Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 28
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Misheppnað eldflaug-arskot Norður--Kóreumanna í fyrra-kvöld er álitið auðmýking fyrir einræðisstjórnina í Pjongjang, einkum nýjan leiðtoga hennar, Kim Jong-Un. Talið er nán- ast öruggt að hún reyni að bjarga andlitinu með því að sprengja kjarn- orkusprengju í tilraunaskyni. Eldflaugarskotið átti að vera há- punktur hátíðahalda í Norður-Kóreu í tilefni af því að á morgun verða hundrað ár liðin frá fæðingu Kims Il- Sungs, fyrsta leiðtoga kommúnista- ríkisins og afa núverandi leiðtoga. Eldflaugarskotið átti að gefa stjórn- inni tækifæri til að hreykja sér af „tæknilegum afrekum“ og styrkja jafnframt nýja leiðtogann í sessi. Sér- fræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja að eldflaugarklúðrið sé mikið áfall fyrir Kim Jong-Un sem þurfi að sanna að hann sé hæfur til að stjórna landinu eftir að hafa erft völdin frá föður sínum. „Hann þurfti á vel heppnuðu eldflaugarskoti að halda,“ sagði Toshimitsu Shigemura, pró- fessor við Waseda-háskóla í Tókýó. „Kim Jong-Un og hinir ráðamenn- irnir þurfa að bæta þetta upp með einhverjum hætti, annaðhvort með því að sjá fólki fyrir mat eða húsnæði. Þeir þurfa að gera ráðstafanir til að sýna að þeir hafi afrekað eitthvað.“ Marcus Noland, bandarískur sér- fræðingur í málefnum Norður- Kóreu, telur óhjákvæmilegt að ráða- mennirnir í Pjongjang bregðist við klúðrinu með því að sprengja kjarn- orkusprengju neðanjarðar í tilrauna- skyni, eins og á árunum 2006 og 2009. „Fyrir eldflaugarskotið var líklegt að Norður-Kóreumenn gerðu þriðju kjarnorkutilraunina; núna er það nánast öruggt,“ segir Noland í grein á vefsíðu Peterson Institute for International Economics. „Heimskulegur klaufaskapur“ Noland segir að eldflaugarklúðrið sé „næstversta mögulega niðurstaða“ fyrir N-Kóreumenn. „Sú versta væri ef eldflaug þeirra lenti í Kína … Með einu höggi hafa Norður-Kóreumenn ekki aðeins ögrað öryggisráði SÞ, Bandaríkjunum og jafnvel banda- mönnum sínum í Kína, heldur sýnt heimskulegan klaufaskap.“ Einræðisstjórnin hafði boðið allt að 200 erlendum blaðamönnum að fylgj- ast með eldflaugarskotinu og hátíðar- höldunum í tilefni af fæðingarafmæli Kims fyrsta. Málgögn stjórnarinnar viðurkenndu að eldflaugarskotið hefði misheppnast, enda er talið að hún hefði ekki getað haldið því leyndu. Talið er að Norður-Kóreumenn eigi sex til átta kjarnorkusprengjur með plútoni og séu að vinna að sprengju með úrani. Fréttaskýrendur Financial Times segja að óttast sé að Norður- Kóreumenn þurfi aðeins eina kjarn- orkutilraun í viðbót til að geta búið til kjarnaodd í langdræga eldflaug. Norður-Kóreumenn hafi þegar sann- að að þeir hafi þróað eldflaug sem geti dregið tæpa 4.000 kílómetra. Það hef- ur ýtt undir vangaveltur um að þeir gætu jafnvel skotið eldflaug á vestur- hluta Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og grannríkjum Norður-Kóreu for- dæmdu eldflaugarskotið, sögðu það brot á ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og stefna friði á Kór- euskaga í hættu. Kínverska stjórnin kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun Norður-Kóreu- manna að skjóta eldflauginni á loft. Klúðrið eykur líkur á kjarnorkusprengingu 400 km 200 km 30° 35° 40° 145° 150° 160° 120°115° Seúl KÍNA Peking Sjanghai Pjongjang Tókýó Manila Hong Kong FILIPPSEYJAR JAPAN TAÍVAN Kunsan Japans- haf K YR RAHAF Musudan-riSohae 2.100 km austur af Tókýó Flaugin hvarf af ratsjám Japana Taepodong-2 5. apríl 2009 1.270 km austur af Tókýó annað þrep flaugarinnar féll í sjóinn Áætluð braut Kunsan Seúl Pjongjang N-KÓREA S-KÓREA Sohae Áætluð braut Japans- haf Gula- haf 22.39 að ísl. tíma Skotið á loft 165 km vestur af Seúl, 1. þrep Sprakk í loft upp, splundraðist í 20 hluta 100-150 km vestur af Kunsan, brak úr eldflauginni féll í sjóinn UNHA-3 eldflaug Heimildir: Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu, Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO), her Bandaríkjanna. ELDFLAUGARSKOT MISTÓKST 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ýmsumbrögðumhefur verið beitt til að halda aftur af atvinnu- starfsemi í landinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ástæða þess að ríkisstjórnin hefur tekið þá af- stöðu að hindra atvinnulífið er sú að með því að hindra starf- semi þess er hægt að fækka ágreiningsefnum sem komast upp á yfirborðið. Þau ágrein- ingsefni sem ekki er hægt að halda frá opinberu ljósi þykja næg þó að þeim sé ekki fjölgað með athafnasemi sem fer fyrir brjóstið á ákveðnum öflum innan beggja stjórnarflokka. Þannig hefur lengi verið komið í veg fyrir að hægt sé að ráðast í hagkvæma virkj- anakosti sem taldir eru við- unandi út frá umhverfissjón- armiðum. Ágæt dæmi um þetta eru virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem iðnaðar- ráðherra Samfylkingarinnar hefur nú með þingsályktun- artillögu lagt til að verði sett- ar í biðflokk þrátt fyrir að þeim hafi verið skipað í orku- nýtingarflokk samkvæmt þeirri tillögu sem gerð var til ráðherrans. Í rökstuðningi ráðherrans segir að mat á umhverfisáhrif- um vegna framkvæmdanna renni úr gildi á næsta ári og því sé ljóst að „nýtt mat á um- hverfisáhrifum mun verða unnið vegna virkjunarkosts- ins.“ Þetta notaði ríkisstjórnin svo sem röksemd fyrir því að framkvæmdir myndu ekkert tefjast þó að virkj- anir í neðri hluta Þjórsár væru sett- ar í biðflokk, þær hefðu hvort eð er þurft nýtt mat. Nú er komið fram að ekkert var til í þessu og aðeins um uppspuna ráðherrans að ræða til að afvegaleiða umræðuna og blekkja almenning. Í sam- tali við Morgunblaðið upplýsti forstjóri Skipulagsstofnunar að ekki væri rétt að nýtt mat þyrfti að fara fram. Umhverfismatið er gefið út til tíu ára en í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að eftir þann tíma geti Skipu- lagsstofnun ákveðið hvort endurskoða þurfi matið að hluta eða í heild áður en leyfi til framkvæmda sé veitt. Langur vegur er á milli rök- stuðnings ríkisstjórnarinnar annars vegar og lagatextans og orða forstjóra Skipulags- stofnunar hins vegar. Þings- ályktunartillaga iðnaðarráð- herra er því byggð á fölskum forsendum og hlýtur að verða meðhöndluð sem slík af þinginu. Leyfi meirihluti þingsins ráðherranum að komast upp með slík vinnu- brögð og hleypi ályktuninni í gegn er augljóst að eitt af fyrstu verkefnum nýrra stjórnvalda og nýs þings yrði að lagfæra þau mistök og samþykkja orkunýting- arstefnu byggða á réttum for- sendum. Ráðherra fer rangt með til að knýja fram samþykkt rammaáætlunar} Á fölskum forsendum Ríkisstjórninsýndi ótrú- legt ábyrgð- arleysi með því að henda fram hálf- unnum og van- hugsuðum frum- vörpum um stjórn fiskveiða. Aðrir hafa reynt að bæta úr með því að leggja mat á áhrifin af ósköpunum og fengið fyrir skammir og að- dróttanir frá stjórnvöldum. Þetta mat ábyrgra aðila hefur hins vegar verið afar mikilvægt til að draga fram hættuna sem frumvörpin fela í sér. Í blaðinu Fréttum, sem gefið er út í Vestmanna- eyjum, var til dæmis í vik- unni farið yfir þessi mál í at- hyglisverðri samantekt. Þar er útskýrt hvílíkt ofmat er á ferðinni á því hverju veiði- leyfagjaldið getur skilað ef litið er til nokkurra þátta. Þar vegur þyngst að í frumvörpunum sé ekki gert ráð fyr- ir kostnaði við að viðhalda og end- urnýja skipakost og annan búnað, en greinin hafi árið 2010 afskrifað 12 millj- arða króna. Sé tekið tillit til þessa þáttar lækki veiði- leyfagjaldið um 9 milljarða króna. Ýmiskonar misræmi, grófar og rangar forsendur ofmeti veiðigjaldið um 7-10 milljarða króna og of lág ávöxtunarkrafa valdi ofmati upp á 7 milljarða króna. Fleira kemur til en ljóst er að forsendur frumvarp- anna fela í sér gríðarlegar reikningsskekkjur. Þessi mistök eru afleiðing pukurs- ins sem viðhaft var við vinnslu frumvarpanna í bland við óskiljanlega andúð á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Með samráði hefði mátt afstýra nýjasta bílslysi ríkisstjórn- arinnar } Reikningsskekkjur P óstur, sem flaug með hraða ljóssins um netheima í vikunni, þar sem rifj- að er upp tveggja áratuga dómsmál gegn núverandi eiginmanni eins frambjóðanda til embættis forseta Íslands, hlýtur að missa marks, ef ætlunin var sú að draga úr möguleika viðkomandi á því að kom- ast til Bessastaða. Íslenska þjóðin lætur ekki bjóða sér hvaða rugl sem er. Ekki veit ég hver sá til þess að rifja málið upp með þessum hætti og velti því ekki mikið fyrir mér. Vona þó heitt og innilega að hér hafi ekki verið um að ræða „alvöru“ innlegg í kosninga- baráttuna að mati einhvers heldur glappaskot. Ég þekki aðeins einn þeirra persónulega, sem bjóða sig nú fram til embættis forseta. Sá kunn- ingsskapur er til kominn vegna starfs míns sem blaðamanns og rétt að taka fram að hér er ekki átt við Þóru Arnórsdóttur, sem þó er starfssystir mín. Enda skiptir ekki máli hvort ég eða aðrir kannist við eða þekki þá sem eru í framboði; allir eiga að njóta sannmælis, um þá á að fjalla af heiðarleika og sanngirni, svo fólk geti kosið á réttum forsendum. Er rétt að álykta að kosningabaráttan hafi loks hafist fyr- ir alvöru með því að umræddum pósti var dreift? Um er að ræða atvik frá árinu 1993; Svavari Halldórs- syni, sem nú er eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, lenti saman við annan mann á skemmtistað, var kærður og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Svo virðist sem það hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum að Svavari hafi ekki greitt miskabætur sem honum var gert að greiða. Í yfirlýsingu sem Svavar sendi frá sér í vik- unni, eftir að fjallað var um málið í DV, segir meðal annars: „Fyrir tæpum tuttugu árum urðu mér á mistök sem ég sé enn eftir. Mér lenti saman við jafnaldra minn eftir ball og braut í honum tvær tennur. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það sem ég gerði honum var verulega slæmt og eftirsjá mín er einlæg. Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tím- ann gert nokkrum manni á ævi minni.“ Síðan segir Svavar að leiðir þeirra tveggja hafi legið saman síðar og þeir sæst. „Mér er verulega hlýtt til þessa manns og ég er honum þakklátur fyrir hversu stórmannlega hann tók afsökun minni.“ Auðvitað líður Svavari Halldórssyni illa vegna þessa. Hver getur ekki sett sig í hans spor? En á at- vikið eftir ballið að koma í veg fyrir að þjóðin fái velt því fyr- ir sér af sanngirni hvort Þóra Arnórsdóttir – og umræddur Svavar – eigi erindi á forsetasetrið? Íslendingar eru upp til hópa nægilega greindir til þess að láta ekki slá ryki í augu sín með þessum hætti. Sumir fram- bjóðenda eru á móti ESB og aðrir með, aðrir kunna að telj- ast til vinstri í stjórnmálum og aðrir til hægri. Einhverjir kjósa með það í huga, sumum finnst annað skipta máli. En eitt er ljóst að birting bréfsins um Svavar, hafi því verið ætl- að að skaða frambjóðandann, eiginkonu hans, var högg fyr- ir neðan beltisstað. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Högg fyrir neðan beltisstað STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Kim Jong-Un, leiðtogi N-Kóreu, fór fyrir embættismönnum sem tóku þátt í minningarathöfn um afa hans, Kim Il-Sung, í miðborg Pjongjang í gær. Skýrt var frá því að leiðtoginn hefði verið kjörinn „fyrsti formaður“ Land- varnaráðsins, valdamestu stofnunar landsins. Hann hefur þar með fengið öll æðstu emb- ætti ríkisins, kommúnista- flokksins og hersins. Í öllum æðstu embættunum VALDASKIPTUM LOKIÐ Klapp Kim (t.h.) við athöfnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.