Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 50

Morgunblaðið - 14.04.2012, Side 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 AF KVIKMYNDUM Davíð Már Stefánsson dms8@hi.is Vart er hægt að líta yfir síð-astliðinn áratug í kvik-myndagerð án þess að staldra aðeins við bandaríska leik- stjórann Wes Anderson. Með BA- gráðu í heimspeki frá University of Texas at Austin í farteskinu leik- stýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, Bottle Rocket, á sínu 27. aldursári árið 1996. Anderson og herberg- isfélagi hans, Owen Wilson, skrif- uðu handritið að myndinni en Wil- son lék einmitt aðalhlutverkið ásamt eldri bróður sínum, Luke Wilson.    Anderson hefur haldið tryggðvið þá bræður í vali sínu á leikurum og hefur Owen Wilson til að mynda leikið í öllum myndum hans hingað til. Eins og svo margir leikstjórar velur Anderson oft sömu leikarana til að túlka persón- ur sínar og hefur hann vísað til þeirra og tækniliðs síns sem fjöl- skyldu sinnar. Skemmtilegt er sam- band hans við leikarann Kumar Pallana, indverskan innflytjanda sem rak kaffihús sem Anderson og Owen Wilson sóttu gjarnan á há- skóladögum sínum. Anderson fékk Pallana til að leika lítið hlutverk í fyrstu kvikmynd sinni og nú, 93 ára að aldri, hefur hann leikið í fjórum myndum hans. Meðal þeirra sem tilheyra svokallaðri fjölskyldu er stórleikarinn Bill Murray. Murray er einstaklega vel til þess fallinn að túlka þær margræðu og ráðvilltu persónur sem Anderson skapar af svo mikilli snilld og samvinna þeirra tveggja er án nokkurs vafa til eftirbreytni.    Sá bragur sem er yfir öllummyndum Wes Andersons er einstakur. Sviðsmyndin og bún- ingar persónanna eru að jafnaði skemmtileg blanda sterkra frum- lita og jarðlita. Þó svo það sé aldrei tekið fram þá er sú tilfinning alltaf viðloðandi að sögurnar eigi að ger- ast á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Sú tilfinning styrkist við þá tónlist sem Anderson notar við gerð mynda sinna, en hún leik- ur stórt hlutverk í öllum þeirra. Í The Life Aquatic with Steve Zissou fékk hann brasilíska tónlistar- manninn Seu Jorge til að vera hluti af áhöfninni um borð í skipinu Belafonte. Inn á milli atriða syngur hann svo David Bowie-slagara á portúgölsku; frábær útfærsla sem Bowie sjálfum fannst mikið til koma. Persónur mynda hans eru ætíð skemmtilega brothættar og ófullkomnar og gefur það mynd- unum aukið raunsæislegt gildi. Kynning þeirra er yfirleitt mjög áhugaverð og þær beinu kynningar sem Anderson beitir eru oft og tíð- um frábærar. Það ríkir nær full- komið jafnvægi á milli gamanleiks og alvarleika í myndum hans sem endurspeglast í kæruleysislegum endurlausnum aðalpersónanna.    Oft er að því spurt hver sé íraun hinn raunverulegi höf- undur kvikmynda; leikstjóri, hand- ritshöfundur eða aðalleikarar. Wes Anderson er handritshöfundur allra sinna mynda, þó yfirleitt ásamt einhverjum öðrum, auk þess sem hann leikstýrir þeim. Það ligg- ur því beinast við að segja að hann sé höfundur þeirra. Það verður þó að segjast að myndirnar væru ekki þær sömu ef ekki væri fyrir túlkun t.d. Bills Murrays og Wilson- bræðra á hlutverkum sínum og að- komu Roberts Yeomans sem hefur séð um kvikmyndatöku í öllum myndum Wes Andersons. Það má því segja að þessi svokallaða fjöl- skylda sé höfundur myndanna en að Wes Anderson sé fjölskyldufað- irinn.    Aðdáendur Andersons þurfaekki að bíða lengi eftir nýrri afurð leikstjórans því kvikmyndin Moonrise Kingdom er væntanleg í kvikmydahús landsmanna í maí. Þar víkja Wilson-bræður fyrir Bruce Willis og Edward Norton og þykir mér áhugavert að sjá hvernig þeir, sérstaklega sá fyrrnefndi, falla að fjölskyldunni. Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir vel- gengni þessa stórkostlega leik- stjóra þó svo ýmis ljón hafi orðið á vegi hans. Til að mynda stóðu tvær fyrstu kvikmyndir hans, Bottle Rocket og Rushmore, engan veginn undir framleiðslukostnaði sínum.    Yfirveguð og jarðbundin fram-setning Andersons, oft á vo- veiflegum atburðum, kristallast svo fallega í skeytingarlausum per- sónum sem eru hvorki holdgerv- ingar illsku né góðmennsku heldur sýna fram á margræðni manneskj- unnar. Við bætast síðan afar aðlað- andi sviðsmyndir, vel útfærð atriði og skemmtileg klipping og úr verða gullmolar sem í raun skína skærar en öll þau verðlaun sem myndirnar hafa því miður ekki hlotið. Wes Anderson og fjölskyldan hans Opnunarmynd Úr nýjustu kvikmynd Andersons, Moonrise Kingdom. Bill Murray, Tilda Swinton, Bruce Willis og Edward Norton leika m.a. í henni. » Það virðist fáttætla að koma í veg fyrir velgengni þessa stórkostlega leikstjóra þó svo ýmis ljón hafi orðið á vegi hans. Skrautlegir Leikararnir Adrien Brody, Owen Wilson og Jason Schwartz- man í kvikmynd Andersons, The Darjeeling Limited, frá árinu 2007. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BATTLESHIP Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4 LORAX 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ „ÁKAFLEGA VEL HEPPNUÐ ÆVINTÝRAMYND“ A.L.Þ - MBL HHHH Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN HHHH DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG EIN FLOTTASTA MYND ÁRSINS FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR TRANSFORMERS MEÐ TAYLOR KITSCH, LIAM NEESON OG HINNI SJÓÐHEITU RIHANNA -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU POWE RSÝN ING KL. 10 SÉÐ OG HEYRT/KVIKMYNDIR.IS FRÉTTABLAÐIÐ “FRUMLEG OG MEINFYNDIN SÝRA SEM ÞARF AÐ SJÁ TIL AÐ TRÚA!” - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS T.V. - VIKAN/SÉÐ OG HEYRT Þ.Þ. FRÉTTATÍMINNDREPFYNDIN MYND! BESTA MYND ÁRSINS UM NASISTA Á TUNGLINU Í FRAMTÍÐINNI! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% NÁNAR Á MIÐI.IS BATTLESHIP KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5.15 - 8 - 10.45 12 BATTLESHIP LÚXUS KL. 2 - 5 - 8 - 10.45 12 AMERICAN PIE REUNION KL. 1 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 6 L HUNGER GAMES KL. 5 - 8 – 11* 12 SVARTUR Á LEIK KL. 8 - 10.30 16 *AÐEINS LAUGARDAG ** AÐEINS SUNNUDAG BORGARBÍÓ 21 JUMP STREET FORSÝNING KL. 10.20* 14 IRON SKY KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.45 - 8 - 10.15** 12 BATTLESHIP KL. 3 (TILBOÐ) - 6 - 9 12 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3 (TILBOÐ) L LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3 (TILBOÐ) L HUNGER GAMES KL. 9 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 BATTLESHIP KL. 8 - 10.20 12 AMERICAN PIE: REUNION KL. 8 - 10.10 12 HUNGER GAMES KL. 5.30 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.50 16 LORAX 3D KL. 2 (TILBOÐ) - 3.50 LORAX 2D KL. 2 (TILBOÐ) - 3.50 L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.