Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Lufthansa, stærsta flugfélag Þýskalands og Evr- ópu allrar, tilkynnti í dag að fækkað yrði um 3.500 stjórnunarstöður, sem liður í djúp- tækum niðurskurði félagsins í kjölfar hækkandi elds- neytisverðs og aukinnar samkeppni. Þetta eru umfangsmestu aðgerðir í sögu flugfélagsins. Stjórnunarstöðum verður fækkað í starfsstöðvum Luft- hansa um allan heim en ferlið mun taka nokkur ár. Markmiðið er að draga úr kostnaði á efri stigum um fjórðung. Lufthansa fækkar störf- um um 3500 manns Lufthansa Stærsta flugfélag Evrópu. ● Tekjur Isavia ohf. jukust um 16,8% á síðasta ári og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var um 3,6 milljarðar króna eða um 22% af tekjum. Hagn- aður eftir skatta nam um 600 millj. kr. Félagið undirbýr að takast á við aukin umsvif vegna farþegaaukningar á Kefla- víkurflugvelli og framundan eru einnig miklar fjárfestingar í innviðum flug- vallakerfisins svo tryggja megi þjónustu við sívaxandi ferðamannastraum. 600 milljóna hagnaður hjá Isavia BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Opnað er að nýju fyrir þann mögu- leika að breyta sparisjóði í hluta- félag, í stað þess að félagsform sjóðanna sé takmarkað við að vera aðeins sjálfseignarstofnun, auk þess sem felldar eru á brott tak- markanir á arðgreiðslum. Um- fangsmiklar breytingar á starfsemi sparisjóðanna eru boðaðar í nýju stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Er það skoðun starfshóps á vegum sparisjóðanna með aðkomu Bankasýslu ríkisins, sem hefur á síðustu misserum unn- ið að mati á hverjar séu rekstr- arhorfur sparisjóðanna til fram- búðar, að slíkar breytingar séu til þess fallnar að greiða götu þeirra sparisjóða sem þurfa á auknu eigin fé að halda til að styrkja rekstr- argrundvöll þeirra. Í frumvarpinu er einnig lagt til að starfsheimildir sparisjóða verði þrengdar frá því sem nú er. Heim- ildir sjóðanna verða takmarkaðar við hefðbundna viðskiptabanka- starfsemi tengda inn- og útlána- starfsemi og sjóðirnir stundi þann- ig hvorki fjárfestingarbanka- starfsemi né verðbréfaviðskipti. Jafnframt er kynnt til sögunnar sú breyting að til þess að fjármálafyr- irtæki geti talist vera sparisjóður þurfi það að ráðstafa að lágmarki 5% af hagnaði sínum fyrir skatta til samfélagslegra verkefna á starfssvæði sínu. Skerpt á sérstöðunni Ari Teitsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra sparisjóða, segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður frumvarpið. „Það er verið að skerpa á sérstöðu spari- sjóðanna og undirstrika að þeir séu öðruvísi fjármálafyrirtæki sem hafi samfélagslega hugsun að leið- arljósi.“ Aðspurður hvort hann telji nauð- synlegt að opna að nýju á þann möguleika að rekstur sparisjóðs geti verið í höndum hlutafélags, en slík heimild var felld úr gildi með lögum árið 2009, segir Ari að það hafi sýnt sig að til þess að „auð- velda aðkomu“ nýrra fjárfesta sé mikilvægt að sjóðirnir hafi þann valkost að geta hlutafélagavæðst. Í frumvarpinu er sparisjóðum ennfremur gert auðveldara um vik að sameinast öðrum fjármálafyr- irtækjum – hvort sem um er að ræða viðskiptabanka eða aðra sparisjóði. „Núverandi lög hafa verið nokkuð óljós hvað þetta at- riði varðar,“ segir Ari. „Nú er hins vegar skýr rammi um hvernig staðið skuli að slíkum samrunum og jafnframt undirstrikað að stofn- fjáreigendur eigi ekki tilkall til annars en eigin fjár.“ Stefnubreyting stjórnvalda Í frumvarpinu er kveðið á um að ef sparisjóður sameinast fjármála- fyrirtæki sem er hlutafélag, hvort sem það er sparisjóður eða ekki, þá getur hlutur stofnfjáreigenda við yfirtökuna ekki orðið meiri en sem nemur hlut þeirra í eigin fé sparisjóðsins. Óráðstafað eigið fé þess sparisjóðs rennur til sérstakr- ar sjálfseignarstofnunar sem skal nýta þá fjármuni til samfélags- legra verkefna. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segir í samtali við Morgunblaðið að með þessu stjórnarfrumvarpi sé verið að hlutafélagavæða spari- sjóðina og þar með gefa upp á bát- Opnað að nýju fyr- ir hlutafélagavæð- ingu sparisjóða  Samkvæmt stjórnarfrumvarpi verður heimilað að breyta sparisjóðum í hlutafélag  Auðveldar aðkomu nýrra fjárfesta                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./, ,0+./1 +,/./1 ,+.111 ,+./2/ +3.--2 +4/.,5 +.5-11 +1,.55 +/4./5 +,-.1, ,0,.+3 +,2.0/ ,,.0/4 ,+.2- +3.50+ +4/./4 +.55-- +14.+, +/-.++ ,+4.01+5 +,5.,, ,0,./2 +,2.-4 ,,.+,2 ,+.30- +3.555 +42.0+ +.5531 +14./1 +/-.52 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Gríðarlegar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi sparisjóðanna á síðustu árum og allir stærstu sparisjóðirnir þurft að hætta starfsemi: Byr, SPRON, Sparisjóð- urinn í Keflavík og Sparisjóður Mýrasýslu. Aðeins tíu sparisjóðir eru starfræktir um þessar mundir, en þar af eru fimm sparisjóðir að stórum hluta í eigu ríkisins. Á það er bent í umsögn fjár- málaráðuneytisins um stjórn- arfrumvarpið að heildareignir sparisjóða námu ríflega 60 millj- örðum á síðasta ári, sem er að- eins um 2% af heildareignum fjár- málafyrirtækja við síðustu áramót. Eignir þeirra fimm sjóða sem ríkið á hlut í nema 30,6 millj- örðum. Það er mat ráðuneytisins að með aðkomu nýrra fjárfesta að sparisjóðum í eigu ríkissjóðs kann það að verða til þess að styrkja eiginfjárgrundvöll þeirra og sömu- leiðis rekstrarhæfi. „Þannig kunna áhrifin að verða þau til lengri tíma litið að virði eignarhluta vaxi og ríkissjóði gefist þannig færi á að selja hlutdeild sína síðar.“ Gæti aukið virði eignarhluta ríkisins í sparisjóðum SPARISJÓÐUM HEFUR FÆKKAÐ MIKIÐ Sparisjóðir að hluta til í eigu ríkisins Sparisjóður Bolungarvíkur Sparisjóður Vestmannaeyja Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Þórshafnar Eignarhlutur (%) 90,95% 55,70% 90,00% 49,50% 75,84% Heildareignir (milljarðar k 5.167 13.856 3.733 5.223 2.706 30.685 Álnabær veitir alhliðaþjónustu er lýtur að gardínum. Máltaka, uppsetning og ráðleggingar. N Ý T T Á Í S L A N D I TWIN LIGHT GARDÍNUR Þú stjórnar birtunni heima hjá þér Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 ● Peningastefnunefnd Seðlabanka Evr- ópu hélt stýrivöxtum bankans óbreytt- um á vaxtaákvörðunarfundi sínum í gær. Eru vextirnir 1%. Hafa vextirnir verið óbreyttir síðan í desember en fundur peningastefnu- nefndarinnar var haldinn í Barcelona að þessu sinni en ekki í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt líkt og venjulega. Óbreyttir evruvextir Meira en þriðj- ungur hluthafa svissneska bank- ans UBS hafnaði launaáformum bankans, þar á meðal er um laun verðandi for- stjóra að ræða. Stutt er síðan hluthafar gripu í taumana hjá Barclay-bankanum og Credit Suisse og lækkuðu laun stjórnenda vegna lélegrar afkomu. Reiði fólks vegna áhættusækni stjórnenda og hárra launa banka- manna þrátt fyrir taprekstur virðist vera að ná til hluthafa sumra banka. Talið er að 4% hækkun bréfa bank- ans á miðvikudag hafi komið í veg fyrir meira afgerandi afstöðu hlut- hafa. Hluthafar segja stopp Bankamenn Upp- reisn í UBS?  Höfnuðu launa- kröfu bankamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.