Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Bókin varpar spegli á íslenska ljóðagerð í þúsund ár, þar sem hún þræðir sögu íslenskrar ljóðlistar allt frá Völuspá og Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar til höfuðskálda síðustu alda og til ungskálda dags- ins í dag,“ segir Jóhann Sigurðs- son, útgefandi hjá Sögu forlagi, um úrval enskra þýð- inga Bernards Scudders á ís- lenskum ljóðum sem komið er út. Að sögn Jó- hanns var ráðist í útgáfuna til að heiðra minningu Bernards Scudders sem lést haustið 2007 langt um aldur fram, aðeins rúmlega fimmtugur. „Jafnframt vildum við veita umheiminum hlut- deild í stórbrotnu og einstöku ævi- starfi sem um leið er eitt yfirgrips- mesta heildarsafn íslenskra ljóða sem út hefur komið á erlendu máli,“ segir Jóhann og bendir á að bókin sé rúmar 400 blaðsíður og innihaldi ljóð eftir 68 skáld. „Bernard Scudder hreifst snemma af íslenskri ljóðagerð og vann þýðingar sínar á síðkvöldum meðfram vinnu. Fáir menn af er- lendu bergi brotnir hafa reynst ís- lenskri menningu þarfari en Bern- ard Scudder sem var einn mikil- hæfasti þýðandi af íslensku á ensku sem fram hefur komið. Það var mik- ið þjóðarhapp að hann skyldi sinna ljóðaþýðingum af slíkri ástríðu. Hann var sjálfur gott ljóðskáld og ákaflega næmur fyrir tungumálinu sem kom m.a. fram í því að hann tal- aði lýtalausa íslensku auk þess sem hann hafði frábæra ensku á valdi sínu,“ segir Jóhann og bendir á að Bernard Scudder hafi þýtt fjölda skáldsagna, ljóða, leikrita og fræði- texta auk þess sem hann þýddi margs konar efni fyrir stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir, þar á meðal Seðlabanka Íslands. „Öll verkefni sín leysti hann af fágætum metnaði og vandvirkni, alúð og hugkvæmni,“ segir Jóhann og bendir á að einna hæst beri starf Bernards Scudders að heildarþýðingu Íslendingasagna á ensku sem út kom 1997, en hann þýddi m.a. Egils sögu og Grettis sögu. Aðspurður segir Jóhann bók- ina nýútkomnu eiga mikið erindi við ferðamenn auk þess sem hún sé til- valin til gjafa fyrir Íslendinga sem vilja deila með umheiminum ljóða- kveðskap þjóðar sinnar. Morgunblaðið/Ómar Fögnuður Nokkur þeirra ljóðskálda sem eiga þýdd ljóð í bókinni fögnuðu útgáfu í Þjóðmenningarhúsinu í vikunni. „Einstakt ævistarf“ Skáldin Vilborg Dagbjartsdóttir, Gyrðir Elíasson og Þorsteinn frá Hamri ásamt Martin Regal (annar frá hægri) sem las upp í tilefni útgáfunnar.  Úrval enskra þýðinga Bernards Scudders á íslenskum ljóðum komið út  Spannar þúsund ára ljóðagerð og 68 skáld Bernard Scudder Hrafnkell Sigurðsson og Ólöf K. Sigurðardóttir munu ræða við gesti um sýningu Hrafnkels, Hafnarborg- ina, á sunnudaginn, 6. maí kl. 15. Sýningin var opnuð í aðalsal Hafnarborgar 21. apríl sl. Á henni eru ný verk eftir Hrafnkel, ljós- myndir, myndbandsverk og vegg- verk. Um verkin á sýningunni segir í tilkynningu að efnivið þeirra sæki Hrafnkell í karlmannlegt athafna- svæði slippsins við Reykjavíkur- höfn, hann sýni ljósmyndir sem minni á málverk, áhrifamikla mynd- bandsinnsetningu, veggverk og textíl. Langanir og þrár Blaðamaður sló á þráðinn til Hrafnkels í gær og spurði hann hvers vegna hið karlmannlega vinnusvæði heillaði svo mjög. „Ég er með vinnustofu rétt hjá slippnum og karlmennskan heillar,“ segir Hrafnkell. „Þetta er einhver þrá eftir karlmennsku, sennilega. Þetta eru vinnubrögð, handverk og líkam- leg vinna sem hefur ákveðið útlit og andrúmsloft og skilur eftir sig af- gang og efnivið sem fela í sér sögu. Það er eins og það verði eitthvað eftir af þessari karlmennsku, þess- ari líkamlegu karlmennsku sem sit- ur eftir í hlutnum. Mér finnst það sem fyrirbæri mjög heillandi og dýrmætur og fallegur efniviður.“ Hrafnkell segist hafa unnið í slippn- um þegar hann var 18 ára, áður en hann hafi farið í Myndlista- og handíðaskólann. Hann þekkir því vel til stemningarinnar sem skapast á þeim vinnustað. „Varðandi karlmennskuna þá mætti halda að þetta væri einhvers konar „fetishismi“ og ég hef svolítið gaman af því að það er ýjað að því, án þess að þetta sé það,“ segir Hrafnkell um sýninguna. Hrafnkell segir kveikjuna að sýningunni verk sem sé að finna á henni, verkið Klút, en það vann Hrafnkell úr not- uðum tuskum sem hann dró upp úr drullunni í slippnum og saumaði saman þannig að úr varð stór sam- felldur klútur. „Það var fyrsta verk- ið sem ákveðið var að yrði sýnt,“ út- skýrir hann. Leikur og starf Myndbandsinnsetning Hrafnkels á sýningunni er forvitnileg, ber tit- ilinn Reið og sýnir ferð niður vatns- rennibraut frá tveimur sjónar- hornum samtímis. Hver skyldi sagan vera á bakvið þá innsetningu? „Ég var í sundi í fyrrahaust í Laugardalslaug og þá hlupu nokkrir gaurar á fertugsaldri hlæjandi í vatnsrennibrautina, voru að leika sér. Fullorðnir menn að leika sér saman og það var greinilegt að þeir voru að koma úr vinnu, komnir í frí og mér fannst þetta skemmtileg andstæða við vinnusvæðið,“ segir Hrafnkell. Hann hafi farið hvorki meira né minna en 47 ferðir í renni- brautina með myndavélar. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Hafnarborg Hrafnkell Sigurðsson á sýningu sinni í Hafnarborg. Karlmannleg Hafnarborg  Rætt við gesti um sýningu Hrafnkels The Raid: Redemption Í fátækrahverfi í Djakarta dvelja hættulegustu glæpamenn heims í byggingu sem virðist ómögulegt að ráðast inn í. Það gerir hins vegar sérsveit lögreglunnar, ætlunin er að handtaka eiturlyfjabarón sem ræður ríkjum í húsinu. Hann fréttir hins vegar af fyrirætlunum lögregl- unnar og sérsveitin er króuð af á sjöttu hæð. Leikstjóri er Gareth Ev- ans og í helstu hlutverkum Doni Alamsyah, Iko Uwais, Joe Taslim, Ray Sahetapy og Yayan Ruhian. Metacritic: 73/100 Coriolanus Leikrit Shakespeares um herfor- ingjann Kóríólanus flutt til samtím- ans. Eftir að hafa verið gerður brottrækur frá Róm ákveður Kórí- ólanus að mynda bandalag með erkióvini sínum og leita hefnda. Myndin er sú fyrsta sem leikarinn Ralph Fiennes leikstýrir og fer hann jafnframt með titilhlutverkið. Í öðrum helstu hlutverkum eru Gerard Butler og Brian Cox. Metacritic: 79/100 How I Spent My Summer Vacation Mel Gibson leikur glæpamann sem er handtekinn fyrir bankarán í Mexíkó. Honum er stungið í fang- elsi en þar vingast hann við níu ára dreng sem kennir honum margt sem nauðsynlegt er að kunna í fangelsinu og hætturnar leynast víða. Leikstjóri er Adrian Grun- berg og í öðrum helstu hlutverkum Roberto Sosa, Dolores Heredia, Daniel Jiménez Cacho, Peter Stormare og Peter Gerety. Rotten Tomatoes: 50% Bíófrumsýningar Stórhættulegir glæpamenn Herforinginn Ralph Fiennes í hlutverki Kóríólanusar herforingja. Um áramótin varð til Sjónlista- miðstöð á Akureyri með samruna Listasafnsins á Akureyri, Ketilhúss og Deiglu. Tilgangur stofnunarinnar var meðal annars að auka umræðu um myndlist og liður í því er sjón- varpsþættir sem fengið hafa heitið Sjónpípan. Í fyrsta þætti Sjónpíp- unnar er fjallað um sýningu Kristins E. Hrafnssonar, Misvísun, í Lista- safninu á Akureyri, rætt er við lista- manninn og sýnt frá sýningunni. Hugmyndin að Sjónpípunni, sem heitir The Icelandic Art Tube upp á ensku, er komin frá Hannesi Sig- urðssyni sjónlistastjóra. Táknmynd hennar er sjón- pípa kafbáts og þrjú bergmáls- högg, en hverri umfjöllun lýkur svo á því að kaf- báturinn hverfur niður um íshellu til að minna á að bækistöð Sjón- listamiðstöðv- arinnar er í há- norðri. Þættir Sjónpípunnar eru sýnilegir á vefsetri Sjónlista- miðstöðvarinnar, www.sjonlist.is. arnim@mbl.is Sjónpípa Sjónlista- miðstöðvarinnar Kristinn E. Hrafnsson  Kynningarþættir um norðlenskt listalíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.