Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012
Mörg íslensk heim-
ili eru í fjárhagsvanda
sem ekki er fyrirséð
hvernig við náum
okkur út úr. Frá
hruni hefur kaup-
máttur minnkað,
verðlag hækkað og af-
borganir verð-
tryggðra lána þar
með. Margir fara úr
landi og aðrir koma
ekki til baka úr námi.
Markmið okkar Íslendinga er að
hafa það álíka gott og fólk í ná-
grannalöndunum. Til þess þarf
verulegan viðsnúning. Hér í norð-
lægu fámenninu er og verður ým-
islegt kostnaðarsamara en hjá
fjölmennari nágrannaþjóðum á
meginlandi Evrópu. Hvernig get-
um við tekið á þessu?
Sjávarauðlindin er vel nýtt, þó
þar megi enn auka verðmæta-
sköpun.
Orkuauðlindir eru miklar m.v.
fólksfjölda. Góðum nýting-
armöguleikum fer þó fækkandi
m.a. vegna verndarsjónarmiða.
Orkan mun bæta afkomu okkar
í framtíðinni, en það tekur tíma.
Olía kann að finnast en afrakst-
urinn er óljós.
Hátæknifyrirtæki svo sem Öss-
ur og Marel eiga erfitt um vik
vegna gjaldeyrishaftanna og
vinna að því að flytja sig úr
landi. Við verðum að losna við
höftin og fá alþjóðlegan gjald-
miðil með lægri vöxtum og stöð-
ugleika.
Ferðaþjónustan er vaxtar-
broddur. Stutt sumur gera með-
alnýtingu heldur lélega en hún
fer þó batnandi.
Landbúnaðurinn er lélegasta
grunnatvinnugreinin.
Óhagkvæmur
landbúnaður
Landbúnaðurinn okkar nýtur
innflutningshafta, styrkja og
niðurgreiðslna og er mjög óhag-
kvæmur fyrir þjóðina. Rökin hafa
verið að allar þjóðir styrki sinn
landbúnað og að hann stuðli að
matvælaöryggi. En við styrkjum
okkar landbúnað hvað mest, sum-
ar þjóðir styrkja hann ekkert.
Varðandi matvælaöryggið, þá
þurfum við að flytja inn svo margt
sem þarf til að halda nútíma land-
búnaði gangandi að hið raunveru-
lega matvælaöryggi felst í sam-
göngum við útlönd og
gagnkvæmum við-
skiptum.
Um 15 milljarðar af
peningum skatt-
greiðenda fara til
landbúnaðarins ár
hvert, eða um
20.000 kr. á heimili
á mánuði. Það að
styrkja grunn-
atvinnugrein er frá-
leitt nema til að
brúa tímabundið bil
svo sem vegna nátt-
úruhamfara. Setja
ætti hámark slíkra styrkja við
tiltekið hlutfall af veltu í grein-
inni. Fyrir landbúnaðinn væri
e.t.v. hægt að réttlæta útgjöld á
fjárlögum kringum 1 milljarð í
eðlilegu árferði.
Matvælaverð myndi lækka með
tollfrjálsum innflutningi. Út-
gjöld meðalheimilis myndu
lækka um nálægt 30.000 kr. á
mánuði.
Lægra matvælaverð myndi
lækka neysluvísitölu og
greiðslur af verðtryggðum lán-
um meðalheimilis um 30.000 kr.
á mánuði skv. lauslegu mati.
Verði landbúnaðurinn sviptur
verndinni eru líkur á að hann
muni skreppa saman um nálægt
helming. Reyndar mun bændum
fækka talsvert á næstu árum
hvort sem er vegna tækni-
framfara o.fl. Fækkun til sveita
minnkar þörf á þjónustu á
landsbyggðinni sem sparar fé
skattborgaranna. Byggðin kall-
ar á vegi, fjarskipti, skóla og
aðra þjónustu. Lausaganga bú-
fjár á okkar norðlæga við-
kvæma landi eyðir gróðri og
leiðir til uppblásturs. Fegurð
landsins er minni en ella og auk
þess er beinn kostnaður við
landgræðslu sem fýkur út um
gluggann jafnóðum. Minni út-
gjöld en ella vegna alls þessa
gætu skilað skattalækkun sem
næmi um 20.000 kr. á mánuði á
heimili.
Traustur alþjóðlegur gjaldmiðill
myndi auk ofangreinds lækka
vexti á lán heimilanna um nálægt
50.000 kr. á mánuði. Stöðugleiki
og vaxtalækkun myndi fjölga at-
vinnutækifærum verulega. At-
vinnurekstur, þar með talin
bóndabýli, myndu einnig njóta
góðs af lægri vöxtum.
Samtals myndi ofangreint
lækka greiðslubyrði meðalheimilis
um 100.000 til 150.000 kr. á mán-
uði eða allt að 1,8 m.kr. á ári.
Þetta gerbreytti fjárhag þeirra
20.000 til 30.000 heimila sem verst
hafa það fjárhagslega og myndi
fara langt með að koma Íslandi út
úr kreppunni.
Bætum heiminn
og Ísland líka
Tölurnar hér á undan eru ekki
hárnákvæmar en heildarmyndin
er nærri lagi. Tollfrjáls innflutn-
ingur á landbúnaðarafurðum og
alþjóðlegur gjaldmiðill í stað krón-
unnar myndu stórbæta hag heim-
ilanna.
Um 15 þús. manns, aðallega
bændur og starfsfólk úrvinnslu-
greina, myndu tímabundið þurfa
að takast á við breytingar og fjár-
hagslegar byrðar vegna þessa.
Flestir gætu haldið áfram vinnu
sinni með aðlögun en hinum þyrfti
að koma til aðstoðar með því að
skapa ný atvinnutækifæri t.d. við
ferðþjónustu o.fl. Breytingarnar
ganga yfir á nokkrum árum en
hagkvæmara og eðlilegra kerfi
myndi nýtast um ókomin ár.
Leitast mætti við að kaupa
ódýrar landbúnaðarafurðir frá fá-
tækum löndum, t.d. Afríku. Aukin
atvinna á þeim slóðum skiptir
sköpum. Það er siðferðileg skylda
okkar sem höfum það mjög gott
miðað við þá sem berjast við ör-
birgð að gera okkar til að liðka til
fyrir þeim.
Búum til betri heim og bætum
Ísland líka.
Bætum heiminn
og byrjum hér heima
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson » Það mætti lækka
útgjöld heimila
um 100 til 150 þúsund
krónur á mánuði
með aðgerðum sem
hér er lýst. Það skipti
sköpum fyrir þá
sem verst standa.
Guðjón
Sigurbjartsson
Höfundur er smáatvinnurekandi, við-
skiptafræðingur og bóndasonur.
Fjallalamb á framandi máta
Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk,
ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á
salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum
sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu
2.690 kr.
Hálendis
spjótNÝTT
Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi,
sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is
TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR
FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
Heimili og hönnun
föstudaginn
11. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí.
Í blaðinu verða kynntir
geysimargir möguleikar og
sniðugar lausnir fyrir heimilin.
Skoðuð verða húsgögn í stofu,
hjónaherbergi, barnaherbergi og
innréttingar bæði í eldhús og bað.
Heimili & hönnun
SÉ
RB
LA
Ð