Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Aðalmeðferð í máli sem þýski bank- inn Dekabank höfðaði gegn Glitni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Bankinn gerir kröfu um bætur upp á 338 milljónir evra eða um 55 milljarða króna frá íslenska ríkinu. Þýski bankinn er einn kröfuhafa gamla Glitnis sem ríkið tók yfir haust- ið 2008 en þeir áttu í svokölluðum endurhverfum viðskiptum sín á milli það ár. Á meðal þess sem bankinn keypti af Glitni voru skuldabréf sem Kaupþing og Landsbankinn gáfu út. Telur þýski bankinn að íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð vegna að- gerðaleysis þess í aðdraganda banka- hrunsins. Fjölmörg mistök hafi verið gerð og þá sérstaklega af Seðlabank- anum og Fjármálaeftirlitinu. Eftir að íslensku bankarnir féllu telur Dekabank að verulegur skortur hafi verið á upplýsingagjöf, gagnsæi og samstarfsvilja af hálfu íslenskra stjórnvalda og íslenska ríkið hafi ekki sýnt raunverulegan áhuga á því að ná sameiginlegri lausn með kröfuhöfum bankanna. Af þeim sökum hafi bank- inn séð sig knúinn til þess að höfða mál sem síðasta úrræði til þess að gæta hagsmuna sinna. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður er lögmaður Dekabank í málinu. Málflutningur í því heldur áfram í dag. Dekabank krefst 55 milljarða frá ríkinu  Málaferli hefjast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Frávísun » Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði máli Dekabank frá vorið 2010 þar sem málshöfðunin væri ótímabær. » Hæstiréttur sneri frávísun- inni hins vegar við um sumarið það ár og sagði að héraðs- dómur yrði að taka málið til efnislegrar meðferðar. Morgunblaðið/Ernir Réttur Mál Dekabank er tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þunnar peysur Verð 6.900 kr. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval úr eðalstáli skreyttur Íslenskum steinum Íslensk hönnun og handverk Kökuhnífur 11.800.- Borðbúnaður Salattöng 17.800.- Ostahnífur 5.900.- Smjörhnífur 5.900.- Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! komdu og kíktu Efst á Skólavörðustígnum, sími 551 1121 ÚTSALA Kíktu - það borgar sig V e rð s e m þ ú h e fu r e k k i s é ð á ð u r LOKADAGUR LAGERSÖLU Nú er hægt að gera ótrúleg kaup, hvort sem þig vantar buxur, boli, peysur, jakka, kjól eða skó OPNUNARTÍMI LAGERSÖLU föstudag 11:00-18:30 Lokað laugardag Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | sími 568 2870 | www.friendtex.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs sem fram fer 30. júní 2012, hefst við embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 5. maí nk. Atkvæða-greiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8:30 – 15:00. Um helgar er opið frá kl. 12:00 – 14:00. Lokað verður á uppstigningardag þann 17. maí nk. og hvítasunnudag þann 27. maí nk. Opið verður annan í hvítasunnu þann 28. maí nk. frá kl. 12:00 – 14:00. Frá og með 14. júní nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardals- höll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00. Lokað verður sunnudaginn 17. júní nk. Á kjördag laugardaginn 30. júní nk. verður opið frá kl. 10:00 til kl. 17:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík Hæstiréttur hefur sýknað Viðar Má Matthíasson hæstaréttardómara af kröfum Lánasjóðs íslenskra náms- manna og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið er sérstakt fyrir þær sakir að allir hæstaréttardómarar voru vanhæfir í því. Lánasjóður íslenskra náms- manna stefndi Viðari fyrir dóm vegna ábyrgðar á námsláni sem hann gekkst í árið 1985. Málið sner- ist um túlkun á lögum um námslán, en á sínum tíma var þess krafist að lánþegi þyrfti tvo ábyrgðarmenn fyrir námsláni og samkvæmt reglum sem voru í gildi árið 1985, þegar lánið var tekið, var hámarks- tími endurgreiðslu lánanna 20 ár. Viðar Már taldi að skyldur hans sem ábyrgðarmanns hefðu fallið niður árið 2005, en þessu var stjórn Lánasjóðsins ekki sammála. Hér- aðsdómur Reykjavíkur féllst á rök Viðars og sýknaði hann af kröfum LÍN og staðfesti Hæstiréttur nið- urstöðuna í gær. Forseti Hæstaréttar er Markús Sigurbjörnsson og gerði hann til- lögu til innanríkisráðherra um að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og for- maður dómstólaráðs, sæti í forsæti. Símon gerði svo tillögu um að með honum í málinu skyldu dæma Sig- urður Tómas Magnússon prófessor og Skarphéðinn Þórisson, fyrrver- andi ríkislögmaður. Þetta voru því dómararnir sem dæmdu í málinu. Dómari sýknaður í Hæstarétti - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.