Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Þann 13. apríl síð- astliðinn ákvað um- hverfisráðherra að stytta veiðitímabilið á svartfugli um 15 daga, þ.e. að veiðum skyldi hætt þann 25. apríl í stað 10. maí eins og hefð hefur verið fyrir. Þessi ákvörðun olli miklum vonbrigðum enda rétt um tvær vikur í að aðalveiðitím- inn á svartfugli hæfist. Einnig má geta þess að um vestan- og sunn- anvert landið eru það síðustu 10 dagar tímabilsins sem gefa bestu von um veiði enda fuglinn að koma nær landi til að leita í fuglabjörgin ásamt því sem birta og veður eru skaplegri en á vetrarmánuðum. En hvers vegna eru veiðimenn ósáttir við þessa ákvörðun og hvers vegna ríkir algjört vantraust á milli ráðuneytisins og skotveiðihreyfing- arinnar? Til að fá svör við því þarf að skoða ferlið í kringum þessa ákvörðun en það hefur ekki ein- ungis endurspeglað þá stöðu sem veiðistjórnun villtra dýrastofna er komin í, heldur einnig það skiln- ingsleysi og úrræðaleysi sem ríkir í umhverfisráðuneytinu þegar kemur að málaflokknum. Fyrr í vetur var skipaður hópur til að móta tillögur vegna stöðu svartfuglastofna við Íslands- strendur. Í þessum hópi átti Skotv- ís fulltrúa ásamt m.a. Bænda- samtökunum, NÍ, fuglavernd o.fl. Fljótlega kom í ljós að áhugi ráðu- neytisins beindist einungis að því sjónarmiði sem féll að þeirra hugmyndafræði sem snýst um að verndun og veiði- stjórnun séu and- stæðir pólar. Enda fór það svo að nefndin klofnaði. Bænda- samtökin sögðu sig frá störfum nefnd- arinnar, Skotvís og veiðistjórnunarsvið umhverfisstofnunar skiluðu sérálitum. Til- lögur meirihluta starfshópsins voru einungis miðaðar að því að stöðva veiðar og hlunnindanýtingu. Hér var ekkert tillit tekið til annarra sjónarmiða né breytinga er snúa m.a. að fæðuframboði og hlýnun sjávar við landið. Að tefla fram „lausn“, sem felur eingöngu í sér að stöðva veiðar og hlunnindanýt- ingu, er ofureinföldun á vandanum og ekki til þess fallin að efla traust á því ráðuneyti sem ber að sinna stefnumótandi áætlunum sem fjalla eiga um sjálfbæra þróun, líf- fræðilega fjölbreytni, náttúrurann- sóknir og vöktun lífríkisins ásamt náttúruvernd og veiðistjórnun. Öll- um sem hafa kynnt sér þetta mál ætti að vera ljóst að bann við skot- veiðum mun sennilega engu breyta um stöðu svartfuglastofna við Ís- land enda eru breytingar á stofn- stærð tilkomnar m.a. vegna hlýn- unar á norðurslóðum. Þá liggur einnig fyrir að rannsóknum á svartfuglastofnum er ábótavant og verulegur ágreiningur ríkir um stofnstærðarmat og má þar nefna lundann og fjölgun hans á Norður- landi. Svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki mótað sér stefnu í málefnum veiðistjórnunar og fyrir vikið verð- ur veiðistjórnun hornreka í allri umræðu um áhrif veiða. Litið er framhjá augljósum kostum þess að beita aðferðum virkrar veiðistjórn- unar en þess í stað er gripið til ör- þrifaráða eins og breytinga á veiði- tíma auk þess sem álit þeirra sem mesta reynslu hafa af veiðum hljóta lítinn sem engan hljómgrunn. Með styrkri veiðistjórnun má sameina veiðimenn, stjórnsýsluna og fræðimenn í þekkingaröflun og aðferðafræði sem beitt er til að stýra veiðum villtra dýrastofna. Skotvís, landssamtök skotveiði- manna, mun á haustmánuðum standa fyrir ráðstefnu með þátttöku erlendra fyrirlesara um veiðistjórn- un þar sem farið verður m.a. yfir aðferðafræði veiðistjórnunar og mikilvægi hennar við stjórnun veiða og náttúruverndar. Þessi ráðstefna mun vonandi skapa grundvöll að sátt á milli ólíkra hópa um stjórnun veiða og veita ráðuneyti umhverf- ismála stuðning til að móta stefnu til framtíðar um veiðistjórnun á Ís- landi. „Veiðistjórnun – er það eitthvað ofan á brauð?“ Eftir Kristján Sturlaugsson »Með veiðistjórnun má sameina veiði- menn, stjórnsýsluna og fræðimenn í þekking- aröflun og aðferðafræði sem beitt er til að stýra veiðum villtra dýra. Kristján Sturlaugsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í Skotvís. Hvert samfélag þró- ar með sér ákveðna uppbyggingu, menn- ingu og venjur. Fólki í hverju samfélagi fyrir sig þykir alla jafnan sitt fyrirkomulag betra en annarra enda þekkir það sínar að- ferðir vel og getur átt erfitt með að setja sig inn í aðrar aðferðir eða hugmyndafræði annarra, sérstaklega ef fyr- irkomulagið á sér langa hefð og rót í sögulegum atburðum. Til að mynda telja flestir Íslendingar byssueign Bandaríkjamanna öfga- kennda og vitlausa en Bandaríkja- menn telja eflaust flestir stórfurðu- legt að ekki einu sinni lögreglu- mennn á Íslandi gangi um með byssur. Það er ákveðið tregðulög- mál sem gildir í hverju samfélagi. Í grunninn er mannskepnan afar íhaldssöm og afar erfitt er að breyta hlutum sem lengi hafa verið við lýði í hverju samfélagi fyrir sig. Hver er þá munurinn á íhaldsmanni og þeim sem ekki aðhyllast íhalds- stefnuna ef menn eru í eðli sínu íhaldssöm tegund? Eins og fyrr greinir eru menn ekki tilbúnir að skoða eigið kerfi eða breyta því fyrr en þeir sjá alvarlega galla í því eða lenda í einhverjum aðstæðum sem sýna fram á með afgerandi hætti að eitthvað virki ekki eða þeir lenda í öngþveiti í því kerfi sem fyrir er og líður illa. Þarna er lítill munur á íhaldsmanni og öðrum ein- staklingum. Það eru fyrst og fremst viðbrögðin við þessum aðstæðum sem kalla fram mismunin. Þeir einstaklingar sem að- hyllast ekki íhalds- stefnuna eru líklegri til að vilja kollvarpa fyrra kerfi við þessar kring- umstæður og eru fljót- ir að sannfærast um ágæti annars fyrirkomulags. Í stað þess að leita að rót vandans og skilgreina hann er líklegt að í fljótfærni og óðagoti sé horft framhjá því að mögulegt sé að laga vandann í kerfinu. Íhaldsstefnan hefur þrátt fyrir þetta verið litin hornauga af mörg- um og sem dæmi má nefna að menn eru fljótir að stimpla íhaldshreyf- ingar sem hóp einhvers konar aft- urhaldssinna sem vilja færa sam- félagið aftur til 1920. Oftar en ekki eru dregnar upp myndir af þekkt- um íhaldsmönnum frá eldri tíð sem þrátt fyrir ágæti sitt á þeim tíma sem þeir voru uppi gefa ekki raun- hæfa mynd af nútíma íhaldsmanni. Þetta er að sjálfsögðu sérstakt í ljósi þess að íhaldsmaður vill í grunninn vinna í núverandi kerfi og byggja það frekar upp en ekki hrinda því og fara t.d. til baka í eldri tíð. Íhaldsmenn geta einnig verið harðir baráttumenn gegn gild- andi kerfi þegar þeir sannfærast um galla þess. Íhaldsmenn eru vegna eðlis stefnunnar með mis- munandi skoðanir eftir því hvaðan þeir eru, eigin reynslu og öðrum at- riðum sem hafa áhrif á þá. Því get- ur t.d. íhaldsmaður í einu landi ver- ið róttæklingur í öðru. Það má til gamans geta að t.d. Goethe, Bruce Willis, Bay Buchanan, Ronald Reagan, Winston Churchill, Ed- mund Burke, Ann Coulter, Arnold Schwarzenegger, David Zucker, Margaret Thatcher og 50 cent eru íhaldsmenn. Eins og sjá má er þetta ekki einsleitur hópur gamalla karla með yfirvaraskegg sem vilja ekkert nema afturhald til gamalla tíma. Ég hvet þá sem eru áhugasamir um íhaldsstefnuna að kynna sér fé- lag Íhaldsmanna. Þeir sem vilja ganga í félagið geta send póst á ihaldsmenn@gmail.com. Gamla góða íhaldið Eftir Ólaf Egil Jónsson » Þeir einstaklingar sem aðhyllast ekki íhaldsstefnuna eru líklegri til að vilja kollvarpa fyrra kerfi við þessar kringum- stæður og eru fljótir að sannfærast um ágæti annars fyrirkomulags. Ólafur Egill Jónsson Höfundur er í stjórn félags Íhaldsmanna. Það varð úr að draumur vinstrimanna rættist að lokum. Fyrsta hreina vinstri- stjórn sögunnar tók við völdum vorið 2009 og var eitt af hennar fyrstu verkum að hækka skatta. Þeirra tími var kominn og varð íslenska þjóðin þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera sú fyrsta frá upphafi til að skattleggja sig út úr efnahagshremmingum. Sömu lögmál gilda þó hér á landi og annars staðar þrátt fyrir tal skattasérfræðinganna í fjár- málaráðuneytinu um annað. Skatta- stefna vinstristjórnarinnar mistókst hrapallega og herti snöruna um háls skattgreiðenda. Það hefur verið nóg að gera í fjármálaráðuneytinu seinustu ár. Rík- isstjórnin setti tóninn snemma og hækkaði flesta skatta um of, sem og bjó til nýja á sínu fyrsta ári. Má þar meðal annars nefna auðlegðarskattinn sem er í raun ekkert annað en eitt form af eigna- upptöku, eins og bent hefur verið á. Það er ógerningur að gera grein fyrir öllum breytingum rík- isstjórnarinnar á skattkerfinu en þær eru vel yfir hundrað talsins. Það er eitt að hækka skatta en ann- að að hringla í sífellu í skattkerfinu og skapa þar með óvissu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki þessa lands. Aukið flækjustig skattkerf- isins dregur að auki úr skilvirkni þess, fjölgar skattsvikum og gerir einstaklingum torveldara fyrir að athuga hversu há upphæð rennur í raun til hins opinbera. Þá er ótalið það ranglæti sem aukin skatt- heimta felur í sér. Það er ljóst að núverandi ríkis- stjórn beitir ekki skattkerfinu ein- göngu til að fjármagna rekstur hins opinbera eða greiða af skuldum þess, heldur til að knýja fram jöfn- uð. Allir eiga að vera jafnir og eng- inn má skara fram úr. Þannig hafa forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sagt fullum fetum að „ofur- launaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan [fái] ekki að soga til sín hagvöxtinn“. Nýjasta útspil rík- isstjórnarinnar, frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, kveð- ur við sama tón. Réttur manna til eigna er fótum troðinn af hömlu- lausum stjórnvöldum sem segjast eiga tilkall til verðmæta sem aðrir, framtakssamir einstaklingar, hafa skapað. Allt þetta er gert í nafni jafnaðar og réttlætis. Ríkisstjórnin er einnig gráðug í völd. Skatta- hækkanir auka völd hennar yfir borgurunum og kemur það því eng- um spánskt fyrir sjónir að fyrsta úrræði hennar sé ætíð að hækka skatta. Ríkisvaldið stækkar og þenst út á meðan svigrúm ein- staklingsins minnkar. Við höfum séð hvaða afleiðingar það hefur til lengri tíma litið: vonleysi, grimmd og kúgun. Mál dagsins í dag er að lækka skatta á alla. Leyfum fólki að ráð- stafa þeim fjármunum sem það vinnur sér inn. Leyfum ekki mis- vitrum, gráðugum stjórnmálamönn- um að láta greipar sópa um verð- mæti okkar. Skattgreiðendur þessa lands hljóta að geta sammælst um það að endi verði bundinn á skatta- hækkanir vinstristjórnarinnar sem allra fyrst. Ranglætinu verður að linna. Lækkum skatta Eftir Kristin Inga Jónsson » Vöxtur ríkisvaldsins eykst á meðan svigrúm einstaklingsins minnkar. Kristinn Ingi Jónsson Höfundur er menntaskólanemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.