Morgunblaðið - 27.04.2012, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Stúlknakórinn Draumaraddir Norð-
ursins hefur gefið út sinn fyrsta
geisladisk, Súkkulaðiland, sem inni-
heldur 15 erlend
sönglög, öll sung-
in með íslenskum
texta. Af því til-
efni verður efnt
til veglegra út-
gáfutónleika í
menningarhúsinu
Miðgarði í Skaga-
firði sunnudaginn
29. apríl nk. kl.
16. Í kórnum eru
um 20 stúlkur úr
Skagafirði og Húnaþingi á aldrinum
11-18 ára, flestar frá Sauðárkróki en
koma allar úr Söngskóla Alexöndru
Chernyshova óperusöngkonu. Alex-
andra stjórnar kórnum, hún útsetti
lögin á disknum og sá um upptökur.
Flestir textarnir eru eftir Hilmi Jó-
hannesson.
Stúlknakór hefur verið starf-
ræktur við söngskólann frá stofnun
hans árið 2008 og tekið þátt í mörg-
um verkefnum síðan, m.a. sam-
starfsverkefninu Nordplus. Í
tengslum við það verkefni er kórinn
nýlega kominn heim frá Litháen og
fór til Eistlands sl. haust. Í júlí
stendur fyrir dyrum ferð til Lett-
lands þannig að kórinn er á faralds-
fæti. Draumaraddirnar vinna saman
verkefni með söng- og grunnskólum
í þessum löndum og gista á heimilum
þátttakenda. Hópar frá Eistlandi og
Lettlandi eru einmitt staddir hér á
landi og munu taka þátt í útgáfu-
tónleikunum í Miðgarði á sunnudag-
inn. Kórinn var einnig með tónleika í
Ráðhúsi Reykjavíkur um liðna helgi,
sem hluti af Barnamenningarhátíð-
inni, auk þess að syngja í Laugar-
dalslauginni.
Skemmtilegt og lærdómsríkt
„Þetta hefur verið mjög skemmti-
legt verkefni og lærdómsríkt fyrir
stúlkurnar. Ferðirnar út hafa
heppnast mjög vel. Við höfum fengið
góða aðstoð frá vinum okkar og for-
eldrar hafa verið duglegir að safna í
ferðasjóð og vinna með okkur. Guð-
rún Ásmundsdóttir leikkona var
með okkur í Litháen en hún hefur
alltaf stutt vel við bakið á starfsemi
söngskólans,“ segir Alexandra.
Hún vonast til að sjá sem flesta í
Miðgarði á sunnudaginn og lofar
fjölbreyttri og skemmtilegri fjöl-
skylduskemmtun. Undirleikur á tón-
leikunum verður í bland lifandi á pí-
anó, gítar og fiðlu auk undirspils af
geisladisknum. Húsið er opnað kl.
15:20. Forsala miða fer fram í Tísku-
húsinu á Sauðárkróki. Aðgangseyri
er stillt í hóf: 500 kr. fyrir börn að 16
ára aldri og 1.000 kr. fyrir fullorðna.
Súkkulaðiland Drauma-
radda norðursins
Útgáfutónleikar nýs geisladisks í Miðgarði á sunnudag
Morgunblaðið/Eggert
Draumaraddir Stúlknakór úr söngskóla Alexöndru Chernyshova á tón-
leikum í Ráðhúsinu á Barnamenningarhátíð í Reykjavík.
Alexandra
Chernyshova
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef löngum heillast af verkum
Pinters og því tók ég þessu verkefni
fagnandi,“ segir Guðjón Pedersen
sem leikstýrir Afmælisveislunni eftir
Nóbelsskáldið Harold Pinter sem
frumsýnd verður í Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld kl. 19:30. Eins og
kunnugt er tók
Guðjón við leik-
stjórnartaum-
unum af Baltasar
Kormáki sem
varð frá að hverfa
í kjölfar velgengni
kvikmyndar sinn-
ar Contraband.
Spurður hvern-
ig hafi verið að
taka við taum-
unum af Baltasar segir Guðjón það
hafa verið ljúft. „Mér var tekið af-
skaplega vel, enda er þetta eðalhópur
sem kemur að þessari uppsetningu.
Það var því mikill heiður og ánægja
að fá að vinna með þessu fólki,“ segir
Guðjón.
Refsað fyrir óljósan glæp
Afmælisveislan er fyrsta leikrit
Pinters í fullri lengd, en það var
frumflutt árið 1958. Í verkinu segir af
Stanley sem er fremur framtakslaus
ungur maður, sem virðist áður hafa
unnið fyrir sér sem píanóleikari.
Hann lifir þó á vissan hátt við ákveðið
öryggi þar sem hann býr í herbergi í
niðurníddu gistihúsi í litlum bæ við
sjávarsíðuna í Bretlandi, dekraður af
eiginkonu gistihúseigandans. Skyndi-
lega er honum kippt af afli út úr þess-
ari veröld, þegar tveir dularfullir
menn birtast til að refsa honum fyrir
glæpi sem óljóst er hverjir eiginlega
eru. Eiginkona gistihúseigandans vill
áköf halda afmælisveislu fyrir Stanl-
ey, en veislan breytist smám saman í
sannkallaða martröð.
Að mati Guðjóns hefur leikritið elst
vel. „Þetta er frekar tímalaus texti.
Þó svo í verkinu séu mjög sterkar
skírskotanir til þeirra pólitísku deilna
sem uppi voru í Bretlandi og Írlandi á
ritunartímanum þá er eins og hægt sé
að yfirfæra þær deilur yfir á aðra
hluti. Það skemmtilega við þetta verk
er að það fjallar um allt. Þannig geta
allir fundið sína merkingu í verkum
Pinters,“ segir Guðjón og tekur fram
að það sem sér finnist mest spenn-
andi við Pinter sé hversu mikla tónlist
sé að finna í textum hans.
„Pinter er maður orðsins. Tónlistin
sem birtist í verkum hans er samt allt
öðruvísi en t.d. tónlistin sem einkenn-
ir verk Shakespeares, sem ég hef
unnið mikið með í gegnum tíðina,“
segir Guðjón og tekur fram að verk
Pinters einkennist líka af mikilli
óræðni. „Ég er þannig viss um að
áhorfendur eigi eftir að sjá ólíka hluti
út úr sýningunni. Og það er það sem
er svo skemmtilegt og heillandi við
þetta leikrit. Það er svo opið,“ segir
Guðjón og tekur fram að hann gæti
vel hugsað sér að vinna með fleiri
leikrit Pinters. „Fyrir nokkrum árum
ríkti hálfgert Pinter-æði hérlendis.
Þannig sýndi P-leikhópurinn nokkur
verka skáldsins. Ég man að ég sá þau
öll og hreifst af skáldheimi Pinters.
Síðan þá hefur hann legið í dvala á Ís-
landi. Vinnan mín með Afmælisveisl-
una hefur hins vegar aukið áhuga
minn enn frekar á honum.“
Tónlistin í textanum heillar
Afmælisveislan
frumsýnd í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld
Afmælisbarnið Ingvar E. Sigurðsson leikur Stanley sem fær óvænta heimsókn tveggja dularfullra manna.
Guðjón
Pedersen
Gunnlaugur A.
Jónsson, pró-
fessor í gamla-
testament-
isfræðum við
guðfræði- og
trúarbragða-
fræðideild Há-
skóla Íslands,
verður sextugur
á laugardaginn
og af því tilefni
gefur Hið íslenska bókmennta-
félag út afmælisrit honum til heið-
urs og haldið verður málþing í há-
tíðarsal Háskólans kl. 13.30
afmælisdaginn.
Erindi flytja Guðrún Kvaran,
sem fjallar um áhrif Biblíunnar á
íslenskar nafngjafir, Terje Storda-
len, sem ræðir um hefðarveldi
guðspjallanna og Susan Gill-
ingham sem fjallar í máli og
myndum um áhrifasögu sálms 137.
Áshildur Haraldsdóttir flautuleik-
ari flytur lög á milli erinda, m.a.
eftir Sigvalda Kaldalóns móðurafa
Gunnlaugs.
Við þetta tækifæri verður Gunn-
laugi afhent afmælisritið sem ber
titilinn Mótun menningar/Shaping
Culture og vísar til áhuga hans á
áhrifum Biblíunnar á samfélag og
menningu.
Greinar í ritið skrifa um tuttugu
fræðimenn sem Gunnlaugur hefur
kynnst á ferli sínum, bæði hér
heima og erlendis. Bókin verður
um 400 síður. Ritstjórn skipa
Kristinn Ólason, Ólafur Egilsson
og Stefán Einar Stefánsson.
Málþingsstjóri er Ólafur Eg-
ilsson, fyrrv. sendiherra. Mál-
þingið er öllum opið.
Málþing og afmælisrit
Gunnlaugs A. Jónssonar
Gunnlaugur
A. Jónsson
Salóme Fann-
berg opnar sýn-
inguna Er lífið
saltfiskur? í Gull-
kúnst Helgu að
Laugavegi 13 í
dag kl. 18.
Þetta er þriðja
sýningin sem Sal-
óme heldur hér á
landi eftir langa
búsetu erlendis.
Sýningin verður opin á opn-
unartíma verslunarinnar fram að
26. maí nk.
„Salóme hefur verið órög að leita
á ný mið eftir „þráðum“ og ótrúleg-
ustu hlutir í umhverfinu verða
henni að efniviði. Þekktust er hún
fyrir þangið og óunna ull, sem hef-
ur verið sem rauður þráður í lista-
mannsferli hennar,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu. Myndverkin á
sýningunni hafa öll verið gerð eftir
heimkomuna á árunum 2007-2012.
Er lífið
saltfiskur?
Hafsauga eftir
Salóme Fannberg.
Pétur Gautur
listmálari opnar
sýningu á nýjum
málverkum í
Baksal Gallerís
Foldar á morgun
kl. 15. Stráka-
hljómsveitin The
Retros mun leika
við opnunina.
„Pétur Gautur
er kunnur lands-
mönnum fyrir uppstillingar sínar
sem hann málar með olíu á striga.
Efniviður sýningarinnar að þessu
sinni eru ýmis tilbrigði við hæglát-
an einfaldleika uppstillingarinnar,“
segir í tilkynningu sýningarhald-
ara.
Pétur Gaut-
ur hjá Fold
Eitt verka
Péturs Gauts.
Afmælisveislan eftir Harold Pinter
í þýðingu Braga Ólafssonar. Leik-
stjóri er Guðjón Pedersen. Höf-
undur leikmyndar er Gretar Reyn-
isson og búningahöfundur er
Helga I. Stefánsdóttir. Ólafur
Ágúst Stefánsson sér um lýsingu
og Kristinn Gauti Einarsson um
hljóðmynd. Aðstoðarleikstjóri er
Stefán Hallur Stefánsson. Leikarar
eru Ingvar E. Sigurðsson, Krist-
björg Kjeld, Erlingur Gíslason, Egg-
ert Þorleifsson, Björn Thors og
Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Listrænir
stjórnendur