Morgunblaðið - 14.04.2012, Qupperneq 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú berst fyrir málstað þínum.
Spyrðu sjálfa/n þig að því hvort þú stofnir
til deilna af litlu sem engu tilefni.
20. apríl - 20. maí
Naut Einbeittu þér að því sem er mik-
ilvægt svo þú eyðir ekki allri orkunni í það
sem virðist brýnt. Láttu þér hvergi bregða
þó þú verðir fyrir gagnrýni og haltu þínu
striki.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt þig langi mest til þess að
klára hlutina upp á eigin spýtur, eru sum
verkefni þess eðlis að þau þarf að leysa í
samráði við aðra. Ýmsum finnst þú mjög
aðlaðandi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samskipti við systkini og aðra fjöl-
skyldumeðlimi gætu orðið stirð í dag.
Láttu fjölskylduna og heimilið hafa for-
gang.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Framtíðaráform eru þér ofarlega í
huga. Taktu málin í þínar hendur og not-
aðu kraftana í mikilvægari verkefni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú nýtur þess að vera til þessa
dagana því þú hefur hitt skemmtilegt fólk
og gert margt sem þú hefur ekki upplifað
áður. Góð samskipti eru ómetanleg.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú verður að sníða þér stakk eftir
vexti því það kostar bara vandræði að láta
óskhyggju ráða för. Varastu villur því það
er mjög líklegt að þær eigi sér stað í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Er einhver að spúa eldi í dag?
Ert það kannski þú? Reyndu að missa ekki
stjórn á skapinu. Leggðu þig allan fram.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú finnur löngun hjá þér til að
gera eitthvað nýtt og gætir fengið tæki-
færi til þess fyrr en síðar. Reyndu að
komast að samkomulagi um gamlan
ágreining.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að sýna vinum og sam-
starfsfólki þínu skilning og þolinmæði í
dag. Aðeins þannig verður þér eitthvað
ágengt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það sem var rétt í gær, er ekki
endilega rétt í dag og það sem hentar þér
er ekki endilega það rétta fyrir aðra.
Sýndu öðrum tillitssemi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er hætt við að áætlanir sem
tengjast ástamálum og börnum breytist í
dag. Reyndu að fylgjast vel með því sem
er að gerast í kringum þig.
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum á horninu við Smiðju-
stíg. Hann var að koma að norð-
an: „Veðrið er gott á Akureyri,“
sagði hann. „Það er annað en fyr-
ir vestan!“ og fór fyrir mig með
vísu eftir Hjálmar Freysteinsson,
sem hann hafði lært af Leirnum á
þriðjudaginn:
Á Vestfjörðum er veðrið enn
versti ófögnuður.
Á Ísafirði eru menn
sem aldrei koma suður.
„Oh, ég held það væsi ekki um
þá,“ sagði karlinn og sleikti út
um:
Sjósiginn bútung og mörflot með
matinn veit ég bestan;
kæstan hákarl hef ég séð
í hjöllunum fyrir vestan.
Og leit upp til himins – og væri
eftir honum að segja eins og Sig-
fús Blöndal:
Svo eftir endaðan
ævinnar vetur
húrra ég til himnaríkis,
heilsa upp á Pétur;
vona að blessunin
vel til mín geri
og gefi mér harðfisk,
já, harðfisk með sméri.
Jón Bjarnason alþingismaður
fæddist í Asparvík á Ströndum.
Hann var skólastjóri Bændaskól-
ans á Hólum, en fór í prófkjör hjá
Samfylkingunni fyrir alþing-
iskosningarnar 1999 en fékk ekki
stuðning, svo að hann bauð sig
fram fyrir vinstri græna og náði
kjöri:
Útfallið í Asparvík
hreif eitt sinn sprek með skegg og
kraga,
rótlaust sprek í rauðri flík;
það rak á fjörur Tröllaskaga.
Um svipað leyti var ort um Ein-
ar Odd Kristjánsson:
Sé ég út af látrum loddur,
lóminn kafa, skrækja ritur.
Fyrir vestan Einar Oddur
einn að kjötkötlunum situr.
Atli Heimir Sveinsson tónskáld
bað mig um vísur í þing-rapp, sem
hann var að semja:
Er þeir sparka orðknöttum
inn í mark hjá hver öðrum
eftir þjark í þingsölum
þá er harka í sendingum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sjósiginn bútung
og mörflot með
S
m
á
fó
lk
G
re
tt
ir
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
F
er
d
in
a
n
d
ALLT ER EINS
OG ÞAÐ Á AÐ VERA
ÞESSI DAGUR ER BÚINN
AÐ VERA HRÆÐILEGUR
SEM BETUR FER ER ÉG SÁ
EINI SEM SKIPTIR MÁLI
POLLÝ BORÐA KEX!
POLLÝ BORÐA KEX!
ÉG HEFÐI ORÐIÐ
GÓÐUR PÁFAGAUKUR
ÞETTA ER BRÉF
FRÁ MÓÐUR
MINNI...
HÚN
MINNIST Á
ÞIG!
ÞAÐ ER
FALLEGT AF
HENNI, HVAÐ
SKRIFAÐI HÚN
UM MIG?
HÚN BAÐ MIG AÐ MINNA ÞIG Á AÐ RAKA
SAMAN LAUFIN Í GARÐINUM OKKAR
ÞESSI HUNDUR
FER EKKI ÚT, ÞÚ
HEFÐIR ÁTT AÐ TAKA
HUNDINN SEM FÓR
KLUKKAN 16:15
Mikið kunna Akureyringar vel aðtaka á móti gestum, ekki síst
um páska. Víkverji, sem er borinn
og barnfæddur Reykvíkingur, hefur
miklar mætur á því sem er á boðstól-
unum á Akureyri um páska. Það á
við um skíðalöndin í Hlíðarfjalli, fjöl-
breytta menningar-, skemmti- og
tónlistardagskrá sem boðið er upp á,
að nú ekki sé talað um fjölbreytta og
góða veitingastaði sem Akureyr-
ingar státa af.
x x x
Það verður ekki sagt að samilubbahátturinn og heimóttar-
skapurinn hrjái Akureyringa um
helgidagana og gerir sjálfa höf-
uðborgina, Reykjavík, þar sem allt
var meira minna lok lok og læs yfir
páskana, veitingastaðir, söfn, enginn
strætó, ekkert og Víkverji veit ekki
hversu mörghundruð ferðamenn
máttu vera á vergangi þessa daga.
Fá ekkert að borða, komast ekki
neitt og hírast í líflausri og óspenn-
andi höfuðborginni yfir helgidagana.
x x x
Á Akureyri var bókstaflega allt op-ið. Bærinn iðaði af lífi. Hvert
súperbandið á fætur öðru skemmti á
Græna hattinum kvöld eftir kvöld,
Hundur í óskilum troðfyllti Leikhús
Akureyrar með hinni frábæru
skemmtun Saga þjóðar, þannig að
leikhúsgestir ráfuðu út í myrkrið
hálflamaðir af hlátri eftir óumræði-
lega fyndna kvöldstund og vitanlega
var einnig mikil menningardagskrá í
Hofi, þeirri glæsilegu menningar-
miðstöð Akureyringa.
x x x
Að mati Víkverja kunna Akureyr-ingar þetta svo vel, að þeir gætu
hæglega skipulagt námskeið fyrir
Reykvíkinga, hvernig eigi að taka á
móti gestum yfir bænadagana og
páskahelgina. Enda velkist Víkverji
ekki í nokkrum vafa um að bæjar-
félagið í heild þénar óhemju vel á
þessum fimm dögum og á hverja ein-
ustu krónu skilið.
x x x
Ekki má segja skilið við Akureyri,án þess að nefna gististaðinn
einu orði, en hann heitir einfaldlega
Sæluhús og stendur fyllilega undir
því nafni. vikverji@mbl.is
Víkverji
Þú hefur breytt eftir mér í kenningu,
hegðun, ásetningi, trú, langlyndi,
kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.)
Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16
STAKIR SÓFAR Á 30% AFSLÆTTI
Birmingham kr. 247.800
afsláttarverð kr. 176.460
Mancebo kr. 226.800
afsláttarverð kr. 158.760
Hera k
r. 218
.900
afslát
tarve
rð kr
. 153.2
30
Avignon kr. 211.600
afsláttarverð kr. 148.000
RÝMUM FYRIR
NÝJUM SÓFUM