Morgunblaðið - 27.04.2012, Qupperneq 1
Stofnað 1913 98. tölublað 100. árgangur
Ljúffengar uppskriftir með matreiðslurjóma
er að finna á www.gottimatinn.is
Rjómi með tappa
endist lengur!
ATH!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
AFMÆLISVEISLAN
FRUMSÝND Í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU
ALLT UM HJÓL
OG HJÓLREIÐAR
LANDSMANNA
HELENA MEÐ
NÝTT TILBOÐ
FRÁ SLÓVAKÍU
24 SÍÐNA AUKABLAÐ TVÖFALDUR MEISTARI ÍÞRÓTTIRTÓNLISTIN HEILLAR 42
Skólastjórar Nýja ökuskólans og
Ökuskólans í Mjódd segja báðir að
fleiri sækist nú eftir að afla sér
réttinda til farþegaflutninga. Eina
skýringin sem þeir kunna á þessu
er að ökumennirnir telji að aukinn
straumur ferðamanna til landsins
kalli á fleiri rútubílstjóra.
„Ég býst við að skýringin sé
umræðan um aukningu í ferða-
þjónustu,“ segir Svavar Svav-
arsson, skólastjóri Nýja ökuskól-
ans.
Hann segir aukninguna umtals-
verða. Hópurinn sem fari á nám-
skeið til að öðlast réttindi til far-
þegaflutninga sé fjölbreyttur.
Algengt sé að þeir sem hafi áður
náð sér í réttindi á vörubíl og vöru-
bíl með vagni vilji nú bæta við sig
rúturéttindunum sem þeir höfðu
kannski ekki áður áhuga á því far-
þegaflutningar kalli á mikla kvöld-
og helgarvinnu. „En núna geta
menn bara minna valið það sem
þeir vilja heldur verða að velja
greinar þar sem þörf er fyrir
hendi,“ segir hann.
Guðbrandur Bogason, skóla-
stjóri Ökuskólans í Mjódd, hefur
svipaða sögu að segja. Merkj-
anlega meiri áhugi sé á ökurétt-
indum til fólksflutninga og engin
skýring önnur sé á því en aukin
umsvif í ferðaþjónustu.
Fleiri vilja aka ferðamönnum
Kostnaður Réttindi til að aka rútu
kosta hátt í 300.000 krónur.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
F Ö S T U D A G U R 2 7. A P R Í L 2 0 1 2
Reuters
Væntanlegur Russel Crowe leikur í mynd
um Nóa sem verður tekin hér að hluta.
Truenorth ehf. kemur að tökum
á þremur stórum kvikmyndaverk-
efnum hér á landi í sumar. Nýlega
var greint frá því nýjasta, Noah
eða Nóa, með Hollywood-
leikaranum Russel Crowe í aðal-
hlutverki.
Auk Nóa kemur Truenorth ehf.
að tökum á fleiri kvikmyndum þar
sem þekktar Hollywood-stjörnur
verða í aðalhlutverkum. Þar má
nefna myndirnar Oblivion með
Tom Cruise og The Secret Life of
Walter Mitty með Ben Stiller.
Truenorth ehf. lagði fram beiðni
til Rangárþings ytra um að fá að
kvikmynda nálægt Veiðivötnum í
sumar. Hreppsráð Rangárþings
ytra tók erindið fyrir í gær og
samþykkti það með skilyrðum. »6
Hollywood-stjörn-
urnar koma hver á
fætur annarri
Þungt í lögreglumönnum
» Mikill þungi var í umræðum
um kjaramál á landsþingi lög-
reglumanna í vikunni.
» Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra hélt erindi á
þinginu og svaraði fyrir-
spurnum fundarmanna.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Rekstur lögreglunnar gengur ekki
lengur upp,“ segir Snorri Magnús-
son, formaður Landssambands lög-
reglumanna, LL, um ályktun sem
þing sambandsins samþykkti í vik-
unni um að „lögreglan á Íslandi verði
lögð niður í núverandi mynd“.
Snorri segir ályktunina, sem sam-
þykkt var einróma, hafa verið gerða
vegna gríðarlegs niðurskurðar á
fjárframlögum til lögreglunnar og
fækkunar lögreglumanna. Hann
segir búnaðarmál, þjálfun og sí-
menntun lögreglunnar vera í ólestri.
„Þetta er greinilega stílbragð af
hálfu Landssambands lögreglu-
manna til þess sniðið að leggja
áherslu á mikilvægi þess að styrkja
löggæsluna og að nóg sé komið af að-
halds- og niðurskurðaraðgerðum,“
segir Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra um ályktunina. „Ástæð-
urnar fyrir niðurskurði undangengin
ár eru öllum kunnar. Einnig lög-
reglumönnum. Nú fer sólin vonandi
hækkandi á hinum efnahagslega
himni og þar með vonandi einnig inn-
an lögreglunnar. Löggæslan þarf að
vera í lagi og þar er ég á einu máli
með Landssambandi lögreglu-
manna,“ segir Ögmundur.
MSegir öryggi lögreglu... »2
Lögreglan verði lögð niður
Þing Landssambands lögreglumanna samþykkti harðorða ályktun vegna mikils
niðurskurðar Innanríkisráðherra segir ástæður niðurskurðar öllum kunnar
Gunnar Guðbrandsson Fáksfélagi lagði sitt af
mörkum ásamt öðrum félagsmönnum þegar þeir
komu saman í gærkvöldi í Víðidal til að undirbúa
svæðið fyrir Landsmót hestamanna sem fram fer
á félagssvæðinu í sumar. Verkefnið snerist um
að setja upp grindverk utan um Hvammsvöll, að-
alkeppnisvöll svæðisins. Framkvæmdir hafa
staðið yfir síðan 2010 og eru ennþá nokkur stór
verkefni eftir, en þeim lýkur 20. maí nk. »12
Fáksmenn á fullu við undirbúning landsmóts í sumar
Morgunblaðið/Kristinn
Þegar haft er í
huga að snjó-
hengja af-
landskróna er
talin vera um
þúsund millj-
arðar þá er ljóst
að það tæki ára-
tugi að afnema
gjaldeyrishöftin
ef ætlunin væri að leka aflands-
krónum út úr hagkerfinu fyrir til-
stilli erlendrar fjárfestingar. Þetta
kemur fram í fréttabréfi Júpiters
rekstrarfélags. Bent er á að bein
erlend fjárfesting hafi numið 1,6%
sem hlutfall af landsframleiðslu
1991-2010 að undanskildum ár-
unum 2005-2007. »20
Tæki áratugi að
afnema höftin