Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinnan er þér leikur einn og þú nýt- ur hverrar stundar svo að það hefur hvetj- andi áhrif á vinnufélagana. Núna er ekki góður tími til að taka ákvarðanir sem krefj- ast fórna af einhverju tagi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur ferðast með einhverjum und- anfarið og þroskinn er sýnilegur. Nú eru skilyrði hagstæð til að framkvæma ýmsa hluti sem þú hefur lengi ætlað þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að skoða langanir þínar og þrár. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. Hugsaðu málið með hjartanu og fylgdu því svo eftir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar með þínum nánustu. Gakktu hratt og ákveðið til verks. Þú færð tilboð fljótlega sem þú ættir að íhuga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú skiptir öllu máli að bregðast rétt við aðstæðum. Nýttu þér heppni þína og haltu fast við áætlanir þínar. Þú sérð fram á notalega helgi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt eftir að lenda í mikilvægum samningaviðræðum við aðra um hlutdeild í eignum og ábyrgð. Af hverju ekki að prófa eitthvað nýtt? 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu hugann reika um víðan völl. Und- irbúðu meira en verðskulduð verðlaun handa þér. Ættingjar koma á óvart. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það má mikið vera, ef þú ert ekki búin/n að koma málum þannig fyrir, að sigurinn sé í höfn. Þér er sama þó að þú þurfir að fara eftir rútínu þessa dagana. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú kunnir að meta ein- hvern mikils, þá er það ekki það sama og að elska. Vinur lumar á hugmynd, sem þeg- ar hefur verið mótuð og pakkað fallega inn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er sama til hvers er ætlast af þér, þú gefur alltaf meira af þér en þú ættir að gera. Hættu að hugsa um efnisleg gæði. Gefðu þér tíma til að hitta vini og fé- laga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú telur að einhver í fjölskyld- unni leyni þig hlutum sem snúa að fjárhags- málum. Hlustaðu á innsæi þitt og gefðu þér nægan tíma til að finna bestu lausnina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú leggur þig alla/n fram í starfi og það vekur almenna hrifningu. Ekki hlusta á þann sem reynir að draga úr þér vegna dagdrauma þinna. Gunnlaugur A. Jónsson varð sex-tugur 28. apríl og fékk kveðju frá gömlum skólafélaga og vini, séra Hjálmari Jónssyni. „Tilefnið var lík- lega það að ég greindi frá því að ég hefði byrjað daginn á því að lesa Prédikarann í gegn,“ segir Gunn- laugur í færslu á fésbókinni, en yfir- skrift bragsins frá Hjálmari er „Pre- dikarinn 1. kafli“: Í lífinu lánið er valt … og löngum of heitt eða kalt. Í erfiði og striti er ekkert af viti, það er aumasti hégómi allt. Þegar allt leikur í lyndi og lífið er fegurð og yndi vita þú skalt að verkið þitt allt er eftirsókn eftir vindi. Viskan er góð eins og gull, Gunnlaugs því drekkum við full. Hann vil ég mæra og heillaósk færa þó allt sé það aumasta bull. Gunnlaugur skrifar að lokum: „Þessu verður vandlega haldið til haga í áhrifasögusafni Prédikarans (Kohelet) ásamt með öðrum „hé- góma“.“ Davíð Hjálmar Haraldsson hittir oft naglann á höfuðið. Hann skrifar skemmtilega hugleiðingu um leit Skáksambandsins að taflborði og fleiri munum frá „Skákeinvígi aldar- innar“ í Reykjavík árið 1972: „Vitað er að eftir einvígið var árangurs- laust reynt að bjóða Íranskeisara og fleiri stórmennum í suðri og austri munina. Hvar taflið er – ég tel mig vita svar, svo tárhreint allt og nýtt og hvergi slitið, af góðsemi það gefið páfa var því gamla settið hans var máð og skitið.“ Jón Gissurarson ræður sér varla fyrir kæti vegna sæluviku Skagfirð- inga, en þá er mikið um dýrðir í Skagafirði. „Og enn er leiksýningin og ballið eftir,“ skrifar hann. Sæluvikan sýnist okkur síst til vansa. Fljóðin öll af fegurð glansa, fönguleg við seggi dansa. Á Króknum mest er húllumhæið, hopp og kæti. Myndast ann á miðju stræti. Meyja kysst í aftursæti. Sýningar við sjáum þar með sóma góðum, flutt í tónum, leik og ljóðum, listaverk frá heimaslóðum. Einnig munu ylja gestum – öldurhúsin. Heillar þýða blessuð blúsin, bjórinn sæll og rauðvínskrúsin. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af „eftirsókn eftir vindi“ og fjöri á sæluviku G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d LÍSA VILL AÐ ÉG DEILI TILFINNINGUM MÍNUM MEÐ HENNI HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ EIGINLEGA? KANNSKI FINNURÐU ÞAÐ Í ORÐABÓKINNI ÞÚ ERT MEÐ MJÖG FALLEGAR HENDUR TAKK FYRIR ÞAÐ MÉR FINNST MIKILVÆGT AÐ VERA MEÐ FALLEGAR HENDUR ÉG ER EKKI ÁNÆGÐ MEÐ MÍNAR, ÞÆR ERU ALLTOF GRANNAR HVAÐ GET ÉG GERT TIL ÞESS AÐ FITNA Á HÖNDUNUM? ÉG VAR BARA EKKI HRIFINN AF ÞVÍ AÐ VINNA FRÁ NÍU TIL FIMM VINNAN ÞÍN VELDUR ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT KÝLDUR, STUNGINN OG SKORINN!! STUNDUM ÞARFTU AÐ VERA ÁN MATAR OG SVEFNS SVO DÖGUM SKIPTIR!! AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM VALDIRÐU ÞÉR ÞETTA STARF!! ÉG SKAL SVARA! ÉG SÉ UM SÍMSVÖRUN FYRIR FYRIRTÆKI Á INDLANDI NAMASTE! ÉG...HEITI... DAHANGA GUPTA. HVAÐ...GET...ÉG... GERT...FYRIR...ÞIG? Íbúar við Brautarholt og Klukku-rima í Reykjavík kvörtuðu í vik- unni við mbl.is vegna götusópunar og sögðu hreinsunina slæma, þrátt fyrir að flestir íbúar hafi fjarlægt ökutæki eins og um hafi verið beðið. x x x Málið er ekki eins einfalt og þaðlítur út fyrir að vera enda sendi hreinsunarfyrirtækið frá sér til- kynningu í gær og gerði hreint fyrir sínum dyrum. Víkverji er á því að ekki sé alfarið við hreinsunarmenn- ina að sakast heldur borgaryfirvöld og ekki síst tillitslausa bíleigendur. x x x Svo virðist sem götuhreinsun íReykjavík eigi ekki upp á pall- borðið hjá stjórnendum borgarinnar og þeir bíði eftir því að skítnum rigni niður í ræsin eða hann fjúki á haf út rétt eins og beðið var eftir því að snjónum rigndi niður. Borgarstjórn til upplýsingar þá er skíturinn fast- ari en allt sem fast er og þess vegna situr hann eftir að lokinni einni um- ferð hjá hreinsunarbílunum. Það þarf einfaldlega að hreinsa götur og gangstéttar oftar en einu sinni á ári. x x x Víkverji þekkir ekki til við fyrr-nefndar götur en hann hefur fulla samúð með þeim sem sjá um götuhreinsunina vegna þess að hon- um sýnist að tillitsleysi bílaeigenda sé nær algjört, þegar kemur að götuhreinsun. Með nægum fyrirvara er fólki bent skriflega á að götu- hreinsun fari fram á tilteknum tíma á tilteknum degi. Auk þess er skilt- um komið upp við göturnar sem árétta hreinsunina. Þetta gerist ekki nema einu sinni á ári og stingur því í stúf við allt annað. Engu að síður kæra margir sig kollótta og Víkverji hefur séð nánast hvert bílastæði skipað í götu sem átti að fara að hreinsa innan nokkurra mínútna. x x x Reykjavík er ein skítugasta borgsem Víkverji þekkir og hefur hann þó komið víða. Ástandið lagast ekki fyrr en borgaryfirvöld taka sig á í hreinsunarmálum því eftir höfð- inu dansa limirnir. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.