Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 38

Morgunblaðið - 14.04.2012, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 ✝ Viktor Sig-urbjörnsson fæddist að Kvistum í Ölfusi 23. nóv- ember 1956. Hann varð bráðkvaddur á Spáni 1. apríl 2012. Foreldrar Vikt- ors voru Guðrún Lúðvíksdóttir, f. 7. nóvember 1924 og Sigurbjörn Ein- arsson, f. 20. sept- ember 1919, d. 20. júlí 1994. Viktor var yngstur sex systkina. Systkini hans eru: Júlíus, f. 4. mars 1946, Stefán Halldór, f. 4. ágúst 1948, Sigurður Jón, f. 11. maí 1950, Jórunn, f. 26. ágúst 1952 og Guðbjörg, f. 4. desember 1954. Viktor kvæntist 12. júní 1976 eftirlifandi eiginkonu sinni, Júlíönu Hilmisdóttur, f. 2. júlí 1958. Foreldrar hennar voru Hulda Sveinsdóttir, f. 30. janúar 1932, d. 19. ágúst 1992 og Hilmir Hinriksson, f. 31 mars 1932, d. 24. nóvember 2006. Börn Vikt- ors og Júlíönu eru: 1) Sig- urbjörn, f. 31. október 1976. Sonur hans og Kömmu Jóns- dóttur er Viktor. Sambýliskona Sigurbjörns er Unnur Ögmunds- dóttir, börn þeirra eru Hrafn- hildur og Tryggvi. 2) Hjalti, f. 15. janúar 1979. Dóttir hans og Agnesar Gests- dóttur er Júlíana. Sambýliskona Hjalta er Anna Lind Friðriksdóttir, dæt- ur hennar eru Elsa Malen og María Gló. 3) Hulda, f. 17. febrúar 1994, unn- usti hennar er Jón Óskar Karlsson. Viktor ólst upp að Kvistum í Ölfusi, gekk í Grunnskólann í Hvera- gerði og þaðan lá leiðin í Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi þar sem hann útskrifaðist af ylræktarbraut vorið 1976. Lengst af starfaði hann við garð- yrkju. Árið 1999 hóf Viktor störf hjá Borgarverki í Borgarnesi þar sem hann starfaði til ársins 2011. Viktor sinnti trún- aðarstörfum fyrir Félag garð- yrkjumanna um árabil. Hann var virkur meðlimur í Sjálfstæð- isfélaginu Ingólfi í Hveragerði á yngri árum og gegndi meðal annars stöðu formanns. Hann var fulltrúi flokksins í hrepps- nefnd Hveragerðis frá 1982- 1986. Viktor var einnig félagi í Oddfellow. Útför Viktors fer fram í Hveragerðiskirkju í dag, 14. apríl 2012, kl. 16. Ég á ennþá bágt með að trúa að ég sitji nú að skrifa þessa grein, en hvernig kallið getur komið fyrirvaralaust og alltof snemma ráðum við víst engu um. Sárast finnst mér frá því að segja hvað við heyrðumst lítið þína síð- ustu viku sem var með ráðum gert af minni hálfu og klárlega þinni líka því við Anna Lind vor- um að koma að hitta þig á Spáni aðeins nokkrum dögum áður en þetta sviplega kall bar að. Við höfðum lengi hlakkað til að eyða páskunum með ykkur mömmu í sólinni því þar efast ég aldrei um að hafi verið þinn draumastaður. Við höfðum átt góðar stundir í sólinni saman og Júlíana mín á einnig þaðan, ásamt mörgum fleiri stöðum, frábærar minning- ar um afa sinn. Síðustu daga hefur þú eðlilega átt hug minn allan og minning- arnar hrannast upp og kannski erfitt að fara í þær margar í smá- atriðum í stuttum texta. Ég á ekkert nema góðar minningar um þig pabbi minn og hvernig maður bar alltaf virðingu fyrir þér og hlustaði þegar þú hafðir eitthvað til málanna að leggja eða svo slóst þeim upp í nett grín með þínum húmor sem svo sló á áhyggjurnar sem maður upphaf- lega leitaði til þín með. Þú stóðst svo sannarlega þína vakt sem höfuð okkar fjölskyldu og hvern- ig þú lifðir fyrir mömmu og Huldu systur (sem alvöru herra- maður) og okkur bræður, barna- börn og tengdadætur er aðdáun- arvert. Ég vona svo innilega að ég komist einhverntíma með tærnar þar sem þú hafðir hælana í að vera foringi minnar fjöl- skyldu, snyrtimenni og sannur herramaður, Júlíönu, Önnu Lind, Elsu Malen, Maríu Gló. Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf; berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson.) Og með trega ég skrifa þessi orð. Hvíl í friði, elsku pabbi. Hjalti. Ég er ennþá að reyna að átta mig á því að elsku pabbi minn sé dáinn. Það á ekki að vera leyfi- legt að taka einhvern í burtu sem er manni svona kær og það svo skyndilega. Pabbi átti margt ógert í þessu lífi og ég er ennþá að reyna að finna ástæðuna, af hverju hann var tekinn frá okkur svona snemma. Ég var og verð alltaf litla stelpan hans pabba. Hann kallaði mig alltaf Trítl-trítl og mér þótti svo vænt um það gælunafn. Hann gerði alltaf allt fyrir mig og tók alltaf upp hansk- ann fyrir mig. Allir sem þekkja mig vita að ég er ein mesta pab- bastelpa sem fyrirfinnst. Pabbi var og er besti maður í heimi. Það sem einkenndi pabba mest var hreinskilni, hann sagði alltaf það sem honum fannst og skammaðist sín ekkert fyrir það. Það er alveg augljóst að ég fékk hreinskilnina frá honum. Sam- band okkar pabba var ólýsan- legt. Við vorum góðir vinir og þó svo pabbi segði ekki á hverjum degi „ég elska þig“ við mig þá sýndi hann það í verki með því að standa alltaf þétt við bak mitt og styðja mig í öllu sem ég gerði þó svo það væri einhver „bölvuð vit- leysa“ eins og hann kallaði það. Það sem skipti hann einna mestu máli í lífinu var að ég stæði mig vel í skólanum og „að það myndi verða eitthvað úr mér“ eins og hann sagði alltaf. Ég vildi alltaf að pabbi væri stoltur af mér og gerði allt til þess að gera hann glaðan og stoltan, því það gladdi mig svo mikið að sjá hann ánægðan með mig. Ég mun leggja mig alla fram við að gera pabba stoltan af mér því ég veit að hann mun fylgjast með mér um ókomna tíð. Ég elska þig svo mikið, pabbi minn, og það líður ekki sú stund sem ég hugsa ekki til þín og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þú ert fallegasti og besti engillinn á himnum. Ég trúi því að við munum hittast aftur að lokum. Þín einkadóttir, Hulda Viktorsdóttir. Mig langar að minnast elsku- legs tengdaföður míns með nokkrum orðum. Ég hafði ein- ungis þekkt Sigurbjörn son hans í rúmlega viku þegar hann tók mig með sér í matarboð til for- eldra sinna. Strax frá fyrsta degi var ég velkomin á heimili þeirra Júllu og Viktors og þar leið mér vel. Viktor var hlýr og yfirvegaður og það var alltaf gott að leita til hans þegar á þurfti að halda. Ég bar mikla virðingu fyrir honum. Samband hans við Júllu og Huldu var til fyrirmyndar og ég dáðist að því hvað hann naut þess að dekra við þær mæðgur og jafnvel rápa með þeim í búðir. Missir þeirra er mikill. Síðustu árin höfum við Sigur- björn búið við hliðina á Júllu og Viktori og átt margar góðar stundir saman. Börnin okkar hafa sannarlega notið góðs af því. Í ófá skipti hafa þau hlaupið yfir í næsta hús til afa Viktors með hluti sem þurfti að lagfæra. Afi gat lagað allt. Nú hefur afi Viktor kvatt, allt- of fljótt. Söknuðurinn er sár en við eigum ljúfar minningar til að ylja okkur við um ókomin ár. Ég mun ætíð minnast Viktors tengdaföður míns með hlýju og þakklæti. Elsku Júlla og fjölskylda, ég bið Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Unnur Ögmundsdóttir. Afi fór að grafa á gröfunni sinni, svo fór hann að borða hjá ömmu Júllu minni. Þetta söng ég þegar þú grófst holuna fyrir framan litla bústað- inn, manstu? Ég legg stundum við hlustir og reyni að heyra svarið við spurningunni, er lífið draumur? Nú vænti ég þess að þú vitir það. Ég vildi að þú værir ennþá hjá okkur. Þú varst of ungur til að leggjast til hinstu hvílu. Þú varst alltaf boðinn og búinn til aðstoð- ar og varst öllum stoð og stytta í hverju sem var. Alltaf var hægt að leita til afa Viktors, það var gott að vita af því. Við sjáumst hinum megin en á meðan verður hægt að ylja sér við góðar minn- ingar um þig en af þeim á ég nóg. Þinn vinur og barnabarn, Viktor Sigurbjörnsson. Elskulegur yngsti bróðir minn er látinn. Í stórum systkinahópi er mikill munur á því að vera elstur eða yngstur og fjögur systkini á milli. Á milli okkar Viktors voru tíu ár og man ég því vel þegar hann kom í heiminn en hann fæddist á heimili okkar í sveitinni. Hann óx og dafnaði vel, var fallegt barn og hvers manns hugljúfi. Á þessum árum átti hann fjóra pabba og þrjár mömmur þar sem allir voru að annast þennan ljúfa dreng sem gerði öllum allt til þægðar. Þær systur mínar höfðu hann gjarnan með sér í stelpuleikjum, framan af smáan og hlýðinn. Smátt og smátt fór hann að sækja í að fylgjast með grallara- skap okkar eldri bræðra og von- andi hefur hann einnig lært eitt- hvað til verka sem hann hugsanlega hefur getað nýtt sér við störf þegar árin færðust yfir. Ekki er ég viss um að grallara- gangurinn hafi allur verið til eft- irbreytni. Sökum aldursmunar færðumst við Viktor nokkuð hvor frá öðrum um árabil þar sem sá elsti fór snemma að heiman eins og þá var títt til náms og starfa. Þrátt fyrir þetta var ávallt sterk taug á milli okkar Viktors eins og milli okkar systkinanna allra. Að loknu garðyrkjunámi, sem Viktor lauk með ágætum, settist hann að í Hveragerði og stofnaði þar garðyrkjustöð. Þá var komin inn í líf hans Júlíana Hilmisdótt- ir, eða Júlla, þessi unga og fal- lega kona sem hann dáði alla tíð því í öllu hans lífsins vafstri var hún honum ómetanleg stoð. Við systkinin fylgdumst með litla bróður okkar leggja gjörva hönd á margt með áræði og dugnaði. Þótt ekki gengi allt upp sem hann tók sér fyrir hendur þá byggðist upp með honum fjöl- þætt reynsla sem nýttist honum oft vel. Sé ég fjöld af förnum dögum, finn mér skylt að þakka að nýju góðhug þinn og alúð alla, endalausa tryggð og hlýju. (Guðmundur Böðvarsson.) Það er sárt að missa fjölhæf- an, kraftmikinn bróður sinn í blóma lífsins. Enn sárara er það fyrir Júllu, börnin, barnabörnin og ekki síður aldraða móður. Ég votta þeim öllum mína innilegustu samúð. Stóri bróðir, Júlíus Sigurbjörnsson. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim er vini syrgir. Í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund sem þú þeim hafðir hjá í hjarta þínu byrjar ljúft að tala. Og tárin sem þá væta vanga þinn er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin ljúfum draumum í svo ljúft að kuldagust þú finnur eigi, og fyrr en veist þá röðull rís á ný og roðinn lýsir fyrir nýjum degi. (Hannes Hafstein.) Viktor Sigurbjörnsson, fjöl- skylduvinur minn til margra ára, varð bráðkvaddur 1. apríl sl., að- eins 55 ára gamall. Eftir stendur fjölskylda hans harmi slegin. Missirinn og söknuðurinn er óbærilegur og erfitt að ímynda sér að sárin grói nokkurn tíma. Reynslan hefur þó kennt okkur að þau gera það seint um síðir þótt tilveran verði aldrei söm og áður. Viktor var umfram allt ástrík- ur, blíður og traustur maður. Einlægnina og vinarþelið bar hann utan á sér, það duldist eng- um, sem þekktu hann. Honum var afar annt um velferð fjöl- skyldu sinnar og vina. Það er í manni eins og honum, sem vin- áttan er svo sýnileg og áþreif- anleg. Gott dæmi er að hann vissi hvað Ingibjörg var heilluð af hestum og hestamennsku, án þess þó að iðka sportið að nokkru ráði. Einn haustdag kom Viktor í heimsókn til okkar og hafði þá keypt hesthúspart. Hann hafði einnig fengið lánaða tvo hesta út veturinn, sem hann ætlaði henni. „Ingibjörg, nú duga ekki lengur afsakanir og orðin tóm, þú getur ekki lengur vikist undan því að verða hestamaður.“ Þetta var upphafið að hestamennsku okkar Ingibjargar. Viktor tók virkan þátt í fé- lagsstörfum og sat um tíma í hreppsnefnd Hveragerðis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var íhaldssamur, skoðanafastur, áræðinn og tefldi djarft. Dugn- aðurinn og vinnusemin var ein- stök. Eftir að ákvarðanir voru teknar var hvergi hvikað. Oftast leiddu þær til farsældar fyrir hann og fjölskylduna. Líf þeirra var vissulega ekki alltaf dans á rósum en hamingjan var alltaf til staðar. Þegar erfiðleikar steðj- uðu að, var ekki lagst í vörn held- ur blásið til sóknar og fyrr en varði voru þau aftur komin á beinu brautina. Á þessari stundu er mér efst í huga hugljúf minning um góðan vin og þakklæti fyrir að hafa á liðnum árum notið einlægs vin- skapar hans og hans fjölskyldu. Elsku Júlla, Hulda, Hjalti, Sigurbjörn, ættingjar Viktors og vinir, ég og fjölskylda mín vott- um ykkur öllum innilega samúð okkar. Megi ykkur veitast styrk- ur til að takast á við sorgina og söknuðinn. Guðmundur. Kær vinur og félagi er fallinn frá alltof snemma. Ótímabært fráfall Viktors er mér og fjöl- skyldu minni mikill harmur. Kynni okkar Viktors hófust fyrir 37 árum á Garðyrkjuskóla rík- isins í Ölfusi og áttum við góð og ánægjuleg þrjú ár þar saman við nám og leik. Kynntust einnig eig- inkonur okkar Júlíana og Ósk og höfum við haldið vinskap allar götur síðan. Við Viktor unnum saman við garðyrkju og almenn jarðvinnuverkefni um tveggja ára skeið. Árið 2002 hvatti hann mig til að ganga í Oddfellowregluna en þar hafði hann gengið inn árið 2000 og varð hann leiðtogi minn þar. Viktor var mikill áhugamað- ur um þá reglu og mjög virkur félagi. Þegar hann lauk störfum hjá Borgarverki í Borgarnesi fyrir rúmu ári fór hann að athuga hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur og varð úr að leita á suð- rænar slóðir og varð Costa Blanca-ströndin á Spáni fyrir valinu. Þar fann hann veitinga- stað sem heillaði hann og átti þessi staður í Dona Pepa hug hans allan síðustu fimm mánuði. Hafði hann lagað hann að sinni sýn og breytt honum úr hefð- bundnum pítsastað í vinsælan al- mennan veitingastað á undra- verðum tíma. Á þessum fimm mánuðum kynntist Viktor fjölda fólks, bæði íslensks og erlends, sem ætlar að hafa minningar- vöku á staðnum á útfarartíma hans. Elsku Júlla, harmur þinn og barna ykkar er mikill en minn- ingarnar um góðan mann létta undir með ykkur til framtíðar. Hugur okkar er með ykkur á þessari erfiðu stund. Markús, Ósk og fjölskylda. Fregnin um ótímabært andlát Viktors Sigurbjörnssonar barst til landsins eins og þruma úr heiðskíru lofti. Enginn býst við að maður á besta aldri kveðji jafnskyndilega og hér hefur gerst. Með Viktori er genginn góður félagi okkar sjálfstæðis- manna í Hveragerði. Þrátt fyrir að hann og fjölskylda hans hafi verið búsett annars staðar síð- ustu árin sakna Hvergerðingar nú vinar í raun. Viktor var ungur valinn til trúnaðarstarfa fyrir bæjarbúa og meðal annars sat hann eitt kjörtímabil í sveitarstjórn. Þeim störfum sinnti hann af miklum áhuga og dugnaði. Hans áhuga- mál lágu víða en ekki síst hafði hann metnað fyrir hönd Hvera- gerðis sem garðyrkju- og blóma- bæjar enda var hann menntaður garðyrkjufræðingur og vann í þeirri grein um árabil. Rak hann meðal annars garðyrkjustöðina Lindarbrekku við góðan orðstír. Að leiðarlokum vilja sjálf- stæðismenn í Hveragerði þakka Viktori samfylgdina um leið og við sendum Júlíönu, börnum þeirra, móður hans og fjölskyld- unni allri innilegar samúðar- kveðjur. Aldís Hafsteinsdóttir. Mig langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast Viktors, vinar míns, bekkjar- bróður og æskufélaga, sem nú hefur kvatt svo alltof fljótt. Það má segja að við Viktor höfum al- ist upp saman, hann á Kvistum og ég í Akurgerði. Á milli okkar skapaðist mikil vinátta sem aldr- ei bar skugga á. Oft nutum við góðs af því að hann var yngstur í sínum systkinahóp og voru bræður hans duglegir að hjálpa okkur við allskyns bílasmíði o.fl. því vönduð vinnubrögð og fáguð framkoma hefur alltaf einkennt öll þau systkini. En lífið hélt áfram og það komu alvörubílar, sveitaböll og annað sem ég tala ekki um. Alltaf var Viktor sami góði félaginn og trúnaðarvinur- inn, sama á hverju gekk. Örlögin höguðu því svo að við vorum svil- ar í tíu ár svo samskiptin hafa alltaf verið mikil. Viktor var mjög laginn við öll mannleg sam- skipti og fljótur að verða vinsæll, hvort sem var í hópi vinnufélaga eða vina enda fóru honum vel úr hendi öll mannaforráð, það reyndi ég sjálfur þegar ég vann undir hans stjórn um skeið í Borgarnesi þar sem hann var verkstjóri hjá Borgarverki. Viktor hafði breytt um starfs- vettvang á síðasta ári er hann gerðist veitingamaður á eigin veitingastað á Spáni. Og vissi ég að þar leið honum vel og hann hafði mikinn áhuga á nýju við- fangsefni. Hann hringdi gjarnan í mig þegar vaktinni lauk á kvöldin og töluðum við þá oft saman í einn til tvo tíma og heyrði ég það á honum að honum leið vel og var sáttur. Við rædd- um um börnin okkar því eins all- ir foreldrar vita eru þau eilífð- arverkefni og Viktor var mikill fjölskyldumaður. En hann hafði líka áhyggjur af móður sinni. Sagði að hann yrði að vera dug- legur að sinna henni þegar hann væri heima því hún væri orðin fullorðin og aldrei að vita hvað gæti gerst meðan hann væri í burtu. En við vorum búnir að hugsa okkur að verða gamlir saman, sitja í stásstofu og rifja upp frægðarsögur af sjálfum okkur og Júlla bæri í okkur kaffið. En margt fer öðruvísi en ætlað er og við tökum spjallið seinna. En minningin um góðan dreng lifir. Elsku Júlla mín, guð gefi þér og þinni fjölskyldu styrk á þessum erfiðu tímum og það máttu vita, Júlla mín, að ég held áfram að koma í kaffi þó karlinn sé ekki heima. Samúðarkveðjur til ykkar allra frá okkur Sjöfn. Sólmundur Sigurðsson. Viktor Sigurbjörnsson MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.