Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eins og greintvar frá í Morgunblaðinu í gær sagðist Jó- hanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra í desember síðast- liðnum ekki sjá nein rök fyrir því að sameina efnahagsráðu- neytið og fjármálaráðuneytið. Skömmu síðar var ákveðið að fara í einmitt þessa samein- ingu og um áramótin var far- ið út í ráðherraskipti, meðal annars í tengslum við þessa breytingu. Enn hefur forsætisráð- herra ekki útskýrt hvers vegna ákveðið var að ráðast í þessa sameiningu þrátt fyrir að til þess skorti rök og án þess að „fagleg úttekt“ hefði farið fram, eins og forsætis- ráðherra orðaði það af sama til- efni. Er það svo að breytingar á ráðuneytum séu gerðar út frá duttlungum tiltekinna ein- staklinga sem eru í tíma- bundinni aðstöðu til að ráðsk- ast með þessa hluti? Var ekki óþarfi, þó að forða þyrfti efnahagsmálunum frá Jó- hönnu Sigurðardóttur, að hafa slíkt los á þeim að þau staldri ekki við nema í nokkra mánuði í hverju ráðu- neyti? Það styrkir ekki efnahagsstjórnina að hafa efnahags- málin á flakki á milli ráðuneyta} Rakalaus málflutningur Þegar litlarannsókn-arnefnd Al- þingis skilaði af sér við mikinn fögnuð þingheims, svo helst minnti á útskriftardag á barnaheimili, var því haldið fram að þar með hefði fjöldi siðbótartillagna verið sam- þykktur samhljóða. Ein sið- bótin var sögð sú, að fram- vegis yrði framkvæmda- valdinu gert að skila lagafrumvörpum og stjórn- artillögum fyrr en tíðkast hefði, sem verið hefði mjög til vansa og framvegis yrðu til- lögur mun betur undirbúnar. Atli Gíslason alþingismaður, sem var formaður rannsókn- arnefndarinnar, hefur upplýst að í þessum efnum hafi engar efndir orðið. Af hverju fara ekki fram sérstakar afmark- aðar umræður um það mál núna? Og af hverju gerir stjórnarandstaðan ekki sjálf- stæða úttekt á því hvað gert hefur verið með tillögurnar sem þóttu marka svo mikil tímamót? Nú er hrúgað inn tugum mála og sum þeirra eru sögð vera svokölluð „stórmál“ og á sérstökum forgangslista rík- isstjórnarinnar. Eitt þeirra, sem snýst um að kollvarpa allri umgjörð íslensks sjávar- útvegs, er almennt viðurkennt að sé svo gallað og illa unnið að það sé vita óbrúklegt. Það er auðvitað ekkert vit í að ætla að keyra slíkt mál í gegn á loka- spretti fallandi ríkisstjórnar án efnislegrar umræðu. Því það er einmitt það sem gerist við slíkar aðstæður. Stjórnarandstaða hlýtur að fjalla efnislega um mál sem munu hafa jafn skaðleg áhrif og þetta og ræða það í þaula. En venju samkvæmt verður stuðnings- mönnunum rík- isstjórnarinnar gert að þegja að kröfu stjórnarfor- ystunnar til þess að „málþófið“ takist ekki. Því fer ekki fram nein raunveruleg efnis- umræða um málið nema frá annarri hliðinni. Þetta getur ekki gengið. Er algerlega óframbærilegt fyrir þjóðþingið og gengur þvert gegn öllu því sem lofað var um siðbót hér og siðbót þar. Þeirr- ar siðbótar sér hvergi stað, þvert á móti. Þessi framganga lýtur í einu og öllu því sem kallað hefur verið for- ingjaræði og er einkennilegt að sjá að þingmenn Hreyfing- arinnar hafa látið skrá sig um borð í þá fleytuna. Og því miður eru sömu ein- kennin á nær öllum öðrum málatilbúnaði ríkisstjórn- arinnar sem nú er undir í þing- störfunum. Eina sem „verk- stjórinn“ forsætisráðherrann hefur til málanna að leggja er að hrópa hótanir úr ræðustól Alþingis um að þingið muni sitja út júní og kannski júlí! Hverjum er verið að hóta? Það er algjörlega nauðsynlegt að þingið sitji óslitið til hausts ef ríkisstjórnin ætlar að ganga fram með þessum hætti. Stjórnarandstaðan hlýtur að taka þessum innantómu hótunum Jóhönnu Sigurð- ardóttur fagnandi. Andstöð- unni gefst þar með kærkomið tækifæri til að afhjúpa enn betur en orðið er málefna- fátækt ríkisstjórnar sem tveir þriðju þjóðarinnar styðja ekki og vilja losna við sem allra fyrst. Hótanir hafa verið helsta pólitíska kennimark Jóhönnu Sigurðardóttur frá fyrstu tíð} Hver er að hóta? Þ egar starfsdaga leik- og grunnskóla- kennara ber á góma, þá líður yfir- leitt ekki á löngu þar til umræðan kemst á eftirfarandi stig: „Þeim for- eldrum sem hafa eitthvað við þetta skipulag að athuga er alveg sama um gæði skólastarfsins.“ Hin klassíska fullyrðing um að skólarnir séu ekki geymslustaðir, þaðan af síð- ur þjónustustofnanir atvinnulífsins, heyrist líka í þessu sambandi. Eins og til er ætlast deyr umræð- an fljótt út, því hver vill sitja undir ásökunum um að vilja ekki vera með börnunum sínum eða vera skeytingarlaus um gæði skólastarfs? Það er sama sagan með þetta, eins og flest sem lýtur að uppeldis- og skólamálum, um- ræðan hrapar allt of fljótt niður í hyldjúpar skotgrafir. Þið á móti okkur. Foreldrar á móti skólum/sveitarfélögum. Og aldrei finnst nein lausn sem málsaðilar geta sætt sig við. Að sjálfsögðu eiga kennarar að fá svigrúm til fundar- halda og undirbúnings starfa sinna og líklega er vand- fundið það foreldri sem ekki styður það af heilum hug. En málið snýst bara ekkert um það, heldur það, að for- eldrar og atvinnulífið eru að greiða fyrir það sem sveitar- félögunum ber að gera sem er að greiða kennurum sómasamlega fyrir störf sín (enda löngu kominn tími til þess) í stað þessa úrelta fyrirkomulags. Sumir leikskólar eru lokaðir allt að sex daga á starfs- tíma sínum á hverju ári í þeim tilgangi að fólkið sem starfar þar geti skipulagt vinnuna sína og samkvæmt lögum eru starfsdagar grunnskólakennara fimm á hverju starfsári skóla. Vegna þessa geta foreldrar sem eiga börn bæði í leik- og grunnskóla þurft að taka allt að 11 daga af sumarfríinu sínu vegna starfsdaga, því að allur gangur er á því hvort þeir eru sam- ræmdir á milli skólastiga. Vissulega eru skóla- dagheimili grunnskólanna stundum opin á starfsdögum, en þau eru bara starfrækt fyrir níu ára börn og yngri. Það er ekkert óalgengt að fólk á almennum vinnumarkaði eigi 24 sumarfrísdaga og því hafa sveitarfélögin ráð- stafað allt að 46 % af sumarfríi fólks með þessum hætti. Án nokkurs samráðs. Einhverjir geta tekið börnin með sér í vinnuna, en allur gangur er á því hvernig það gengur, eins og þeir vita sem reynt hafa. Sumir eru líka í þannig vinnu að það er ein- faldlega ekki hægt. En burtséð frá því; hvers vegna ættu foreldrar og atvinnulífið allt að taka á sig kostnaðinn af starfsdögum kennara, hvort sem er í beinhörðum pen- ingum eða fyrirhöfn? Kennarar eru ráðnir til starfa hjá sveitarfélögunum og gera kjarasamninga sína við þau, ekki við foreldra. Aðalröksemdafærslurnar fyrir starfsdögunum eru að þeir séu forsenda góðs og metnaðarfulls skólastarfs. Aldrei hefur neinn stutt þetta fyrirkomulag með neinum faglegum rökum. Gott skólastarf er það sem allflestir vilja, en það er algerlega ómögulegt að sjá nokkurt sam- hengi á milli þess og starfsdaga. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Sveitarfélögin sjá um sumarfríið! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Í ræðu sinni á útifundi á Ísa- firði hinn 1. maí sl. kastaði Björn Snæbjörnsson, for- maður Starfsgreina- sambandsins og Eflingar Iðju á Akureyri, fram þeirri fullyrðingu að vandi verkalýðshreyfingarinnar í dag fælist í því að innan hennar væri fólk sem væri tilbúið til þess að rægja og deila á samstarfsaðila sína jafnvel frekar en á atvinnurekendur. Ummæli Björns eru athyglis- verð, einkum í ljósi þess að í fyrra voru þónokkur átök innan SGS en hinn 10. maí næstkomandi verður haldið framhaldsþing SGS og er stefnt að því að þar verði samþykktar tölu- verðar breytingar á skipulagi þess. „Þessi ummæli, hjá formanni Starfsgreinasambands Íslands, vekja að sjálfsögðu athygli, en hann þá væntanlega skuldar mönnum í sjálfu sér skýringar á hvað hann eigi við og ég treysti honum til þess að koma fram með það hvað hann eigi við með þessum orðum,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Að sögn Aðalsteins eru skiptar skoðanir innan verkalýðshreyfingarinnar um ýmsa hluti og nefnir hann sem dæmi aðild að ESB, fiskveiðistjórnunar- kerfið og þá launa- og kjarastefnu sem verkalýðshreyfingin eigi að viðhafa á hverjum tíma. „Til dæmis í síðustu samningum var ég einn af þeim sem voru tals- menn þess að fiskvinnslufólk fengi verulegar launahækkanir vegna þess að ég sá fyrir mér að það væri góð innistæða fyrir því,“ segir Aðalsteinn og bætir við: „En ég þurfti í rauninni að takast á við nokkra af mínum fé- lögum innan verkalýðshreyfingar- innar sem sáu þetta ekki í sama ljósi og ég og töldu að það ætti ekkert að hækka laun fiskvinnslufólks meira en annarra launþega.“ Hann segir það eðlilegt að skoð- anaskipti eigi sér stað á milli manna í stórum fjöldahreyfingum á borð við SGS og ASÍ. „Það er ósköp eðlilegt að það séu skoðanaskipti,“ segir Aðal- steinn og tekur einnig fram að menn megi ekki líta á það sem árás þó svo að aðrir séu ekki á sömu skoðun. „Nei, alls ekki, mér vitanlega,“ segir Ásgerður Pálsdóttir, formaður stéttarfélagsins Samstöðu, aðspurð hvort búast megi við átökum á fram- haldsþingi SGS í ljósi ummæla Björns. Líkt og áður kom fram voru mikil átök innan SGS í fyrra en Ás- gerður segist ekki vita betur en búið sé að gera upp öll þau mál. Skoðanaskipti mikilvæg „Ég veit svosem ekki við hverja hann á, hann verður að svara því,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, spurður út í sitt álit á ummælum Björns og bætir við: „En ég skal alveg viður- kenna það að ég hef svosem haldið uppi töluverðri gagnrýni á hreyf- inguna og held að það sé mjög mik- ilvægt að menn séu ekki þannig steyptir í sama mót að það megi ekki nema ein skoðun heyrast.“ Að sögn Vilhjálms er ómögulegt að segja til um það hvort þær breytingar sem stefnt er að því að leggja fram á framhaldsþinginu nái fram að ganga en hann telur þó meiri líkur en minni á að svo verði. Björn Snæbjörnsson vildi í sam- tali við Morgunblaðið 1. maí sl. ekki útskýra nánar hvað hann ætti við með þessum ummælum sínum. Áreiðanlegar heimildir herma að megn óánægja sé innan SGS með bæði ummæli Björns sem og tímasetningu þeirra, því er ljóst að áhugavert verður að fylgj- ast með framhaldsþingi SGS. Vandi verkalýðs- hreyfingarinnar Morgunblaðið/Ómar Verkalýðshreyfing Brátt verður haldið framhaldsþing SGS en þar verða lagðar fram talsverðar skipulagsbreytingar á sambandinu. „Ég veit ekki annað en að menn séu nokkuð sáttir við þær breytingar sem þessi sjö manna nefnd leggur til,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFL Starfsgreina- félags, aðspurð út í þær breytingar sem lagðar verða fram á framhaldsþingi SGS til samþykktar 10. maí næstkom- andi. Hún segir áætlað að gera þónokkrar breytingar á skipu- lagi SGS. „Þetta eru nokkuð miklar breytingar. Það er ver- ið að einfalda það og breyta þjónustu og annað eftir því,“ segir Hjördís Þóra. Hún bendir einnig á að á kynningarfundum í aðildarfélög- unum, þar sem breytingarnar voru kynntar, hafi menn almennt ver- ið sáttir við þær. Segir menn nokkuð sátta SKIPULAGSBREYTINGAR Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.