Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta Fyrir rúmum mánuði var allt ívoða að mati stjórnarliða því að ekki tókst að fá samþykkt þingsins fyrir því að kosið yrði um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum í sumar.    Svo leið og beiðog í mánuð var ekkert gert í málinu sem áður hafði enga bið þolað.    Þegar stjórnarliðar loks rönk-uðu við sér var lögð fram breytingartillaga við tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs og gert ráð fyrir að kosið skyldi eigi síðar en 20. októ- ber.    Þessi breytingartillaga munbæta 250 milljónum króna við þau hundruð milljóna sem þegar hafa farið í þessa vinnu, en hvernig skyldi sú vinna hafa tekist?    Því svaraði Valgerður Bjarna-dóttir, formaður stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í gær.    Hún sagði að vilji væri til þessað leggja fram frumvarp til nýrrar stjórnarskrár á næsta þingi, en að fá þyrfti fólk sem hefði sérþekkingu í lögfræði til þess að yfirfara tillögu stjórnlagaráðs.    Tillagan, sem kjósa á um í haust,er með öðrum orðum ónothæf sem stjórnarskrá eftir alla þá vinnu og allan þann kostnað sem í hana hefur farið.    En til hvers er þá verið aðhenda 250 milljónum króna í að kjósa um þessa ónothæfu til- lögu? Valgerður Bjarnadóttir Dýr kosning um ónýtar tillögur STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 heiðskírt Bolungarvík 7 heiðskírt Akureyri 5 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 5 rigning Vestmannaeyjar 10 heiðskírt Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 11 heiðskírt Lúxemborg 15 léttskýjað Brussel 12 skýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 18 heiðskírt London 7 þoka París 20 heiðskírt Amsterdam 13 skýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 18 skúrir Vín 20 skýjað Moskva 16 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 12 skúrir Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 26 skýjað Winnipeg 5 alskýjað Montreal 15 alskýjað New York 12 alskýjað Chicago 26 alskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:48 22:03 ÍSAFJÖRÐUR 4:35 22:25 SIGLUFJÖRÐUR 4:17 22:09 DJÚPIVOGUR 4:13 21:36 Um 23% átján ára nemenda við íslenska skóla voru of þung/feit, 20% höfðu of mikið mittismál og 51% greindist með of hátt hlutfall líkamsfitu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem var ætlað að kynna áhættuþætti efnaskipta- sjúkdóma meðal 18 ára framhaldsskólanema og bera saman nemendur í bók- og verknámi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson þjálfunarlífeðl- isfræðingur, Erlingur Birgir Richardsson íþróttafræðingur, Kári Jónsson íþróttafræðingur og Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur unnu að rannsókninni og er fræðigrein eftir þau um hana í nýútkomnu Læknablaði. Flestir nemendanna (84%) höfðu sæmilegt út- hald eða betra, þrátt fyrir að aðeins 34% næðu ráðlagðri hreyfingu á hverjum degi. Samkvæmt hlutfalli líkamsfitu voru 33% drengja og 22% stúlkna of feit en jafnframt var hlutfall drengja (57%) með mjög gott úthald hærra en stúlkna (24%). Nemendur í verknámi hreyfðu sig minna og reyndust með slakasta úthaldið, hæst hlutfall líkamsfitu, mesta mittismálið og hæsta blóð- þrýstinginn. Fram kemur að samhliða aukinni kyrrsetu séu ofþyngd og offita vaxandi vandamál í heim- inum og Íslendingar fari ekki varhluta af því. Offita á unglingsárum auki dánartíðni meira en ofþyngd á fullorðinsárum og sívaxandi tíðni of- fitutengdra sjúkdóma stytti lífslíkur ungu kyn- slóðarinnar. Íslensk 18 ára ungmenni of feit Offita Bunga hér og bunga þar gerir víða vart við sig. Morgunblaðið/ÞÖK Tillögur í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Vegagerðar- innar um göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa og hjólaleið um norður- enda Geirsnefs voru kynntar í gær að viðstöddum þátttakendum og dómnefnd. Sýning á tillögunum hangir uppi í Ráðhúsi Reykjavíkur til 14. maí. Þegar nafnleynd var aflétt kom í ljós að höfundar vinningstillög- unnar voru frá Teiknistofunni Tröð, þau Hans-Olav Andersen og Sigríð- ur Magnúsdóttir, arkitektar. „Ein- falt en jafnframt frumlegt og djarft form einkennir tillöguna,“ segir í áliti dómnefndar um verðlauna- tillöguna. „Styrkur tillögunnar er tvímælalaust einfalt og sterkt burð- arform, sem felur í sér nýstárlega nálgun viðfangsefnisins.“ Dóm- nefndin reiknar með að mannvirkið geti orðið ákveðið kennileiti og vak- ið áhuga fólks til útivistar. Hópur þriggja arkitekta vann önnur verðlaun, þeir eru Jón Davíð Ásgeirsson, Guðni Björn Valberg og Andri Gunnar Lyngberg Andr- ésson. Þriðja verðlaunatillagan reyndist vera samstarfsverkefni Kanon arkitekta og verkfræðistof- unnar Hnits. Getur orðið kennileiti og vakið áhuga á útivist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.