Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 ÆTLAR ÞÚ AÐ BREYTA UM LÍFSSTÍL? HEILSULAUSNIR - Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. • Mán., mið. og fös. kl. 6:20 og 10:00. • Hefst mánudaginn 14. maí • Kynningarfundur 10. maí kl. 17:30 - Allir velkomnir. Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég er búin með grunnnámskeið í Heilsulausnum og er núna á framhaldsnámskeiðinu. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég heimsæki Ísland áhverju ári og nýt þess aðfara á sjóinn með afa áHúsavík og ganga á ís- lensk fjöll, það er svo frábærlega ólíkt lífinu úti í London,“ sagði ungur margverðlaunaður arkitekt, Leif Miguel Martinez, sem um þessar mundir er í sinni árlegu Íslands- heimsókn ásamt fjölskyldu. Hann á íslenska móður og spænskan föður og er fæddur og uppalinn á Spáni. Hann fetaði í fótspor föður síns og lagði stund á nám í arkitektúr í Uni- versidad San Pablo CEU í Madrid. „Ég valdi arkitektúr af því að mig langði til að starfa við eitthvað skap- andi. Teikning, sköpun og virkni sameinast einmitt í arkitektúr sem er í raun ákveðin tegund af list. Ég var alltaf að teikna þegar ég var lítill og mér finnst mjög gaman að sjá hug- myndir sem ég fæ verða að veruleika á blaði og síðan að byggingu. Hver eining í arkitektúr á upphaf sitt í skissu sem byggð er á hugmynd.“ Fór um víða veröld með skólanum Leif segir að námið í háskólan- um Universidad San Pablo CEU hafi verið mjög skemmtilegt. „Við fórum á hverju ári á námskeið úti í heimi, til Chicago og New York í Bandaríkj- unum, til Tókýó og Sjanghai til að læra um skýjakljúfana, til Rómar og Grikklands til að læra allt um fornar byggingar, til Hong Kong, Kuala Lumpur, Toronto, Montreal, Sydney og flestra höfuðborga í Evrópu,“ seg- ir Leif sem lauk námi árið 2009 og Gaman á sjónum með afa á Húsavík Leif Miguel Martinez hefur vegnað vel á ferli sínum sem arkitekt frá því hann út- skrifaðist á Spáni árið 2009. Hann hefur starfað hjá risum eins og Gustafson Por- ter og BDP og núna vinnur hann hjá 3DReid. Hann langar að starfa við verkefni á Íslandi enda á hann fjölskyldu hér, móðir hans er íslensk en faðirinn spænskur. Háhýsi Leif var einn þeirra sem tók þátt í að hanna og teikna þessar bygg- ingar fyrir 3DReid,en það er fyrirtækið sem hann starfar hjá núna. Í vinnunni Hér er Leif á vinnustofu sinni hjá fyrirtækinu BDP í London sem hann starfaði hjá og umhverfið ekki amalegt, líkt og gömul verksmiðja. Mikilvægt er að yngri kynslóðin temji sér góða siði að því er varðar tannheilsu og umhirðu tanna. Lét nóbelsskáldið ófá orð falla um tann- hirðu Íslendinga og misfögur í Al- þýðubókinni er gefin var út árið 1929. Viðbrögðin voru misjöfn en skáldið hafði rétt fyrir sér. Það er t.d. mun auðveldara og skemmti- legra að brosa ef tennurnar eru fal- legar. Lýðheilsustöð hefur gefið út ráð- leggingar um tannvernd sem vert getur verið fyrir foreldra að skoða, en á vefsíðu Lýðheilsustöðvar má sjá myndbönd um tannburstun, notkun tannþráðar og upplýsingar um tannskemmdir, tannholdsbólgur og glerungseyðingu. Í myndbönd- unum eru sýnd réttu handtökin við tannhirðu barna á aldrinum sex mánaða til 12 ára. Námsefnið er unnið í samstarfi Lýðheilsustöðvar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og barnatannlækna á Íslandi. Vefsíðan www2.lydheilsustod.is/utgafa/lifandi-efni/tannvernd/ Morgunblaðið/Kristinn Tannhirða Mikilvægt er að hugsa vel um tennurnar og fara til tannlæknis. Góð ráð um tannhirðu Kiwaninshreyfingin og Eimskip gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjóla- hjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðar- öryggi yngstu hjólreiðamanna lands- ins, en þetta er í níunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Verkefnið ber nafnið „Óskabörn þjóð- arinnar“, en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf að þessu sinni. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum níu árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að um 38.000 börn eða um 12% af þjóð- inni hafa notið góðs af verkefninu. Endilega… Örugg Með hjálm á reiðhjóli. …verum örugg, notum hjálm Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nú þegar við kaffiþambandiháskólanemanir drúpumþreyttir höfði yfir bóka-flóðinu sem okkur er ætl- að að lesa fyrir próf, sem gefur okkur lítið í aðra hönd, hafa aðrar bækur fangað minn hug. Ég álpaðist til þess að byrja að lesa bækurnar um Hung- urleikana í miðjum próflestri og hef lítið annað lesið á þessu tímabili. Strax í byrjun fangar frásögnin les- andann enda er Norður-Ameríku lýst eftir gífurlegar hamfarir þar sem al- gert einræði ríkir og meirihluti íbúa er neyddur til þess að halda uppi fá- ránlegum lifnaðarháttum fárra þús- unda útvalinna í höfuðborginni eða The Capitol. Ég ætla nú ekki að fara dýpra í söguna en þessi partur sög- unnar heillaði mig strax enda hef ég alltaf heillast af einræði og óréttlæti. Margar hafa fjallað um að í bók- unum sé að finna ádeilu höfundar á núverandi heimsskipan þar sem harð- duglegt og bláfátækt fólk framleiðir vörur fyrir okkur í velmegunarlönd- unum sem við kaupum án þess að hugsa mikið um hver upprunni þeirra er. Fyrir mér er það alls ekki aðalpunktur sögunar þrátt fyrir að hann sé fyrir hendi. Fyrir mér er þessi saga einfaldlega lýsing á hatri og fyrirlitningu fólks. Venjulegs fólks sem vill ekkert nema brauðfæða sig og sína nánustu, gagnvart gegnsýktu valdakerfi og forréttindastéttum. Aðstæðurnar sem lýst er í bókunum leiða huga manns óneitanlega til landa eins og Norður-Kóreu, Kína, Kúbu, Írans, Sýrlands, landa innan Evrópu og jafnvel vestur um haf til Bandaríkj- anna. Við lesturinn fylltist ég baráttu- hug, fann löngunina til þess að leysa valdakerfið og forréttindapésana upp í frumeindir, sem gerði lesturinn enn áhrifameiri og eftirminnilegri. En burtséð frá því öllu var Hungur- leika-þríleikurinn frábær skemmtun og virkilega heillandi. Eins og á við um góða bók sogaðist hugur manns inn í þann veruleika sem var settur fram í bókinni og maður tengdist hverjum og einum karakter á sinn hátt og fann til með þeim á öllum til- finningaskalanum. Því er alltaf leiðin- legt að fletta síðustu blaðsíðunni því það markar ákveðin endalok í lífi manns og tómleikatilfinning lætur á sér kræla. En rétt eins og karakter- arnir úr Harry Potter og fleiri bókum munu þau Katniss Everdeen, Peeta Mellark, Gale Hawthorne o.fl. ávallt fylgja manni, og já, vera áttavitar hver á sinn hátt þegar maður fer að vissu leyti í gegnum sína eig- in Hungurleika en þó sem betur fer í mun mildari út- gáfu. »En burtséð frá því ölluvar Hungurleika- þríleikurinn frábær skemmt- un og virkilega heillandi. HeimurSævars Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.