Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 30

Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 Nýlega sté ungt fólk fram á sjón- arsviðið og fjallaði um rannsókn- arskýrslu sem það hafði unnið varðandi skulda- og greiðslu- vanda íslenskra fjöl- skyldna, barnafólks, einstæðinga og eldri borgara. Þetta unga fólk er hagfræðingar Seðlabanka Íslands. 110% leiðin gengur ekki upp Þetta þekkir það fólk best sem endaði síðar í endalausri biðröð hjá Umboðsmanni skuldara rétt eins og þeir sem bíða eftir leið- beiningu Lykla-Péturs þess efnis hvort dvalist verður á himni eða í helvíti. Hérna megin grafar hefur komið í ljós að aðeins ein leið sé fær og einn áfangastaður í boði ríkisstjórnarinnar. Þar brennur sparnaðurinn og engin er eigna- myndunin. Þaðan kemstu ekki með peningana þína og þangað vill enginn fara. Þessi leið var með innbyggða skekkju vegna fyrirséðrar verðbólgu og augljóst þótti strax í upphafi þessa samráðs ríkis, banka og þorra al- þingismanna að þetta myndi ekki bæta greiðslustöðu fólks, m.a. vegna for- sendubrests. Ekki virðast mann- vitsbrekkur háskólasamfélagsins hjálpa mikið til en margar þeirra eru hér og hvar í stjórnum sjóða eða stofnana til að drýgja laun sín. Aðrir eiga á hættu að fá ekki að sjúga úr spenum styrkjakerfis Evrópusambandsins og íslenskra skattgreiðenda. Tilgangurinn helgar þar meðalið. Tilvitnun í dulkóðaðar viðvar- anir úr bókum Seðlabanka Íslands varðandi stöðu efnahagsmála kemur og kom þessu fólki, sem tapaði mestu, ekki til bjargar árin fyrir hrun. Svo á nú að kenna al- menningi í landinu um þetta sukk og sundra fólki, deila og drottna. Alið á sundrungu þjóðar Það vekur furðu þegar fólk stígur nú fram eftir nýlegan dóm Hæstaréttar í gengislánadómi og segir að þeir sem tóku geng- istryggð lán hafi verið fólk sem tók mesta áhættu en ekki þeir sem tóku verðtryggð lán. Þetta er ekki rétt því lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/ 2001 kveða mjög skýrt á um að óheimilt sé að verðtryggja skuld- bindingar í krónum með geng- istengingu við erlendar myntir þannig að höfuðstóll í krónum hækki. Þau sem tóku geng- istryggð lán töldu sig flest vera að taka erlend lán sem geng- istryggðu þau sjálf. Nú er ljóst að svo var. Lánin voru því ekki geng- istryggð bankanum heldur þeim sem lánin tóku. Því voru þeir sem tóku gengistryggð erlend lán, sem bankarnir reiknuðu vitlaust, að taka minnstu áhættuna en þeir sem það ekki gerðu tóku mesta áhættu þó þeir hafi talið sig taka minni áhættu. Eftir nýjan dóm varðandi kvitt- anamálið kemur í ljós að á meðan bankarnir gáfu Seðlabanka Ís- lands villandi gögn um gjaldeyr- isjöfnuð sinn voru gengistryggð lán trygging fyrir því að ef krón- an myndi falla myndu lánin ekki hækka í krónum talið. Því er ekki að heilsa um verðtryggð lán sem sumir virðast telja hin bestu lán og taka þau án þess að hugsa sig um og höfða ekki einu sinni mál á hendur banka, m.a. vegna bjög- unar í vísitölu neysluverðs. Ekki að undra að við eigum met í sölu svefnlyfja enda siglum við saman að feigðarósi. Hvers vegna ekki að ráðast að kjarna vandans? Heimildir grein- arhöfundar eru fyrir því að efna- hags- og viðskiptanefnd hafi sent Hagstofu Íslands spurningar á þá leið hvort stofnunin reiknaði vísi- tölu neysluverðs rétt. Svarið barst um hæl og var á þá leið að þeir reikuðu víst rétt. Flestir vita að enginn er dómari í eigin sök. Hví er þá spurt svona en ekki rann- sakað? Hæstiréttur Íslands stendur í fæturna Það kom á daginn að meirihluti Hæstaréttar dæmdi bæði rétt í fræðilegu samhengi lögfræðinnar og einnig fjármála. Hví er það? Það er m.a. vegna þess að nú eru lánapappírar þessir í bókum banka loksins komnir með sitt rétta virði og var lagasetningin árið 2001 skýr varðandi áhættu vegna fjármálastöðugleika. Á það benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Það hefði reyndar ekki skipt máli hvort lánin hefðu verið veitt í erlendri mynt og á samnings- vöxtum, þar sem lántakandi var gengistryggður en ekki bankinn, eða í krónum á samningsvöxtum og m.t.t. kröfuréttarlegra þátta sem komu fram í dómnum þar sem óheimilt er að afturreikna vexti yfir þá gjalddaga sem þegar hafa verið greiddir án at- hugasemda. Þá stendur eftir hve illilega rík- ið samdi af sér við bankana þegar víkjandi lán voru veitt og þegar Íbúðalánasjóði var gert að taka yfir þessa pappíra. Atvinnulíf á Íslandi Nýlega hefur því verið hafnað að virkja í neðri hluta Þjórsár. Nýr forstjóri Landsvirkjunar hef- ur enn ekki náð að lenda orku- samningi á hinu háa græna orku- verði sem hann auglýsti ásamt þekktum og sjálfskipuðum sér- fræðingi í efnahags- og orku- málum Samfylkingarinnar. Nýlega kom fram frumvarp um sjávarútvegsmál og veiðigjald á sjávarútveginn. Þar á að eyði- leggja sjávarútveginn með rang- hugmyndum um að 20 ára leigu- kvóti með tilsvarandi skatti geti áhættunnar vegna orðið til þess að auka tiltrú banka, t.a.m. er- lendra banka, þegar fjármagna á nýsmíði skipa fyrir úfið íshaf og atvinnugreinina yfirleitt. Sorglegt er að sjá hve miklu tjóni ríkisstjórn getur valdið á einu kjörtímabili. Verst er þó að stjórnarandstaðan virðist ekki bíta fastar þegar grunnstoðir ís- lensks efnahagslífs eru eyðilagðar fyrir opnum tjöldum. Efnahagsvandi heimila og atvinnulífs Eftir Svein Óskar Sigurðsson » Sorglegt er að sjá hve miklu tjóni rík- isstjórn getur valdið á einu kjörtímabili. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er MSc í viðskiptafræði, MBA og BA í heimspeki og hagfræði. „Hann er ekki prest- ur, hann er karl,“ sagði fjögurra ára gamallt sóknarbarn mitt fyrir 20 árum þegar mamma hans sussaði á hann. Hann sat með móður sinni á „opnu húsi“ á vegum sóknarkirkju sinnar en þar talaði prestur sem er karl- maður. Hann hafði fæðst stuttu eftir að ég kom sem sóknarprestur í sveitina hans og þekkti engan annan prest en mig. Hann hélt því að allir prestar væru konur. Fyrirmyndir skipta miklu máli í uppeldi barna því börn halda að alls staðar sé allt eins og hjá þeim. Þau eru þó ekki gömul þegar þau átta sig á því að svo er ekki. Þess vegna verð- ur að taka meðvitaða stefnu í uppeldi barna sem og í lífinu almennt. Þjóðkirkjan hefur mótað sér stefnu í mörgum málum. Eitt af þeim er jafnrétti. Jafnréttisstefna Þjóð- kirkjunnar er byggð á boðskap Jesú Krists og á að stuðla að jafnrétti, sem er í samræmi við líf og boðskap hans. Jafnframt tekur jafnrétt- isstefnan mið af þeim jafnrétt- islögum sem gilda hér á landi sem og því að Þjóðkirkjan er aðili að kirkju- legum samtökum á heimsvísu. Markmið jafnréttisstefnunnar er skýrt, en það er „að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum kynjanna til starfa, áhrifa og þjónustu.“ Það hefur því verið tekin meðvituð stefna um að jafna hlut kynjanna. Innan kirkj- unnar hefur það tíðkast um aldir að bæði kynin væru í þjónustu hennar. Í guðspjöllunum má sjá að konur tóku sér sæti lærisveinsins eins og María sem sat við fætur Jesú og samverska konan sem ræddi við Jesú. Á fyrstu dögum kirkjunnar var sjónarmið jafnréttis kynjanna ríkjandi eins og Páll postuli getur um í Galatabréfinu: „Hér er hvorki Gyð- ingur né annarrar þjóð- ar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú.“ Konur hafa alltaf þjónað í kirkjunni, en sagan sýnir okkur að karlar hafa gegnt áhrifa- og valdastöðunum. Það eru ekki nema tæp 40 ár síðan fyrsta konan vígðist til prests hér á landi og nú eru kvenkyns prestar um þriðj- ungur prestastéttarinnar. Spyrja má hvort nauðsynlegt sé að vinna að jöfnum rétti karla og kvenna innan kirkjunnar? Það er nú svo að helmingur mannkyns er kon- ur og hinn helmingurinn karlar. Konur og karlar hafa oftar en ekki ólíka sýn á hlutina. Það er því nauð- synlegt að bæði kynin þjóni í kirkj- unni og leiði hana. Þannig er kirkjan betur í stakk búin til að nálgast alla á jafnréttisgrundvelli og veita þjón- ustu enda er Þjóðkirkjan öllum opin og innan hennar rúmast allir. Það er einnig nauðsynlegt að hin ungu hafi fyrirmyndir í uppvexti sínum sem minna á jafna möguleika beggja kynja til að fylgja eftir hæfileikum sínum og áhuga. Kirkjan vill vera leiðandi í því að jafna stöðu kynjanna og bæta möguleika beggja kynja á mótun kirkju og samfélags. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur » Þjóðkirkjan er öllum opin og innan henn- ar rúmast allir Agnes M. Sigurð- ardóttir Höfundur er sóknarprestur í Bolung- arvík, prófastur í Vestfjarðaprófasts- dæmi og frambjóðandi til embættis biskups Íslands. Það sem augað sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.