Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012
:
Eurovision 2012 SÉRB
LA
Ð
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út sérblað
tileinkað
Eurovision
þriðjudaginn
22. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 14, fimmtudaginn 16. maí.
Þetta er blað sem lesendur hafa
við hendina 22., 24. og 26. maí
þegar Eurovision verður sýnt í
sjónvarpinu.
Mikið úrval af pottum, pottahlífum og fleira í garðinn.
Vindhanarnir komnir. Pantanir óskast sóttar.
Opið: mán-fös 12:30 - 18:00
Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is
NÝJAR VÖRUR
Engin þjóð getur
náð háleitum mark-
miðum án leiðtoga
sem fær hana til þess
að ganga nokkurn
veginn í takt.
Sjálfri hefur mér
verið kennt um að
skapa sundrungu,
gagnrýna og jafnvel
leggja ákveðna menn
í einelti. Ég við-
urkenni fúslega að á
stundum hef ég málað í of sterkum
litum, ekki sýnt umburðarlyndi og
alls ekki sýnt kristilegt viðmót
þeim sem ég horfði á fremja glæpi
gegn íslenskum almenningi. Ég
hef sýnt veikleika og vil bæta úr
því.
Við sem kristin þjóð ættum að
tileinka okkur þær kenningar að
viðhorf okkar skiptir mestu máli.
Með neikvæðu viðhorfi virkjum við
neikvæð öfl. Sú barátta sem við
stöndum í er ekki við menn af
holdi og blóði heldur öfl sundrung-
arinnar sem hlæja í hásæti heims-
kunnar. Heimskan er grunnur allr-
ar syndar.
Nú erum við Íslendingar í sam-
félagi þar sem stjórnvöld ráðast
gegn þorra manna og vilja knýja
fram stefnu og aðgerðir sem meiri-
hlutinn hafnar alfarið, samt halda
stjórnvöld áfram lymskufullum
verkum sínum. Hvert leiðir það
okkur?
Andrúmið í samfélaginu er lævi-
blandið, fólk treystir ekki vald-
höfum, það óttast um hag sinn.
Menn trúa því að annarleg mark-
mið ráði för.
Á Íslandi er ekki verið að sam-
eina þjóðina með skýrum og raun-
sæjum markmiðum heldur er verið
að blekkja mann og annan til
fylgis við það sem samviskan segir
þeim að sé rangt. Þetta kallar á
skálmöld og hjaðningavíg. Sam-
viska stjórnmálamanna gengur
kaupum og sölum. Þú styður þetta
mál og færð þetta ráðuneyti í stað-
inn. Fólk selur samvisku sína í
skiptidílum. Viljum við slíkt?
Alþingi Íslendinga er að verða
óstarfhæft vegna andrúmslofts
sundrungar og vantrausts. Við
verðum að snúa við blaðinu, ann-
ars verður þetta samfélag kverúl-
anta öðrum þjóðum að augnagamni
og púkinn á fjósbitanum fitnar
sem aldrei fyrr.
Íslenska þjóðin þarf að samein-
ast í réttlátum markmiðum til hags
fyrir okkur öll og komandi kyn-
slóðir. Við getum ekki
leyft okkur að halda
áfram í þessu fari. Við
þurfum stjórnmál sem
eru lausnamiðuð og
sameina fólkið til
góðra verka. Við erum
í landi allsnægtanna,
okkur hefur verið
margtjáð að við búum
við betri kost og betri
möguleika til bjartrar
framtíðar en flestar
aðrar þjóðir, en samt
virkum við kengbogin
inn í sjálf okkur eins og rækjur.
Við verðum að létta af okkur þess-
um álögum sem vinstri öflin hafa
kallað yfir okkur. Þeirra að-
alsmerki er og hefur alltaf verið
sundrung og átök.
Látum ekki deiluna um keis-
arans skegg taka allan okkar tíma
og orku, setjum okkur markmið
sem eru öllum til heilla og berj-
umst fyrir þeim.
Missum ekki sjónar af kristi-
legum gildum og virðum krossinn í
þjóðfána okkar. Verum þakklát
fyrir að hafa á skemmstum tíma í
þjóðsögu nokkurrar þjóðar náð að
fara úr eymd í allsgnægtir þar sem
bikar okkar er yfirfullur, mjólk og
hunang gæti verið á öllum heim-
ilum. Verum þakklát Guði fyrir
það góða og leitum til hans í erf-
iðleikum. Biðjum Guð að blessa
okkur alla daga.
Vinstri sundrungin er sem
krabbamein í þjóðarlíkamanum og
kímómeðferðir stjórnvalda lama
ónæmiskerfi almennings. Við erum
að veikjast, börnin okkar að flýja
land og eftir situr kerfi sem drep-
ur ekki bara sendiboðana heldur
líka að endingu alla aðra.
Hreinsum til og veljum til for-
ystu fólk, sem er heilt í sínum
skoðunum og stendur föstum fót-
um.
Kjósendur. Látum ekki gulu
pressuna villa um fyrir ykkur einu
sinni enn.
Guð blessi nýja Ísland og Ís-
lendinga.
Eftir Jónínu
Benediktsdóttur
» Við sem kristin þjóð
ættum að tileinka
okkur þær kenningar að
viðhorf okkar skiptir
mestu máli. Með nei-
kvæðu viðhorfi virkjum
við neikvæð öfl.
Jónína
Benediktsdóttir
Höfundur er forstjóri Nordic Health.
Guð blessi
nýja Ísland
Iðulega tala menn
um „réttarríki“, eins
og ekki verðskuldi öll
ríki það sæmdarheiti.
Ekki er þó ávallt ljóst
í hvaða merkingu orð-
ið er notað. Algengt
er, að með því sé átt
við að yfirvöld jafnt
sem borgarar séu
undir landslög sett og
þeir eigi þess kost að
bera ágreining sinn og yfirvalda
undir hlutlausa dómstóla. Nú þeg-
ar mál Breiviks er fyrir dóm-
stólum, minnir forsætisráðherra
Noregs, Jens Stoltenberg, á, að
þar í landi búi menn við réttarríki.
Í grein í Mbl. fyrir nokkrum
vikum varð varaformanni Lög-
mannafélagsins tíðrætt um grund-
vallarreglur réttarríkisins og átti
þar við reglur um réttláta máls-
meðferð fyrir dómi. Í riti sínu, The
Authority of Law, gefnu út 1978,
kveður á hinn bóginn rétt-
arheimspekingurinn Joseph Raz
(1939-) lögfræðinga ofnota orðið
og útþynna hugtak þess svo, að
það verði orðaleppur án merking-
ar. Hann telur hagfræðinginn
Friedrich A. Hayek (1899-1992)
hafa skilgreint hugtak réttarrík-
isins með hvað skýrustum hætti í
riti sínu, The Road to Serfdom
(1945). Samkvæmt kenningu Ha-
yeks tjáir „réttarríkið“ stjórn-
málalega hugsjón, „þar sem rík-
isstjórn í öllum athöfnum sínum er
bundin af föstum reglum, er
kynntar hafa verið fyrirfram –
reglum sem gera borgurunum
kleift að sjá fyrirfram með sann-
gjarnri vissu, hvernig yfirvöld
munu við tilteknar aðstæður beita
þvingunarvaldi sínu og því sé þeim
innan handar að gera framtíð-
aráætlanir á grundvelli þeirrar
vitneskju“.
Réttarríki Hayeks lætur ekki
reka á reiðanum og er ekki boðun
laissez-faire í efnahagsmálum.
Hayek hélt því fram, að rétt-
arríkið, þar sem almennar settar
reglur gilda og yfirvöld leyfa sér
ekki að úthluta gæðum til sumra
en ekki annarra, tryggi jafnræði
þegnanna fyrir lögunum, og sé því
andstæða gjörræðis.
Slíkt réttlæti er form-
legt í þeim skilningi,
að sömu reglur gilda
fyrir alla og er beitt
með sama hætti
gagnvart öllum. Að
hyggju Hayeks er
réttarríkið ósamrým-
anlegt efnislegu rétt-
læti svokölluðu, sem
telst fólgið í því að yf-
irvöld úthluta borg-
urunum réttarstöðu
og hagsmunum undir
því yfirskini að verið sé að aðstoða
lítilmagnann og tryggja jöfnuð.
Þótt í því sýnist fólgin þversögn
áleit Hayek efnislegt réttlæti hafa
í för með sér endalok réttarrík-
isins.
Nú má spyrja, hvort þjóðfélag
okkar sé réttarríki í skilningi Ha-
yeks. Svarið sýnist vera afdrátt-
arlaust nei. Eftir bankahrunið hef-
ur allt hér á landi snúizt um
sértækar aðgerðir, hvort heldur
það er ríkið eða hálfopinberar
stofnanir eins og bankarnir sem
úthluta gæðunum. Neyðarlögin
voru sértæk aðgerð. Og afhending
skuldakrafna til nýju bankanna á
hálfvirði var sértæk aðgerð. Ýmist
er úthlutað milljarðaafskriftum til
hinna ríkustu eða meintum plástri
á sár hinna verst settu. Ríkið rétt-
ir hlut manna með barnabótum,
húsaleigubótum, vaxtabótum, sér-
stakri skuldaaðlögun og fleiru.
Allt eru þetta sértækar aðgerðir.
Athyglisvert er, að samkvæmt ný-
legri skýrslu Seðlabanka Íslands
gagnast hinar sérstæku aðgerðir
alls ekki þeim, sem ætlunin er að
hjálpa, heldur miklu fremur þeim
sem enga þörf hafa fyrir þær.
Dómar Hæstaréttar um að geng-
istrygging lána sé ólögmæt eru
sértækar aðgerðir. Bankarnir
hjálpa sumum með afskriftum
skulda en ekki öðrum. Hjá þeim
gildir jafnframt hið sérkennilega
siðferði, að sé einhver hjálpar
þurfi, skal honum ekki hjálpað, því
að með því tekur bankinn fjár-
hagslega áhættu.
Einhver verður auðvitað að
bera kostnaðinn af sértæku að-
gerðunum. Það er meðaljóninn,
hinn venjulegi óbreytti Íslend-
ingur, sem berst fyrir tilveru sinni
og nýtur ekki neinna náðarmeðala
að ofan. Honum er fengið það
hlutverk að axla byrðina sem sér-
tækar aðgerðir kosta þjóðfélagið.
Hugmyndin um verðtryggingu
skulda er skynsamleg að gefinni
þeirri forsendu að verðbólga
hækki veðsetta eign í sama hlut-
falli og áhvílandi lán hækkar. Eftir
efnahagshrunið hækka hins vegar
áhvílandi lán í takt við hækkandi
neyzluvísitölu en veðsettar eignir
hækka ekki í verði eða jafnvel
lækka. Verðtryggt lán á íbúð með-
aljónsins eða eignum litla fyr-
irtækisins hans hækkar mánuð
eftir mánuð og ár eftir ár um leið
og bankinn verðfellir þessar sömu
eignir og setur honum afarkosti.
Meðaljóninn hefur hagað sér í alla
staði skynsamlega og reynt að
standa við skuldbindingar sínar,
en það kemur fyrir ekki.
Verðtryggingin skaðar með-
aljóninn ekki minna en geng-
istryggingin. Hún er seinvirkari,
tekur ekki stökk, en safnar statt
og stöðugt af mikilli nákvæmni í
sarpinn allri þeirri óáran og for-
sendubresti sem dunið hefur á ís-
lenzku þjóðfélagi síðustu þrjú fjög-
ur árin. Hún skráir kostnað
sértækra aðgerða og leggur hann
á herðar meðaljónsins. Þar gildir
einu, hvort erlendur gjaldeyrir
hækkar í verði eða benzínverðið
hækkar á heimsmarkaði eða fjár-
málaráðherrann er að afla rík-
issjóði tekna með því hækka verð-
ið á brennivíni hjá ÁTVR.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur þykist vera ríkisstjórn
fólksins – ríkisstjórn meðaljónsins.
Samt hefur hún látið síhækkandi
neyzluvísitölu herða hengingaról
að hálsi hans meira og meira síð-
asta þrjú og hálft árið. Ísland er
andstæða réttarríkisins í skilningi
Hayeks.
Er Ísland réttarríki?
Eftir Sigurð
Gizurarson »Nú má spyrja,
hvort þjóðfélag
okkar sé réttarríki í
skilningi Hayeks.
Svarið sýnist vera
afdráttarlaust nei.
Sigurður Gizurarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður