Morgunblaðið - 14.04.2012, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
✝ Anna MartaHelgadóttir
fæddist í Tröð í
Kollsvík við Pat-
reksfjörð 13. nóv-
ember 1924. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Blönduóss
10. apríl sl.
Foreldar hennar
voru Ásbjörn Helgi
Árnason, f. 13. apríl
1889, d. 1965 og Sig-
rún Össurardóttir, f. 6. maí 1898,
d. 1977. Anna var þriðja í röð sex
systkina sem eru Guðrún f. 1919,
Árni f. 1922, d. 2011, Ólafur
Helgi f. 1925, d. 1986, Halldóra f.
1930, Kristrún Björt f. 1939.
Tæplega ársgömul fór Anna í
fóstur til ömmu sinnar og afa,
Önnu Guðrúnar Jónsdóttur, f.
1872 d. 1967 og Össurar Guð-
bjartssonar f. 1866, d. 1950,
ástæða þessa voru veikindi móð-
ur hennar sem þá var ófrísk að
sínu fjórða barni. Guðrún og Öss-
ur áttu þrettán börn og var hún
Rögnvaldsdóttur. 6) Guðmundur
Elías f. 1961, kvæntur Guðrúnu
Kjartansdóttur. 7) Birgir Líndal
Ingþórsson f. 1963, kvæntur Sig-
ríði Bjarnadóttur. Auk þess ólu
þau upp elsta barnabarn sitt,
Önnu Bryndísi Sigurðardóttur f.
1967, gift Þorsteini Gíslasyni.
Barnabörnin eru 24, barna-
barnabörnin eru 31 og barna-
barnabarnabarnabörnin 2. Anna
fór til náms í Kvennaskólann á
Blönduósi 1945-1946, þar kynnt-
ist hún manni sínum Ingþóri en
hann hafði keypt jörðina Uppsali
í Sveinsstaðahreppi ásamt for-
eldrum sínum 1943. Í ágúst 1946
flytur Anna í Uppsali til Ingþórs
og stunduðu þau hefðbundinn
búskap, fyrst í félagi við foreldra
Ingþórs en keyptu svo alla jörð-
ina þegar Sigurður faðir hans
lést og bjuggu þar meðan heilsa
og kraftar leyfðu. Síðustu árin
dvaldi hún á Hnitbjörgum dval-
arheimili og Heilbrigðisstofnun
Blönduóss. Meðfram húsmóður-
störfum og uppeldi stórs barna-
hóps var Anna virkur meðlimur í
Kvenfélagi Sveinsstaðahrepps og
í Kór Þingeyrakirkju.
Útför hennar fer fram frá
Þingeyrakirkju laugardaginn 14.
apríl 2012 og hefst athöfnin kl.
14.
því fjórtánda barn-
ið sem þau ólu upp.
Þau bjuggu á Lág-
anúpi í Kollsvík og
síðar í Dýra- og Ön-
undarfirði. Anna
giftist 10. maí 1947
Ingþóri Líndal Sig-
urðssyni f. 24. nóv-
ember 1920 að
Hólabaki í Húna-
þingi, hann lést
1998. Foreldrar
hans voru Húnvetningar, þau
Kristbjörg Kristmundsdóttir f.
1886, d. 1976 og Sigurður Líndal
Jóhannesson f. 1890, d. 1961.
Saman eignuðust þau sjö börn
sem eru: 1) Sigurður Helgi f.
1947, kvæntur Gunnhildi Lár-
usdóttur. 2) Kristmundur Ólafur
Jónas f. 1950, í sambúð með Her-
dísi Sigurbjartsdóttur. 3) Sigrún
Björg f. 1952, gift Hjálmari
Magnússyni. 4) Þorsteinn Rafn f.
1955, kvæntur Sigurbjörgu Mar-
íu Jónsdóttur. 5) Magnús Huldar
f. 1957, í sambúð með Margréti
Þegar vorið fyllir loftið með
birtu og fuglasöng, kveð ég góða
móður, munabjört er minningin
um mæta mannkostakonu sem
stóð af einstakri prýði sína lífs-
vakt.
Rætur hennar lágu til Vest-
fjarða og voru tignarfjöllin þar
greypt í huga hennar enda var
hún mikill náttúruunnandi, hún
minntist oft ömmu sinnar sem hún
ólst upp hjá með mikilli virðingu
og gleði, þar lá grunnurinn að
þeim mikla andlega styrk og yf-
irvegun sem einkenndi hana alla
tíð. Stundum örlaði á örlitlum
söknuði yfir að hafa ekki alist upp
hjá foreldrum og systkinum en hin
góðu samskipti og hjálpsemi milli
systkinanna á fullorðinsárum
bætti það upp, þegar þau hittust
var gleðin við völd.
Staðfestan er mér efst í huga er
ég hugsa til móður minnar, stað-
festan gagnvart okkur systkinun-
um, bjargfastur áreiðanleiki,
traust sem endurómaði trúar-
sannfæringu hennar. Arfi forferð-
anna, gildum þjóðarinnar skilaði
hún til okkar. Koma skyldi fram
við alla sem jafningja og meta hið
góða í fari sérhvers manns, kær-
leikurinn varðaði veginn. Á þess-
um tímamótum þegar litið er til
baka sést hvað mikið var skilið eft-
ir; skilningur á trú mömmu, trúnni
á að sérhver maður skyldi takast á
við áraun lífsins, stælast af mót-
læti og gæta auðmýktar í sigrum.
Hún var góð fyrirmynd en svo
er það okkar að vinna úr vega-
nestinu.
Mamma var einstök með börn,
þau löðuðust að henni eins og seg-
ull, þótt hún eignaðist fullt af
barnabörnum, var nóg pláss fyrir
önnur börn. Börn áttu hjá henni
öruggt skjól og hlýju, það var allt-
af tími til umræðu og taka í spil og
mæta hverju barni á þess forsend-
um, svo hverju og einu fannst það
vera best.
Lífsstarf mömmu var húsmóð-
urstarf á stóru og gestkvæmu
sveitaheimili, það þurfti að hafa
skipulag á hlutunum. Hún var
góður gestgjafi, listakokkur og
lagði alúð við matseldina og ekki
var verra, að fá sér sérrístaup úr
flöskunni í búrinu í lok góðs kvölds
þegar störfum lauk. Eldhúsið var
hjarta hússins, þar söng hún við
störf sín enda mikill unnandi tón-
listar og hafði einstaklega gott
lundarfar og var mikill gleðigjafi.
Í eldhúsinu var oft líf og fjör,
margt um manninn og mikið hleg-
ið og skrafað og út um eldhúss-
gluggann er einstakt útsýni yfir á
Jörundarfellið og yfir sveitina.
Þar var líka hitamælirinn á bæn-
um, festur utan á eldhússglugg-
ann við opnanlega fagið og sýndi
hann ágætan hita enda var ávallt
gott veður hjá mömmu þangað til
þakplöturnar fóru að losna af hús-
inu í einni suðvestanáttinni sem
var oft nokkuð ónæðissöm.
Mamma var alltaf kletturinn
sem allt braut á í þeim ólgusjó sem
lífið í sveitinni getur verið, hún var
límið sem hélt öllu saman, nær-
ingin sem aðrir þurftu svo lífið
gengi upp. Hún var ósérhlífin,
vinnusöm og vandvirk og gekk í
öll störf bæði úti og inni og er mér
t.d. mjög minnisstætt hvað hún
var lagin við að hjálpa kúm og
kindum sem áttu í erfiðleikum við
burð afkvæma sinna.
Mamma var mikill húmoristi,
sagði sögur og brandara og svörin
hnyttin, húmorinn hvarf aldrei,
ekki einu sinni í erfiðum veikind-
um hennar síðustu tíu árin, þar
sem hún sýndi mikinn styrk og
æðruleysi.
Að lokum vona ég að hinn já-
kvæði andi, glaðværð og dillandi
hlátur þinn fái að fylgja okkur öll-
um á lífsleiðinni.
Sigrún Björg Ingþórsdóttir.
Elskuleg amma mín og fóstur-
móðir, Anna Marta Helgadóttir,
er látin. Þegar ég lít yfir vegferð
okkar saman er hún alls staðar ná-
læg sem amma, móðir, leiðbein-
andi og gleðigjafi. Ein af fyrstu
minningunum um hana er þegar
ég hef líklega verið þriggja ára en
þá man ég eftir henni sitjandi á
rúmstokknum að kenna mér
Ástarfaðir himinhæða, öll erindin
auðvitað, sem ég kann ennþá og
ýmsar bænir sem hafa eitthvað
skolast til hjá mér í áranna rás.
Ég kom til afa og ömmu í fóstur
á sjötta ári og þá hófst samleið
okkar fyrir alvöru. Ég sitjandi við
eldhúsborðið að stauta mig fram
úr Dísu ljósálfi og amma að sýsla í
eldhúsinu en heimanám mitt fór
fram við þetta borð alla mína
skólagöngu. Heimilið var ríkið
hennar en þar var endalaus
straumur af fólki sem kom í heim-
sókn til lengri eða skemmri tíma,
sveitungar og krakkar í sumar-
dvöl og svo föðursystkini mín, tek-
ið var á móti öllum með brosi á
vör, ilmandi kaffi og nýbökuðu
bakkelsi.
Þegar ég lít til baka dáist ég að
endalausri eljusemi ömmu minnar
og umhyggju hennar fyrir öllum
og öllu sem var í hennar umsjá og
ég veit í dag að verkefnalisti henn-
ar var óendanlega langur þegar
mest var um að vera. Hún naut
góðrar heilsu mestalla ævi sína en
ekki síst var það þolinmæði henn-
ar og glaðlyndi sem léttu henni
störfin. Amma kenndi mér
snemma að engin verk sem þarf
að vinna eru leiðinleg og var það
gott veganesti út í lífið. Hún var
börnum mínum hlý og notaleg
langamma og þau áttu með henni
góðar stundir eins og ég í hvert
skipti sem við hittumst en sam-
band okkar einkenndist alla tíð af
kærleika og vináttu. Og ekki má
gleyma hlátrinum, gleðin í sam-
skiptum okkar er það sem mér er
efst í huga nú þegar komið er að
leiðarlokum og hugur minn og
hjarta er þakklátt fyrir að hafa átt
samleið með góðri og elskulegri
konu.
Anna Bryndís Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Þegar mér barst fregnin um að
nú væri hún Anna að deyja fylltist
hugur minn depurð, en í gegnum
hugann runnu einnig hugsanir
sem við flest hugsum sennilega
þegar einhver sem hefur verið
veikur lengi fær hvíld.
Ég naut þeirrar gæfu að fá að
vera samferða Önnu stóran hluta
lífs míns. Fyrst þegar ég kom 12
ára í sveit til Önnu og Ingþórs. Ég
man vel þessi fyrstu sumur í sveit-
inni. Fyrsta sumarið var ég ráðin
til þess að hjálpa Önnu innanbæj-
ar. Með henni bakaði ég, vaskaði
upp meðan Anna var í fjósinu, við
elduðum saman og þrifum. Stund-
irnar með Önnu eru ógleymanleg-
ar, hún sagði vel frá og hafði oft
skemmtilegt sjónarhorn á lífið og
tilveruna. Fyrst og fremst var
Anna einstaklega góð manneskja
og ég held að gæska hennar og
góðmennska hafi haft varanleg
áhrif á mig.
Anna sinnti heimilinu einstak-
lega vel, hún var gestrisin og
sýndi gjarna ást og umhyggju í
gegnum mat. Hún lagði á minnið
hvað hverjum og einum fannst
gott og þegar hún vildi gera sér-
staklega vel við sína hafði hún
uppáhaldsmatinn á borðum. Hjá
mér var það kakósúpa, en kakó-
súpan hennar Önnu var það besta
sem ég fékk þarna sem barn í
sveit og fram á fullorðinsár. Þegar
gesti bar að garði var þeim fagnað
einlæglega og Anna veitti vel,
enda var heimilið gestkvæmt.
Jafnvel eftir að Anna lagðist á
sjúkradeild á Blönduósi vildi hún
áfram helst veita vel og fannst
leitt að geta ekki boðið upp á kaffi
og kökur.
Mörgum sumarfríum og helg-
um eyddum við í sveitinni og urðu
stundirnar á eldhúsbekknum hjá
Önnu ótalmargar í gegnum árin.
Anna rifjaði upp liðnar stundir,
eins og þegar börnin voru ung á
fyrstu búskaparárum hennar og
Ingþórs. Hún sagði mér að ekki
hefði verið rennandi vatn og hún
þurfti að sjóða bleyjur í stórum
potti úti á túni. Þegar kaldast var
á vetrum þá sauð í pottinum sunn-
an megin en fraus í honum norðan
megin sagði Anna. Ég varð hugsi
yfir þeirri botnlausu vinnu sem
hún hafði þurft að inna af hendi,
þó svo að ég vissi að fært hefði
verið í stílinn, og spurði hana
hvort hún hefði verið hamingju-
söm. Anna brosti og sagðist ekki
hafa haft neinn tíma til þess að
hugsa um það. Þetta svar var að
því er mér finnst einkennandi fyr-
ir æðruleysi Önnu. Margar fleiri
sögur sagði Anna mér, frá æsku
sinni fyrir vestan, væntingum sín-
um og vonum. Sögurnar ein-
kenndust af kímni og ánægju af
því að hafa sinnt sínum vel.
Ég man líka einhverju sinni
þegar ég kom hrakin og blaut úr
göngum, hafði blotnað og orðið illa
kalt. Hún hjálpaði mér að ná stíg-
vélunum af blautum bólgnum fót-
um og nuddaði yl og lífi í kalda
fætur. Gaf mér heitt að drekka,
þessi artarsemi sem var henni svo
eðlislæg, yljaði mér og fyllti vænt-
umþykju gagnvart þessari góðu
konu.
Því miður átti Anna við erfið
veikindi að stríða síðustu árin, en
einnig því tók hún af æðruleysi.
Fórum við nokkrar ferðir saman
til læknis við upphaf veikindanna
og komu mannkostir Önnu þá ber-
lega í ljós, hún kvartaði aldrei og
tók því sem að höndum bar.
Kæra Anna, ég þakka þér sam-
fylgdina.
Börnum, barnabörnum og öðr-
um aðstandendum votta ég samúð
mína.
Sylvía.
Fegurð, vinsemd og hjartahlýja
eru orðin sem koma upp í hugann
þegar sest er niður og hugsað til
þín amma mín. Þú varst einstök
kona, vinmörg og öllum sem þér
kynntust þótti óendanlega vænt
um þig. Þú skildir eftir þig bros-
andi andlit sama hvert þú fórst.
Ég sat núna um páskana inni í
stofu í gamla bænum þeirra afa og
ömmu og skoðaði gamlar og nýjar
myndir af ömmu og það skipti
engu máli frá hvaða ári þær voru,
með hverjum amma var eða hvað
hún var að gera, hún var alltaf
brosandi. Maður sá hvað hún lifði
lífinu á réttan hátt. Hún var sann-
ur vinur allra, umhyggjusöm
gagnvart öðrum og kærleikur og
vinátta manna á milli var nokkuð
sem skipti ömmu miklu máli.
Maður hugsar til gömlu góðu
tímanna í sveitinni hjá ykkur afa,
þar var alltaf gott að vera. Um leið
og síðasta vorprófið var búið í
skólanum var ég farinn norður til
ykkar í sauðburðinn. Þar var alltaf
nóg að starfa frá morgni til kvölds
og dagarnir hvergi fljótari að líða.
Amma var dugleg og iðin í starfi
og féll henni aldrei verk úr hendi,
sama hvort það var við heimilis-
störf eða útistörf í sveitinni.
Amma var mild og blíð kona og
var það ekki hennar að ráðskast
eða stjórna öðrum, en ein regla
var ófrávíkjanleg í augum ömmu
og sú var að enginn skyldi fara
svangur frá matarborðinu. Enda
aldrei hætta á því, því maturinn
var alltaf góður og miklu meira en
nóg til handa öllum.
Og eitt er víst í dag, að það fer
enginn svangur frá matarborðinu
á himnum. Hvíl í friði elsku amma
og takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Minning þín
mun lifa með okkur öllum um
ókomin ár. Þín er sárt saknað.
Magnús Þór Hjálmarsson.
Amma, þú varst svo góð
Áttir með sanni þér enga líka
Gafst heiminum svo mikið
Gerðir alla í kringum þig af gleði ríka
Nú ert þú farin og við söknum þín svo
mikið
En samt erum við ei svo leið
Því við þér tekur himnaríkið
Og finnur þú þar afa, sem eftir þér
beið
Amma, takk fyrir allt sem þú
gafst okkur, og við vitum að þú
dvelur á gleðiríkum stað, því alltaf
þar sem þú ert er gleði í kring.
Megi Guð, afi og allir hinir taka
fallega á móti þér, við kveðjum þig
með söknuði og gleði, því við vit-
um það, að þannig hefðir þú viljað
að við kveddum þig.
Ingþór Hjálmar
Hjálmarsson.
Anna Marta
Helgadóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR SAMSONARDÓTTIR,
Hraunvangi 7,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn
30. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð.
Starfsfólk deildar 3b á Hrafnistu Hafnarfirði fær sérstakar þakkir
fyrir frábæra umönnun.
Halldóra Hermannsdóttir, Ásmundur Jónasson,
Aðalheiður Hermannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞÓRUNN E. HAFSTEIN,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi
fimmtudaginn 12. apríl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 20. apríl kl. 15.00.
Guðlaugur Björgvinsson,
Ásta Margrét Guðlaugsdóttir, Einar Ingi Ágústsson,
Hildigunnur Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Árnason,
Þórunn Björk Guðlaugsdóttir,
Erna Guðlaugsdóttir, Guðmundur Gunnarsson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri
SIGURÐUR JÚLÍUSSON,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 10. apríl.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 18. apríl kl. 13.00.
Ingibjörg Ása Júlíusdóttir, Jóhannes Þórðarson,
Ásta Haraldsdóttir, Steinþór Nygaard,
Erla Júlíusdóttir,
Júlíus, Valgerður, Ásbjörn Ingi,
Jón Páll, Sigurður Þór, Erlendur,
fjölskylda og vinir.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÉTUR KARL ANDRÉSSON
húsasmíðameistari,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 7. apríl.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. apríl
kl. 15.00.
Ólafur Örn Pétursson, Inger Steinsson,
Helgi Ólafsson,
Inger Rós Ólafsdóttir, Baldvin Þór Baldvinsson
og langafabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Syðra-Langholti,
Hrunamannahreppi,
lengst af búsett í Bólstaðarhlíð 33,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 30. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild A3 á Grund og Lilja
Ólafsdóttir fyrir alúð og vináttu.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarkort
Grundar.
Guðni Kristinsson, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir,
Kristján Kristinsson, Birna Guðbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.