Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 19
inn félagaform sjóðanna. „Þetta markar því stefnubreytingu hjá stjórnvöldum í málefnum spari- sjóðanna og sýnir að frumvarp um breytingar á starfsemi sparisjóð- anna, sem var samþykkt á Alþingi sumarið 2009, var illa undirbúið og einkenndist fremur af óskhyggju en staðreyndum.“ Með samþykkt þess frumvarps var meðal annars komið í veg fyrir að unnt yrði að breyta stofnfjársparisjóðum í hlutafélagasparisjóði og heimildir til arðgreiðslna þrengdar. Færri, en öflugri sjóðir? Ljóst þykir að breytinga er að vænta á starfsemi og rekstrar- grundvelli sparisjóðanna – og lík- legt að sumir þeirra muni að öðru óbreyttu ekki lifa af í óbreyttri mynd. Ara hugnast hins vegar ekki að sparisjóðirnir sameinist ein- hverjum af stóru viðskiptabönkun- um. „Það myndi væntanlega þýða að þeir hyrfu,“ segir Ara, sem á frekar von á því að þeir sameinist öðrum sparisjóðum eða að aðrir fjárfestar komi með eigið fé inn í rekstur þeirra. „Það virðist vera áhugi á slíku, þannig að ég bind vonir við að eftir nokkur ár verði um fimm tiltölulega öflugir spari- sjóðir starfræktir í landinu.“ Stjórnarfrumvarp um starfsemi sparisjóða » Umfangsmiklar breytingar boðaðar á starfsumhverfi sparisjóðanna » Sparisjóðum heimilt að nýju að hlutafélagavæðast » Frumvarpinu ætlað að auð- velda samruna sparisjóða við önnur fjármálafyrirtæki » Sparisjóðum hefur fækkað mikið á síðustu árum Morgunblaðið/Helgi Fækkun Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi sparisjóðanna og eru fimm að hluta í ríkiseigu, meðal annars Sparisjóður Bolungarvíkur (90,95%). FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Hrunið árið 2008 var verulegt högg fyrir flesta en einna verst urðu auglýsingastofur úti en að sögn Valgeirs Magnússonar, for- stjóra auglýsingastofunnar Pipar/ TBWA var því öfugt farið hjá þeim. „Þegar litla hrunið varð 2001 þá lærðu stjórnendur Pipar/ TBWA mikið og breyttu mjög mörgu í rekstrarfyrirkomulaginu til þess að niðursveiflur í þjóð- félaginu hefðu minni áhrif á rekst- urinn,“ segir Valgeir. „Það gekk eftir og varð stofan fyrir mjög litlum skakkaföllum við hrunið en gat nýtt sér mörg tækifæri sem sköpuðust í staðinn. Starfsfólki hefur fjölgað um 16 manns frá því haustið 2008 og er stofan því nú orðin ein af stærstu auglýsinga- stofum landsins með 30 manns í vinnu. Við réðum núna um daginn Rannveigu Tryggvadóttur sem birtingar- og herfræðistjóra hjá fyrirtækinu og teljum sóknarfærin vera að aukast.“ Auglýsinga- og markaðskostnaður er eitt af því fyrsta sem fyrirtæki reyna að skera niður hjá sér og því er kannski um einhverja vísbendingu að ræða þegar fréttir berast frá mörgum auglýsingastofum um að þær séu að bæta við sig starfsfólki, en nýlega lýsti Þormóður Jónsson hjá Fíton því yfir í Morgunblaðinu að þeir væru að auka við sig. Val- geir tekur undir það að hann telji verkefnum vera að fjölga á mark- aðnum. borkur@mbl.is Stækkuðu í hruninu Herfræðistjórinn Rannveig Tryggvadóttir hjá Pipar/TBWA.  Mörgum aug- lýsingastofum virðist vera að vaxa ásmegin HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI SUMARDEKKIN FYRIR BÍLINN ÞINN FÁST HJÁ PITSTOP! FÓLKSBÍLA-, JEPPA- OG SENDIBÍLADEKK. Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.