Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 31

Morgunblaðið - 09.03.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012 ✝ Kristján Daní-elsson fæddist 7. apríl 1946 á Beigalda í Borgar- hreppi. Hann lést á Landspítalanum sunnudaginn 26. febrúar 2012. For- eldrar Kristjáns voru Daníel Krist- jánsson skógar- vörður frá Hreða- vatni, f. 25. ágúst 1908, d. 24. apríl 1982, og Ásta Guðbjarnadóttir, f. 9. nóv- ember 1907, d. 1. júlí 1984. Systkini Kristjáns eru Guð- mundur Daníelsson, f. 3. októ- ber 1938, og Hrefna Daníels- dóttir, f. 19. janúar 1942. Bróðir samfeðra var Ragnar Daníelsson sem er látinn. Kristján kvæntist Ingibjörgu Stefánsdóttur, f. 4. janúar 1947, d. 18. desember 2005, hinn 26. desember 1971 í Ár- Jónasson, f. 28. janúar 1969. Börn þeirra eru Salka Björk, f. 4. september 2003, og Nökkvi Freyr, f. 15. nóvember 2009. 4) Silvía Kristjánsdóttir, f. 3. ágúst 1985. Kristján ólst upp á Hreða- vatni til 13 ára aldurs og flutti þaðan til Reykjavíkur með móður sinni. Þrátt fyrir það bar hann sterkar taugar til Hreðavatns og eyddi þar öllum sumrum og fríum. Kristján lærði matreiðslu á Hótel Holti og var fyrsti mat- reiðsluneminn sem útskrifaðist þaðan. Hann starfaði á ýmsum veitingastöðum. Hann var lengi veitingastjóri á Hótel Esju og síðar í Þórskaffi. Hann var virkur í Klúbbi matreiðslu- manna og keppti fyrir þeirra hönd á Norðurlandamótum. Þau hjónin fluttu upp á Hvann- eyri 1996 og störfuðu í mötu- neyti Bændaskólans þar til ársins 2002. Síðustu árin starf- aði hann sem matreiðslumaður í Fossvogsskóla. Kristján verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 9. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. bæjarkirkju. For- eldrar Ingibjargar eru Stefán Krist- inn Sveinbjörns- son, f. 24. júní 1919, d. 20. apríl 1999, og Ólína El- ínborg Kristleifs- dóttir, f. 11. októ- ber 1921. Börn Kristjáns og Ingi- bjargar eru: 1) Ásta Sjöfn, f. 9. nóvember 1971, g. Guðmundi Ólafssyni, f. 9. apríl 1954. Barn Ástu með Steinari Þór Kristinssyni er Hekla Karen, f. 15. febrúar 1992. Börn Ástu og Guðmundar eru: Tindur Ólaf- ur, f. 2. júní 2003, Ketill Ingi, f. 12. janúar 2005, og Kristján Steinn, f. 10. desember 2007. 2) Drengur Kristjánsson, f. 9. maí 1974, lést 15. maí sama ár. 3) Dagný, f. 24. apríl 1976, sambýlismaður Jónas Bragi Elsku pabbi! Nú ert þú farinn frá okkur og kominn til hennar mömmu. Ég verð nú að játa að mér finnst líf- ið vera ósanngjarnt að taka ykk- ur bæði frá okkur í blóma lífsins. Á svona stund langar mann til að segja svo margt en oft skortir mann orð til þess að koma því frá sér. Ég var pabbastelpa þeg- ar ég var lítil og leit ofsalega upp til þín. Enda var ég ákveðin í að fara í veitingageirann eins og þú. Mamma tók að sér að strauja allar skyrturnar okkar og voru þær ófáar. Ósjaldan hringdi ég í þig þegar ég var á eldhúsbílnum til þess að fá ráð hvernig ég ætti að elda hitt og þetta. Ég hefði aldrei komist í gegnum fyrstu ferðina mína nema hafa þig í símanum. Það var svo frábært að koma til ykk- ar mömmu á Hvanneyri og var það annað heimili hennar Heklu. Þegar ég tók við Bjarkalundi varstu boðinn og búinn að koma vestur og hjálpa mér. Ef eitt- hvað þurfti að skutlast þá varstu þú alltaf tilbúinn. Það var gaman að ferðast með þér, því að þú þekktir hvern krók og kima á Ís- landi. Tvær ferðir eru mér sér- staklega eftirminnilegar, þegar við ferðuðumst um Norðaustur- land með móðurfjölskyldu minni 1994 og þú og Hekla tókuð þrjóskukast í Hólmatungum og þegar við fjölskyldan fórum á Vestfirði árið 2009, þegar þú fórst með strákunum mínum í gegnum safnið á Hnjóti og svar- aðir öllum spurningum þeirra með mikilli þolinmæði. Þú eld- aðir frábæran mat og ert að mínu mati einn besti kokkur sem ég þekki. Þetta var þitt áhuga- mál og það eru til drög að alls- kyns matseðlum hjá þér. Þér fannst gaman að kynna þér nýj- ungar í matreiðslu og það voru ófáir nýir veitingastaðir sem við heimsóttum með þér. Það var gaman að tala við þig um þjóð- mál, þar varst þú vel inni í öllu og hafir miklar skoðanir á hlut- unum, ég minnist margra stunda þegar ég kom suður og við sát- um í sófanum og spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. Ef mig vantaði ráð þá varst þú allt- af fyrsti kostur til að hringja í og undantekningarlaust gast þú hjálpað að sjá hlutina í réttu ljósi. Þú varst duglegur að segja strákunum mínum frá ýmsum hlutum, t.d. síðastliðið sumar þegar þú sast með Katli og fræddir hann um flugvélar og helgina áður en þú lést varst þú að segja þeim frá því að Sund- höll Reykjavíkur hefði verið skotfærageymsla í seinni heims- styrjöldinni og það fannst þeim merkilegt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem pabba, þú hefur mótað mig í það sem ég er í dag. Ég er þakklát fyrir að hafa átt með þér frábæra sum- arbústaðaferð í Munaðarnesi síð- astliðið sumar, þar sem þú kenndir Heklu að grilla nauta- prime og kynntir skaðvaldinn lúpínu fyrir yngri barnabörnun- um. Ég er þakklát fyrir að við systur, makar og börn gátum verið með þér helgina áður en þú lést og gert það sem þér fannst vera bestu gæðastundirn- ar, að borða saman. Ég er þakk- lát fyrir að þér líður ekki lengur illa og ert kominn á góðan stað hjá henni mömmu. Elsku pabbi, ekki hafa áhyggjur af okkur, við systurnar stöndum saman og tryggjum að minning ykkar mömmu fái að lifa áfram í barnabörnum ykkar. Þín elskandi dóttir, Ásta Sjöfn. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Minningarnar eru margar og þráin eftir fleirum mikil. Þú kvaddir þennan heim alltof snemma. Þú stóðst þig eins og hetja í baráttunni og vorum við aldrei annað en bjartsýn á að þetta myndi fara vel. En lífið er okkur ekki alltaf hliðhollt og því fór sem fór. Þú varst yndislegur pabbi, þú hvattir mig alltaf áfram og hafð- ir alltaf trú á því sem ég var að gera. Ég gat alltaf leitað til þín um ráð og upplýsingar. Eins og góður vinur þinn sagði þá vissir þú allt. Það var alltaf að gaman að tala við þig um þjóðmálin, sögu, landafræði og bara allt milli himins og jarðar. Þú gast alltaf sett þig í spor manns, hafðir skoðun á öllu og reyndir alltaf að finna bestu lausnina. Við tvö áttum ekki alltaf veður saman en eins og við ræddum um vorum við kannski bara svo lík. Ég mat það alltaf í fari í þínu hvernig þú varst við fólk og hvernig þú tókst öðrum. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur Jónasi, hvort sem það var að skutla krökkunum landshornanna á milli, klippa trén í garðinum okkar eða passa köttinn okkar þegar við dvöldum í Noregi, svo eitthvað sé nefnt. Minningarnar eru margar sem og öll ferðalögin sem við fórum í. Okkur Jónasi og Sölku þótti alltaf mjög gaman að ferðast með þér. Minnisstæð eru ferðalög um landið eins og Snæ- fellsnesið sumarið 2007 og svo Vestfirðina sumarið 2009. Einnig höfðum við mjög gaman af því að fá þig í heimsókn til okkar í Stavanger sumarið 2010, þar átt- um við yndislegan tíma sama. Einar bestu minningarnar í síð- ari tíð eru þær hvað þú varst alltaf að bjóða okkur systrunum og börnunum út að borða. Þér fannst það ekki leiðinlegt og það voru okkar gæðastundir. En nú ertu kominn til mömmu og hún hefur án efa tek- ið dansandi á móti þér með Skottu á eftir sér. Samband ykk- ar mömmu var alltaf svo sterkt og kannski var sorgin við fráfall mömmu meiri en við gerðum okkur grein fyrir. Þú engu að síður gerðir þitt besta og varst stoltur AA-maður og vorum við systurnar mjög stoltar af þér. Ég mun alltaf sakna þín, elsku pabbi minn, allar þínar ráðlegg- ingar og speki gleymist seint. Þín dóttir, Dagný. Elsku pabbi minn. Mér finnst það svo sárt að þú sért farinn, pabbi, ég bara veit ekki hvernig ég fer að án þín. Þú varst ekki einungis pabbi minn, þú varst minn besti vinur og ég gat alltaf leitað til þín. Ég hugsa til þín með svo sárum söknuði, á eftir að sakna þess að geta ekki hringt í þig og spjallað um allt og ekkert, sakna þess að fara út að borða með þér og sakna þess að sofna í sófanum heima hjá þér. Þú varst mér ótrúlega góð- ur og allt vildir þú fyrir mig gera, þú varst alltaf bara einu símatali í burtu. Það sýndi sig best hvað þú varst hugulsamur pabbi að eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig á spítalanum var: „Silvía mín, er eitthvað sem ég get gert fyrir þig?“ Ég á svo ótal margar góðar minningar um þig, pabbi minn, sem ég ætla varðveita svo vel í hjartanu mínu og segja af þér sögur og ég mun alltaf líta upp til þín og lifa eftir því sem þú kenndir mér. Þú varst svo flottur maður, alltaf svo smart í tauinu og brosmildur varstu og myndarlegur. Það var alltaf svo gott að koma til þín í mat, við borðuðum svo oft saman og elsku pabbi hvað þú gerðir góðan mat, súpurnar þínar voru lostæti og uppáhaldsmaturinn minn er og verður alltaf kjötsúp- an hans pabba. Elsku besti pabbi minn, ég vil fá að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ástarþakkir fyrir að gera mér ljóst hvað í mér býr, þú hafðir alltaf svo mikla trú á mér og það er mér svo mikils virði. Þakka þér fyrir að skynja það hvenær ég gat staðið á eigin fótum og fyrir að láta mig halda eina áfram, ekki þó alveg eina, ég vissi að ég gat alltaf hringt. Ég gekk að ráðum þínum vísum. Þú hafðir skoðanir á öllu og það var svo gott að leita ráða hjá þér. Takk pabbi fyrir allar sögurnar, allan fróðleikinn og takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir litlu stelpuna þína. Og takk fyrir matinn. Ég veit þú ert kominn á góð- an stað, ég veit að mamma tók á móti þér opnum örmum. Þið er- uð saman á ný og að vita til þess að þú, mamma og Skotta eruð saman hjálpar mér í gegnum sorgina. Ég mun hugsa til ykkar dag sem nótt og þið verðið alltaf hjá mér í hjartanu. Ég elska ykkur svo mikið, knús og kossar til ykkar allra. Saknaðarkveðja. Þín Silvía. Það var blessun í mínu lífi að eiga yndislega tengdaforeldra. Að vera heiðarlegur og alltaf til staðar fyrir þá sem standa manni næst er nokkuð sem ekki er hægt að taka sem gefnum hlut, en þannig voru mínir tengdaforeldrar. Ástkær tengda- móðir mín, Ingibjörg Stefáns- dóttir, lést 18. desember 2005 og var mikill harmur af missi henn- ar. Þann daginn eignuðust við fjölskyldan engil sem fylgt hefur okkur síðan. Sunnudaginn 26. febrúar 2012 lést hennar ástkæri eiginmaður og tengdafaðir minn, Kristján Daníelsson, eftir hetju- legan bardaga. Við Stjáni áttum oft langar og skemmtilegar samræður um alla hluti og ég upplifði hann oft meira sem vin og félaga síðustu árin. Stjáni hafði skoðun á öllu, hvort sem var á hinum pólitíska vettvangi eða hvernig viðraði í Bláfjöllum þann daginn. Hann hafði ávallt skýringu eða í það minnsta svar við flestu. Mér þótti afskaplega gott að fá hans álit þar sem hann bjó yfir mikilli rétthugsun, hafði sterkar skoð- anir og talaði helst aldrei illa um neinn. Hann var á margan hátt fræðimaður og það var ekki lé- legt að eiga slíkan mann að. Allt- af vildi Stjáni vera til staðar og má þar nefna þegar við fjöl- skyldan fórum til Noregs eitt sumarið að hitta vini og ég að vinna. Í Noregi höfðu margir af mínum vinum þar hvorki fengið fjölskyldu eða vini í heimsókn, en við, sem höfðum verið þarna í þrjár vikur og vissum varla hvar pósthúsið var, fengum Stjána í heimsókn sem vildi ólmur koma og skoða þessa norsku borg. Eftir fyrsta daginn þar hafði hann arkað hana á enda og fannst allt svo merkilegt. Hann var bara svo forvitinn og fróð- leiksþyrstur að maður hreifst alltaf með þó svo að hann hefði eina til tvær „tillögur“ ætíð klár- ar. Þetta sumarið blómstraði hann tengdapabbi minn og átt- um við fjölskyldan með honum margar of okkar bestu stundum og ég hélt að svona orkumikill og lífsþyrstur maður myndi lifa að eilífu. Mínar síðustu stundir með Stjána voru mér dýrmætar. Ég heimsótti hann þá reglulega í Starengið, hellti uppá kaffi fyrir okkur og við settumst í stofuna hans og fórum yfir stöðu mála. Hann hafði skýra sýn á heild- armyndina allt fram á síðasta dag og veitti mér mikinn styrk og gaf mér góð ráð inn í lífið sem ég verð ævinlega þakklátur fyr- ir. Ég gæti ekki hafa óskað mér betri tengdaföður, vinar og fé- laga. Hvíl í friði Stjáni. Þinn tengdasonur, Jónas. Elsku fallegi afi minn. Núna ert þú búinn að kveðja fjölskyld- una þína og farinn til Ingu þinn- ar, Skottu og foreldra þinna. Núna ertu hættur að þjást og kominn á betri stað. Elsku afi minn, hvað það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn og stundirnar með þér verði ekki fleiri. Ég þakka fyrir allar minning- arnar okkar saman og er ég sér- staklega þakklát fyrir síðastliðin fjögur ár. Þegar ég flutti á Akra- nes til að fara í framhaldsskóla var sett sú regla að ég þyrfti að fara suður á hverjum þriðjudegi til þín í mat. Þetta voru okkar kvöld, ég, afi og Silvía að borða góðan mat og spjalla. Þessi kvöld fara seint úr minninu, og í söknuðinum finnst mér ekkert betra en að hugsa til þess þegar ég kom til þín á þriðjudags- kvöldum. Borðuðum góðan mat sem þú hafðir eldað handa „litlu“ stelpunum þínum, það sem þú gerðir góðan mat, afi minn. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Starengi, elsku afi, þú varst svo góður og vildir öllum vel. Ég gleymi því seint þegar þú og Inga amma bjugguð á Hvanneyri og ég kom svo oft til ykkar, ég hélt svo mikið upp á ykkur. Þegar ég komst í Morfís-liðið á öðru ári og ég vildi fá fjöl- skylduna mína til að koma og horfa á mig keppa, komst enginn nema þú, og það var svo gott að vita af þér í salnum, vitandi af þér fylgjast með mér uppi á sviði. Þú hringdir í mig nokkrum vikum fyrir andlát þitt og sagðir mér hvað þú værir stoltur af mér. Stoltur af því að ég ætlaði að verða bóndi og skammaðist mín ekkert fyrir það. Þú sagðir alltaf að ég hefði erft rollu- áhugann frá Daníel, pabba þín- um, hann hefði verið alveg eins og ég, munað númerin á öllum rollunum. Og svo sagðir þú hvað þú værir stoltur af því hvað ég væri sjálfstæð og ákveðin mann- eskja sem gerði það sem mig langaði. Svo þegar ég sagði þér frá því einu sinni að ég væri orðin svo þreytt á skólanum og að ég nennti þessu ekki lengur sagðir þú: „Hekla mín, taktu einn dag í einu og reyndu þitt besta, ef það tekst ekki þá reynir þú bara aft- ur.“ Ég sagði þér frá því að ég væri að fara til Venesúela að vinna í fimm vikur í dýragarði og ferðast svo í fimm vikur um Suður-Ameríku. Þú varst svo spenntur fyrir mína hönd og sát- um við í klukkutíma að skoða kort af Suður-Ameríku og þú hjálpaðir mér að bera fram nöfn- in á löndunum og sagðir mér það sem þú vissir um Suður-Amer- íku. Dáðist að mér að láta verða af þessu og spjölluðum við mikið um þetta eftir að ég sagði þér frá þessu plani mínu. Elsku besti, fallegi afi minn, þú hefur kennt mér svo margt. Takk fyrir að vera besti afi í heimi, maður gat alltaf treyst á þig og þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa manni ef eitthvað bját- aði á. Hálsmenið sem þú gafst mér er svo dýrmætt fyrir mér og ég veit að þú verður núna með Ingu ömmu að fylgjast með mér. Hvað ég vildi mikið að bræður mínir og hin barnabörnin þín myndu kynnast sama afa og ég, því þú varst svo sannarlega einn af þeim bestu. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn en núna líður þér betur. Mér þykir vænt um þig, afi minn. Minning þín lifir ávallt í hjarta mínu. Þín Hekla Karen. Hann Stjáni frændi minn er farinn frá okkur, kominn í faðm Ingu sinnar sem örugglega hef- ur tekið vel á móti honum! Við vorum jafnaldrar og systkina- börn og þekktumst því vel. Hann átti heima á Hreðavatni en ég í Arnarholti og vorum við í skól- anum á Varmalandi, pabbi hans átti bíl svo ég fékk að fljóta með. En árið fyrir fermingu flutti hann til Reykjavíkur með móður sinni. Fór þar í skóla, svo í Reykholt. Lærði síðan kokkinn, Það varð hans aðalstarf. Á heim- ili Ástu frænku og þeirra bræðra, Gumma og Stjána, var gott og skemmtilegt að vera. Þar áttum við systkinin frá Arnar- holti athvarf um lengri eða skemmri tíma við nám og vinnu fyrir sunnan. Ég hugsa með þakklæti til þess tíma. Ungur kynntist Stjáni konu sinni, Ingi- björgu Stefánsdóttur, sem lést 18. des. 2005, og eignuðust þau þrjár yndislegar dætur og barnabörnin eru sex. Þau áttu fallegt heimili hvort sem var í Reykjavík eða á Hvanneyri en þar var hann kokkur við bænda- skólann. Það var gott og gaman að koma til þeirra, Inga var mik- il hannyrðakona og setti það fal- legan svip á heimili þeirra. Það var honum þungbært að missa konu sína eftir erfið veikindi, og nú er hann búinn að berjast við þessi erfuðu veikindi og ætlaði að sigra. „Ég kem í sveitina til þín í vor frænka, ég ætla að komast í gegn um þetta.“ En baráttunni er lokið og það er tómarúm í hjarta mínu. Elsku Ásta Sjöfn, Dagný, Silvía og fjöl- skyldur og aðrir aðstandendur. Guð veri með ykkur og veiti ykk- ur hjálp í sorginni. Blessuð sé minning Stjána frænda míns. Elínborg Anna Guðmunds- dóttir, Laugardalshólum. Í dag kveðjum við góðan fé- laga og samstarfsmann, Kristján Daníelsson matreiðslumeistara. Kristjáni kynntumst við fyrst fyrir rúmum átta árum þegar hann var ráðinn matreiðslumað- ur við mötuneyti Fossvogsskóla sem tók til starfa haustið 2003. Það kom fljótt í ljós að það var gæfa Fossvogsskóla að fá Kristján í þetta mikilvæga starf. Kristján var mikill fagmaður og sinnti starfi sínu af alúð og sam- viskusemi. Hann lagði sig fram um að útbúa mat sem var í senn hollur og fjölbreyttur og var frumkvöðull í ýmsu er varðar mötuneyti grunnskólanna. Krist- ján lagði metnað sinn í rekst- urinn og var vel liðinn af sam- starfsfólki bæði innan skólans og utan. Kristján átti góð samskipti við nemendur og oft mátti heyra þá ræða sín á milli um matseð- ilinn og hvað væri í matinn hjá Kristjáni þennan eða hinn dag- inn enda er kokkurinn mjög mikilvægur starfsmaður í hug- um nemenda. Ekki var minni eftirvænting hjá starfsfólki þeg- ar mikið stóð til og Kristján var fenginn til að töfra fram veislu- mat, t.d. alls konar fína fiskrétti sem fáir hefðu leikið eftir. Fyrir allt þetta viljum við þakka. Það var fyrir réttu ári að Kristján kenndi sér þess meins sem nú hefur lagt hann að velli langt fyrir aldur fram. Þrátt fyr- ir erfið veikindi var Kristján allt- af staðráðinn í að koma til starfa á ný, ræða heimsmálin á kaffi- stofunni og blanda geði við börn og fullorðna. Að leiðarlokum viljum við þakka Kristjáni samstarfið á liðnum árum og sendum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Foss- vogsskóla, Óskar S. Einarsson skólastjóri. Kristján Daníelsson Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.