Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 WOW ferðir bjóða ferð til Berlínar undir leiðsögn Lilju Hilmarsdóttur. Kaffihús á hverju horni. Menning, verslanir, listasöfn, tónleikar og ölstofur. Einnig verður farin heilsdagsferð til Dresden, sem er perla í hjarta Evrópu. Í Berlín er pláss fyrir alla. Verð á mann í tvíbýli: 109.900 kr. Innifalið er flug með sköttum, akstur til og frá flugvelli, gisting í 5 nætur og íslensk fararstjórn. WOW ferðir | Grímsbæ, Efstalandi 26 | 108 Reykjavík | +354 590 3000 | wowair@wowair.is Miðsumarveisla í Berlín wowferdir.is 14.–19. júní FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýju sjávarútvegsfrumvörpin myndu vega að afkomu útgerðarfyrirtækja og hefði veiðigjaldafrumvarpið slík áhrif á rekstur margra útgerða að þau ættu í erfiðleikum með að greiða af skuldum. Þetta má m.a. lesa út úr greinargerð um efnahagslegar og byggðalegar af- leiðingar frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem unnin var af sérfræði- hópi sem atvinnuveganefnd Alþingis skipaði. Hópinn skipa Daði Már Kristófers- son, dósent í auðlindahagfræði við Há- skóla Íslands, og Stefán B. Gunnlaugs- son, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Nefndinni hefur borist mikill fjöldi umsagna um frumvörpin og má segja að með nýju greinargerðinni bætist enn ein gagnrýnin umsögn í hópinn. Hefði mikil áhrif á reksturinn Orðrétt segir í nýju greinargerðinni: „Bein áhrif frumvarpanna eru mikil á fyrirtækin. Að meðaltali lækkar EBITDA þeirra um 34,4% á fyrsta ári en um 40,3% á því þriðja og þar á eftir. Mjög misjafnt er hversu mikið EBITDA lækkar. Mest er lækkunin hjá fyrirtækj- um sem eingöngu eru í útgerð en hafa ekki fiskvinnslu. Fyrirtæki sem ein- göngu eru í útgerð ná ekki þeim virð- isauka sem verður í fiskvinnslunni. Veiðigjaldið leggst því mun harkaleg- ar á þau en fyrirtæki sem bæði eru í veiðum og vinnslu. Neikvæð áhrif frum- varpanna á rekstur og greiðslugetu stærstu fyrirtækjanna eru mikil,“ segir í greinargerðinni. Er svo tekið fram að nokkur hluti stærstu fyrirtækjanna muni ekki ráða við núverandi skuldir, Þar með er sama renta tvítalin og tví- skattlögð,“ skrifa þeir. Aðferðafræðin „óviðunandi“ Áætla þeir svo í kjölfarið að tvítalning rentunnar hefði „leitt til oftöku sérstaks veiðigjalds um rúmlega 900 milljónir króna að meðaltali á árunum 2006 til 2010“. Er niðurstaða þeirra hvað þenn- an þátt varðar að „horfast [þurfi] í augu við að aðferðafræði frumvarpsins við að meta tilflutning á rentu milli veiða og vinnslu [sé] óviðunandi.“ Daði Már og Stefán gera einnig at- hugasemd við að ekki skuli horft til nei- kvæðrar rentu, þ.e. taps, og hún dregin frá þegar veiðigjöld eru ákveðin sem hlutfall af hagnaði. „Umframhagnaður hefur verið af veiðum og vinnslu botnfisks á hverju ári undangengin 10 ár. Heildarhlutfall veiðigjalda af metinni rentu er þar af leiðandi nálægt þeim 70% sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Umframhagnaður hefur hins vegar einungis verið af upp- sjávarfiski 6 af 10 árum. Þar af leiðandi fer skattlagningin að jafnaði töluvert upp fyrir þau 70% sem frumvarpið gerir ráð fyrir vegna almenns veiðigjalds. Út- reikningarnir með frumvarpinu benda til að heildarskatthlutfall á rentu í upp- sjávarveiðum og vinnslu hefði verið 101% að meðaltali á tímabilinu 2001- 2010 en 73% á tímabilinu 2006-2010. Til- hneigingin til ofskattlagningar er því augljós, sérstaklega á erfiðum tímabil- um í uppsjávarveiðum. Þetta er því alvarlegur galli á frum- varpinu sem nauðsynlegt er að laga. Einfaldasta lausnin er að bæta nei- kvæðri rentu síðasta árs, með vöxtum og verðbótum, við leyfðan frádrátt rentu. Þannig yrði komið í veg fyrir að sveiflu- kenndar veiðar, eins og uppsjávar- veiðarnar, búi við skatthlutfall sem er mun hærra en ráð stóðu til.“ enda myndi mikil lækkun á framlegð koma niður á getu félaganna til endur- fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda. „Mest eru áhrifin á fyrirtæki sem ein- göngu eru í útgerð og verður skulda- staða þeirra yfirleitt óviðráðanleg vegna áhrifa frumvarpanna,“ segir í umsögn sérfræðinganna. Gengið skýrir umframhagnað Þeir víkja einnig að þætti gengis- hrunsins í afkomu útgerðanna og er það sett í samhengi við „takmarkaðan“ um- framhagnað í vinnslu, sem þeir skil- greina svo, en hann liggur auðlindarent- unni til grundvallar, þ.e. þeim umframhagnaði sem sérstaka veiði- gjaldinu er ætlað að innheimta. „Undantekningar eru þau ár þar sem gengi krónunnar hefur fallið mikið, s.s. 2001, 2006 og 2008-2010. Meginástæða umframhagnaðar í vinnslu virðist því vera stutt tímabil bættrar samkeppnis- hæfni innlendrar vinnslu í kjölfar falls á gengi krónunnar. Þessi hagnaður þarf að koma til móts við tapið sem sterkt gengi skapar, s.s. á árunum 1997-2000. Bera má saman þessar tölur og afkomu- tölur í veiðum, sem eru miklum mun stöðugri, enda meginhluta auðlindarent- unnar að finna þar.“ Daði Már og Stefán vara einnig við tvískattlagningu með þessum rökum: „Ljóst er að umtalsverður hluti vinnslu á uppsjávarfiski er flokkaður með vinnslu botnfisks. Sá umframhagn- aður sem til verður í þeirri vinnslu er hluti gjaldstofns sérstaks veiðigjalds á botnfiski. Ef gert er ráð fyrir að öll vinnsla botnfisks skili sömu rentu og mjölvinnsla og sú upphæð lögð við rentu veiða á botnfiski eins og útreikningar í greinargerð frumvarpsins gera, er verið að telja aftur rentu af annarri vinnslu uppsjávarfisks og leggja við gjaldstofn fyrir sérstakt veiðigjald uppsjávarfisks. Veiðigjöld á röngum grunni  Ekki tekið tillit til vægis gengisþróunar fyrir afkomu útgerðanna í nýju sjávarútvegsfrumvörpunum  Munu leiða til „ofskattlagningar“ að mati sérfræðihóps sem atvinnuveganefnd Alþingis skipaði Morgunblaðið/Ómar Hitamál Nýju sjávarútvegsfrumvörpin hafa verið gagnrýnd í fjölda umsagna að undanförnu. Daði Már Kristófersson, dósent í auðlinda- hagfræði við Háskóla Íslands, er annar höfunda greinargerðarinnar sem fjallað er um hér til hliðar. Spurður hvers vegna það leiði til rangrar niðurstöðu í frumvörpunum að horfa framhjá gengisþróun svarar Daði Már svo: „Álagning á veiðigjaldið gerist með töf. Það er ekki ljóst hver afkoman er á þessu ári vegna þess að tölurnar liggja ekki fyrir, né heldur frá því í fyrra. En afkoman fyrir tveim árum liggur fyrir og þess vegna er hún notuð til þess að giska á hver afkoman er núna. Þessi ágiskunaraðferð í frumvarpinu bregst,“ segir Daði Már. Hækkunin í tekjum ofmetin „Í frumvörpunum eru tekjur útgerðarinnar leiðréttar m.t.t. verðþróunar á sjávarafurðum með skynsamlegum hætti en kostn- aðurinn er uppfærður með vísitölu neysluverðs. Það er mjög vond aðferð. Vísitalan breytist með allt öðrum hætti en kostnaður út- gerðarinnar. Fyrir vikið kemur fram misræmi sem þýðir að þegar krónan fellur er hækkunin í tekjum ofmetin miðað við hækkunina í kostnaði sem aftur þýðir að auðlindarentan er ofmetin. Þegar krónan styrkist snýst þetta við. Þá er hækkun í kostnaði ofmetin miðað við hækkun í tekjum. Reiknireglan ofmetur hagn- aðinn við núverandi skilyrði, því í raun og veru fylgir kostnaðurinn nánast sömu þróun og tekjurnar. Mikill hluti útgerðarkostnaðar er enda háður gengi krónunnar: Annars vegar aflahlutur sjómanna og svo olíukostnaður sem ræðst ekki af verðlagi á Íslandi heldur gengisþróun og heimsmarkaðsverði á olíu. Það skapar mikið mis- ræmi,“ segir Daði Már. Horft hjá misræmi vegna gengis Hinn höfundur greinargerðarinnar, Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við viðskiptadeild Há- skólans á Akureyri, segir ekki horft til allra þátta í efnahagsreikningi útgerðanna í fyrir- huguðu veiðigjaldi. „Höfundar frumvarpsins gera ráð fyrir að einu fjárfestingarnar í sjávarútvegi sem máli skipti séu í húsnæði, tækjum, skipum og öðrum búnaði. Það er hins vegar búið að taka mikið af auðlindarentunni út úr sjávarútveginum. Greinin er skuldsett vegna þess að það er búið að kaupa menn út úr greininni. Fyrirtækin bera þessar skuldir og þurfa að geta greitt af þeim áfram. Þess vegna hafa fyrirhuguð veiðigjöld slík áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Að auki verður að segja að sú hugmynd að fyrirtæki greiði rúmlega 40% af framlegð í veiði- gjald er algjörlega óraunhæf. Það kann að ganga í mjög ábata- sömum rekstri, eins og olíu- og gullvinnslu, að leggja á slík gjöld, en ekki í atvinnugrein eins og sjávarútvegi. Veiðigjaldið nífaldað Ég vann á sínum tíma skýrslu fyrir þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árna Pál Árnason, þar sem skoðað var að fjórfalda veiðigjaldið miðað við óbreyttar forsendur. Hér er hins vegar lagt upp með að rúmlega nífalda veiði- gjaldið og að auki leggja aðrar íþyngjandi byrðar á greinina. Þetta gengur auð- vitað ekki.“ Gæti gengið í olíunni Skannaðu kóð- ann til að lesa greinargerðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.