Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Þann 22. apríl kvaddi sorgin dyra þegar pabbi minn, Jón í Skógum, yfirgaf þetta jarðlíf og flutti til æðri heima. Það er svo tómlegt að sjá hann ekki sitja í stólnum sínum þegar ég kem fyr- ir hornið. Margs er að minnast og seint gleymist sá eldmóður, þrautseigja og bjartsýni sem ein- kenndu hann eða ást hans á öllu því fagra í lífinu. Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól, hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftar í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól, á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefn- stað og skjól. Jón Þorgeirsson ✝ Jón Þorgeirs-son fæddist í Skógum í Vopna- firði 2. júní 1926. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sundabúð 22. apríl 2012. Útför Jóns fór fram frá Vopna- fjarðarkirkju 28. apríl 2012. Undir Dalanna sól, man ég dalverjans lönd eins og draumsýn um átthagans rós. Undir Dalanna sól, fann ég heitfenga hönd eins og heillandi, vermandi ljós. Undir Dalanna sól, geymir döggin mín spor eins og duldir er blessa hið náttlausa vor. Undir Dalanna sól, hugsjá hjartans ég vann og ég hlustaði, skynjaði, leitaði og fann. (Hallgrímur Jónsson.) Ég finn sorgina í hjarta mínu en einnig gleði þegar ég hugsa um þig lausan úr viðjum líkam- ans, án allra þrauta þar sem þú getur farið um hindrunarlaust. Ég sé þig fyrir mér dansandi með bros í stóru fallegu augunum þín- um. Elsku pabbi minn. Innilegar þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér, fyrir að gera líf mitt auðugt og gleðiríkt. Allar ljúfar minningar geymi ég í hjarta mínu. Þín dóttir, Kristín. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bókasafn til sölu Bókasafn til sölu; ritsöfn, ævi- minningar, skáldsögur, ljóðabækur og ýmislegt fleira. Áhugasamir hafi samband í síma 865 2312, Ólöf. Garðar Garðsláttur - trjáklippingar - mosaeyðing - beðahreinsanir og öll almenn garðverk. Uppl. í síma 777 9543. Garðaþjónusta Hlyns. Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Orlofshús við Akureyri með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir hópa og fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Sími 486-1500, Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Húsnæði óskast Óska eftir íbúð Langtímaleiga. Stúdíó eða 2ja herb. Verðbil 80 - 130 þús. ÓSKAST STRAX. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upp. í síma 845 7090 og oskgpet@gmail.com Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi, s. 551-6488 fannar@fannar.is - KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Nú er rétti tíminn fyrir trjáklippingar og fellingar Látið fagmenn okkar nostra við garðinn þinn. Öll almenn garðþjónusta á einum stað. 577 4444 www.gardalfar.is Bílastæðamálun malbiksviðgerðir og vélsópun, 551 4000 & 690 8000 www.verktak.is Bílar Mercury Turnpike cruiser 1957 Til sölu er þessi flotti og merkilegi bíll frá Ford, Mercury Turnpike cruiser 1957. Allar upplýsingar um bílinn eru veittar í síma 820 1974, Guðmundur. Toyota Corolla 1600 sjálfskiptur, til sölu. Nýskráður 01/2002. Ekinn 182.900. Toppeintak, nýskoðaður og með góð heilsársdekk. Nýjar bremsur. Verð 900.000 kr. Ævar, sími 669 1470. Chevrolet Silver Rado 2500 LTZ Crew Cab árg. 2007 Ek. 112 þús. km. Vél 6,6 cc duramax. 20” dekk. Trailer-krókur og profile- krókur. Einn eig. upp að 100 þús. km. Bíll með öllu. Verð 5,6 millj. Uppl. í síma 893 0564. Bílar óskast Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is bílasala ...í bílum erum við sterkir! ☎ 562 1717 Skráðu bílinn þinn frítt hjá bilalif.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílavarahlutir VW og Skoda varahlutir 534-1045 Eigum til notaða varahluti í VW, Skoda, Audi og Pajero frá '02. Eigum einnig til nýja gorma í VW og Skoda á lager. Kaupum bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílabúið, Kaplahrauni 11, s. 534 1045. Hjólbarðar Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk. 425/65 R 22.5 kr. 49.900 + vsk. 1100 R 20 kr. 39.500 + vsk. 1200 R 20 kr. 39.500 + vsk. Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Kebek Blacklion sumardekk 175/65 R 14 kr. 10.700. 195/65 R 15 kr. 12.500. 205/55 R 16 kr. 14.900. Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði (á móti Kosti), Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Kebek - Nama heilsársdekk 165 R 13 kr. 6.900 175/65 R 14 kr. 11.900 185/65 R 15 kr. 12.990 215/65 R 15 kr. 17.750 205/55 R 16 kr. 16.650 225/55 R 16 XL kr. 19.750 215/65 R 16 XL kr. 18.990 205/50 R 17 kr. 18.900 215/55 R 17 kr. 20.600 235/55 R 17 kr. 24.900 235/45 R 17 kr. 21.390 225/55 R 17 kr. 23.900 225/65 R 17 kr. 24.290 Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Pallhýsi Travel Lite Húsin eru í mörgum stærðum og henta á flestar gerðir pallbíla. Einnig er hægt að hafa hestakerru eða bátinn með. Sýningarhús eru á Akureyri og Oddagötu 8, Reykjavík Ferðapallhýsi ehf. s. 663 4646. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti, hreinsa garða og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hildegard Þorgeirsson ✝ Hildegard Þor-geirsson (fædd Reiss) fæddist í El- bing í Þýskalandi 26. nóvember 1930. Hún lést á sjúkra- húsinu á Selfossi 18. apríl 2012. Útför Hildegard fór fram í kyrrþey frá Hveragerð- iskirkju 26. apríl 2012. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þinn sonur, Þorgeir Hafsteinsson. Elsku amma mik- ið svakalega er erf- itt að kveðja þig, þú sem hefur verið mikill partur af lífi okkar allra. Allt sem þú hefur gefið mér, allar okkar stundir saman. Sem krakki fékk ég oft að gista hjá ykkur afa um helgar og var það ógleymanlegur tími. Þá varst þú að baka á Loftleiðum og fékk ég stundum að koma með þér í vinnuna. Það var mikið sport fyr- ir unga stelpu að vakna eld- snemma um morgun og fara í leigubíl og ég man það svo vel að kokkarnir á hótelinu kölluðu mig alltaf Hillu litlu, sem mér þótti mjög skemmtilegt. Seinna þegar ég var orðin eldri unnum við saman hjá Sól, sem var mjög skemmtilegur tími. Þar varst þú í mötuneytinu að elda og baka og allir sem unnu þar fengu matarást á þér. Það var alltaf svo mikil gleði í kringum þig, mikið grínast og hlegið. Alltaf þegar við komum í heim- sókn til þín var slegið upp veislu, stundum bakaðar vöfflur, lumm- ur eða þú smurðir þitt einstaka „smörrebrauð“ sem allir elskuðu. Ég man svo vel þegar þú smurðir handa mér heila öskju af „smörrebrauði“ og komst með upp á fæðingardeild þegar ég átti Guðjón Ernst svo ég fengi nú nóg að borða, þetta er mér svo minn- isstætt því þetta lýsir þér svo vel, alltaf að hugsa um aðra. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér elsku amma mín. Það mun ég geyma í hjarta mínu ásamt minningunum um þig. Elska þig að eilífu. Þín Helga Björg. Minningar leka niður kinnarnar, eitt tár fyrir hverja. Án þín hefði ég ekki orðið. Ég á óteljandi minningar um hana ömmu mína. Ég var svo heppin að fá að vera mikið með henni og afa og fannst mér það alltaf svo gaman. Hversdagslegir hlutir eins og ferð í Nóatún í Ár- bænum og þegar amma klæddi okkur í höldupoka sem við rennd- um okkur í í snjónum eru afar dýrmætir. Við fórum líka saman í margar útilegur, sumarbústaði og bíltúra með nesti. Oft vorum við mörg saman og það þótti ömmu svo skemmtilegt. Margar af minningunum um ömmu tengjast mat og kökum enda var amma snillingur þegar kom að bakstri og matargerð. Hún er okkur afkomendunum fyrirmynd á þessu sviði og var oft fylgst náið með hvernig amma gerði hlutina. Eitt af því sem stendur upp úr er kartöflusalatið hennar sem er það allra besta. Hlýja og glaðværð einkenndi ömmu og minnist ég hennar með ást og virðingu. Hún gaf mér margt sem ég mun alltaf varð- veita. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín Sigríður Erna. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.