Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 ✝ Guðbjörn Guð-jónsson fæddist í Ásbyrgi í Vest- mannaeyjum 14. apríl 1925. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar skip- stjóra, f. 10. febr- úar 1892 á Selalæk á Rang- árvöllum, d. 14. maí 1967, og Bergþóru Jónsdóttur, f. 10. október 1894 í Bakkakoti undir Austur-Eyjafjöllum, d. 20. des- ember 1989. Þau hjónin fluttu til Vestmannaeyja árið 1920. Þar ólst Guðbjörn upp ásamt stórum hópi systkina í húsi nefnt Reykir er stendur við Vestmanna- eyjabraut. Systkini Guðbjörns eru: Jón Óskar, f. 26. júní 1917, d. 25. apríl 1941, Guðmundur, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008, Þórhallur Ármann, f. 3. febrúar 1921, d. 14. maí 1921, Jóhanna, f. 5. júní 1922, Þorleifur, f. 23. júní 1926, d. 24. nóvember 1974, Magnús, f. 24. janúar 1929, Þór- Bjössi og Kata bjuggu sér heimili á Sogavegi 220 í Reykja- vík og bjuggu þar lengst af. Síð- ar fluttu þau í Haukanesi 5 í Garðabæ. Bjössi, eins og hann var jafn- an kallaður, stundaði nám í Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja en að því loknu gerð- ist hann sjómaður á vertíð 1941. Um haustið fór hann í Mótorvél- skóla Fiskifélags Íslands er haldinn var í Vestmannaeyjum og í framhaldi af því gerðist hann vélstjóri. Hann fór síðan í nám í Vélsmiðjunni Héðni hf. ár- ið 1943 í Reykjavík, samhliða námi í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann fékk sveinsbréf í vél- virkjun 1949 og meistarabréf 1953. Bjössi vann á vegum Héð- ins víðsvegar um land við upp- setningar á frystihúsum og fiskimjölsverksmiðjum. Hann var verksmiðjustjóri í Fiski- mjölsverksmiðju Eskifjarðar 1962-1970. Bjössi lauk starfs- ferli sínum hjá sjávaraf- urðadeild SÍS. Bjössi var listrænn og mikill náttúruunnandi. Hans áhuga- mál voru meðal annars garð- rækt, bækur, frímerki og alls- kyns handverk. Hann bar mikla umhyggju fyrir sinni fjölskyldu sem var alltaf mikilvægasti þátt- urinn í hans lífi. Útför Guðbjörns fer fram í Bústaðakirkju í dag, 4. maí, kl.13. hallur Ármann, f. 27. október 1931, Lilja, f. 10. apríl 1933, d. 3. janúar 1941 og Haukur, f. 13. mars 1938. Hinn 8. júní 1948 kvæntist Bjössi Katrínu Valtýsdótt- ur, f. 8. júní 1923, d. 16. október 2009. Foreldrar hennar voru Rakel Jó- hanna Jóhannsdóttir, f. 28. ágúst 1891, d. 17. nóvember 1958 og Valtýr Jónsson, f. 28. september 1895, d. 29. október 1976. Bjössi og Kata eignuðust eina dóttur, Bergþóru, f. 20. september 1947. Bergþóra hef- ur verið búsett í Bandaríkjunum frá 1968. Hún er gift Karli Ás- mundssyni, f. 27. október 1946 og eiga þau þrjá syni: Guðbjörn, f. 17. nóvember 1966, d. 29. febr- úar 2012, Karl Rúnar, f. 3. mars 1973 og Jóhann Inga, f. 21. febr- úar 1984. Barnabarnabörn Guð- björns eru fjögur, Nika, f. 15. júlí 1992, Anya, f. 29. desember 1996, Haukur Joseph, f. 30. des- ember 2005 og Óskar Mark, f. 18. nóvember 2010. Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur! Úðaslæðan óðum dvín, eins og spegill hafið skín; yfir blessuð björgin þín, breiðir sólin geislakögur. Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur! (Sigurbjörn Sveinsson.) Elsku pabbi minn, nú ert þú kominn til mömmu og Bjössa. Eftir eru óteljandi yndislegar minningar sem lifa áfram í hjört- um okkar. Við munum öll sakna þín mikið, þú varst svo stór hluti okkar tilveru. Far þú í friði. Þín dóttir, Bergþóra. Það er með miklu þakklæti og virðingu sem við systkinin frá Reykjum og fjölskyldur okkar minnumst Bjössa bróður okkar, sem hann var oftast nefndur, er nú hefur kvatt þetta líf. Líf sem hefur verið honum farsælt á hans löngu ævi. Við erum stolt af hans störfum er hann hefur unnið víða um land. Bjössi hafði þægilega nærveru, var hjartahlýr og bjó yfir miklu jafnaðargeði. Hjóna- band Bjössa og Katrínar var far- sælt en sjúkdómsstríð Katrínar varð langt og strangt þar til yfir lauk. Katrín lést 16. október 2009. Bjössi lagði sig allan fram um að veita konu sinni þá aðstoð er honum var unnt að veita, fyrir það á hann heiður skilið. Það var mikið áfall fyrir Bjössa og fjöl- skyldu er dóttursonur hans og nafni varð bráðkvaddur 29. febr- úar sl., aðeins 45 ára að aldri. Hann var búsettur í Bandaríkj- unum þar sem hann var læknir. Hann lætur eftir sig eiginkonu og 2 dætur frá fyrra hjónabandi. Síðustu mánuðir voru Bjössa erf- iðir vegna krabbameins, hann dvaldi ýmist á sjúkrahúsi, heima hjá sér eða hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Bjössi var afar þakklát- ur fyrir alla þá þjónustu er hon- um var veitt og eins viljum við aðstandendur þakka öllum er veittu Bjössa frábæra þjónustu. Að leiðarlokum vottum við Berg- þóru, börnum hennar og fjöl- skyldum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning nafnanna. Fyrir hönd systkina minna, Magnús Guðjónsson. Kær frændi er látinn og lang- ar okkur systrum að minnast hans. Margar bernskuminningar okkar tengjast honum, enda munum við ekki annað en hann hafi alltaf verið til staðar. Mamma og Bjössi voru ættuð frá Reykjum í Vestmannaeyjum. Þau fylgdust að eftir að þau flutt- ust til Reykjavíkur og byggðu upp traust og náið samband milli fjöldskyldnanna. Það er ekki hægt að minnast Bjössa nema að nefna Kötu sem lést fyrir rúmum tveimur árum. Bjössi byggði fjölskyldunni hús við Sogaveginn og talaði hann oft um hvað allir hefðu hjálpast að við að byggja húsin í Smáíbúðahverfinu og þannig hefði samtakamátturinn orðið til þess að fólk gat reist sér þak yfir höfuðið. Bjössi vann lengi við að setja upp síldarverksmiðjur úti á landi og kallaði það á langar fjarvistir frá heimilinu. Kata og Bjössi bjuggu tímabundið úti á landi þar sem Bjössi var að vinna og munum við sérstaklega eftir því þegar þau bjuggu á Eskifirði og á Höfn. Við fórum til Eskifjarðar í heimsókn með foreldrum okkar, afa og ömmu. Þetta var mjög langt og eftirminnilegt ferðalag enda hringvegurinn ekki kominn og vegirnir ómalbikaðir. Bjössi hafði mjög gaman af að stússast í garðvinnu og var garð- urinn þeirra alltaf snyrtilegur. Bjössi byggði síðan hús í Arn- arnesinu. Þar áttu þau nokkur góð ár en veikindi Kötu ágerðust og annaðist Bjössi hana vel í veikindunum. Eftir að Kata lést varð fremur tómlegt hjá Bjössa í Haukanesinu og enn og aftur sóttu þau systkinin stuðning hvort í annað en mamma missti pabba fyrir tveimur árum. Mamma kallaði á hann í mat og hann keyrði hana í búðir og heimsóknir. Þá tóku þau oft upp spilin til að stytta sér stundir. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með Bjössa síðustu ár og sjá hvað hann naut ferðanna til Vestmannaeyja að heimsækja bræður sína. Þar nutu allir sam- vistanna og var Bjössi í essinu sínu að segja frá gömlu dögunum í uppvextinum og var minni hans ótrúlegt. Við systurnar vorum svo heppnar að vera samtímis honum í Eyjum á goslokahátíð síðastliðin sumur og sjáum hversu hann naut þess að vera þar. Hann sótti allar sýningar sem í boði voru og það skemmdi ekki fyrir að geta fengið sér kaffisopa við eldhúsborðið á Reykjum og þar leið honum vel. Hann heimsótti líka Bergþóru og fjölskyldu til New Hampshire og naut þess. Í síðustu ferðinni sl. sumar gerðu veikindi vart við sig og hófst þá baráttan við sjúk- dóminn en hann átti góða daga á milli. Síðustu jól voru sérstak- lega ánægjuleg því Begga dóttir hans kom með stórfjölskylduna til Íslands. Þar var Bjössi yngri með Júlíu og dætur sínar, en skyndilegt fráfall hans í febrúar varð Bjössa mikið áfall. Bjössi var ánægður þegar hann fékk inni á Sóltúni því þar leið honum vel. Þegar hann kom til mömmu laugardaginn fyrir páska sagðist hann vera búinn að taka hring með strætó sem stoppaði fyrir utan Sóltún og nú væri ekkert mál að heimsækja hana þó hann væri hættur að keyra. Elsku Begga, samúð okkar er með þér og fjölskyldunni. Blesssuð sé minning Bjössa frænda. Þínar frænkur, Vigdís, Lilja Dóra og Bergþóra. Ég ætla að minnast móður- bróður míns, Guðbjörns Guð- jónssonar, og einnig konu hans, Katrínar Valtýsdóttur, sem lést fyrir rúmum tveimur árum. Venjulega er talað um þau í sömu andrá, Kötu og Bjössa. Mikil samheldni hefur alltaf ver- ið milli systkina móður minnar. Það voru ekki margir dagarnir sem Kata og mamma töluðu ekki saman og þær ræddu um allt milli himins og jarðar. Hér áður fyrr var oft samflot með fjölskyldunum í helgarferð- um, t.d. á Þingvelli, þar sem pabbi var alltaf með stóra bíla. Mér er einnig minnisstætt þegar ég fékk rúnt á Prinsinum, þýska smábílnum sem grallarinn Bjössi hafði gaman af að þeyta um göt- ur borgarinnar. Það er ekki langt síðan við Bjössi vorum að rifja upp bílamálin þegar ég heimsótti hann í Sóltún. Þá sagðist hann ekki hafa kynnst góðum bílum fyrr en hann kynntist SAAB enda hélt hann síðan alltaf tryggð við þá tegund bíla. Kata og Bjössi voru ævinlega mætt á mannfagnaði í Fellsmúl- anum þegar eitthvað var í gangi og ekkert var það afmælið sem þau mundu ekki eftir og var þá gjarnan eitthvað sent til að gleðja ungmennin. Þannig eiga margir fallegar gjafir sem munu um ókomna tíð minna á Kötu og Bjössa eins og dætur mínar sem eiga mjög fallega spegla sem Bjössi gerði af mikilli vandvirkni á glerlistanámskeiði og gaf þeim í fermingargjöf. Á mínum yngri árum var ár- visst að mæta í jólakaffi á Soga- veginn þar sem Bjössi hafði byggt fjölskyldunni glæsilegt hús. Þegar ég skrifa þetta finn ég ennþá súkkulaðilyktina og sé fyrir mér flottu terturnar sem Kata hafði töfrað fram með sinni ótrúlegu nákvæmni. Bjössi hafði gaman af að taka myndir og það var ekki leiðinlegt þegar hann setti upp tjaldið og sýningarvélina og sýndi „slide show“ í jólaboðunum og rifjaði upp gamla og góða tíma. Talandi um jólin þá komu oft óvæntar og flottar gjafir frá Bjössa og Kötu sem vöktu mikla athygli hjá vin- um mínum, enda var Bjössi oft erlendis vinnunar vegna og var þá greinilega með litla frænda í huga. Þannig fékk ég þennan forláta rafknúna Bens í kringum 1965 og skömmu seinna bensín- stöð með lyftu sem vakti mikla athygli hjá félögunum. Síðustu ár hafa verið Bjössa erfið, fyrst að annast um Kötu sína í hennar miklu veikindum og missir hans var mikill þegar hún féll frá. Síðan greindist hann með alvarleg veikindi í sinni síðustu ferð til Bandaríkjanna þegar hann var að heimsækja Beggu dóttur sína og fjölskyldu. Bjössi tók veikindum sínum af æðru- leysi og barðist við þau eins og hægt var en því meira varð áfall- ið þegar hann missti barnabarn sitt, Guðbjörn Karlsson, skyndi- lega enda höfðu þeir verið nánir og töluðu saman flesta daga eftir að Bjössi eldri veiktist. Honum var mjög dýrmætt þegar Julia, eftirlifandi eiginkona Bjössa yngri, kom til Íslands og þau dvöldu saman í Haukanesinu nokkra daga en þetta voru hans síðustu dagar þar. Ég kveð þessi góðu hjón með miklu þakklæti um leið og ég votta Bergþóru dóttur þeirra og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Guðjón Victorsson og fjölskylda. Kær vinur og vinnufélagi er fallinn frá. Guðbjörn Guðjónsson andaðist á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni 2 hinn 22. apríl sl. á 87. aldursári. Ég kynntist Guðbirni árið 1983, þegar ég hóf störf í umbúða- og veiðarfæradeild Sjávarafurðadeildar Sambands- ins, þá nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem ég hafði unnið í nokkur ár á vegum Sam- bandsins. Guðbjörn var starfs- maður í umbúða- og veiðarfæra- deildinni og annaðist sölu og þjónustu á ýmsum vélum, tækj- um og fleiri rekstrarvörum sem deildin útvegaði og seldi til fram- leiðenda innan vébanda sinna. Guðbjörn var vélvirki að mennt og nýttist menntun hans honum ákaflega vel í starfi hans. Ég átt- aði mig fljótt á því hve mikill mannkostamaður Guðbjörn var. Hann var áreiðanlegur, sam- viskusamur og átti mjög gott með að umgangast fólk enda ávann hann sér virðingu og vin- áttu hvar sem hann kom. Sam- starf okkar stóð í rúman áratug eða allt þar til Guðbjörn lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eiginkona Guðbjörns var Katrín Valtýsdóttir en hún lést 16. október 2009 eftir erfið veik- indi. Guðbjörn annaðist konu sína af stakri umhyggju allan þann tíma sem hún barðist við veikindi sín og sýndi með því mikla ástúð og elskusemi. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Bergþóru, en hún fluttist til Bandaríkjanna með manni sín- um, Karli Ásmundssyni, kjarn- eðlisfræðingi, fyrir mörgum ár- um og þar hafa þau búið alla tíð ásamt börnum sínum. Fyrir tæpu ári greindist Guð- björn með krabbamein sem að lokum leiddi hann til dauða. Hann tók veikindum sínum af æðruleysi og hugrekki og með því hugarfari að baráttan við þennan illvíga sjúkdóm væri tví- sýn. Sú harmafregn barst Guðbirni fyrir fáeinum vikum að dóttur- sonur hans og nafni, Guðbjörn Karlsson, læknir, hefði orðið bráðkvaddur á ráðstefnu í Bandaríkjunum, aðeins hálf- fimmtugur að aldri. Sá atburður var Guðbirni ákaflega þungbær og olli honum mikilli sorg. Nú að leiðarlokum vil ég votta mínum kæra vini virðingu mína og þakklæti fyrir frábær kynni og samskipti um áratuga skeið. Dóttur hans, Bergþóru, manni hennar, Karli, börnum þeirra og barnabörnum, svo og allri fjöl- skyldu, færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Og að síðustu langar mig til að vitna til þessa fallega erindis úr kvæði eftir Herdísi Andrésdóttur: Og seinna, þar sem enginn telur ár og aldrei falla nokkur harmatár, mun herra tímans, hjartans faðir vor, úr hausti tímans gera eilíft vor. Gunnar M. Gröndal. Guðbjörn Guðjónsson HINSTA KVEÐJA Vertu sæll, Bjössi. Þakka þér gamla góða daga. Friður fylgi þér. Edith. ✝ Atli Már Krist-jánsson fædd- ist í Reykjavík 9. febrúar 1947. Hann lést á Land- spítalanum 26. apr- íl sl. Foreldrar hans voru Guðný Þor- valdsdóttir f. 18. nóv. 1923, d. 12.okt. 1965 og Kristján Sig- urjónsson húsgagnabólstr- unarm. f. 7. apr. 1925, d. 30. júlí 1979. Systkini Atla eru Þorvald- ur Dan Peters f. 3. júlí 1944, d. 5. jan. 1996. Sigurjón Kristjánsson f. 18. júní 1945. Kristjana Elísabet Kristjáns- dóttir f. 21. nóv. 1952. Hennar mað- ur er Ingi Gunnar Ingason f. 3. apr. 1952. Sesselja Hild- ur Kristjánsdóttir f. 5. nóv. 1953. Jarð- þrúður Guðný Kristjánsdóttir f. 7. des. 1957, d. 14. maí 1979. Útför Atla Más verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. maí 2012, kl. 13. Ekki átti ég von á því þegar ég heimsótti Atla Má í síðustu viku að það væru okkar síðustu samskipti og að lokakallið væri jafn skammt undan og raunin varð á. Eftir á að hyggja má sjá að veikindi hans voru alvarlegri en ég taldi. Hann hafði þurft að glíma við hjartveiki frá því hann var á fertugsaldi sem varð svo að lokum hans banamein. Atli bar sig ávallt vel og var jafnan bjart- sýnn á betra heilsufar og síðustu dagana var alls enga uppgjöf gagnvart lífinu að finna í hans huga. Atli tengdist fjölskyldu minni fyrir um það bil 25 árum þegar tókst með honum og móður minni Maríu E. Jónsdóttur vin- átta sem þau nutu góðs af hvort hjá öðru æ síðan. Atli giftist aldrei né heldur eignaðist börn en tók okkur sonum Maríu, Jóni, Bjarna, Sveini og afkomendum okkar sem sinni fjölskyldu. Atli var grallari og dálítið stríðinn, barngóður og einlægur og sérlega bóngóður. Þegar bón var komin til Atla var hægt var hægt að treysta því að hann gerði sitt besta til að klára það sem honum var ætlað. Hann eyddi frítíma sínum við eftirlit og húsvörslu í Hólagarði eftir bestu getu og af samviskusemi þegar heilsa hans bauð upp á. Það þurfti ekki mikið til að gleðja hann og var hann ávallt þakk- látur fyrir það sem að honum var rétt hversu lítilfjörlegt sem það kunni að vera. Hann hafði ekki síður ánægju af því að gleðja aðra og vandaði sig við að velja gjafir sem hæfðu hverjum og einum. Þar nutu barnabörn og barnabarnabarn Maríu góðs af. Atli var safnari í eðli sínu og var fátt undanskilið í þeim efn- um. Verkfæri af hvaða toga sem var átti hann gjarnan í sínum fórum sem og ógrynni af mynd- bandsspólum. Munir sem til- heyrðu æsku hans og tengdu hann við foreldra sína sem létust báðir langt fyrir aldur fram voru í sérstöku uppáhaldi hjá Atla og áttu hjá honum sérstakan sess. Hjartveiki var ekki eini veik- leiki Atla, hann glímdi líka við spilafíkn sem honum tókst ekki að yfirvinna þrátt fyrir að hafa leitað sér hjálpar við henni. Það reyndist hans nánustu og ekki síður honum sjálfum erfitt að takast á við. Engu að síður markaði fíknin lífshlaup Atla og stóð hans annars góðu kostum fyrir þrifum. Að horfa upp á Atla fást við sinn veikleika kennir manni að dæma ekki því varla vill nokkur manneskja vera í þeirri stöðu að ráða ekki við ár- áttu sína af hvaða toga sem hún er. Það fá allir sitt hlutverk í líf- inu, Atli er búinn að skila sínu. Eftir lifir minning um góðan mann sem við munum varðveita hjá okkur. Takk fyrir sam- veruna, kæri vinur Sveinn Steinarsson og fjölskylda. Atli Már Kristjánsson Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.