Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Ísafjörður Saga Nótt fæddist kl. 16.17 hinn 26. janúar sl. Hún vó 3.560 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Heiður Embla Elfarsdóttir og Friðrik Valur Hákonarson. Nýir borgarar Akureyri Þórður Bragi fæddist 10. janúar kl. 14.36. Hann vó 2936 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Sig- urður Heiðar Birgisson. „Ég verð bara með smáveislu fyrir fjölskylduna og nánustu vini,“ segir Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir, matreiðslukona í Grindavík. Og ekki boðið upp á annað en hollan og góðan mat, súpu og fleira. Guðbjörg er nýhætt að vinna á heimili fyrir aldraða í bænum, „en ég á von á öðru starfi“ segir hún. Ástandið sé gott í Grindavík, þar sé nóg að gera. Og allir auðvitað himinlifandi yfir árangrinum í körfu- boltanum og Útsvarinu. Guðrún segir mikið félagslíf vera í bænum, auk íþróttalífsins eru þar hjónaklúbbar og nokkrir skemmtistaðir. Ferðamönnum hafi fjölgað mjög, margir vilji aka nýja Suðurstrandarveginn. Sjálf er hún virk í kvennadeild Slysavarnafélagsins. Hún gekk í Hótel- og veitingaskólann í Reykjavík þar sem hún bjó í 15 ár. „Ég lærði á Aski við Suðurlandsbraut 14, þar komu margir til að fá sér kjúkling og lambalæri bearnaise. Skólinn var á miðhæðinni á Esju. Maðurinn minn, Einar Einarsson, er matreiðslumaður að mennt en hann lærði líka vélstjórn og starfar nú hjá metanólverksmiðjunni á Svartsengi. Hann er hreinræktaður KR-ingur úr Vesturbænum en ég fékk hann hingað og hann gæti ekki hugsað sér að fara!“ Þau eiga alls fjögur börn og barnabörnin eru tvö. Börnin búa öll í Grindavík, einnig þau fjögur systkini Guðbjargar sem eru á lífi. kjon@mbl.is Guðbjörg L. Guðmundsdóttir 50 ára í dag Stolt amma Guðbjörg með annað barnabarnið sitt, Berg Ísak Helga- son, sem er tæplega fjögurra ára gamall. Ánægð á heima- slóðum í Grindavík M óeiður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til ellefu ára aldurs en síðan í Kópavoginum. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1992, stundaði nám í píanóleik við Tónlist- arskóla Kópavogs og söngnám m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík. Stundar doktorsnám í guðfræði Móeiður hóf nám í guðfræði við HÍ 2004, lauk þaðan embættisprófi í guðfræði 2010, lauk auk þess námi til kennsluréttinda við HÍ sama ár og stundar nú doktorsnám í guð- fræði við HÍ auk þess sem hún er fæðingarorlofi. Doktorsritgerð Móeiðar fjallar um trúarlíf Vestur-Íslendinga og langtíma guðfræðileg og kirkjuleg tengsl milli Íslands og íslensku land- nemabyggðanna í Vesturheimi. Samhliða guðfræðináminu hefur Móeiður sinnt ýmsu starfi á vegum Þjóðkirkjunnar. Jazzbandið og Bong í Bretlandi Móeiður komst á skömmum tíma í hóp þekktustu söngkvenna hér á landi á sviði jazz- og popptónlistar. Hún tók þátt í fyrstu Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 1990 þegar Lárus Ingi Magnússon sigraði fyrir hönd FS, Móeiður varð í öðru sæti fyrir hönd MR en Páll Óskar Hjálm- týsson varð í þriðja sæti fyrir hönd MH. Í kjölfarið stofnuðu þau Móeiður og Páll Óskar hljómsveitina Jazz- band Reykjavíkur sem reyndar varð Móeiður Júníusdóttir guðfræðingur 40 ára Opinber guðfræðingur Móa með móður sinni, Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Mynd tekin í tilefni af embættisgengi Móu. Úr jazzi í guðfræðina Á tónlistarárunum Hljómsveitin Móa & The Vinylistics. Móa, ásamt bræðr- um sínum Kristni og Guðlaugi , Arnari Guðjónssyni og Þórhalli Bergman. Morgunblaðið/Þorkell Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.