Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Full búð af fallegum fatnaði á alla fjölskylduna! F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200 Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig! Niðurstaða Landsdóms í Geirs- málinu virðist hafa valdið mörgum hugarangri og umræðan orðið ruglingsleg og áróðurskennd. Þar sem enginn ráðherra hefur áður verið gerður ábyrg- ur fyrir því sem hann gerði, eða gerði ekki, á sínum stjórn- sýsluferli er ekki óeðlilegt að um það sé deilt hvort rétt hafi verið að draga Geir fyrstan ráðherra til ábyrgðar. En þessi dómur hlýtur að hafa fordæmisgildi og auðvelda mönnum lagasetningu um ráð- herraábyrgð. Vel gæti verið að hrunið hefði ekki orðið jafn af- drifaríkt ef ráðherrar hefðu mátt búast við sakfellingu, eða jafnvel fangavist, yrðu þeir fundnir sekir um að horfa framhjá ævintýra- legum áhættufjárfestingum at- vinnurekenda, með ríkisábyrgð. Mér finnst tímasetning dómsins yfir Geir vera undarleg, að hann skyldi vera dæmdur á undan hin- um raunverulegu gerendum hrunsins. Þar sem búið er að dæma Geir hlýtur það að kalla á dóm yfir gerendunum, annars væri engin sök til í málinu. Oft hefur því verið haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki haft vald til að stöðva stækkun bankanna. Er þetta ekki yfirlýsing um að vald atvinnurekenda sé ofar rík- isvaldi, því hafi ekki verið hægt að stöðva jafn yfirgripsmikið fjár- málamisferli og lýst hefur verið fyrir þjóðinni í fjölmiðlum und- anfarin þrjú ár. Einnig hefur því verið haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki haft vald til að stöðva stofnun útibús Landsbankans er- lendis. Aftur er bent á að vald at- vinnurekenda sé æðra ríkisvald- inu og standi ofar hagsmunum þjóðfélagsins. Er þetta virkilega það sem á að tryggja efnahags- öryggi þjóðarinnar? Að láta sér detta í hug að stofna útibú, með ábyrgð íslenska ríkisins, í þjóðfélögum sem hafa milljónir íbúa, getur varla talist til heilbrigðrar skynsemi. Við vorum afar heppin að innistæðan varð ekki margfalt hærri og landið orð- ið eign erlendra innistæðueig- enda. Það hlýtur að vera krafa landsmanna að sett séu skýr lög um það hver stjórni landinu svo ljóst sé hjá hverjum ábyrgðin liggi, ef menn misnota aðstöðu sýna með jafn afgerandi hætti og gerðist í hruninu. Útgerðarmenn kvarta mikið undan tilfærslu á kvóta. Það eru sennilega allir búnir að gleyma því hvernig stóru útgerðarfyr- irtækin urðu til. Þau þróuðust með þeim hætti að hirða kvótann frá smærri útgerðarstöðum og íbúar þar skildir eftir með at- vinnuleysi og verðlausar eignir. Afstaða til tilfærslunnar nú sýnir að það vekur litla athygli ef geng- ið er á rétt þeirra smærri en veld- ur fjölmiðlafári ef sótt er að þeim stóru. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2, Reykjavík. Sannleikurinn er oft rýr í umræðunni Frá Guðvarði Jónssyni Guðvarður Jónsson Einelti – hvort sem er í skólum, á vinnu- stöðum eða annars staðar í þjóðfélaginu veldur ómældum skaða og skilur eftir sig djúp spor – og drepur. Þótt óteljandi aðkallandi verkefni bíði, bæði á sviði jafn- réttis, atvinnumála, efnahagslífs, heilsu- gæslu og menntunar er þetta verk- efni sem þolir enga bið. Auk þess er þarna unnt að ná árangi á skömm- um tíma með litlum tilkostnaði. Fyrst ber að beina athyglinni að einelti í skólum. Það verkefni þolir enga bið. Þegar skólar hefjast í haust ber menntamálaráðuneyti og sveitarfélögum að hafa mótað ein- faldar starfsreglur sem öllum skólum ber að fara eftir. Reglurnar eru raunar til og viljinn víðast hvar fyrir hendi – en það þarf að taka höndum saman, sýna viljann í verki. Ekki síst þarf að gera nem- endur sjálfa virka í for- varnarstarfinu. Slíkt hefur sýnt sig að bera bestan árangur. Að loknu næsta skólaári ber skólastjór- um að senda menntamálaráðuneyt- inu örstutta skýrslu þar sem fulltrúar kennara og nemenda eru hafðir með í ráðum og undirrita skýrsluna. Ef einelti hefur ekki verið upprætt á þremur árum í skóla, skal skólastjórinn víkja úr starfi. Þetta umbótastarf þolir enga bið. Fjölmargar rannsóknir liggja fyrir um orsakir eineltis, enda liggja ástæðurnar fyrir. Meg- inástæðan er vanlíðan gerandans og vanmáttug heimili. Næst á eftir vanlíðan gerandans er meg- inástæðan ofbeldi í umhverfi okkar sem kemur fram í styrjaldarrekstri og kúgun auk þess sem ofbeldis- leikir og ofbeldismyndir vega þungt. Við það verður erfiðara að ráða. En gerendunum ofbeldis og vanmáttugum heimilum ber að hjálpa og sýna þeim skilning Einelti drepur Eftir Tryggva Gíslason Tryggvi Gíslason » Fyrst ber að beina athyglinni að einelti í skólum. Það verkefni þolir enga bið. Höfundur var skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Líklega er ekkert meira rugl til á Íslandi en umræða um krónuna. Svo nýlegt dæmi sé tekið, þá spáðu lífeyrissjóðirnir í svo kallaðar af- leiður og lögðu sjóði sína undir að krónan myndi styrkj- ast, en ekki falla. Svo féll krónan með hruni bank- anna. Hvað kom lífeyr- issjóðum lands- ins gengið við og hvort það hoppaði upp eða nið- ur? Væri ekki betra að byggja smáíbúðir eða dvergíbúðir eins og verkamannbústaðina við Hring- braut sem Héðinn Valdimarsson stóð að í kreppunni fyrir stríð? Sumir, sem þangað fluttu, töldu það lífsgæfu sína og þökkuðu Héðni framtak hans alla ævi. Ger- um eins núna. Lífeyrissjóðirnir eru mestu okurlánafyrirtæki landsins. Heimta 3,5 prósent vexti auk vísi- tölu. Svo setja þeir sjóðina í gjald- eyrisbrask og tapa hundruðum milljarða. Svo hefur stjórn sjóð- anna verið skipt til helminga á milli atvinnurekenda (SA) og laun- þega til að braska til helminga. Nú eiga atvinnurekendur SA ekki þessa peninga heldur launþegar sem borga iðgjöldin. Samt vilja at- vinnurekendur SA fá þá í brask fyrir sig. Ekki góðverk heldur brask. „Skuldavandi heimilanna“ eins og vandamálið er kallað á upphaf sitt hjá hugarfari stjórna lífeyr- issjóðanna og SA. Þeir heimta ok- urvexti á lán sín þó greiðendur, fé- lagar lífeyrissjóðanna, geti margir hverjir ekki greitt svo háa vexti. Okrið skal halda áfram og skipta skal braskinu til helminga með at- vinnurekendum. Losa þarf svona 100 miljarða aflandskrónur árlega. Byrja má á 100 milljörðum. Byggja fyrir fleiri ferðamenn auk ódýrra smáíbúða og svo jarðgöng á Vaðla- heiði og Norðfjarðargöng, svo dæmi sé tekið, fari verklegar fram- kvæmdir aftur í gang út úr núver- andi kreppu, sem er heimatilbúin. Ef 100 milljarðar losna árlega af aflandskrónum má gera margt. LÚÐVÍK GIZURARSON hæstaréttarlögmaður. Lífeyrissjóðirnir mestu okurfyrirtæki landsins Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.