Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 10
Spaugspeglar Hvass penni ritstjórans, Dónalds, hlífir engu.
Sýningin Spaugspeglar verður opnuð
í dag, 14. apríl, klukkan 14 í kaffihúsi
Gerðubergs. Þar verða til sýnis verk
Sverris Björnssonar, eða Dónalds,
á skopstúdíum á samfélagi og mann-
lífi. Stúdíurnar birtust í Aukablaðinu
sem var gefið út á netinu og í Blaðinu
á árunum fyrir hrun.
Aukablaðið er hugarfóstur Dónalds
sem er hugarórar Sverris Björns-
sonar, fjöllistamanns, teiknara, hönn-
uðar, ljósmyndara, rithöfundar og
hönnunarstjóra á auglýsingastofunni
Hvíta húsinu. Hvass penni ritstjór-
ans, Dónalds, hlífir engu. Allt mann-
lífið er undir, frá þjóðlífi til samlífs.
Aukablaðið hefur þrisvar verið gefið
út á bók, síðast í Spannál Aukablaðs-
ins. Dónald fer oftast huldu höfði en
hefur þó tvisvar komið fram og teikn-
að á götunum á Menningarnótt; port-
rett fyrir ekkert sem líkjast þér ekk-
ert. Síðan þá eiga margir ómetanlega
dýrgripi í fórum sínum.
Endilega …
… skoðið spaugspegla
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Alþjóðlegur hugleiðsluhóp-ur dvaldi hér á Íslandi íþrjá daga yfir páskana.Hópurinn dvaldi að
Drangshlíð undir Eyjafjöllum og
stundaði þar meðal annars hug-
leiðslu í hlöðunni, en á bænum er
rekin ferðaþjónusta. Þátttakendur
voru frá Danmörku, Þýskalandi,
Slóavakíu og fleiri löndum en kenn-
ari hópsins var hin ungverska
Zsuzsanna Koszegi sem ferðast
hefur víða um heim og kennt hug-
leiðslu.
Trú án kenninga
„Ég lærði fræðin af kennara
sem er lama og flytur þekkingu
sína áfram til nemenda sinna. Þeir
halda síðan af stað út í heiminn og
breiða út boðskapinn. Enda myndi
kennarinn aldrei ná að ferðast einn
og sjálfur til þeirra rúmlega 600
landa sem hópurinn skiptist á að
ferðast til. Ísland er nýr áfanga-
staður og virðist hæfa hugleiðslu
mjög vel því fólk er mjög vingjarn-
legt og opið. Ég myndi ekki segja
að búddismi sé hefðbundin trúar-
brögð því innan hans eru engar
trúarkenningar og fólki er kennt
að hamingjan sé hið innra í huga
okkar. Að hugarfar okkar skapi
heim okkar og til að breyta honum
verðum við að breyta viðhorfi okk-
ar. Þetta er því mjög praktískt í
öllum aðstæðum í lífinu. Fólk er
fært um mun meira en það telur
sig vera. En það þarf að geta upp-
lifað það og til þess er best að hug-
leiða. Í stað þess að hafa áhyggjur
af því sem hefur verið og gæti orð-
ið fæst maður við það sem er fyrir
framan nefið á manni þessa stund-
ina. Það er það besta og það sem
maður getur gert best. Fortíðin er
liðin hvort sem er og enginn getur
séð fram í framtíðina en við höfum
tækifæri til að vera hamingjusöm
einmitt núna og með þetta vinnum
við,“ segir Zsuzsanna.
Hentar öllum lífsstíl
Hún býr í Búdapest og sinnir
þar starfi sínu auk þess að ferðast
mikið, en ætlast er til að hug-
leiðslukennararnir vinni og taki
þátt í daglegu amstri til að geta
miðlað af reynslu sinni. Zsuzsanna
segir að hún lifi sínu lífi en með því
að vinna með hugann geti hún ætíð
skapað sér umframtíma.
„Ég tel að hugleiðslan falli
mjög vel að lífi fólks á 21. öldinni.
Maður þarf ekki að tileinka sér
sérstakan lífsstíl því hugleiðslunni
má bæta við hvern þann lífsstíl
Í núinu er hægt að
gera sitt besta
Hér á landi var nýverið staddur ungverski hugleiðslukennarinn Zsuzsanna Kos-
zegi sem kenndi alþjóðlegum hópi hugleiðslu. Zsuzsanna segir alla geta tileinkað
sér hugleiðslu og hún henti Íslendingum vel því þeir séu sjálfstæðir og opnir. Hún
segir náttúru landsins henta vel fyrir byrjendur en þegar hugurinn hafi verið beisl-
aður sé vel hægt að hugleiða í miðri umferðarteppu í stórborg.
Morgunblaðið/Golli
Kennari Zsuzsanna Koszegi undi sér vel á ferðum sínum um Ísland.
Sá hluti vefsíðu breska ríkisútvarps-
ins, BBC, sem snýr að mat er
skemmtilegur og fræðandi fyrir mat-
gæðinga. Þar er að finna ótal upp-
skriftir, hægt að fylgja eftir sínum
uppáhaldskokkum sem maður sér í
sjónvarpinu og fá góð ráð.
Þarna má t.d. finna tilvalda helg-
aruppskrift að kardimommu- og
sítrónusmákökum. Það er jú alltaf
dálítið gott að baka eitthvað á helg-
armorgnum og eiga nýbakað með
kaffinu yfir daginn. Ef þig vantar síð-
an hugmynd að einhverju í kvöldmat-
inn er að finna nóg af uppskriftum á
vefsíðunni. Írskar, indverskar, portú-
galskar eða afrískar, uppskriftirnar
eru svo sannarlega frá öllum heims-
álfum og skemmtilegt að smakka sig
í gegnum ólík krydd og aðferðir við
eldamennsku. Á vefsíðunni er líka að
finna blogg með skemmtilegum mat-
arsögum og tilraunum frá kokkum.
Vefsíðan www.bbc.co.uk/food
Eldað Sjónvarpskokkurinn James Martin kann réttu handtökin í eldhúsinu.
Frá öllum heimshornum
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Vilt þú létta á líkamanum
Birkisafinn frá Weleda er vatnslosandi og
góður eftir páskaveislurnar.
Útsölustaðir:
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og
heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin,
Lyfjaval, Heilsuver, Apótek vesturlands, Reykjavíkur apótek, Yggdrasill, Árbæjarapótek,
Lyfjaborg, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Barnaverslanir og sjálfstætt star-
fandi apótek um allt land
Velkomin að skoða www.weleda.is
Lífrænt ræktaður, án aukaefna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Listmunauppboð Gallerís Foldar
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Áhugasamir geta haft
samband í síma 551-0400
Síðustu forvöð til að koma verkum á
næsta uppboð er mánudaginn 16. apríl