Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Ríkisstjórn Úkraínu mótmælti í gær hótun ráðamanna í nokkrum Evr- ópuríkjum um að hætta við að ferðast til landsins í tilefni af Evr- ópukeppni landsliða í fótbolta sem haldin verður þar í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópuríkjanna vilja þannig mótmæla meintri illri með- ferð á Júlíu Tymoshenko, fyrrver- andi forsætisráðherra Úkraínu, sem afplánar nú fangelsisdóm og segist hafa orðið fyrir barsmíðum fanga- varða. Utanríkisráðuneyti Úkraínu sendi út yfirlýsingu í gær þar sem það sagði að ef staðið yrði við hótunina myndi það grafa undan íþróttavið- burði sem ætti að vera hafinn yfir pólitískar deilur og hefði gegnt mikilvægu hlutverki í því að stuðla að friði og efla vináttutengsl Evrópu- ríkja. Hóta að sniðganga EM  Stjórn Úkraínu mótmælir hótun leiðtoga Evrópulanda Mótmæli Stuðningsmaður Tymos- henko í tjaldi mótmælenda í Kíev. Eintak af Ópinu, einu frægasta málverki veraldar eftir Edvard Munch, var selt á 120 milljónir dollara, sem svarar 15 milljörðum króna, á uppboði hjá Sotheby’s í New York í fyrradag. Ópið telst því nú dýrasta málverk í heimi. Eitt af mál- verkum Picassos, Nakin, græn lauf og brjóst, var selt á 106 milljónir dollara árið 2010. Ópið var selt á talsvert hærra verði en reiknað hafði verið með, en fyrirfram hafði verið búist við að 80 millj- ónir dollara fengjust fyrir málverkið. Nokkur tilboð bárust í verkið og það fyrsta var upp á 50 milljónir doll- ara. Ekki var skýrt frá nafni kaupandans. Norski kaupsýslumaðurinn Petter Olsen átti eintak- ið. Faðir hans var vinur og velgjörðarmaður Munchs. Til eru fjögur eintök af málverkinu og eintak Olsens er það eina sem er í einkaeigu. Öðrum eintökum af mál- verkinu hefur í tvígang verið stolið af söfnum en í bæði skiptin fundust þau aftur. Reuters Ópið selt fyrir metverð á uppboði Öryggisvörður og skipstjóri ferj- unnar sem sigldi til Úteyjar báru vitni við réttarhöldin yfir fjölda- morðingjanum Anders Behring Breivik í Ósló í gær. Þeir lýstu því hvernig Breivik blekkti þá til að leyfa honum að sigla út í eyna hinn 22. júlí í fyrra en þar myrti hann 69 manns. „Maður klæddur í lögreglubúning hefur ákveðið vald,“ sagði öryggis- vörðurinn Simen Bræden Morten- sen. Það var í hans verkahring hinn 22. júlí að tryggja að ekkert væri grunsamlegt við þá sem ætluðu að sigla til Úteyjar, en þar voru sum- arbúðir ungmennahreyfingar Verkamannaflokksins. Mortensen lýsti því hvernig Breivik hefði út- skýrt fyrir honum að för hans út í eyna tengdist sprengingunni í stjórnarráðsbyggingu í Ósló skömmu áður. Mortensen viður- kenndi að honum hefði þótt undar- legt að sjá einkennisklæddan lög- reglumann stíga úr grárri Fiat-- sendibifreið í stað hefðbundins lögreglubíls en grunsemdirnar hurfu fljótt eftir að Breivik sýndi honum falsað skírteini með merki norsku öryggislögreglunnar (PST). „Ég hélt að þetta væri alvöru lög- regluskírteini.“ Bar skotfærakassa Eftir að Mortensen hafði hleypt Breivik í gegn fékk fjöldamorðing- inn að stíga um borð í ferjuna MS Thorbjørn. Hún hafði legið við bryggju í Útey eftir sprengjuárásina í Ósló en var send sérstaklega eftir „lögregluþjóninum“ sem sagðist þurfa að komast út í eyna. Jon Olsen, skipstjóri ferjunnar, lýsti því hvernig hann hjálpaði Brei- vik að bera kassa sem í voru skot- færi, en Breivik sagði að í kassanum væri sprengjuleitarútbúnaður. Eftir að Olsen hjálpaði Breivik að bera kassann með skotfærunum úr ferj- unni varð hann vitni að því þegar Breivik skaut til bana fyrsta fórnar- lambið, öryggisvörðinn og lög- regluþjóninn Trond Berntsen. Olsen lýsti því einnig þegar hann flúði í ferjunni eftir að Breivik hóf skothríðina. Þá var Breivik búinn að myrða sambýliskonu hans, Monicu Bøsei sem stjórnaði starfseminni á Útey og var kölluð „mamma Útey“, og hann vissi ekki um afdrif dóttur sinnar, sem var stödd á eynni. Varð vitni að fyrsta morðinu  Komu Breiviks til Úteyjar lýst www.s i ggaog t imo . i s Akvamarín steinn með demöntum 18K LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 Minniskort Minnislyklar Kortalesarar Aukahlutir fyrir farsíma, snjallsíma, iPhone og iPad Töskur og símahulstur í miklu úrvali Rafhlöður fyrir alla farsíma Minnislykill 4GB 1.990 kr. Gott úrval af einföldum og ódýrum GSM símum Skype heyrnartól 1.290 kr. 12V bílafjöltengi með USB útgangi 2.990 kr. Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Öll GSM bílhleðslutæki á 990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.