesthús í Reykjavík meðan beðið er við- bragða efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis við erindi sem borgin sendi nefndinni um að breyta lögum um fasteignaskatt þannig að fasteignaskattur á hest- hús lækki. Fasteignaprósenta hest- húsa fór úr 0,225% í 1,65%. Hesta- menn mótmæltu þeirri hækkun harðlega og gagnrýndu að henni hefði verið skellt á án fyrirvara. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hestar Fresta á innheimtu skattsins. Fresta innheimtu hesthúsaskatts

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.