Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 32

Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 ✝ VilhjálmurÞórsson, frá Bakka í Svarf- aðardal, fæddist 23.04. 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21.4. 2012. Vilhjálmur var yngstur sex barna Þórs Vilhjálms- sonar, f. 13.3. 1893, d. 6.12. 1975 og Engilráðar Sigurðardóttur, f. 1.6. 1896, d. 10.8. 1993. Einn- ig áttu þau eina uppeld- isdóttur. Systur hans voru Kristín, Ósk Filipía, Eva, Helga og Rannveig Steinunn en þær eru allar látnar. Uppeldissystir hans er Anna Gréta Þorbergsdóttir. Árið 1978 giftist Vil- hjálmur Guðrúnu S. Magnúsdóttur, f. 12.1. 1936, en þau skildu. Guðrún á fjóra syni og eina dóttur. Vilhjálmur lauk barna- og ungl- ingaskóla í Svarf- aðardal. Síðan fór hann til náms, fyrst í Reykholt í Borgarfirði en síðan á Hvann- eyri. Vilhjálmur starfaði mestalla sína starfsævi sem sjálfstæður atvinnurekandi. Útför Vilhjálms fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 27. apríl kl. 14. Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði. Minningar streyma fram í hugann er ég undirritaður minnist Villa frænda eins og ég gjarnan nefndi hann er hann bar á góma við skylda sem óskylda. Hugurinn leitar til bernskuáranna – til sumarsins 1947 er ég kom á Bakka til sum- ardvalar 5 ára gamall til Engil- ráðar og Þórs móðurbróður míns og ykkar systkina og þau sjö sumur er fylgdu í kjölfarið. Bakki er vel í sveit settur í miðjum Svarfaðardalnum. Þar var skemmtilegt að vera við leik og störf. Gestagangur mikill, líf og fjör flesta dagana. Þú sjálfur oft að heiman við ýmis önnur störf. En þegar þú birtist færð- ist birta og gleði yfir huga ungs drengs. Yfir þér var seiðmagn- aður töfraljómi sem þá var erf- itt að skilja til hlítar. Þannig var einnig farið með herbergið þitt á Bakka, „Kvist- inn“, sem var eins og heilagt vé. Þar kenndi ýmissa grasa er for- vitnum fannst yndislegt að upp- lifa og skoða þegar enginn sá til manns. Út um gluggann blasti við frábært útsýni yfir á ið- grænan austurkjálkann, Rim- arnar í öllu sínu veldi, og ekki síst sjálfa ána er liðaðist um dalinn í allri sinni dýrð. Ána þar sem silungarnir kúrðu í hyljum og biðu þess að þú færir með manni til veiða. Ég var svo lánsamur að kynn- ast þér einmitt á því aldurs- skeiði er mannshugurinn verð- ur fyrir þeim áhrifum sem endast allt lífið og tengjast vin- áttuböndum er aldrei hafa rofn- að. Seinna fluttist þú suður í „Kvistinn“ að Skipasundi 13 – til foreldra minna og bjóst þar í tólf ár og gerðist einn af stærri verktökum við mannvirkjagerð á Íslandi, m.a. við Búrfellsvirkj- un og víðar. Það má segja að Bakki og Skipasund 13 hafi virkað sem félagsmiðstöð – er stóð öllum opin, Bakki að sumri til en Skipasundið að vetri til. Umhyggja þín, hjálpsemi í minn garð, góðvild og þolin- mæði að hlusta á og trúa litlum snáða gleymist eigi. Eins þakk- ir fyrir spilakennsluna og allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman við spilaborðið gegnum árin. Lífsstef þitt var jafnvægi náttúrunnar, jafnvægi milli hins sterka og veikari, eldri og yngri. Villi var í senn trúr bernsku sinni og uppvaxtarár- um úr Dalnum og þeirri lífs- reynslu er hann ávann sér gegnum árin. Þar sem orð og athafnir manna voru leiðarljósið að betra mannlífi, vonar og trú- ar til jöfnunar. Á annan veg var Villi frændi dulur, hlédrægur, einfari og varð að komast frá fánýti hvers- dagsins og fá að vera einn með sjálfum sér. Manninum er í reynd ásköpuð sú hvöt að taka afstöðu til mannlífsins í heild sinni eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Í slíku lífsspili var Villi ódeigur baráttumaður, spili sem verður aldrei að fullu lokið við, í þeirri fullvissu að alltaf mætti gera betur til að nálgast „markmiðið“. Í lífs- göngu hans mátti kenna þessa þætti ljóslega. Við Helga viljum þakka þér fyrir frábærar móttökur á heimili þínu á Dalvík, í heim- sóknum okkar í Dalinn fagra undanfarin sumur. Hér er góður drengur kvadd- ur. Blessuð sé minning þín. Þinn frændi, Eyjólfur Magnússon Scheving. Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann lætur. Þar er loftið svo tært, þar er ljósblikið skært. – Þar af lynginu er ilmurinn sætur. (Hugrún.) Já, það eru forréttindi að alast upp í þessum fallega dal. Því fengum við, stóri systkina- hópurinn frá Bakka, að kynn- ast. Ólumst upp með mömmu, pabba, ömmu og afa, frænkum og frændum. Villi móðurbróðir okkar tilheyrði þessum hóp. Villi var vinur vina sinna, fylgdist vel með öllu og hafði sterkar skoðanir á hlutunum. Hann var ekki mikið að bera tilfinningar sínar á torg, frekar en veiðimönnum er tamt, en stórt hjarta hafði hann samt sem áður. Hann hafði unun af því að stunda veiðar á öllum sviðum, hvort sem var að eltast við fiska eða fugla. Við krakkarnir minnumst þess að jólin voru fullkomin á Bakka þegar Villi kom og það var farið að spila, þá var sko fjörið. Hann hafði unun af því að spila og átti góðan hóp af vinum sem hann spilaði reglu- lega við fram á síðustu stund. Við viljum minnast Villa með þessu fallega ljóði um dalinn sem honum var svo kær. Þetta’er dalurinn minn, hann er dalurinn þinn. Þar í draumunum eigum við sporin. Þar er veröld svo góð þar sem vaggan þín stóð, þar er frjálslegt og fagurt á vorin. Hann er törfrandi höll, hann á tignarleg fjöll, þar í laufbrekkum lækirnir hjala. Mér er kliður sá kær, ég vil koma’honum nær. Hann er öndvegi íslenskra dala. (Hugrún.) Við þökkum samfylgdina, kæri frændi. F.h. systkinanna frá neðri hæðinni á Bakka, Halldóra Lilja. Vilhjálmur Þórsson ✝ Gunnar Guð-mundsson fæddist 2. júlí 1932 í Bolungarvík. Hann lést á Land- spítala við Hring- braut, blóðlækn- ingadeild, hinn 20. apríl sl. Foreldrar Gunn- ars voru Guð- mundur S. Ásgeirs- son sjómaður og Jensína Ólöf Sólmundsdóttir. Bæði voru þau fædd í Dýrafirði en fluttu á barnsaldri til Bol- ungarvíkur þar sem þau bjuggu síðan. Auk Gunnars eignuðust þau þrjá aðra syni: Sævar f. 1930, Geir f. 1931 og Rögnvald f. 1934, d. 1988. Fyrir átti Guð- mundur dótturina Svandísi sem er látin. Gunnar kvæntist 5.4. 1958 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingi- björgu Pétursdóttur, frá fæddist andvana drengur 10.8. 1959. Gunnar ólst upp í Bolung- arvík en flutti til Reykjavíkur vorið 1952. Þar gekk hann í Iðn- skólann og lagði stund á múr- araiðn. Hann starfaði alla tíð við iðn sína. Á yngri árum tók Gunnar þátt í skátastarfi og hafði ætíð mikið yndi af því að ferðast um í íslenskri náttúru sem hann unni heitt. Gunnar hafði gaman af því að hreyfa sig og áhuga á ýmsum íþróttum. Hann lagði stund á fimleika og var í sýningarflokki Ármanns á 6. og 7. áratugnum og var dóm- ari í fimleikum um skeið. Á efri árum fór hann gjarnan á göngu- skíði og á skauta langt fram á áttræðisaldur. Þá hafði hann einnig ánægju af golfi. Gunnar las mikið, einkum ljóð og bækur sögulegs eðlis. Hann hafði áhuga á stjórnmálum og fylgd- ist vel með þróun lands- og heimsmálanna. Gunnar og Ingibjörg fluttu í Stóragerði árið 1961 og bjó hann þar alla tíð síðan. Útför Gunnars verður gerð frá Grensáskirkju föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 13. Tungukoti á Vatns- nesi, f. 11.6. 1934. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Theodór Jónsson frá Stöpum á Vatnsnesi og Krist- ín Jónsdóttir frá Seljatungu í Flóa. Börn Gunnars og Ingibjargar eru: 1) Guðbjörg f. 7.12. 1957, maki Pétur Ingi Guðmundsson. 2) Kristín Sigríður f. 30.9.1961, maki Sig- þór Þórarinsson. Dætur Krist- ínar eru Sigríður Sigurjóns- dóttir f. 23.12. 1983, maki Ármann Andri Einarsson, dóttir þeirra er Elín Lilja f. 11.6. 2010, og Kristína Mekkin Haralds- dóttir f. 14.12. 1990. 3) Ástrós f. 24.7. 1964, maki Þorfinnur Ómarsson. Sonur Ástrósar er Baltasar Breki Samper f. 22.7. 1989. Gunnari og Ingibjörgu Margar minningar koma upp í hugann er ég minnist bróður míns Gunnars. Hann var fæddur í Bolungarvík í húsi er stóð á malarkambinum fyrir ofan lend- ingarvarirnar en húsið hafði áður verið verbúð. Við vorum fjórir bræðurnir og aðeins fjögur ár skildu að þann elsta, Sævar, og þann yngsta, Rögnvald. Á þess- um árum var lífsbaráttan hörð. Faðir okkar var sjómaður og var stundum í burtu á vertíðum. Foreldrar okkar höfðu hænsni og kindur til að drýgja tekjurnar og lærðum við því fljótt að hjálpa til heima. Leikvöllurinn var kamburinn og varirnar og sóttu margir drengir til okkar og var því oft glatt á hjalla. Það kom fljótt í ljós að Gunnar var efni í góðan íþróttamann og var sama hvaða íþrótt var í boði, annað en sund. Í plássið hafði flust maður að nafni Guðjón Bjarnason, bak- ari, frá Ísafirði. Hann var einn af fjölhæfustu íþróttamönnum landsins og sóttum við mikið til hans ásamt öðru æskufólki í þorpinu. Fyrsta viðurkenningin í íþróttum sem Gunnar fékk voru fegurðarverðlaun fyrir glímu. Hann átti síðar eftir að standa sig vel í frjálsum íþróttum en fimleikar voru hans uppáhald. Gunnar fór í sveit að Hæsta- Hvammi í Dýrafirði til heiðurs- hjónanna Ingibjargar Jónsdótt- ur og Jóns Arasonar, útvegs- bónda. Mörg börn voru þá í Hvammi og voru tómstundirnar vel notaðar. Gunnar var svo heppinn að komast í skipsrúm á Bangsa til Jóns Guðfinnssonar, þá fimmtán ára gamall. Hann fór einnig að grípa í múrverk hér heima hjá Kristni Þórðarsyni Brekkholt. Meðal annars tók hann þátt í að pússa félagsheim- ilið og sjúkraskýlið. Gunnar fluttist til Reykjavíkur árið 1952 og fór að læra múrverk hjá Ólafi Pálssyni er kenndur var við Siglufjörð. Múrverk varð síðan ævistarf hans. Hann þótti mjög vandvirkur og var því eftirsóttur múrari og flísalagningarmaður. Vinnudagurinn var oft langur. Fyrst eftir að hann fluttist suður kom hann vestur um jól. Tvíveg- is kom hann hingað til Bolung- arvíkur til að múra hús eftir að hann lauk námi. Fljótlega eftir að suður kom fór hann í fim- leikadeild Ármanns og komst fljótt í sýningarflokkinn er fór víða um land í sýningarferðir og meðal annars fóru þeir í sýning- arferð til Færeyja. Honum var boðið að koma til Finnlands til að æfa fimleika en hann þáði ekki það boð. Seinna var hann lengi dómari í fimleikum. Árið 1958 kvæntist Gunnar Ingibjörgu Pétursdóttur. Þau eignuðust fljótlega íbúð að Stóragerði 28 þar sem þau bjuggu alla tíð. Gunnar var mikill fjölskyldu- maður og tók þátt í áhugamálum dætra sinna og barnabarna. Hann átti við veikindi að stríða undanfarið en vildi ekki gera mikið úr veikindum sínum. Ég var svo heppinn að hitta hann fyrir tæpum hálfum mánuði og áttum við góða stund saman. Immu, dætrum þeirra og fjöl- skyldum vottum við hjónin inni- lega samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. Geir Guðmundsson. Hverfum um stund aftur til ársins 1961 en þá var borgin í ör- um vexti og ný hverfi eins og Háaleitishverfið í uppbyggingu. Þangað flykktist barnafólkið svo að allt iðaði af lífi og athafnasemi í umhverfinu. Þar liggja leiðir okkar hjóna og Gunnars og Ingi- bjargar fyrst saman. Við vorum öll frumbýlingar í Stóragerðinu sem þurftum að brasa margt sameiginlega, sér í lagi fyrstu ár- in. Fljótlega myndaðist þægilegt nágrannasamband okkar á milli sem haldist hefur alla tíð síðan. Þannig varð Stóragerðið gata bernsku barnanna okkar og sam- gangur tíður yfir ganginn hjá ungviðinu og húsmæðrunum. Hjá Helgu og Agli börnum okkar voru þau hjón ætíð titluð Ingi- björg og Gunnar „á móti“ – en það var heiðurstitill. Gunnar var dulur á sjálfan sig en hafði sínar skoðanir á hlut- unum þótt hann bæri þær ekki á torg. Umfram allt var hann hóg- vær og viðmótsgóður í allri um- gengni. Hann var einnig bæði liðtækur og hjálpsamur þegar til hans var leitað, eiginleikar sem við höfum ávallt kunnað vel að meta. Gunnar var mikill fjölskyldu- maður og sérlega natinn við kon- una sína og dætur, ætíð vakandi yfir velferð þeirra og annarra af- komenda. Hann var ekki kvarts- ár maður, barmaði sér aldrei og það var alltaf allt í lagi hjá hon- um að eigin sögn. Þess vegna kom andlát hans okkur nokkuð á óvart þrátt fyrir að við vissum að hann gengi ekki heill til skógar. Þau hjón Ingibjörg og Gunnar hafa reynst okkur afar góðir ná- grannar og sambýlingar í hálfa öld og einu ári betur. Fyrir það viljum við þakka um leið og við sendum Ingibjörgu og fjölskyld- unni allri okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um góðar stundir lifa í hjörtum ykk- ar. Alda, Steini og fjölskylda. Mætur maður er fallinn frá, Gunnar Guðmundsson múrari. Ég kynntist Gunnari sem ung- lingur er ég varð tíður gestur á heimili þeirra Ingibjargar í Stóragerði þegar við elsta dóttir þeirra, Guðbjörg, urðum vinkon- ur. Mér líður aldrei úr minni hversu fjarskalega vel þau hjón tóku ávallt á móti mér og ætíð fannst mér ég vera ákaflega mik- ill aufúsugestur. Þannig var ein- mitt framkoma þeirra við alla, ekki síst okkur unglingana, við okkur var rætt af alvöru og skynsemi og ekki látið sem við værum ábyrgðarlausir krakkakj- ánar. Það voru jafnt þjóðmál sem heimsmál sem bar á góma og sterk réttlætiskennd ríkti þar. Augljóst var að húsráðendur voru ráðvant fólk sem gekk til verka af alúð, heiðarleika og vinnusemi. Þrátt fyrir ríkan áhuga á samfélaginu var þar jafnframt glaðværð og jákvæðni, hjá Gunnari fyrst og fremst hljóðlát og hógvær kímni, en þó kunni hann vissulega að segja skemmtilega frá. Gaman var að heyra hann segja frá æsku sinni fyrir vestan og ekki spillti fyrir að verið gat að við fengjum rikling af heima- slóðum hans til að japla á undir frásögninni. Það var dýrðin ein. Hjá Gunnari fékk ég líka að smakka almennilega kæsta skötu með hnoðmör í fyrsta sinn en þar fór smekkur okkar ekki eins vel saman og hvað yndislegan harð- fiskinn að vestan varðaði. Gunn- ar var ætíð sannur Vestfirðingur þótt hann byggi öll sín fullorð- insár hér fyrir sunnan enda voru ferðirnar vestur honum mikil- vægar. Einnig átti fjölskyldan skemmtilegt athvarf í bústaðn- um í Grímsnesinu þar sem Gunn- ar undi sér við að dytta að. Þang- að var einnig yndislegt að sækja þau heim og maður fann að þar var Gunnar í essinu sínu. Nú eru þessar stundir minningin ein. Stundirnar með Gunnari eru nú líka dætrum hans og afkomend- um dýrmætar minningar sem þau geta kallað fram, nú þegar hann hefur þurft að láta í minni pokann fyrir lúmskum andstæð- ingi sem hann þó barðist við af sama æðruleysi og ætíð ein- kenndi hann. Missir Ingibjargar og söknuð- ur er þó vafalaust mestur þegar traustur bóndi hennar til hálfrar aldar er genginn. Megi minning- arnar veita þér huggun, Ingi- björg mín, meðan sárasta sorgin herjar á og síðan styrkja þig og verma er frá líða stundir. Þér, dætrunum, Guggu, Stínu og Ást- rós, og öðrum ástvinum votta ég einlæga samúð mína og bið þess að réttsýni Gunnars verði öllum sem hann þekktu leiðarljós. Hvíli hann í friði. Áslaug J. Marinósdóttir. Gunnar Guðmundsson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSMUNDAR GUÐMUNDSSONAR fv. skipstjóra, Árskógum 6, Reykjavík. Sigríður Einarsdóttir, Einar Eysteinn Jónsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, mágkona og amma, ÞÓRUNN NANNA RAGNARSDÓTTIR frá Vogi við Raufarhöfn, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 20. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Jóhann Hólmgrímsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Jón Skúli Indriðason, Hólmgrímur Jóhannsson, Ingibjörg María Gylfadóttir, Svanhvít Jóhannsdóttir, Djamel Seba, Ragnar Axel Jóhannsson, Olga Friðriksdóttir, Ingvaldur Jóhannsson, Ásdís Hallgrímsdóttir, Ingunn Ragnarsdóttir, Már Óskarsson, Gunnar Ragnarsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Heiðar Ragnarsson, Sigrún Guðjónsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON, Haukanesi 5, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 24. apríl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bergþóra Guðbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.